Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 5 Útflutningur á rækju: Eftirspurn 1 lág- marki og lokanir haf a lítil áhrif LOKANIR á rækjumiðum í Arn- aríirði, ísafjarðardjúpi og Axar- firði hafa lítil eða engin áhrif á útflutning rækju að sögn Injfi- mundar Konráðssonar hjá Is- lenzku útflutningsmiðstöðinni. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í sær að eftirspurn eftir rækju hefði verið í lájimarki að undanförnu og það væri m.a. vegna þess að Rússar hefðu vcitt Vitni vantar að árekstri í Hafnarfirði FÖSTUDAGINN 24. nóvember sl. um klukkan 19 varð árekstur á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar, en á þessum gatna- mótum eru umferðarljós. Þarna var um að ræða græna Volvo-bif- reið og rauða Toyota-bifreið. Þar sem ökumönnum bifreiðanna ber ekki saman um aðdraganda óhappsins eru vitni beðin að gefa sig fram við Rannsóknarlögregl- una í Hafnarfirði. rækju í töluverðum mæli í Bar entshafi að undanförnu og fryst hana um borð í verksmiðjuskip- um. Rækjan hefði siðan verið flutt il Englands. þar sem hún hefði verið þýdd og pilluð. Þcssi tvífrysta rækja hefði loks verið boðin kaupendum á töluvert lægra verði en rækja t.d. frá íslandi. Á síðasta ári voru flutt út héðan 13—1400 tonn af unninni rækju, en í ár er útlit fyrir að útflutning- urinn nemi um 1500 tonnum. Rækjan fer einkum til Norður- landa, V-Þýzkalands, Belgíu og Bretlands. Rækja sú sem að undanförnu hefur verið unnin við Húnaflóa, Axarfjörð og af Eldeyjarsvæðinu nægir að sögn Ingimundar Kon- ráðssonar til að fylla upp í samninga, sem gerðir hafa verið. Hins vegar hefur eftirspurn eftir rækju héðan verið í lágmarki, en reikna má með að hún aukist að nýju upp úr áramótum. Vegna framboðs af rækju frá Sovétmönn- um hefur rækjuverð ekki hækkað, en reikna má með að það verði óbreytt frá því sem verið hefur á rækju héðan. Axarfjörður: Rækjuveiðamar ýmist leyfðar eða bannaðar Húsavík, 5. des. Sjávarútvegsráðuneytið heimil- aði rækjuveiðar í Axarfirði 6. október sl. og hófu þá 10 bátar veiðarnar frá Húsavík. En það leyfi stóð ekki nema nokkra daga vegna seiða í aflanum. Síðan hafa veiðarnar verið leyfðar öðru hvoru. en ávallt fljótlega eftir að þær hafa haíist hefur reynst alltof mikið seiðamagn í aflanum svo að veiðarnar hafa verið stöðvaðar. Mörgum heimamönnum þykir hér ekki rétt að staðið því að segja má að „bátarnir svelti sig upp“ á þessu. Ef veiðar hefðu ekki verið leyfðar fyrr en um áramót hefðu Jólafundur Hvatar á morgun IIVÖT. fólag sjálfstæðis- kvenna. hefur um árahil efnt til jólafundar í desemhermán- uði. til að koma saman og komast í jólaskap með hug- vekju. skemmtiatriðum til gleðiauka og með að fá iitla jólapakka í jólahappdrætti. llafa jólafundirnir jafnan vak- ið ána'gju og verið vel sóttir. var t.d. yfirfullt á sl. ári. Jólafundurinn í ár verður fimmtudaginn 7. desember í Átthagasal Hótels Sögu og hefst kl. 8.30. Jólahugvekju flytur að þessu sinni sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprest- ur. Til skemmtunar verður ein- söngur Sigríðar Ellu Magnús- dóttur óperusöngkonu og Sig- ríðar Hannesdóttir stjórnar skemmtiþætti. Auk þess verður hið heföbundna jólahapp- drætti, veitingar og hljóðfæra- leikur. Kynnir er Klara Hilm- arsdóttir. Stjórn Hvatar bendir á að jólafundurinn er fyrir alla fjölskylduna, og að allir veru velkomnir. flestir hátarnir stundað aðrar veiöar og væntanlega haft betra uppúr því en að hanga yfir þessum rækjuveiðum og telja má að það hefði ekki verið síðra fyrir at- vinnulífið í bænum. Mjög eru skiptar skoðanir hér um hvqrt leyfa eigi dragnótaveiðar í Skjálfanda eins og gert er, en þeir sem stundað hafa þær veiðar í haust hafa mjög lítið aflað. Línan hefur reynst bezta veiðarfærið á þessu hausti, þó ekki sé hægt að segja að aflinn hafi verið góður, þá hefur hún verið það skásta. Heyrzt hefur að leyfa eigi rækjuna aftur í dag, en hún hefur verið stöðvuð í viku. Hér álíta menn að þótt veiðar hæfust ekki fvrr en eftir áramót væri hægt að veiða skammtinn á veiðitímabil- inu. — Fréttaritari. Stofnuð samtök- in Líf og land FIMMTUDAGINN 30. nóv s.l. voru stofnsett landssamtökin LIF og LAND í Norræna húsinu í Reykja- vík. Markmið samtakanna eru m.a. að stuðla að verndun byggingar- listar og annarra menningarverð- mæta og náttúru landsins. I stjórn samtakanna voru kosin Jón Óttar Ragnarsson, formaður, og meðstjórnendur Björg Einars- dóttir, Kristinn Ragnarsson, Tóm- as Ingi Olrich og Þórarinn Sveins- son. Leiðrétting í MYNDATEXTA í Mbl. í gær þar sem greint er frá fyrsta fundi nýskipaðrar stjórnarskrárnefndar var sagt, að Tómas Tómasson sæti fundinn, en hið rétta er, að það er Eiríkur Alexandersson, sem er varamaður Tómasar. Eru hlutað- eigendur beðnir velvirðingar á þessu ranghermi. Vatteraðir jakkar ^SSík • “1 <ÍÍ> xmidex Barna- og unglíngastærðir 6—12 11.900. 14—16 14.800. S.M.L.XL. 17.500. Rolo 24.500. Ein ferð í Torgið þú ert koniiii langleiðina með jólagjafainnkaupin Barna lúffur kr. 2.550 - og 3.760- Gærufóöraðir herra kuldaskór kr. 19.500- Vattfóöraðir skinnjakkar frá kr. 62.400 - Sportjakkar kr. 29.900- sími: 27211 Raliy barnastæröir fulloröinsstæröir 8.750- 12.050-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.