Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 32
 Vt///V/\\\ý\. studio-line I.nn^.'ivciíi <S5 Gót) oj(')teidu||s íojldi MIÐVIKUDAGUR G. DESEMBER 1978 Verzlið sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19 BUÐIN sími — y 29800 Tillögur vinstri meirihlutans í Rvík; StórfeM hækkun fasteignaskatts Það óhapp varð í Hafnarf jarðar- höfn laust eftir klukkan 11 í gærmorgun er verið var að hífa aðalvél Júpíters upp úr togaran- um, að vélin rakst í lúgukarm. Skipti engum togum, að krani sá, sem hífði þetta 30 tonna flykki, stakkst á endann og vélin féll niður í vélarrúmið með miklum dynk. Sem betur fer urðu engin slys á mönnum en talsverðar skemmdir urðu á krananum og ókannaðar eru skemmdir á togaranum, sem nú er verið að endurbyggja sem loðnuskip. — Ljósm. Eðvar ólafsson. 18 dagar til jóla Nemur frá 68-144% Á FUNDI borgarráðs Reykjavíkur í gær lögðu fulltrúar Alþýðu- flokks, Alþýðuhandalags og Framsóknarflokks fram tillögur um lóðarleigu og fasteignaskatt sem felur í sér hækkun þessara gjalda umfram þá 42% meðalhækkun fasteignamats sem tilkynnt hefur vcrið um. Eru tillögurnar m.a. þessar> • Fasteignaskattur fbúðarhúsnæðis hækkar um 68,6%. • Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis hækkar um 110,8% • Lóðarleiga verzlunar- og iðnaðarhúsnæðis hækkar 144,8% • Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði óbreytt • Eins og áður hefur komið fram er gert ráð fyrir sérstöku sorphirðingargjaldi, 309 millj. kr. og er það nýr skattur. Samkvaemt tillögum meirihluta- flokkanna skal fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verða 0,5% af fasteignamati, en var áður 0,421% og þýðir það 68,6% hækkun. Fasteignaskattur atvinnuhúsnæð- is ú að verða 1,25% af fasteigna- mati en var 0,842% og þýðir það 110,8% hækkun hans. Þá á lóðar- leiga á verzlunar- og iðnaðarhús- næði að verða 1% af fasteigna- mati, en var áður 0,58% sem hefur í för með sér 144,8% hækkun en í þessum hækkunartölum hefur verið reiknað með 42% meðal- hækkun fasteignamatsins. Lóðar- leiga íbúðarhúsnæðis verður hins Mikil hækk- un fast- eignaskatta MIKIL hækkun fasteignaskatta var samþykkt á fundi bæjar- ráðs Kópavogs í gær. Fasteignagjöld einstaklinga hækka um 73,3% og á atvinnu- húsnæði um 81,1%. Ennfremur verður mikil hækkun lóðarleigu og sorppokagjalds. Hækkanir þessar voru samþykktar með atkvæðum vinstri meirihlutans gegn atkvæðum sjálfstæðis- manna, sem gerðu tillögur um mun minni hækkanir en sam- þvkktar voru. Sjá nánar frétt á miðopnu. vegar óbreytt. í tillögunum er gert ráð fyrir að gjöldin yrðu greidd á þremur gjalddögum, 15. janúar, 15. marz og 15. apríl, en samtals mun þessi hækkun fasteignaskatts og lóðarleigu gefa 877,6 milljónir króna umfram 42% meðalhækkun fasteignamatsins. Jólatré hækka um 70-95% SALA Á jólatrjám er að hefjast um þessar mundir. en gert er ráð fyrir að seld verði allt að 30 þúsund tré skv. upplýsingum er Mbl. fékk hjá Landgræðslusjóði. Verð trjánna er 70—95% hærra en fyrir síðustu jól. Jólatréssala Landgræðslusjóðs hefst n.k. föstudag og sagði starfsmaður, sem Mbl. ræddi við, að verð á trjám 1 m eða minni væri 3.800 en það vár 2.200 í fyrra, 1 '/2 m tré kosta nú kr. 5.500 á móti 2.800 í fyrra og tré sem eru milli 2 og 2,5 m kosta 7.500, en hér er átt við rauðgreni. Eðalgreni eða þinur eru töluvert dýrari og kosta tré milli 1,5 og 1,75 m kr. 18.800 og milli 2 og 2,5 m 20.600 kr. Þá er einnig fáanleg stafafura og er verð hennar um 30% hærra en verð rauðgrenis. Birgir Isleifur Gunnarsson: Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um vísitöluskerðinguna: Borgarstjórn standi við fyrri samþykktir STARFSMANNAFÉLAG Rcykja- víkur samþykkti á stjórnarfundi sínum mótmæli við því, að borg- arstjórn Reykjavíkur skyldi greiða 6,12% vísitölubætur á desemberkaup og að þar hafi ekki verið staðið við þá samþykkt að greiddar skyldu fullar vísitölu- bætur á öll laun. Segir m.a. í ályktun stjórnar Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar: Stjórn St.Rv. skorar því á borgarstjórn Reykjavíkur að breyta ákvörðun um greiðslu 6,12% vísitölubóta á desember- kaup til samræmis við samþykkt sína frá 15. júní 1978 og ákvæði kjarasamnings milli Reykjavíkur- borgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. júlí 1977 og 30. júní 1979. Sjás Reykjavík standi við gerða kjarasamninga bls. 17. Skattur á heita- vatnsverðið í Reykjavík? 1200 milljóna nýjar álögur á borgarbúa Furdulega óskammfeilin tillögugerd Birgir ísleifur Gunnarsson sagði að þessar tillögur meiri- hlutans fælu í sér stúrkostlegar ha>kkanir á fasteignagjöldum og lóðarleigu. ekki sízt á atvinnuhúsnæði. — Til viðbót- ar tekjuauka þessum, sagði Birgir ísleifur, er rétt að minna á að fyrir liggja tillög- ur um nýjan fasteignaskatt í formi sorphirðingargjalds sem er áætlað samanlagt um 309 millj. kr. Samtals fela tillög- urnar því í sér nýjar álögur upp á tæpa 1200 milljónir króna. Þessi tillögugerð er furðulega óskammfeilin og sýnir að hinir nýju valdhafar ætla einskis að svífast í aukinni skattheimtu á borgarbúa. Sér- staklega er alvarlegt hversu þungbærar álögur á nú að leggja á atvinnuhúsnæði þegar haft er í huga að umræður um atvinnulíf í Reykjavík hafa snúizt um að auka það og greiða fyrir því, en þessi aukna skattheimta hlýtur að verka í þveröfuga átt og verða til þess að draga úr atvinnustarfsemi. í þessu sambandi er rétt að íhuga að lóðarmat og fasteigna- mat er hærra í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum. Ég harma að vinstri flokkarnir skuli fara út á þessa braut og við sjálfstæðismenn munura berjast af alefli gegn þessari auknu skattheimtu. í mörg undanfarin ár höfum við sjálf- stæðismenn í borgarstjórn ekki ljáð máls á að breyta álagning- arreglum á sköttum af fast- eignum þar sem við teljum að fasteignaskattar hafi þegar verið orðnir mjög háir. Hér er því um gjörbreytingu á þessari stefnu að ræða, stefnu sem sjálfstæðismenn hafa í mörg ár haft í þessum efnum. Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra svaraði á Alþingi í gær fyrirspurn frá Helga F. Seljan um þróun og raungildi olíustyrks. Kom fram í svari ráðherra að olíustyrkur hefði verið um 60% af hitunarkostn- aði 1974 en væri nú í sept. ’78 aðeins 20%. Fjöldi þingmanna tók til máls um þetta efni og sagði Kjartan Olafsson, að það kostaði strjálbýlis- mann er nýtti olíu til húshitunar fimmfalt meira að hita hús sitt en Reykvíking er nyti hitaveitu. Hall- dór Asgrímsson sagði nú til staðar 10% innflutningsgjald á húshitunar- olíu er samsvaraði 10% skatti á heitavatnsverðið og spurði hvort viðskiptaráðherra væri reiðubúinn að leggja slíkan skatt á Reykvíkinga til að jafna húshitunarkostnað í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.