Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 Suðurland: Bágborið atvinnu- ástand á Suðurlandi IIELDUR dra'mt hljóð var í ArncsinKum. cr Morsunblaðið spurðist fyrir um atvinnuástand þar í (jær. Iljiirtur Iljartarson hjá Vorkalýðsfclajíinu I>ór á Selfossi kvað ástandið hcldur slaklcjít og hcfði það vcrið þannig nokkuð Icngi. Mikið hcfði flutzt að af fólki undanfarið cn litið hafi á móti verið Kcrt til þcss að stofna ný fyrirtæki ok auka atvinnulif. Dafíbjört Sifíurðardóttir hjá Verkalýðs- of> sjómannafélaj>inu Bjarma á Stokkseyri kvað ástand- ið þar vera frekar lélegt. í frystihúsinu hefði verið unninn afli af einum togara, en tveir línubátar, sem gerðir væru út frá Stokkseyri, hefðu ekki komizt á sjó lengi. Vinnan í frystihúsinu hefur því verið til klukkan um 17 á dajjinn eftir að síldin fór. Dagbjört sagði að nokkuð breytilegt væri hve margir væru á atvinnuleysis- skrá og kvað það flökta á milli 10 og 20 manns. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær, er ástandið öllu verra er austar dregur, og komið er í Rangárvallasýsluna. Skiptir þar sköpum sá samdráttur, sem er að verða í framkvæmdum við virkj- unarframkvæmdir inni á hálend- inu, en um 200 manns eru nú á atvinnuleysisskrá í Rangárvalla- sýslu. Gott atvinnuástand á Norðurlandi ef Þórs- höfn er undanskilin Segir Hákon Hákonarson, formaður Alþýðusambands Norðurlands ..I>AÐ ER ckkcrt atvinnulcysi hcr á Akurcyri. og víðast hvar cr atvinnuástand gott á Norður- landi. svo scm á Dalvík. Ólafsfirði og Siglufirði." sagði Hákon Ilá- konarson. formaður Alþýðusam- hands Norðurlands. í samtali við Morgunhlaðið í gær. Hins vegar sagði Hákon, að slæmt ástand væri á Þórshöfn, eins og fram hefði komið í fréttum, en ástandið þar væri með mjög sérstökum hætti. Annars staðar væri ástandið mjög gott, þó að komið hefði til tímabundins atvinnuleysis á stöku stað vegna þess að togarar hafa siglt með afla. Sagði Jdákon að bjartsýni væri ríkjandi við Eyjafjörð, en ekki væri þó víst að menn væru eins bjartsýnir annars staðar á Norð- urlandi. Enda væri það nú einu sinni svo, að bjartsýnin dygði mönnum skammt ef syrti í álinn. „Atvinnuástand á flestum smærri stöðum úti á landi fer eftir því hvernig gengur að veiða fiskinn,“ sagði Hákon, „þannig að menn verða að setja traust sitt á að vel aflist í vetur.“ Gott atvinnuástand í Stykkishólmi segir formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms „Fólk cr ckki farið að láta skrá sig atvinnulaust hcr. og cg hef ckki trú á að það vcrði fyrir áramót." sagði Einar Karlsson. formaður Verkalýðsfclags Stykk- ishólms cr Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Einar sagði iþó, að nú væri skelfiskveiðarnar stoppaðar, en menn treystu á að þær hæfust aftur í byrjun næsta árs, og væri raunar allt útlit fyrir að svo yrði. Það fólk sem unnið hefði við skelfiskvinnsluna hefði enn vinnu við að ganga frá, enda stutt síðan veiðarnar stöðvuðust. Þá sagði Einar að bátar væru nú byrjaðir veiðar á línu, og skapaði það talsverða vinnu, enda hefði aflinn verið ágætur enn sem komið væri. Þá sagði Einar einnig að talsvert væri að gera í byggingar- iðnaðinum, þannig að ekki yrði annað sagt en atvinnuástand í Stykkishólmi væri gott um þessar mundir. „Það er því gott framtíð- arhljóð í okkur hvað þetta varðar,“ sagði Einar að lokum, „alla vega teljum við okkur ekki hafa neinar ástæðu til að örvænta." Nægatvinna á V estf jörðum Tugir manna úr Reykjavík vestra í byggingarvinnu, og 60 til 80 Ástralíubúar í fiskvinnu „IIÉR er ckkert atvinnulcysi, þvcrt á móti vcrða mcnn að vinna svo lengi sem þeir geta staðið á íótunum." sagði Pétur Sigurðs- son. formaður Alþýðusamhands Vestfjarða. í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sagði Pétur, að meiri en nóg atvinna væri á Isafirði, og ástand- iö annars staðar á Vestfjörðum væri mun betra en menn hefðu átt að venjast hin síðari ár. „Meira að segja á Bíldudal,“ sagði Pétur, „þar sem oft hefur verið algert atvinnuleysi, þar er nú mikil vinna.“ Sagði Pétur enn fremur, að atvinnan grundvallaðist fyrst og fremst á fiskvinnslu, en einnig væri mjög mikil atvinna í byggingariðnaðinum. Væru til dæmis tugir manna frá Reykjavík vestra í vinnu við byggingarfram- kvæmdir, bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila. Þar væri að vísu mest um að ræöa iðnaðar- menn, en einnig ófaglært fólk. Hvað varðaði fiskvinnsluna, þá sagði Pétur að það væri ef til vill til marks um gott ástand atvinnu- mála, að nú væru á milli 60 og 80 manns frá Astralíu í vinnu á Vestfjörþum. Það eina sem ekki væri eins gott og undanfarin ár, sagði Pétur vera það, að vegna seiðagengdar á rækjumiðunum hefði ekki verið unnt að veiða rækju, og því hefði orðið um nokkra tekjulækkun að ræða hjá því fólki sem starfað hefði við rækjuvinnslu í landi. Þá mætti einnig nefna, að vegna þorskveiðibannsins hættu togarar veiðum síðustu viku desember- mánaðar, en á það mætti líta sem vetrarorlof fremur en atvinnu- leysi. Sagði Pétur að ekki væri útlit fyrir annað en næg vinna yrði á Vestfjörðum í vetur, en það færi þó að sjálfsögðu mikið eftir aflabrögðum. Þá kvað hann það sína skoðun að banna ætti með lögum að láta skip sigla með aflann til útlanda, enda ætti Islendingum að vera það kapps- mál, að fá sem flestar vinnustund- ir út úr hverri bröndu er við landið veiddist, nú eftir að þeim fór að fækka. „En hvað sem þessu líður,“ sagði Pétur að lokum, „þá veit ég ekki til þess að nein atvinnuleysisskráning hafi farið fram á Vestfjörðum, nema þá ef til vill einn og einn maður sem ekki fær vinnu þó vinnu sé að hafa.“ Austfiróir: Atvinnuástand f remur gott ATVINNUÁSTAND á Austfjörð- um cr fremur gott. að því er Sigfinnur Karlsson, formaður Alþýðusambands Austfjarða, skýrði Morgunblaðinu frá. Á Bakkafirði var þó fremur lítil atvinna og á Vopnafirði er útlitið frcmur slæmt. þar sem ljósavél bilaði í togaranum og verður viðgcrð tímafrck. Á Borgarfirði voru í gær 18 á atvinnuleysisskrá og á Scyðisfirði er nú fyrirhugað að gcra hrcytingar á frystihúsinu þar og mun það hafa í för mcð sér eitthvert atvinnuleysi nú í desem- bcr. Á Neskaupstað voru 9 á skrá í gær, allt vörubifreiðastjórar, en að öðru leyti er atvinnuástand á Austfjörðum gott allt suður í Hornafjörð, að því er Sigfinnur sagði. Mokfiski er á fjörðunum og mikið að gera í sambandi við verkun aflans svo og verkun síldar. Togararnir Bjartur og Birtingur fara brátt í fiskbann, en Sigfinnur kvaðst ekki búast við neinum frátöfum þess vegna, nema sem samsvaraði óskum fólksins í sam- bandi við jólahátiðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.