Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 Þjóðaratkvæði um nýja stjómarskrá á Spáni í dag Tuttugu og fimm milljónir Spánverja ganga í dag til þjóöaratkvæöis um nýja stjórnarskrá. Telja má víst aö stjórnarskrárfrumvarpið veröi samþykkt meö ríflegum meirihluta atkvæöa, en nýjustu skoðanakannanir gefa til kynna aö kjörsókn veröi þó vart meiri en 76,5%, og aö þar af samþykki um þaö bil 80% aö frumvarpiö veröi aö lögum. Aö undanförnu hefur verið venju fremur róstusamt í Baskalandi, en þar er taliö aö kjörsókn veröi minnst og mótatkvæöi flest. Spáð 76,5% kjörsókn og 80% fylgi við frumvarpið Felipe Gonzales, leiötogi Sósíalistaflokksins, — vill nýjar þingkosningar sem fyrst. Stjórnarskrárfrumvarp- ið ber þess merki að þar hefur verið far- in málamiðlunarleið, sem marfjir óttast að eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Metíinatriði í nýju stjórnar- skránni eru í samræmi við lýðræðislegar grundvallarreglur á Vesturlöndum. Þar er kveðið á um almenn borgara- og mannréttindi, félagafrelsi og trúfrelsi; og stefnt skuli að blönduðu hagkerfi, að löggjafar- vald, framkvæmdarvald og dómsvald skuli vera aðskilin og að þingbundin konungsstjórn verði í landinu. Eitt umdeildasta ákvæði stjórnarskrárdraganna er um sjálfræði einstakra héraða og landshluta. Skýrt er kveðið á um „órjúfanlega ein- ingu“ Spánar, en jafnframt skal að því stefnt að héruð og þjóðflokkar fái mest svigrúm til að ráða ráðum sínum. Ekki sízt hefur þetta ákvæði mætt and- stöðu í Baskalandi þar sem háværar kröfur eru uppi um algjöra sjálfstjórn. Þjóðernis- sinnaflokkur Baska, sem stend- ur á gömlum merg og er mjög atkvæðamikill í héraðinu, hefur beint þeirri áskorun til fylgis- manna sinna að þeir sitji heima í atkvæðagreiðslunni í dag, en ýmsir vinstri öfgaflokkar hvetja á hinn bóginn til þess að menn greiði atkvæði á móti frumvarp- inu. í Baskalandi hefur ekki Iinnt ofbeldis- og hryðjuverkum frá því að Franco leið fyrir þremur árum, og bendir margt til þess að almenningur þar sé nú orðinn svo þrúgaður af þessu ófremdarástandi að fjöldinn allur þori hreinlega ekki á kjörstað af ótta um líf sitt og limi, og muni því ekki reyna á hver hin raunverulega afstaða Baska er til hinnar nýju stjórnarskrár. Ýmis önnur ákvæði frum- varpsins eru ágreiningsatriði, sem ólíklega verða útkljáð á næstunni. Þar ber hæst málefni kirkjunnar og stöðu hennar í rikinu. Ilingað til hefur kaþólskan verið opinber trú á Spáni, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að losað verði um þessi tengsl, enda þótt skýrt sé tekið frám að trúin skuli eftir sem áður skipa þann virðingarsess í þjóðfélaginu sem verið hefur. Þá segir að með lögum skuli nánar kveðið á um stofnun og slit hjónabands, jafnframt því sem réttur hvers og eins til lífs skuli virtur. Þetta þýðir í rauninni það, að hjónaskilnaðir verði leyfðir, en að fóstureyðingar verði ekki heimilaðar nema í undantekningartilfellum. Stjórnarskrárdrögin voru af- greidd í báðum deildum þings- ins, Cortes, fyrir mánuði, og hlutu þá stuðning 92% þing- manna. I meðferð þingsins kom upp á yfirborðið ágreiningur um ýmis grundvallaratriði þjóð- mála, sem áður höfðu legið í láginni, ekki sízt þau sem varða samband ríkis og kirkju. Kirkju- leiðtogar telja margir hverjir að stjórnarskrárdrögin gangi alltof langt í frjálsræðisátt, og hljóti þau óhjákvæmilega að stuðla að lausungu og guðleysi í landinu. í skugga ofbeldisafla Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á Spáni vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Óttazt er að til víðtækra óeirða kunni að koma, einkum í Baska- landi. Um gjörvallt landið hefur verið Iagt bann við útifundum og mótmælaaðgerðum hvers konar fram yfir næstu helgi. Ljóst er, þótt ekki hafi stjórn- völd það í hámæli, að þeim stendur ekki sízt stuggur af því að herinn kunni að sleppa fram af sér beizlinu, en þrálátur orðrómur hefur að undanförnu verið um byltingaráform herfor- ingja, sem hvað fastast fylktu sér um Franco og enn vilja hafa í heiðri stjórnarhætti hans. Mikið er rætt um misheppn- aða byltingartilraun herfor- ingjaklíku í síðasta mánuði. Areiðanlegar fregnir er enn ekki að hafa af þessu máli, en sagan segir að byltingarmenn hafi ætlað að taka Adolfo Suarez og Dolores Ibarruri — 81 árs, en dregur ekki af sér við aö afla stjórnarskráarfrumvarpinu stuön- ings. ráðherra hans höndum á ríkis- stjórnarfundi, sem ráðgerður var á dánardægri Francos. Aður en dagur rann snerist einum klíkuforingjanum hugur, og sneri hann sér til Suarez og skyrði honum frá málavöxtum. Á Suarez þá að hafa kvatt á sinn fund dyggustu stuðningsmenn sína innan hersins, eflt hervörð við allar opinberar byggingar í Madrid og safnað saman liði í úthverfum borgarinnar. Hafi stjórnarbyltingin þannig verið kæfð í fæðingunni, en tilgangur herforingjaklíkunnar er sagður hafa verið sá að setja herlög i landinu og aflýsa þjóðarat- kvæðagreiðslunni um stjórnar- skrána. Tvennum sögum fer af því hversu víðtæk þessi byltingartilraun hafi verið innan hersins. Af opinberri hálfu hefur ekkert verið látið uppi, en ýmsir telja að hér hafi aðeins verið um að ræða fáeina herforingja, og benda á í þvi sambandi að ekki hafi verið handteknir nema tveir herfor- ingjar. Annar var yfirmaður í þjóðarvarðliðinu, hinn í herlög- reglunni, en báðar þessar stofn- anir eru undir stjórn hersins, og hefur lengi verið vitað að innan þeirra væri óánægja með lýð- ræðislegar framfarir einna megnust. I sambandi við þessa byltingartilraun er talið hafa komið berlega í Ijós, að herfor- ingjar af yngri kynslóðinni séu upp til hópa eindregnir lýð- ræðissinnar, og að enn sé við ramman reip að draga þar sem séu herforingjar, sem komusttil metorða í tíð Francos. Breytist flokkaskipan? Sjálfsagt þykir mörgum skjóta skökku við þegar „La Passionaria" eða Dolores Ibarr- uri, hin aldna kommúnistaval- kyrja, sem dvaldist í útlegð í Sovétríkjunum í 38 ár, er farin að þeysast um Spán þveran og endilangan þeirra erinda að fá alþýðuna til að kjósa yfir sig kónginn, lýðræðið og fjölflokka- kerfið. Það er nú samt það sem á sér stað þessa dagana, en það eru ekki nema jaðarflokkar á báða bóga, auk þjóðernissinn- aðra Baska, sem ekki fylkja liði um stjórnarskrárfrumvarpið. Fáir eru þeirrar skoðunar að þessí eining andans eigi eftir að halda áfram þegar atkvæða- greiðslan er afstaðin, því að raunar verður að líta svo á að Adolfo Suarez forsætisráöherra Spánar. með nýju stjórnarskránni hefj- ist stjórnmálabaráttan á Spáni fyrst fyrir alvöru. Þess er beðið meö óþreyju hvað Adolofo Suarez taki sér fyrir hendur eftir að stjórnar- skrármálið er komið í höfn. Hann á um tvennt að velja og hefur þrjátíu daga til að ákveða hvorn kostinn hann tekur, að boða til nýrra þingkosninga eða freista þess að fá stuðningsyfir- lýsingu þingsins og sitja í ríkisstjórn enn um hríð. Mið- flokkasamband Suarezar er eng- inn heilsteyptur stjórnmála- flokkur með skýrt markaða stefnu, heldur kosningabanda- lag sem hróflað var upp í skyndi, — bandalag stjórnmála- afla, sem helzt áttu það sameig- inlegt að vilja koma á lýðræði í landinu, og halda aftur af kommúnistum og sósíalistum. Síðan hefur margt gerzt, og töluverður flokksbragur er kom- inn á Miðflokkasambandið, enda þótt í upphafi hafi ekki verið tjaldað nema til einnar nætur. Hinn ungi og óreyndi stjórn- málamaður, sem ungur og óreyndur konungur fékk til að stjórna landinu til bráðabirgða, hefur sýnt undraverða hæfni í því að sigla milli skers og báru, og kannski er það sá eiginleiki, sem komið hefur að mestu gagni á þessum tíma. Stórbrotin stefnumörkun og frumkvæði að meiriháttar þjóðfélagsumbótum hafa ekki verið tímabær, heldur hafa varfærni og staðfesta einkennt stjórnarforystu Suar- ezar. Miðflokkasambandið hefur enn ekkert látið uppi um afstöðu sína til kosninga á næstunni, en það er háttur Súarezar að fara varlega í sakirnar, og því má ætla að hann reyni að forðast kosningar þar til um hægist eftir stjórnarskrárkosninguna. Vitað er að kommúnistar og ýmsir vinstri flokkar eru afhuga í kosningum í bili, en sósíalistar leggja hins vegar kapp á að nýtt þing verði kosið sem fyrst. Þá er kominn til sögunnar nýr stjórn- málaflokkur á Spáni, flokkur hægri manna undir forystu Fraga Iribarne, Areilsa og Osorio, sem allir gegndu ráð- herraembættum í tíð Francos, en höfðu orð á sér fyrir að vera lýðræðislega sinnaðir og gegndu lykilembættum fyrst eftir að Franco andaðist. Ekki er vitað hversu langt inn í raðir Miðflokkasambandsins hinn nýi hægri flokkur heggur, en svo kann að fara að hann ráði úrslitum um það hvort Suarez tekst að fá meirihluta þing- manna til að lýsa stuðningi við ríkisstjórnina. Verði sú raunin er óhætt að gera ráð fyrir því að slíkur stuðningur verði skilyrð- um háður, — skilyrðum sem þó er talið vafasamt að Suarez telji sér fært að ganga að, og þá verður ekki annað til ráða en að boða til nýrra þingkosninga. - Á.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.