Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 23 Minning — Sigurást Guðrún Níelsdóttir Fædd G. nóvember 1896. Dáin 29. nóvember 1978 Þann 6. nóvember s.l. heimsótti ég Astu móöursystur mína, sem þá var sjúklingur á Landspítalanum. Haföi hún þá verið þar í nokkra daga og var orðin svo til rænulaus. Þennan dag fyrir 82 árum fæddist hún að Hólslandi í Eyjahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Níels Ólafsson og Marsibil Katrín Sigurðardóttir og var Asta yngst sex barna þeirra. Hin systkinin voru: Margrét, sem búsett var í Keflavík; Magnús, búsettur í Reykjavík; Salbjörg í Kópavogi; Sæmundur, útgerðarmaður í Grindavík og Ólafía í Reykjavík. Eru nú öll þessi systkini látin. Níels, faðir Ástu, var annálaður dugnaðarforkur og eru til ýmsar sögur um röskleika hans, ekki sízt í ýmsum ferðum, þegar mikið lá við. Marsibil, kona hans, var heilsutæp mjög í mörg ár og lézt hún árið 1906 og var Ásta þá aðeins 10 ára gömul. Foreldrar hennar voru þá fluttir að Traða- búð í Staðarsveit og í Staðarsveit- inni var Ásta í nokkur ár eftir það og átti sú sveit alltaf mikil itök í henni. S.l. sumar fór hún þar um fornar 'slóðir og kom m.a. að Staðarstað, þar sem móðir hennar er grafin. Henni þótti mjög vænt um að hafa fengið tækifæri til að koma þar enn einu sinni og sagði, að þetta væri í síðasta sinn sem hún kæmi þangað. Hún reyndist sannspá. Til Reykjavíkur fluttist Ásta um 1914 og tíu árum seinna giftist hún Guðmundi Jónssyni símamanni, sem lengi var verkstjóri hjá Bæjarsíma Reykjavíkur, og bjuggu þau mestallan sinn búskap á Laugavegi 141 í Reykjavík og þar hófu öll börn þeirra sinn búskap. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Elztur þeirra er Karl íþrótta- kennari við Kennaraháskóla Islands — hann er kvæntur Sigríði Stefánsdóttur frá ísafirði; þá er Guðmundur verzlunarmaður, kvæntur Vilhelmínu Magnús- dóttur frá Seyðisfirði, og Steinn, kennari við Iðnskólann í Reykja- vík, kvæntur Önnu Þorvaldsdóttur úr Arnarfirði. Yngst er Marsibil Katrín — hennar maður er Jónas Ragnarsson, stýrimaður á Háa- fossi. Synirnir voru allir kunnir knattspyrnumenn á sínum tíma og hafa látið sig málefni knatt- spyrnuhreyfingarinnar miklu varða. Guðmundur lézt 21. febrúar 1966 og varð það Ástu mjög þungt áfall. Ásta var ættrækin mjög og margan fróðleik mátti sækja til hennar um ætt okkar. Er ég fór að glugga í gögn á Þjóðskjalasafninu í því skyni að fræðast meira um ættina og forfeður okkar, fylgdist hún með af lifandi áhuga og hringdi þá oft í mig til að vita hvers ég hefði orðið vísari. Oft veitti hún mér glöggar og góðar upplýsingar og snéri mér eitt sinn á rétta braut, er ég var komin á villigötur í ættfræðinni. Mannblendin var Ásta og hafði gaman af að hitta fólk og blanda geði við það. Hún tók mikinn þátt í félagsstarfi aldraðra, sótti sam- komur þeirra af hinum mesta dugnaði, fór út á land í orlof og tvisvar fór hún til sólarlanda með öldruðum. Hún var yfirleitt heilsugóð þar til nú í haust. Fyrir fimm vikum fór hún á Lands- spítalann og lézt þar, 29. nóv. eftir að hafa verið rænulaus í u.þ.b. þrjár vikur. Nú að leiðarlokum vil ég bera fram þakkir mínar og fjölskyldu minnar fyrir tryggð og vináttu frænku minnar, og börnum hennar og barnabörnum færum við samúðarkveðj ur. Far þú í friði, friður Guðs þÍK blessi, hafðu þökk fyrir allt ok allt. V. Briem. Jóh. Bj. Bókin Frjálshyggja og alræöishyggja er hlutlæg skilgreining á tveimur megin- stefnum stjórnmálanna fyrr og síöar — annars vegar hvort einstaklingurinn eigi aö ákveöa sjálfur markmiö sín, orö og athafnir, eöa hvort ríkisvald og stjórn- endur eigi aö ákveöa þaö fyrir hann. Gerö er grein fyrir fræöilegum grund- velli þessara andstæöu stefna og hvaöa þjóöfélagslegum forsendum þær hljóta aö byggja á hvor fyrir sig. Aö lokum er gerö nokkur úttekt á íslenzku þjóöfélagi á okkar dögum á grundvelli þeirra niöurstaöna, sem komizt er aö í bókinni. „Bókin er skrifuö í þeirri von“ segir höfundur formála, „aö þau sjónarmiö, sem þar eru sett fram, geti stuölaö aö málefnalegri umræöum um grundvallar- atriöi efnahags- og félagsmála en nú tíökast á vettvangi íslenzkra stjórnmála." Almenna bókafélagiö Austurstræti 18. Bolholti 6. sími 19707 sími 32620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.