Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 14 Þetta gerdist 6. desember 1976 — Þingmeirihluti Frjáls- lynda demókrataflokksins minnkar í þinf?kosninKum. 1972 — Síðasta Apollo-tungl- skotið: Apollo 17 skotið frá Kennedyhöfða. 1966 — Bretar hvetja til refsi- aðgerða SÞ gegn Rhódesíu. 1961 — Harðir bardagar liðs- afla SÞ ok Katangamanna. 1911 — Roosevelt forseti sendir Horohito Japanskeisara friðar- áskorun. 1938 — F'rakkar og Þjóðverjar semja um ófrjúfanleg landa- mæri þjóðanna. 1929 — Konur fá kosningarétt í Tyrklandi. 1921 — Bretar gera friðarsamn- ing við íra: írska frfríkið stofnað og írland samveldisríki. 1916 — Þjóðverjar taka Búka- rest. 1857 — Bretar ná aftur Cawn- pore á Indlandi. 1492 — Kólumbus finnur Haiti. Afmæli dagsins. Warren Hastings, landstjóri á Indlandi (1732—1818) — J.L. Gay-Lussac, franskur efnafræðingur (1778-1850) - Agnes Moorehead, bandarísk leikkona (1906—1974) — Lynn Fontanne, enskfædd leikkona (1887---) Innlent. F. Herra Kristján Eldjárn 1916.— Viðræðum um brottför varnarliðsins frestað 1956 — F. Einar H. Kvaran 1859 — Þriðja ráðuneyti Ólafs Thors skipaö 1949 — „Þór“ og „Ægir“ halaklippa tvo breska togara 1975 — Hrun stórs hluta Eldeyj- ar uppgötvað 1950 — F. Dr. Þorkeil Jóhannesson 1895 — Benedikt Tómasson varaland- læknir 1909 — Guðmundur Gíslason setur 10. íslandsmet sitt á árinu þriðja árið í röð 1959 — D. Magnús Björnsson lög- maður 1724 — F. Þorsteinn Hjálmarsson prófastur 1794. Orð dagsins. Sá sem vill stjórna öðrum ætti fyrst að hafa stjórn á sjálfum sér — Philip Massinger, enskt leikritaskáld (1583-1640). SINDRA STALHF Fyrirliggjandi í birgöastöö ÁLPLÖTUR Hálfhartefni í þykktum frá 0,80 mm — 6,00 mm. Plötustæröir 1200 mm x 2500 mm. Borgartúni 31 sími27222 Menten til r Israels? Haag, 15. desember. AP. ÍSRAELSMENN munu fara fram á að hollenski milljónamæringur- inn Pieter Menten verði framseld- ur til ísraels í kjölfar úrskurðar hollenskra dómsstóla þess efnis, að hann sé sýkn saka um stríðs- glæpi. að sögn ísraelska sendi- ráðsins 1 Ilaag. Að sögn talsmanna sendiráðsins mun beiðni um framsal verða afhent hollenskum dómsmálayfir- völdum fyrir lok vikunnar, þrátt fyrir að hollenska dómsmálaráðu- neytið hafi lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé nein ástæða til að framselja Menten til ísraels. Þessi ákvörðun ísraelsmanna kemur í kjölfar tilkynningar hollenskra yfirvalda þess efnis, að sérstök umræða fari fram utan dagskrár í hollenska þinginu um mál Mentens vegna mikillar gagn- rýni sem fram hefur komið úr ýmsum áttum. Menten hafði áður verið dæmdur af hollenskum dómstólum í 15 ára fangelsi en hæstiréttur úrskurðaði hann síðan sýknan saka í fyrradag. Veöur víða um heim Akureyri 6 skýjað Amsterdam 3 léttskýjaó Apena 13 skýjað Barcelona 15 heiðskírt Berlín +4 léttskýjað BrUssel vantar Chicago 0 skýjað Frankfurt 2 skýjað Genf 4 skýjað Helsinki -5 heiðskírt Jerúsalem 16 skýjað Jóhannes.b. 26 lét tskýjað Kaupmannahöfn i 2 skýjað Lissabon 18 léttskýjað London 9 skýjað Los Angeles 20 heiðskírt Madríd 15 léttskýjað Malaga 17 skýjað Mallorca 15 léttskýjað Miami 27 skýjað Moskva *9 skýjað New York 20 skýjað Ósló +3 heiðskírt París 10 mistur Reykjavík 6 súld Rio De Janeiro 36 léttskýjað Rómaborg 10 skýjað Stokkhólmur +3 skýjað Tel Avív 19 skýjað Tókýó 14 skýjað Vancouver 7 léttskýjað Vínarborg -3 skýjaö E.W Hildick FANGARNIR í KLETTAVÍK Þetta er einhver skemmtilegasta og viðburðaríkasta unglingasaga metsöluhöfundarins Edmund W. Hildick. Hann er breskur höfundur sem hefur hlotið margvíslega við- urkenningu fyrir bækur sínar. Sag- an um Fangana í Klettavik mun falla öllum vel í geð, sem hafa ánægju af spennandi og dularfull- um atburöum. Andrés Kristjáns- son þýddi. Sven Wernström LEIKHÚSMORÐIÐ Fyrir nokkrum árum kom út hjá Iðunni bókin Ævintýraleg útilega eftir Sven Wernström, þennan víó- fræga ög umdeilda höfund. Sú bók hlaut veróskuldaðar vinsældir. Leikhúsmorðið segir frá því þegar Barbro og Tommi gera hópverkefni um Litla leikhúsiö. Þar er eitthvaö meira en lítið dularfullt á ferðinni. Smám saman átta þau sig á að það er verið að undirbúa morð að tjaldabaki — moröió á Litla leik- húsinu. Þórarinn Eldjárn þýddi. Bent Haller TVÍBYTNAN Tvíbytnan er verðlaunabókin í sam- keppni sem bókaforlagið Borgen í Kaupmannahöfn efndi til árið 1976 um bækur handa börnum og ung- lingum. Verölaunaveitingin og bókin ullu strax gífurlegum umræöum og deilum, sem hafa m.a. snúist um, hvort bókin ætti yfirleitt nokkurt erindi til unglinga. Tvíbytnan á því ekki síst erindi til foreldra og annarra sem fullorönir eru. Guðlaugur Arason þýddi. Gunnel Beckman PRJÁR VIKIJR FRAM YFIR Maja er nýbyrjuð í menntaskóla. Örvænting grípur hana þegar hún gerir sér grein fyrir, að kannski á hún von á barni. Margvíslegum lausnum skýtur upp í kolli hennar. Gunnel Beckman er meðal virtustu barna- og unglingabókahöfunda Svía og hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir bækur sínar, m.a. Nils-Holgersonsverðlaunin. Jóhanna Sveinsdóttir þýddi. Evi Bogenæs DRAUMAHEIMUR KITTU Kitta er kyrrlát, feimin og hlédræg. Móðir hennar er fræg leikkona sem hefur lítinn tíma til að sinna dóttur sinni, föður sinn þekkir Kitta ekki. Það sem hjálpar Kittu að sigrast á erfiðleikunum er draumaheimur hennar. Þar skipar Sveinn æsku- vinur hennar, mikiö rúm. Evi Boge- næs er meðal virtustu barna- og unglingabókahöfunda Norðmanna. Andrés Kristjánsson þýddi. Bræöraborgarstíg 16 s(rm 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.