Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1978 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Áskriftargjald 2500.00 kr. ó mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Samhengið í kaupgjalds- og verðlagsmálum Þau ummæli hagfræðings Alþýðusambands íslands í Alþýðublaðinu í gær, að verðbólgan muni verða á bilinu 35—70% á næstu tveim mánuðum, lýsa í raun, hvernig komið er efnahagsmálum þjóðarinnar. Það er á orði haft af forsætisráðherra, að efnahagsráðstafanirnar hafi verið gerðar í samráði við verkalýðshreyfinguna. Jafnframt liggur fyrir, að ýmsir verkalýðsleiðtogar úr röðum Alþýðubanda- lagsins hafa lýst ánægju sinni yfir aðgerðunum. En þær voru annars vegar fólgnar í því að skerða almennar launatekjur um 8% og er þó ekki gert ráð fyrir neinni dýrtíðaruppbót á lægstu laun, eins og var í febrúarlögunum. Á hinn bóginn á að auka ráðstöfunarfé ríkissjóðs með frekari skattheimtu, þannig að ekki mun draga úr eftirspurnarþenslunni. Nú liggur það fyrir, að til verulegra kostnaðarhækkana hlýtur að draga á næstu tveim mánuðum, eins og fram kemur í spá hagfræðings Alþýðusambandsins, sem aftur leiðir til hærra kaupgjalds. Og telur hann raunar, að við núverandi ástæður skipti ekki máli, hvort við búum áfram við kerfi verðbótavísitölu eða tíðari grunnkaupshækkanir, sem yrðu að sama skapi hærri, sem verðtryggingin væri minni. Hvort tveggja „mundi svo aftur leiða til þess, að sú verðbólga, sem við reiknum með í spánni, hún mundi verða raunveruleiki, vegna þess samhengis, sem er í verðlags- og launamálum", eins og hagfræðingur Alþýðusambandsins kemst að orði. Endurskoðun vísitöl- unnar óhjákvæmileg Ekki fer milli mála, að sú niðurstaða hagfræðings Alþýðusambands íslands, er rétt, að við séum nú í vítahring víxlhækkana kaupgjalds og verðlags. Það er líka rétt ályktun, að atvinnuvegirnir eru ekki færir um að taka á sig nýjar kostnaðarhækkanir, hvort sem þær eru í formi launa eða aukinna skattaálaga. í báðum tilvikum hljóta þær að ganga út í verðlagið, þar sem undirstöðuatvinnuvegirnir eru þegar reknir með halla. Það er einnig til umhugsunar, hvernig stjórnvöld hugsa sér það, að atvinnuvegirnir geti tekið á sig auknar og nýjar skattaálögur í ótal myndum, eftir að þau komust að þeirri niðurstöðu, að þeir gátu ekki risið undir umsömdu kaupgjaldi. Þessar staðreyndir gera það deginum ljósara, að óhjákvæmilegt er að endurskoða kaupgjaldsvísitöluna, m.a. með það í huga, að tekið verði tillit til framleiðni og viðskiptakjara. Það var óhjákvæmilegt að skerða kaupgjalds- vísitöluna 1. desember, eins og það er óhjákvæmilegt að treysta undirstöður atvinnulífsins. Með hliðsjón af því verður ekki öðru trúað að óreyndu en að aðilar vinnumarkaðarins og allir stjórnmálaflokkar muni sameinast um raunhæfa endurskoðun verðbótavísitölunnar fyrir 1. marz. Ef það verður ekki gert, hljóta aðgerðir af öðrum toga einungis að vera til bráðabirgða, eins konar smáskammtalækningar, sem draga næsta skammt. Falskur kaup- máttur hefnir sín Við stöndum nú frammi fyrir mjög miklum hækkunum á olíu. Hún er aftur mjög verulegur þáttur í rekstrarút- gjöldum undirstöðuatvinnuveganna, einkum sjávarútvegsins, svo að hér er um verulegt áfall fyrir þjóðarbúið í heild að ræða. Það verður því enn verr i stakk búið en áður til að standa undir þegar á orðnum launahækkunum. Á hinn bóginn hlýtur olíuverðshækkunin enn að auka á verðbólguna innanlands og þar með verka til hækkunar á verðbótavísitöl- unni. Þetta dæmi sýnir ljóslega hringavitleysuna í vísitölukerfinu. Aukinn kaupmáttur launatekna, sem þannig verður til, er falskur. Á bak við hann standa engin verðmæti og það hlýtur að hefna sín síðar með því að þá verður að grípa til enn róttækari og tilfinnanlegri efnahagsráðstafana en ella. Það er því öllum til góðs, ekki sízt þeim, sem lægst hafa launin, að brugðizt sé við á réttan hátt í tíma og þannig komið í veg fyrir, að enn stærri og ógnarlegri holskefla ríði yfir í efnahagsmálunum en við höfum áður þekkt dæmi um. Friðrik Sophusson alþm. Uppgjöf Alþýðu- flokksins Það vakti þjóðarathyjíli, að Vilmundur Gylfason skyldi ekki slá í borðið og sejtja: „Hingað og ekki lenfjra", þegar Alþýðuflokk- urinn var barinn til hlýðni við Alþýðubandalafúð í annað sinn á þeim þremur mánuðum, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur setið að völdum. Hver er ástæðan fyrir þessari linkind? Hvernig stendur á því, að „gerbreyttri efnahagsstefnu" Al- þýðuflokksins er fórnað fyrir þrjá ráðherrastóla í ríkisstjórn, sem er að áliti flokksins bæði bitlaus og rangsleitin? Hvernig stendur á því, að Alþýðubandalagið kemur öllum sínum málurn í gegn, en hinir stjórnarflokkarnir fylgja á eftir eins og vel uppaldir rakkar? Þetta eru spurningar, sem margir spyrja þessa dagana. Uppgjöf Alþýðuflokks Öllum er í fersku minni sá ágreiningur, sem kom upp milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um tillögur að ráðstöfunum 1. des. s.l. Alþýðuflokkur vildi að kaup hækkaði einungis um 3,6%, laun- þegar tækju á sig 3%, 2%; kæmu ekki til skila vegna versnandi viðskiptakjara, tekjuskattar yrðu lækkaðir og tillit til þess tekið, breytingar yrðu gerðar á búvöru- verði og loks að gerðar yrðu áætlanir um viðnám, sem dygðu út árið 1979. Framsóknarflokkurinn var hlynntur þessum tillögum í stórum dráttum eins og fram hefur komið. Alþýðubandalagið vildi hins vegar fara aðra leið, og sú leið var að mestu farin yegna persónulegs framtaks Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra, sem beitti sér fyrir því, að gengið yrði nánast að öllum tillögum Alþýðubandalagsins. Eftir smá- skærur, afsökunargreinar í blöð- um og heljarstökk á þingi gekkst Alþýðuflokkurinn inn á þessar hugmyndir og gerði engar tilraun- ir til að kanna, hvort þingmeiri- hluti væri fyrir þeim tillögum, sem hann lagði fram. Þannig eru ráðstafanirnar byggðar að lang- mestu leyti á hugmyndum flokks, sem hefur innan við fjórðung atkvæða á þingi. Alþýðubandalag- ið hafði sitt fram. Alþýðuflokkur- inn gaf eftir og nú má með sanni segja að hann hafi gefizt upp við að koma á framfæri við þjóðina „gerbreyttri efnahagsstefnu". Átti Alþýðuflokkur- inn aðra kosti En hafði Alþýðuflokkurinn nokkra aðra möguleika í stöðunni? Var hann ekki neyddur til að fylgja hinum, þegar ljóst var að sjálfur forsætisráðherrann hafði gengið í lið með Alþýðubandalag- inu. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að þetta er í annað sinn, sem svipuð staða kemur upp á stuttum tíma. Fyrra skiptið var, þegar stjórnarmyndunartilraun- irnar áttu sér stað og Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokk- urinn gerðu bandalag og neyddu Alþýðuflokkinn með sér nauðugan. Benedikt Gröndal formaður flokksins afsakaði þá afstöðu flokksins, en hlaut ámæli Vil- mundar fyrir, sem sagði að Bene- dikt væri of „heiðarlegur og bláeygur" til að tuskast við Lúðvík og Ólaf Jóhannesson. Nú hefur Vilmundur sjálfur hlotið sömu örlög, en þau eru að því leytinu erfiðari fyrir hann, að hann hafði fyrr látið stór orð falla í garð formanns Alþýðuflokksins. Augljóst er, að hægt var að ná þingmeirihluta fyrir svipuðum tillögum og Alþýðuflokkurinn hafði lagt fram, vegna afstöðu Sjálfstæðisflokksins, sem vitað var að vildi taka á vandanum fastari tökum, sem leiddi til skjótvirkari árangurs. Þetta var ekki reynt vegna þess að Vilmund- ur og félagar hans þorðu ekki að hætta stjórnarslitum. Þeir telja sér betur borgið í fangelsi Alþýðu- bandalagsloforðanna en í faðmi íhaldsins. Óttinn óið Sjálfstæðis- flokkinn stafar fyrst og fremst af því, að það er þjóðtrú í Alþýðu- flokknum, að samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn þýði fylgistap í næstu kosningum. Þess vegna sé það betra að starfa með hinum flokkunum þótt það samstarf kosti það að svíkja verði öll kosningalof- orðin. Sjónarmið sjálfstæðismanna Með þessu er ekki verið að segja, að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbú- inn til að taka við stjórnartaum- unum. Innan flokksins eru margir, sem álíta, að víxill kosningalof- orða Alþýðubandalagsins verði að falla áður en leitað verður til Sjálfstæðisflokksins um stjórnar- myndun. Fleiri og fleiri sjálf- stæðismenn hallast að þeirri skoðun, að flokkurinn verði að vinna að skýrari málefnalegri stefnumótun og útbúa tillögur sem njóta trausts þjóðarinnar. Takist það á næstu mánuðum muni flokkurinn eiga möguleika á mikl- um kosningasigri og í framhaldi af því verði tekin ný og örugg skref í átt til frjálsræðis í beinu áfram- haldi af þeim, sem tekin voru í upphafi viðreisnar á fyrstu árum síðasta áratugar. Alþýðuflokkur leiksoppur örlaganna Vandinn í íslenzkum stjórnmál- um er ekki einungis efnahagslegs eðlis. Hann er ekki síður i því fólginn, að ná verkalýðsforingjun- um niður á jörðina. Þetta skynjar Ólafur Jóhannesson og þess vegna gengur hann í lið með Alþýðu- bandalaginu. Baráttunni við verð- bólguna er slegið á frest til að gefa umbjóðendum Alþýðubandalags- ins tíma til að gleyma kosningalof- orðunum: „Samningana í gildi“. Þessi afstaöa forsætisráðherrans er skiljanlega með tilliti til ófara flokksins í síðustu kosningum. Hitt er svo annað mál, að engin trygging er fyrir því, að Alþýðu- bandalagið kæri sig um að sitja svo lengi í stjórn landsins. Varnar- málin eru á hverjum tíma nægileg ástæða til að rjúfa stjórnarsam- starfið og til þess verður gripið þegar foringjum Alþýðubanda- lagsins þykir henta. Þessi tog- streita fer fram á milli Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks án stórra orða, en undir niðri er vitneskjan um sameiginlegan at- kvæðamarkað og engan undrar, að forsætisráðherra þyrsti í hefnd fyrir kosningaafhroðið, sem flokk- ur hans galt. A meðan þessu fer fram, verður Alþýðuflokkurinn leiksoppur ör- laganna. Stór orð og almennar, óljósar yfirlýsingar um góðan vilja koma ekki í veg fyrir það, að kjósendur meta flokka eftir verk- um þeirra. Því oftar, sem Alþýðu- flokkurinn „neyðist“ til að gefa eftir í ríkisstjórninni þeim mun minni líkur eru á frambúðaráhrif- um flokksins í íslenzkum stjórn- málum. Sigur flokksins s.l. vor er að breytast í martröð bandingjans. Og nú verður 1. marz næsti áfangi. Hvað gerist þá? Friðrik Sophu.sson Vinstri meirihlutinn í Kópavogi: F asteignagjöld einstakl- inga hækka um 7 3,3 % -á atvinnuhúsnæði um 81,1% — Veruleg hækkun lóðar leigu og sorppokagjalds Vinstri meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi bæjarráðs í gær aÖ hækka fasteignagjöld á einstaklingum um 73,3% en á atvinnuhúsnæði um 81,1%. Var ákveðið, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa sjálfstæðis- manna, að innheimta fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði með 10% álagi og á atvinnuhúsnæði með 15% álagi. Fulltrúar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags samþykktu einnig að hækka lóðarleigu af íbúðarhúsalóðum um 57,1% og af atvinnuhúsalóðum um 58,3%. Þessi hækkun var einnig samþykkt gegn atkvæðum fulltrúa sjálfstæðismanna. Loks samþykkti vinstri meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs að hækka sorppokagjald um 48%. Bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna, þeir Richard Björgvins- son og Guðni Stefánsson, lögðu til, að fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði yrðu innheimt án álags eða afsláttar. Rökstuðningur þeirra fyrir þessari tillögu- gerð var svohljóðandii „Við rökstyðjum ofangreinda tillögu með því, að á þennan hátt yrði tekjuhækkun bæjarsjóðs af þessum gjaldstofni 71,7% miðað við fyrra ár með 9% aukningu fasteigna og hækkun gjalda yrði 57,6%, sem er a.m.k. um 10% hærra en verðbólga hefur orðið á þessu ári í landinu, og 15,6% hærra en meðaltalshækkun fast- eignamats, 42%. Með þessu móti er tekjustofninn fyllilega verð- tryggður fyrir bæjarsjóð. Öll hækkun fram yfir þetta mark ofbýður greiðslugetu bæjarbúa, sem að miklum meirihluta eru launafólk, sem aðeins á húsnæði yfir eigin fjölskyldu, því kemur hækkun fasteignagjalda mjög hastarlega niður á því, einkum nú þegar „samningar hafa endanlega verið settir í gildi“ 1. des. s.l.“ Þessi tillaga fulltrúa sjálf- stæðismanna var felld með 3 atkvæðum gegn 2 á fundi bæjar- ráðs. Á móti henni greiddu atkvæði fulltrúar Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Bæjarfulltrúar sjálfstæðis- manna óskuðu ennfremur eftir svohljóðandi bókun vegna 15% álags á fasteignagjöld af atvinnu- húsnæði: „Við erum alfarið andvígir ákvörðun meirihluta bæjarstjórn- ar um sérstakt 15% álag, 5% hærra en hann ákveður á íbúðar- húsnæði, á fasteignaskatt af atvinnuhúsnæði. Með þessari ákvörðun sinni sendir meirihlut- inn allri atvinnustarfsemi í bæn- um augljósar kveðjur sínar, 81,1% hækkun fasteignaskatts. Eins og kunnugt er, er mikill meirihluti atvinnustarfsemi hér í Kópavogi iðnaður og verzlun. Öllum er ljóst við hvaða aðstæður iðnaðurinn býr nú við, sérstaklega byggingariðnaðurinn sem hér er mikið af, þar sem óttast er uppsagnir starfsfólks meira eða minna nú á næstunni og þar með hugsanlegt atvihnuleysi. Samvinnuverzlunin hefur nýver- ið lýst ástandi smásöluverzlunar- innar þannig, að þar blasi við lokun ef eigi verði að gert til að bæta hag hennar. Áttatíu og eitt prósent hækkun meirihluta bæjarstjórnar Kópa- vogs á fasteignaskatti af atvinnu- húsnæði mun því sízt bæta hag atvinnustarfsemi í bænum og gera hann færari til að sjá bæjarbúum fyrir atvinnu." Vegna þessarar bókunar full- trúa sjálfstæðismanna óskuðu fulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags eftir að gera svohljóð- andi bókun: „Við vekjum athygli á þeirri staðreynd, að með því að veita á þessu ári 10% afslátt frá fasteignaskattinum varð fyrri meirihluti þess valdandi, að bæj- arsjóður varð af aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði, svo nemur mörgum tugum milljóna. Viðskilnaður sjálfstæðismanna við fjármál þessa bæjar er þann veg, að óhjákvæmilegt er að beita heim- ildum laga um álag fasteigna- skatta í nokkrum mæli. Hér er þó einungis nýtt 10% og 15% af heimiluðum 25%. Bæjarbúar verða að líta á þetta álag á fasteignagjöld sem viðskilnaðar- skatt íhaldsins.“ Lóðarleigan Richard Björgvinsson, fulltrúi sjálfstæðismanna, lagði til að lóðarleiga af íbúðarhúsalóðum og atvinnuhúsalóðum hækkaði um 43% í stað 57.1% og 58.3% og kvaðst í því sambandi vilja minna formann bæjarráðs, Björn Ólafs- son, á, að fyrir ári hefði hann verið andvígur 40% hækkun á lóðarleigu íbúðarhúsnæðis og hefði talið hana of mikla. Þessi tillaga Richards Björgvinssonar var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Sorppokagjald í sambandi við hækkun sorp- pokagjalds óskuðu fulltrúar sjálf- stæðismanna eftir svohljóðandi bókun: „Við teljum óþarfa að hækka sorppokagjald án þess að hafa gert minnstu tilraun til að bjóða út kaup á sorppokum eins og gert var tvívegis á undanförnu kjörtímabili og varð í bæði skipti til þess að ekki þurfti að koma til hækkun á þessu gjaldi. Við höfum áður bent meirihlut- anum á þetta og áteljum þessi vinnubrögð." Öllu er nú stolið! HONUM brá heldur betur í brún eiganda þessarar Mini-bifreiðar er hann ætlaði að aka af stað á laugardaginn. Þremur dekkjum hafði verið stolið undan bílnum og felgunum með. Rannsóknarlögreglan kannar málið. Ljósm. RAX. Dulræn reynsla og trúhneigð: / Islendingum svipar mest til Bandaríkj amanna og einnig Norður-Ira og Grikkja hvað trúhneigðina varðar „ÞAÐ sem ef til vill kemur hvað mest á óvart í niðurstöð- um þessara rannsókna. er hvað við íslcndingar erum í sam- bandi við dulræna reynslu og trúhneigð ólikir þeim, sem við þó höfum talið okkur líkasta," sagði dr. Haraldur Erlendsson lektor, er hann kynnti blaða- mönnum bók sína Þessa heims og annars — könnun á dul- rarnni reynslu íslendinga. trúarviðhorfum og þjóðtrú. sem Bókaforlagið Saga gefur út. „í þessum vviðhorfum svip- ar okkur mest til Bandaríkj- anna og einnig til Norður íra og Grikkja hvað trúhneigðina snertir. en erum mjög ólíkir ihúum annarra Norðurianda. þar sem Finnar komast þó næst okkur." Meginefni bókarinnar eru þrjár kannanir, sem höfundur hefur unnið ásamt nemum í sálarfræði við Háskóla Islands. Fyrsta könnunin var gerð 1974—‘75 og náði til rösklega 900 manns um land allt og var framkvæmd með því að senda út spurningalista. Þessi könnun leiddi í ljós að tveir þriðju hlutar landsmanna töldu sig hafa orðið fyrir dulrænni reynslu af einhverju tagi, meiri- hlutinn trúði á framhaldslíf og íslendingar reyndust mjög trúhneigðir. 31% kvaðst hafa orðið vart látinna manna og var gerð sérstök könnun á þeirri reynslu með samtölum við ann- að hundrað manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Akureyri. Þriðja könnunin beindist að huglækningum, en í upphaflegu könnuninni kom fram að 40% höfðu einhvern tímann leitað til huglækna. Þessi könnun var framkvæmd með samtölum við 100 manns á Stór-Róykjavíkur- svæðinu. I ljós kom að um 80% þeirra voru í meðferð hjá læknum jafnframt því sem fólkið leitaði til huglæknis. Um 40% rakti fullan bata sinn til huglækninga; helmingurinn til hjálpar að handan og þá mest frá látnum læknum og hinn heimingurinn rakti bata sinn til fyrirbæna. 28% kváðust hins vegar engan bata hafa haft af huglækningum og sögðu 60% þeirra ástæðuna vera „vonlaust tilfelli" og 29% kváðust enga trú hafa á huglækningum. Við það efnj, sem beint snertir þessar þrjár rannsóknir, hefur dr. Erlendur Haraldsson bætt í bókina ýmsu efni m.a. frásögn- um af ýmsum hliðstæðum rann- sóknum erlendis og gert saman- burð á þeim og íslenzku rann- sóknunum og kemur þá í ljós að við Islendingar stöndum einir á báti Norðurlandaþjóða hvað dulræna reynslu og trúhneigð snertir og líkjumst í þeim efnum mest Bandaríkjamönnum og einnig Norður-Irum og Grikkj- um hvað trúhneigðina snertir. Starfsmannafélag Reykjavíkur: Reykjavík standi við gerða kjarasamninga EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar þann 4. des. 1978. „Stjórnvöld hafa nú enn einu sinni gripið til þess ráðs að skerða gildandi kjarasamninga. Sem fyrr mótmælir stjórn St.Rv. sliku harðlega og ftrekar þá skoðun sína að það sé sízt til þess fallið að skapa tiitrú og traust á gildi samninga um kaup og kjör. Stjórn St. Rv. áréttar þá skoðun sína að kjarabætur geti vissulega verið í öðru fólgnar en beinni krónutöluhækkun kaups. Hins vegar telur stjórnin að nú sé ætlazt til að launþegar afsali sér umsömdum kaupgreiðslum fyrir m.a. félagsleg réttindi, sem eru óljóst skilgreind og ekki vitað hvenær eða hvort komi til fram- kvæmda, og skattalækkanir, sem enginn veit, hve stór hluti félag- anna í St. Rv. mun njóta. Með hliðsjón af bréfi St. Rv. frá 1. marz 1978, og kröfu annarra launþegasamtaka um greiðslu vísi- tölubóta á laun, samþykkti borgar- stjórn Reykjavíkur 15. júní sl., að fullar verðbætur skyldu greiðast á öll laun samkvæmt gildandi kjara- samningum. Þetta skyldi framkvæmt í áföngum og 1. janúar nk. á alt starfsfólk borgarinnar að njóta óskertra verðbóta samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Það er skoðun stjórnar St. Rv. að með því að greiða aðeins 6.12% vísitölubætur á desemberkaup, hafi ekki verið staðið við þessa samþykkt. Launagreiðslu þessari er því hér með mótmælt sem rangri, og áskilinn allur réttur í því sambandi. Við umræður á Alþingi 28. nóv. sl. um frumvarp um viðnám gegn verðbólgu lýsti forsætisráðherra yfir þeirri skoðun sinni, að launa- greiðanda væri heimilt að greiða hærra kaup en lögin gerðu ráð fyrir. Stjórn St. Rv. skorar því á borgarstjórn Reykjavíkur að breyta ákvörðun um greiðslu 6.12% vísitölubóta á desember- kaup til samræmis við samþykkt sína frá 15. júní 1978, og ákvæði kjarasamnings milli Reykjavíkur- borgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. júlí 1977 til 30. júní 1979.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.