Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 7 r „Útfarar- stjóri bók- mennta.. Svarthöfði Vísis segir orörétt í g»r: „Útfararstjóri íslenskra bókmennta, Sveinn Skorri Höskuldsson, birt- ir upplýsingar um pað í Morgunblaðinu í gœr, að norræni pýðingarsjóöur- inn sé af íslands hálfu einkum og sér í lagi notaður fyrir kommún- ista. Að vísu munu vera á pessu undantekningar, pótt pað breyti engu um „pema“ málsins. Jafn- framt upplýsir hann að Jón Björnsson rithöfund- ur, sé látinn en líkið hafi fengið mál alveg nýverið, pegar rithöfundurinn gagnrýndi meðferð Sveins Skorra Höskulds- sonar á íslandshluta pýö- ingarsjóðsins. Hefur út- fararstjóri bókmennt- anna eitthvað skriplað á skötunni, par sem ekki er annað vitaö en Jón Björnsson sé hress vel pessa dagana sem endranær. Útfararstjór- anum hefur pví tekist aö grafa einhvern annan en Jón Björnsson með kennslu sinni í bók- menntum við Háskólann. Að vísu er pað á allra vitorði, aö bókmennta- prófessorinn telur sig ganga peirra erinda í kennslu sinni, aö best pætti honum að vita Jón Björnsson og fleiri ís- lenska höfunda grafna og gleymda, og mega yfir- lýsingar hans par um vera öllum Ijósar, sem lesa greinina í málgagni prófessorsins í gær. Með nokkrum pótta spyr útfararstjóri bók- menntanna hvort ætlast hafi verið til pess, að bækur Svövu og Jóhanns Páls um leigjendur og sósíalisma ættu aö gjalda pess að höfundarnir hafa sósíalískar skoðanir. Það skortir hvorki hrokann eða tilætlunarsemina í pessari spurningu. Eng- inn hefur haldið pví fram aö ekki megi pýða kommúnistabókmenntir á önnur tungumál og veita til peirra pýðinga hærra fé en almennt gerist. Slíkt er aöeins hugrenningar bók- menntaprófessors Há- skólans. Þær eru yfirleitt svo fjarri öllum siðuðum mönnum, aö ég held aö óhætt sé aö halda pví fram, að enginn maður, sem um pessi mál hafi fjallað, hafi sveigt að pví að banna hefði átt pessar útgáfur. Aöeins hefur verið bent á pann skrítna mismun, sem er á Þýð- ingarstyrknum, sem al- mennt mun vera um prjú púsund og fimmhundruö krónur, nema í tilfellum par sem um lítil mál- svæöi að ræða, eins og nú hefur verið útskýrt af prófessornum." „Líkin fengu mál“ Enn segir Svarthöfði: „En hugrenningar bók- menntaprófessorsins um svartan lista yfir komm- únistahöfunda, eins og pær koma fram í fyrr- greindri spurningu sem hann birti í málgagni sínu, Morgunblaðinu, í gær, sýna hin undarleg- ustu viðhorf, og verður pví varla trúað aö slík viðhorf séu mjög almenn við akademíska stofnun eins og Háskóla íslands. Til styrktar pví sjónar- miöi að hér sé alvara á ferðum, skal bent á, að pegar prófessorinn minntist á pá tvo greinar- höfunda, sem hann rang- nefnir aö báðir séu rithöf- undar, par sem annar Þeirra hefur aldrei gefið út bók (sú fyrsta kemur á næstunni), segir hann „líkin fengu mál“. Þar sem Jón Björnsson, rit- höfundur, er annar peirra manna, sem hér um ræð- ir, að fengið hafi mál, virðist ekki hjá pví kom- ist aö orða pað við bók- menntaprófessorinn, hvort pessi orð bendi ekki til pess að í vinstra hjartahólfinu geymi hann svartan lista yfir höfunda, 1 sem hann telji ekki mjög pýðingarmikla í kennslu- grein sinni, og paðan af pýðingarminni pegar kemur til úthlutunar úr sjóönum, sem honum hefur verið trúað til, fyrir íslands hönd, að miöla fjármunum úr. Til enn frekari styrktar orðbragð- inu um Jón Björnsson, rithöfund, skal vísað til grunsemda prófessors- ins um að ekki megi pýða kommúnistabókmenntir. Enginn hefur slíkar grun- semdir nema sá, sem hefur sjálfur látið sér detta í hug að vera pess urr.kominn aö skilja hafra frá sauðum á sviði bók- mennta. Það er svo ann- að aö útfararstjóri bók- menntanna á langa sögu í einstæðum fjandskap viö einstaka höfunda, og spurning af peim sökum, hvort hann sé hæfur orðbragðs vegna að gegna pví embætti sem honum hefur verið trúað fyrir, aö vísu eftir að annar var genginn frá pví. Sagnir eru til um paö að kirkjugarðar hafi risið. Skyldi ekki koma á dag- inn að pýðingarsjóðurinn veröi notaður til að fá kirkjugarð íslenskra bók- mennta til aö rísa í útlöndum? Svarthöfði." Einstök bók — ekki aðeins á íslandi, því hliðstæða er vandfundin l>essn teta*8 ©ö annatH BSÍíSSBtf Oí hjóðtfá Erlendur Haraldsson Stórmerk heimild um lífsviðhorf íslendinga, byggð & umfangsmiklum rannsóknum Erlends Haraldssonar við Háskóla íslands. Efni bókarinnar skiptist í eftirtalda meginkafla: Hverju trúum við? Hversu trúaðir erum við? Hver eru kynni landsmanna af dulrænni starfsemi? Hver er reynzla af huglækningum? Hver er hin dulræna reynzla af fyrirbærum þessa heims? Hver er reynzlan af látnum? Hvað er dulsálarfræði? Málefni, sem varða alla íslendinga. Líka þá, sem ekki trúa á önnur tilverusvið. fBÓKA FORLAGIÐ SAGA Sími 27622, Hverfisgötu 54, Reykjavík. Fáksfélagar Hagbeitarlönd okkar verða smöluð, laugardaginn 9. desember sem hér segir: í Saltvík, verða hestar í rétt kl. 10—11. í Dalsmynni verða hestar í rétt kl. 13—14. í Arnarholti, veröa hestar í rétt kl. 15—16. Bílar verða á staönum til flutninga. Hestaeigendur greiöi hagbeit og flutning á staönum. Aö gefnu tilefni, eru menn beðnir að fara ekki inn í hagbeitargiröingarnar, og taka hesta, nema starfsmenn félagsins séu viöstaddir. Graskögglar eru til sölu hjá okkur. Hestamannafélagið Fákur. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.