Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
13
Á þessari mynd eru nokkrir þeirra scm verið haía forsetar
Vísindafélags Islendinga, sitjandi f.v.i Próf. Jón Steffensen, Próf.
Einar Ólafur Sveinsson og dr. Sigurður Sigurðsson. Standandi f.v.i
Ármann Snævarr hæstaréttardómari, dr. Sturla Friðriksson, dr.
Jakoh Benediktsson, próf. Þorbjörn Sigurgeirsson, dr. Björn
Sigfússon og prófessor Magnús Magnússon sem er núverandi forseti
félagsins. Ljósm. Rax.
Afmælisfundur Vísindafélags íslendinga:
Hugmyndir að stofn-
un Orðabókar Háskól-
ans ræddar árið 1927
Vísindafélag íslendinga varð veitingar í móttöku hjá mennta-
60 ára hinn fyrsta desember sl. og málaráðherra.
í anddyri Norræna hússins voru gestir að virða fyrir sér rit þau er
Vísindafélagið hefur gefið út á undanförnum árum.
svo sem skýrt hefur verið frá í
Mbl. var haldinn afmælisfundur í
Norræna húsinu sl. laugardag. Á
dagskrá fundarins voru auk
ávarps Magnúsar Magnússonar
prófessors ræður um raunvísindi
og hugvísindi á íslandi árin
1918-1978.
I ávarpi sínu rakti prófessor
Magnús Magnússon forseti Vís-
indafélags íslendinga helztu atrið-
in í sögu félagsins á fyrstu 2
áratugum þess. Þá talaði dr. Jakob
Benediktsson um það sem gerst
héfur í hugvísindum frá stofnum
Vísindafélagsins, hvernig aðstöðu
til rannsóknarstarfa hefur fleygt
fram sérstaklega með tiiliti til
nýrra stofnana t.d. Árna Magnús-
sonar, einnig orðabókarinnar, en
tillaga um stofnun hennar kom
fyrst fram á fundi í Vísindafélag-
inu árið 1927.
Sveinbjörn Björnsson prófessor
rakti þróun raunvísinda í 60 ár og
að þar hefðu jafnvel orðið meiri
breytingar en á sviði hugvísinda,
nú væru fyrir hendi margar mjög
öflugar stofnanir og þróun kennslu
innan Háskólans hefði verið í þá
átt að auka hana og efla, en á því
hefði verið vakið máls í Vísinda-
félaginu árið 1931.
Síðast talaði prófessor Carl
Bernard um sænsku vísinda-
akademíuna og starf hennar. Að
ræðu hans lokinni skoðuðu gestir
sýningu á ritum sem Vísindafélag-
ið hefur gefið út og þágu síðan
Ásgeir Jakobsson
Einars saga Guðfinnssonar
Saga Einars Guðfinnssonar er tví-
mælalaust ein merkasta ævisaga
síðari tíma. Saga hans er þróunar
saga sjómennsku, allt frá smáfleyt-
um til stærstu vélbáta og skuttogara
og saga uppbyggingar og atvinnulífs
í elztu verstöð landsins.
Einar Guðfinnsson er sjómaður í eðli
sínu, öðlaðist þrek við árina og
vandist glímunni við Ægi á smáfleyt-
um. Af óbilandi kjarki og áræði sótti
hann sjóinn og af sama kappi hefur
hann stýrt fyrirtækjum sínum, sem
til fyrirmyndar eru, hvernig sem á er
litið.
Saga Einars Guðfinnssonar á vart
sinn líka. Hún er sjór af fróðleik um
allt, er að fiskveiðum, útgerð og
fiskverkun lýtur, hún er saga
afreksmanns, sem erfði ekki fé, en
erfði dyggðir í því ríkari mæli.