Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 29 með frjálsa álagningu, og vil ég taka sem dæmi verkfræðinga og tæknimenn sem taka frá 4000,- til 7000.- kr. á tímann, lögfræðinga sem fá kauphækkun við hverja verðlagsbreytingu þar sem þeir taka prósentutölu fyrir sína þjón- ustu, og tannlækna sem hafa lágmarksgjaldskrá. Hæsti útsölu- taxti rafvirkja er í dag kr. 2.736 í dagvinnu. En hver er svo okkar hlutur rafverktakanna úr útseldri tíma- einingu. I laun þ.m.t. fæðisgjald, ferða- og verkfæragjald fara 63%. í orlof, helgidaga, veikindadaga og slysadaga 11,1%. í hina ýmsu sjóði, svo sem sjúkra- orlofsheim- ila- eftirmenntunar- lífeyrissjóð, launaskatt og tryggingar fara 10%. Atvinnuleysistr. lífeyristr. og slysatryggingar taka 1,7%. Iðnlánasjóður, aðstöðugjald og viðlagagjald 1,4%. Þá eru eftir 12,8% fyrir fyrirtækin til alls reksturskostnaðar. Þetta eru nú öll ósköpin." Sjö rafverktakafélög starfandi á landinu — Hvernig er félagsuppbygg- ingu íslenskra rafverktakasam- banda háttað hér á landi? „Starfandi eru í landinu sjö rafverktakafélög, í öllum lands- hlutum. Félög þessi mynda Land- samband ísl. rafverktaka. Þá eru rafverktakar aðilar að vinnuveit- endasambandi Isl. auk þess sem við erum í norrænu samstarfi. Á næsta ári verður norrænt þing rafverktaka haldið á Islandi, og er meiningin að halda það á Akureyri í ágúst næsta ár. Samtökin hafa aðalaðsetur sitt að Hólatorgi 2 í Reykjavík, þar sem þau reka jafnframt heild- verslun með raflagnaefni." Stjórn Landssambands ís- lenskra rafverktaka er nú þannig skipuð: Formaður er Tryggvi Pálsson, Akureyri. Meðstjórnendur eru: Guðjón Pálsson, Hveragerði, Jón Páll Guðmundsson, Hafnarfirði, Ingvi Rafn Jóhannsson, Akureyri, og Ingólfur Bárðarson, Reykjavík. Framkvæmdastjóri sambands- ins er Árni Brynjólfsson, Reykja- vík. Hólir vegir hœtta áferð „Síðasta herförin,,, — ný bók eftir David Morrell KOMIN er út ný bók eftir bandaríska höfundinn David Morrell. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir, að bókin sé byggð á sögulegum staðreyndumi Árið 1916 bárust mexíkanskar innanríkiserjur norður yfir landamæri Bandaríkjanna þegar Pancho Villa, skæruliðaforingi og uppreisnarseggur gegn mexí- könskum stjórnvöldum, rændi bandaríska landamærastöð. Bandaríkjamenn gerðu út refsi- leiðangur gegn Villa, gegn vilja mexíkanskra yfirvalda. Þessi leiðangur er baksviðið að Síðustu herförinni, sögu tveggja manna, Miles Calendar 65 ára harðjaxls, sem var herflokknum til ráðuneytis vegna mikillar reynslu af styrjöldum, og ungl- ingsins Prentice, en með þeim tekst sérkennileg vinátta. Útgefandi er bókaútgáfan Iðunn, sem áður hefur gefið út tvær bækur eftir sama höfund, „í greipum dauðans" og „Ang- ist“. Þýðinguna gerði Guðný Ella Sigurðardóttir. „Sálumessa 77” Hjá bókaútgáfunni Iðunni er komin út skáldsagan „Sálumessa ’77“ eftir Þorstein Antonsson. Á bókarkápu segir m.a.: „Ung kona deyr um nótt í húsi í Reykjavík. Lögreglan er kvödd á vettvang. Var þetta slys? Ohappa- tilviljun? Morð? Daginn eftir er handtekinn maður, yfirheyrður í þaula og síðan hnepptur í gæslu- varðhald. — En er hann sá seki?" í „Sálumessu ’77“ fjallar höfundurinn um sálarkreppu manns sem er sakaður um glæp án þess að hann geti sjálfur gert sér grein fyrir hvort hann á einhverja sök eða ekki. Hann rifjar upp samskipti sín við hina látnu konu, sem hann hefur aðeins einu sinni séð. í huganum reynir hann að gera sér mynd af lífi konunnar í einn dag, síðasta daginn sem hún er á lífi. SHARP FEROA TÆKIN ERU MEIRA . ■■■ ' - . meir en venjuleg feröatæki - Eigum nú fyrirliggjandi fjölbreytt úrval ferðatækja mono og stereo. Öll Sharp tækin eru meö hinu frábæra sjálfleitarkerfi APSS, sem Sharp hefur einkaleyfi á. Það eru svo margir fylgihlutir í Sharp feröatækjum aö þaö er hreint S>H ARP ótrúlegt og ekki pláss hér á síöunni tii aö tíunda þau öll — komiö því oq kynniö ykkur þaö sem Sharp býöur uppá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.