Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 17 plurgm- Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2500.00 kr. á mónuði innanlands. 1 lausasölu 125 kr. eintakið. Stórfelld hækkun fasteignaskatts Hinn nýi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík er búinn að sýna sitt rétta andlit. Hann samanstendur af skattheimtuflokkum, sem einskis svífast, þegar um það er að ræða að fara ofan í vasann á borgarbúum. Þannig eru álögur ýmist auknar verulega eða nýjum bætt við. Dæmið um hið síðarnefnda er nýtt gjald á sorp, sem fram að þessu hefur ekki þótt ástæða til að skattleggja sérstaklega í höfuðborginni, enda kostnaður við það innifalinn í fasteignagjöldum þar til nú. Hin stórfellda hækkun fasteignaskattsins bæði í Reykjavík og Kópavogi kemur ekki á óvart með hliðsjón af því, að vinstri flokkarnir hafa ávallt haft horn í síðu þess, að menn byggju í eigin húsnæði. Nú er það vitaskuld næsta hæpið, að meðalíhúð gefi tilefni til hárrar skattlagningar, þar sem hún gefur ekki af sér arð og skapar ekki tekjur, nema hún sé leigð út. Þess vegna hefði það horft til meira réttlætis, ef dregið hefði verið úr fasteignasköttum á íbúðarhúsnæði í stað þess að nú á að hækka þá um tæp 70% í Reykjavík og rúm 70% í Kópavogi. í sumum tilvikum þýðir þetta meira en tvöföldun fasteignaskattanna. Ekki þarf að fara orðum um, hversu illa hinir stórauknu fasteignaskattar koma við aldraða og öryrkja, sem úr litlu fé hafa að spila. Enginn vafi er á, að í sumum tilvikum getur stór hækkun fasteignaskattanna nú ráðið úrslitum um, hvort þetta fólk treystir sér til að búa áfram í íbúðum sínum, þar sem það hefur kannski búið um áratuga skeið og er bundið sterkum tilfinningalegum böndum. Þá er hin mikla hækkun á fasteignasköttum atvinnurekstrarins einnig fráleit. Þannig er gert ráð fyrir því, að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hækki um rúm 110%, en lóðarleiga verzlunar- og iðnaðarhúsnæðis um 145%. í Kópavogi eru samsvarandi hækkanir 81% og 54%. Á sama tíma og atvinnuleysisvofan fer á kreik og ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að skerða hækkun kaupgjaldsvísitölu, er bæði heimskulegt og hættulegt að auka álögur á atvinnureksturinn. Með því er beinlínis ýtt undir atvinnuleysi. Birgir Isleifur Gunnarsson komst svo að orði um hinar nýju skattaálögur í Morgunblaðinu á miðvikudag: „Samtals fela tillögurnar því í sér nýjar álögur upp á tæpar 1200 milljónir króna. Þessi tillögugerð er furðulega óskammfeilin og sýnir að hinir nýju valdhafar ætla einskis að svífast í aukinni skattheimtu á borgarbúa. Sérstaklega er alvarlegt hversu þungbærar álögur á nú að leggja á atvinnuhúsnæði, þegar haft er í huga, að umræður um atvinnulíf í Reykjavík hafa snúizt um að auka það og greiða fyrir því, en þessi aukna skattheimta hlýtur að verka í þveröfuga átt og verða til þess að draga úr atvinnustarfsemi. I þessu sambandi er rétt að íhuga að lóðamat og fasteignamat er hærra í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum. Eg harma að vinstri flokkarnir skuli fara út á þessa braut og við sjálfstæðismenn munum berjast af alefli gegn þessari auknu skattheimtu. í mörg undanfarin ár höfum við sjálfstæðismenn í borgarstjórn ekki léð máls á að breyta álagningarreglum á sköttum af fasteignum, þar sem við teljum, að fasteignaskattar hafi þegar verið orðnir mjög háir. Hér er því um gjörbreytingu á þessari stefnu að ræða, stefnu, sem sjálfstæðismenn hafa í mörg ár haft í þessum efnum." Það er eftirtektarvert, að á þessu ári nýttu einungis tveir kaupstaðir fasteignaskattsstofninn til fulls, Neskaupstaður, þar sem Alþýðubanda- lagið hefur eitt ráðið bæjarmálum, og Akureyri, þar sem vinstri flokkarnir hafa myndað meirihluta um árabil. Rekaviður í ólgusjó Utanríkisráðherra hefur í athugasemd hér í blaðinu lýst því yfir, að Morgunblaðið hafi látið „ofstæki Alþýðubandalagsmanna villa sér sýn“ vegna forystugreinar um ráðherrann og „litla fólkið" eins og hann svo smekklega nefndi á Alþingi íslendinga þá, sem starfa í þágu bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Blaðið ætlar sér ekki afskipti af deilum ráðherrans við Alþýðubandalagsmenn, sem hann sóttist svo mjög eftir að komast í ríkisstjórn með. Hann veit manna best, hvert ofstæki þeirra er og hvernig er að láta það villa sér sýn. Utanríkisráðherra gefur til kynna í athugasemd sinni, að hann hafi verið að tryggja íslendingum sérstakan rétt með því að kalla sendiherra Bandaríkjanna á teppið til sín. Ráðherrann segist hafa vísað til „ákvæða í viðauka varnarsamningsins um að afstýra atvikum, sem óheppileg áhrif geta haft á íslenskt atvinnulíf". Ekkert slíkt ákvæði er í varnarsamningnum frá 1951, eða viðbætinum við hann. Hins vegar segir þar, að um „ráðningarkjör og vinnuskilyrði" þeirra íslendinga, sem íslensk stjórnvöld kunna að samþykkja, að ráðist til starfa hjá varnarliðinu skuli „fara að íslenskum lögum og venjum". Þannig er réttur íslendinga í störfum fyrir varnarliðið tryggður. Fljótræði ráðherrans og auglýsingastarfsemi voru því óþörf. Utanríkisráðherra hefur ekki svarað þeim spurningum, sem Morgunblaðið beindi til hans í forystugrein sinni. Hann hefur valið þann kostinn að atyrða blaðið á kostnað samstarfsmanna sinna í ríkisstjórninni. Vonandi velur hann sér aðra Albaníu næst Hvað sem öðru líður er ekki ástæða til að ræða við formann Alþýðuflokksins nema málefnalega og í ljósi blákaldra staðreynda, enda þótt flokkur hans hrekist nú á ólgusjó eins og hver annar „rekaviður í Strandasýslu", svo að vitnað sé í „stjórnmálaskrif" leiðtoga hans. Þykir vænt um þetta traust — segir Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæðis- flokksins sem kosinn var formaður stjórnarskrárnefndar „ÉG HAFÐI gert ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu hafa formann nefndarinnar úr sínum röðum, en það var þó ekki. Mér þykir vænt um það traust sem mér var sýnt,“ sagði Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálf- stæðisflokksins er Mbl. spurði hann í gærkvöldi hvort honum hefði komið það á óvart, persónu- lega eða póíitfskt, að hann var kjörinn formaður stjórnarskrár- nefndar i gærmorgun. í upphafi fundarins hreyfði Ragnar Arnalds menntamálaráð- herra þeirri hugmynd að stjórn- málaflokkarnir skiptu með sér formennsku þannig að fulltrúi hvers flokks yrði formaður í 6 mánuði. Þessi hugmynd fékk engar undirtektir og stakk þá Matthías Bjarnason upp á Gunn- ari til formennskunnar og var hann sjálfkjörinn án atkvæða- greiðslu. Eins og Mbl. skýrði frá á miðvikudaginn samþykkti þing- flokkur Alþýðuflokksins að vinna að kjöri Gylfa Þ. Gíslasonar sem formanns stjórnarskrárnefndar, en Gylfi mun hins vegar ekki hafa haft áhuga á því. Alþýðubanda- lagsmenn gátu ekki samþykkt Gylfa sem formann og Framsókn- armenn vildu að Þórarinn Þórar- insson yrði formaður, en hann gátu Alþýðubandalagsmenn held- ur ekki fallizt á. Ekkert samkomu- lag náðist því milli stjórnarflokk- anna. í stjórnarskrárnefnd sitja þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks og tveir frá hinum flokkunum. For- mannskjörið var fyrsta verkefni fundarins og að því loknu rakti formaðurinn þau verkefni sem nefndinni er ætlað að vinna, sem er heildarendurskoðun á stjórnar- skránni og þá sérstaklega kjör- dæmaskipan og skipulag og starfs- hættir Alþingis. Þá var rætt um vinnubrögð og samþykkt að á næsta fundi nefndarinnar í næstu viku skyldu lögð fram drög að starfsháttum og tímaáætlun en nefndinni er ætlað að ljúka störfum á tveimur árum sem fyrr segir. Efnahagsspá 1979: Vöxtur þjódar- tekna 1-1 ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gaf í gær út bæklinginn „Úr þjóð- arbúskapnum“, þar sem fjall- að er um framvindu efna- hagsmála á árinu 1978 og horfur á næsta ári. Niður- staða þjóðhagsspár er, að þjóðarframleiðslan vaxi um 1 til 1V2% og þjóðartekjur svipað. Er þetta minni hag- vöxtur en undanfarin ár, en spáð er jákvæðum viðskipta- jöfnuði á árinu. í spánni segir m.a., að þótt vöxtur þjóðarframleiðslu verði minni, ætti hann þó að nægja til þess að tryggja fulla atvinnu. Þó megi gera ráð fyrir að vinnutími stytt- ist í sumum atvinnugreinum og þrengra verði um ný atvinnutækifæri en síðustu tvö árin. Umræður um bókina Félaga Jesú á Alþingi: Útgáfu slíkrar bókar á ekki að styrkja með almannafé, - sagði Ragnhildur Helgadóttir Mjög harðar umræður urðu utan dagskrár á fundi sameinaðs Alþingis í gær, er Ragnhildur Helgadóttir kvaddi sér hljóðs, og gerði að umtalsefni styrkveitingu vegna útkomu bókarinnar „Félagi Jesú“, sem þýdd er úr sænsku og nýkomin er út. Fjölmargir þingmenn úr öllum flokkum tóku til máls. Ragnhildur Helgadóttir (S) sagðist vilja gera að umræðuefni útkomu bókarinnar „Félagi Jesú“, og þá einkum það að styrkur skyldi hafa verið veittur úr Norræna þýðingarsjóðnum til að þýða hana á íslenzku. Sagði Ragnhildur að Alþingi og ríkis- stjórn gætu ekki tekið útkomu þessarar bókar þegjandi. Hér væri um að ræða barnabók, sem ætluð væri mjög ungum börnum, og væri í bókinni fjallað um líf og kenningar Krists með þeim hætti, að óþolandi væri, bæði fyrir kennara er stunduðu kristinfræði- kennslu, og fyrir foreldra er vildu kenna börnum sínum kristileg lífsviðhorf. Sagði þingmaðurinn að í um- ræddri bók væri fjallað um líf og starf Krists á þann hátt, að það hefði bæði valdið sér undrun og vonbrigðum. Hér væri fjallað um málefni kristinnar trúar á þann hátt, að sennilega varðaði bæði við 62. grein stjórnarskrárinnar, og 125. grein hegningarlaganna, er banna að dregið sé dár að trúarbrögðum eða þau smánuð. Það sem alvarlegast væri í þessu máli væri þó það, að styrkur skyldi vera veittur af almannafé til að kosta þýðingu þessarar bókar, og þar með að greiða fyrir útkomu hennar og gera hana ódýrari, þannig að ætla mætti að út- breiðsla hennar yrði meiri en ella. Norræna þýðingarsjóðnum væri ætlað það hlutverk að styrkja norræna menningu með því að styðja við bakið á þýðingum milli hinna smærri málsvæða Norður- landa, og væri vandséð hvernig þeim tilgangi sjóðsins væri náð með útgáfu umræddrar bókar í íslenzkri þýðingu. Ragnhildur sagðist hins vegar vilja vara við því, að menn alhæfðu um of út frá þessari bók, og segðu sem svo, að allt væri slæmt frá Svíum, og fleira í þeim dúr. Slíkan málflutning kvaðst hún vilja fordæma. Hinu væri hins vegar ékki að leyna, að mál þetta væri ekki til þess fallið að afla Norræna þýðingarsjóðnum viður- kenningar, en nú væri aðeins eitt ár eftir af þeim fjórum árum, er honum hefði verið ætlað að starfa, til reynslu. Þetta gæti orðið til þess að eyðileggja þann grundvöll er sjóðstofnunin byggði á. Sagði Ragnhildur að Alþingi ætti að mótmæla því sem hér hefði gerst, og þingmönnum væri nauðsynlegt að fylgjast með því sem þarna væri að gerast, en eins og nú væri komið málum væri stjórn sjóðsins allt að því einráð. Kvaðst Ragnhildur gjarna vilja beina þeim tilmælum til mennta- málaráðherta að hann léti taka saman skýrslu um röksemdir þær er voru grundvöllurinn að styrk- veitingunni og aðrar umsóknir er fyrir lágu. Menntamálaráðherra var ekki viðstaddur. Að lokum sagði þingmaðurinn að það hefði vakið athygli sína, að tveir aðilar, það er Mál og menning og Prenthúsið, fengu styrk til útgáfu umræddrar bókar. Mikils hefði greinilega þótt þurfa við, en á sama tíma hefði fjölda umsókna um styrkveitingu verið hafnað. Svava Jakobsdóttir (Abl) kvaðst vilja upplýsa, að hún væri í stjórn Máls og menningar, hún hefði lesið umrædda þýðingu á bókinni, og hún hefði á sínum tíma mælt með útgáfu hennar. Ummæli svo íhaldssams þingmanns sem Ragnhildar Helgadóttur kvað Svava ekki vekja neina sérstaka furðu. Greinilegt væri að Ragn- hildur vildi helst koma í veg fyrir frjálsa bókaútgáfu, og talaði hún því raunverulega sama mál og yfirvöld í þeim ríkjum sem vilja ráða útgáfum bóka. „Ritskoðun má aldrei í lög leiða," sagði þingmað- urinn, „og ríkiskirkjan hefur ekki forræði yfir hug manna eða hugmyndum." Svava Jakobsdóttir sagði, að sig skorti sannanir fyrir því, að í bókinni væri dregið dár að trúar- brögðum. Hér væri um skáldsögu að ræða, en ekki kennslubók, og útgáfa af líku tagi hefði oft gerst áður. Hér væri um það að ræða að höfundur hefði sett söguna í pólitískt samhengi, auk þess sem Kristur væri í bókinni gæddur mannlegum tilfinningum. Ef bókin væri andstyggð, þá mætti eins að því spyrja hvort kynlíf væri andstyggð. Að lokum sagði Svava að sót- svart afturhald hefði stjórnað málflutningi Ragnhildar, sem og skrifum í Morgunblaðinu og Vísi, þar sem jafnvel þýðandinn væri ausinn persónulegum svívirðing- um. Friðrik Sophusson (S) sagði, að efni bókarinnar þyrfti ekki að koma mönnum á óvart, en hins vegar hefði það komið sér talsvert á óvart að bókin skyldi vera valin til þýðingar af Norræna þýðingar- sjóðnum. Höfundur bókarinnar væri kommúnisti, er aðhylltist þá skoðun, að of seint væri að kenna fullorðnu fólki „fagnaðarerindi" kommúnismans, og því yrði að beina því efni að börnum á unga aldri. Taldi Friðrik það áhyggjuefni, að útgáfa slíkrar bókar skyldi vera kostuð af almannafé. Vilmundur Gylfason (A) sagði, að Alþingi væri ekki réttur vettvangur fyrir umræður af þessu tagi, menn ættu að ræða ágæti bóka á öðrum vettvangi, til dæmis á síðum dagblaðanna. Hins vegar væri það nú einu sinni svo, að ekki væri til neinn algildur mælikvarði á bækur, þar hlyti alltaf að ráða smekkur hvers og eins. Tíminn og fólkið í heild gæti hins vegar dæmt þegar til lengri tíma væri litið, og því þyrfti Alþingi ekki að vera að hafa áhyggjur af þessu máli. Vilmundur sagði og, að sér hefði alltaf þótt það fremur óviðfelldið, þegar fólk væri að nugga sér utan í Krist, hvort heldur það ætti sér stað á Alþingi eða annars staðar. Þá kvaðst þingmaðurinn vilja fordæma það sem hann nefndi ritskoðunartilhneigingu í mál- flutningi Ragnhildar. Ragnhildur Helgadóttir (S) tók aftur til máls, og kvaðst vissulega vera þeirrar skoðunar, að notkun á almannafé ætti að ræða á Alþingi, hvað sem öðrum þætti um það mál. Hér væri einnig um að ræða ríkisstyrkta útgáfu á afkristnun- arefni fyrir börn, og ætti það fullt erindi inn á Alþingi. Sagði Ragn- hildur að hún vildi harðlega mótmæla því, að hún hefði verið að tala fyrir ritskoðunarhugmynd- um, það hefði hún alls ekki gert, þó hún hefði gert að umtalsefni ráðstöfun á almannafé. Ræða Svövu Jakobsdóttur hefði verið full af rangfærslum og útúrsnún- ingum, en það yrði að hafa í huga, að ekki mætti rugla saman fjár- hagslegum hagnaði fyrirtækja og ráðstöfun á almannafé. Ragnhild- ur kvaðst ekki hafa krafizt banns við útgáfu bókarinnar, heldur gagnrýnt styrk til útgáfu hennar með þessum hætti. Kjartan ólafsson (Abl) sagði að þann stutta tíma sem hann hefði átt sæti á Alþingi hefði hann ekki heyrt undarlegri umræður. Kvaðst hann ekki hafa gert sér grein fyrir því, hvort hann væri staddur á Alþingi íslendinga árið 1978, eða , fyrir rannsóknarrétti kaþólsku kirkjunnar sunnar í álfunni á 17. öld. Líkti hann Ragnhildi við þá kommúnistaleiðtoga, er sífellt vari fólk við þeim mönnum er kunni að beita orðsins list. Kvaðst Kjartan vænta þess, að því fólki hérlendis færi fækkandi, er vildi gefa út bækur með tilliti til þess hvaða skoðanir þær hafi fram að færa. Sagðist Kjartan vilja fá fram rökstuðning við þá gagnrýni er hér hefði komið fram, en hann teldi hins vegar ekki að þýðandinn, Þórarinn Eldjárn, eyddi tíma sínum í að þýða sorprit. Einar Ágústsson (F) sagði að hann undraði sig á þessum um- ræðum, og taldi hann að báðir málsaðilar hefðu farið út fyrir það svið, sem Alþingi ætti að fara eftir, en þó kvaðst hann ekki hafa heyrt Ragnh. ræða ritskoðun. Þetta mál ætti ekki að ræðast með þessum hætti, heldur ætti málið að koma fyrir Alþingi með hefð- bundnum hætti, og afgreiðast í samræmi við það. Gunnlaugur Stefánsson (A) kvaðst vilja biðja þingmenn að sýna bæði kristinni trú og Alþingi þá virðingu, að ræða málið ekki með þessum hætti, það væri Alþingi til skammar. Stefán Jónsson (Abl) kvaðst vilja fagna því, að fólk skuli ræða efni barnabóka, og hlýða kalli hjartans og flytja mál af þessu tagi inn á Alþingi. Hins vegar mættu menn hafa það hugfast, að ef ræða ætti af slíkum hita allt það er sagt hefði verið og ritað um Krist, þá ættu alþingismenn ærið starf framundan. Tók Stefán undir þau tilmæli Einars Ágústssonar, að þingmenn kynntu sér bókina. ólafur Ragnar Grímsson (Abl) sagði, að hann vildi þakka'Ragn- hildi fyrir það að hún skyldi hafa kjark til þess að sýna þjóðinni framan í harðræði íhaldsins. Sagðist Ólafur alls ekki vera sammála Ragnhildi um það, að styrkur af almannafé veitti stjórn- völdum neinn rétt til þess ráða því hvaða verk verði gefin út. En hvað sem því liði, þá hefði þessum tíma Alþingis verið vel varið, enda gerðist það ekki of oft að íhaldið missti niður frjálslyndisgrímuna. Bragi Jósepsson (A) tók síðast- ur til máls. Sagði hann að hér hefðu átt sér stað athyglisverðar umræður, og kvaðst hann hafa mikla samúð með málflutningi Ragnhildar Helgadóttur. Það sýndi að hún hefði áhyggjur af framgangi kristinnar trúar og siðgæði í landinu. „Enn er til fólk sem hefur áhyggjur af því hér á landi, að kristilegt siðgæði sé fótum troðið," sagði Bragi. Þá ræddi hann um það, að ekki hefði tekist nægilega vel til með kristinfræðikennslu í skólum, gera þyrfti kennsluna mun skemmti- legri og nútímalegri. Frá fundinum, sem kjarabaráttunefnd námsmanna boðaði til í fyrrakvöld. Fremst á myndinni eru Tómas Árnason, fjármálaráðherra, og Gunnlaugur Stefánsson, alþingismaður. Námsmenn telia að Tómas hafi lof- að 900 miUiónum MIKILL fjárskortur hrjáir nú Lánasjóð íslenzkra námsmanna og mun þaö fjármagn, sem sjóðnum er ætlað á fjárlögum, 2.235 milljónir króna, og lánsheimild að upphæð 400 milljónir eða samtals 2.635 milljónir króna, vart duga nema til úthlutunar lána 70% af umframfjárþörf nemenda, en allt frá 1973 hafa lánin verið um 85% eða tæplega það að meðaltali og síðan 1976 85%. Það fjármagn, sem á vantar til þess að unnt sé að halda 85% hlutfalli, er 700 milljónir króna og sé tekið tillit til barna nemenda, þá kostar það 200 milljónir króna að auki eða samtals 900 milljónir króna. • Lofaði Tómas 900 milljónum? Samkvæmt upplýsingum, sem Bolli Héðinsson, formaður Stúdentaráðs, gaf Morgunblaðinu í gær, var haldinn í fyrrakvöld fundur um þetta mál, sem kjara- baráttunefnd námsmanna efndi til. Á fundinn var boðið ýmsum þingmönnum, m.a. tveimur ráð- herrum, Tómasi Árnasyni fjár- málaráðherra og Ragnari Arnalds, menntamálaráðherra. Ragnar sá sér ekki fært að sækja fundinn, en Tómas Árnason lofaði því að sögn Bolla að útvegaðar yrðu þessar 900 milljónir króna til þess að unnt yrði að standa við 85% hlutfall lána af umframfjárþörf nemenda. „Við munum," sagði Bolli, „fylgj- ast mjög með þeim mönnum sem mættir voru á fundinum í gær.“ Hann kvað þá þingmenn, sem sótt hefðu fundinn, vera auk Tómasar: Braga Níelsson, Friðrik Sophus- son, Gunnlaug Stefánsson og Kjartan Ólafsson. Sagði Bolli að þeir hefðu allir lofað að styðja málið. • Ekki staðið við gefin fyrirheit Frá árinu 1973 hafa allir þeir, sem verið hafa á 2. til 5. ári í námi, fengið 85% lán, en þeir sem voru á 1. ári frá 1973 til 1976 fengu 80%. Þeir sem á þessum tíma voru á 6. ári náms fengu 90% lán og þeir sem voru á 7. ári í námi fengu 100% lán. Árið 1976 var ákveðið að allir fengju 85% án tillits til þess hve langt þeir væru komnir í námi. Bolli Héðinsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í lögum um lánasjóðinn stæði að stefnt skyldi að því að öll lánin yrði 100%. Hann kvað stjórnvöld því hvergi vera nærri því að standa við gefin fyrirheit, þar sem baráttan nú miðaði öll að því að hanga i 85% lánum. Sigurjón Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sjóðurinn hefði skilað fjárlaga- tillögum sínum til ríkisins í mai. Þá var ekki búið að afgreiða vorlán, hvað þá að séð yrði endanlega fyrir um það hver haustlánin yrðu. Því varð að gera ráð fyrir því að áætlun fyrir árið 1978 stæðist, en þegar fram á haustið kemur, kom í ljós að fjárþörfin breyttist við gengis- fellinguna í september m.a. úr 1.600 milljónum króna í 1.860 milljónir. Á þessum tíma var engin stjórn í sjóðnum og því erfitt um vik. Gamla stjórnin sagði af sér til þess að gefa nýjum menntamálaráðherra frítt spil og hin nýja var ekki tekin við. • Tillögur sjóðsins skornar niður í tillögum sjóðsins var gert ráð fyrir 10% aukningu námsmanna. Sigurjón kvað fjárlaga- og hag- sýslustofnun hafa skorið þá aukn- ingu niður í 3%, en síðar kom í ljós að lánum fjölgaði um 12% frá síðasta vetri. Þetta er aukning, sem nemur 234 milljónum króna, sem eru hluti af þessum 700 milljónum. „Fjárlaga- og hag- sýslustofnun tekur alltaf svo á tillögum sjóðsins, að vandræða- ástand skapast á hverju hausti," sagði Sigurjón og taldi í raun ekki rekstursgrundvöll fyrir sjóðinn af þeim sökum. Hann sagði t.d. að stærsti pósturinn í fjárlagagerð sjóðsins færi nú að verða að greiða niður lán, sem væru gengistryggð og tekin væru ár frá ári til þess að bjarga málunum. Á síðasta ári var tekið lán, sem var 370 milljónir króna og í endurgreiðslu vegna þess fóru um 150 milljónir króna. Sjóðurinn þyrfti svo að endurlána þetta sama fé með kjörum, sem væru honum mjög óhagkvæm, því að eftir um það bil 3 ár mætti gera ráð fyrir að 1/80 hluti fjárins skilaði sér til baka. En hvað um umframfjárþörf og hvernig er hún mæld? Hún er fundin þannig, að mældur er framfærslukostnaður námsmanns í landinu, sem námið er stundað í, og hann í 8 til 9 mánuði eftir því, hve námstíminn er hjá viðkom- andi. Frá framfærslukostnaðinum eru dregnar þær tekjur, sem eru v umfram marktekjur, sem sérstak- lega eru ákveðnar, nú 175 þúsund krónur á mánuði, eða í 3 mánuði 525 þúsund krónur. Tekjur um- fram þessar marktekjur, 525 þúsund krónur, dragast því frá framfærslukostnaðinum og kallast umframfjárþörf. Framfærslu- kostnaður á Islandi er nú mældur 124.800 krónur á mánuði, en meðaltalsframfærslukostnaður er- lendis er aðeins hærri. • 6% hærra ráð- stöfunarfé en ellilífeyrisþegar Sigurjón Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri LÍN, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði fyrir stuttu gert samanburð á ráðstöfunartekjum ellilífeyris- þega með tekjutryggingu og náms- manna. Miðaði hann þá við að námsmaður hefði marktekjur, 525 þúsund krónur, og að ellilífeyris- þegi hefði 300 þúsund króna tekjur, sem heimilt væri án þess að til skerðingar tekjutryggingar kæmi. Með því að bera saman 12 mánuði ellilífeyrisþegans og námsmannsins, þá var náms- maðurinn með 6% meira ráð- Stöfunarfé en ellilífeyrisþeginn. Sigurjón sagði, að þótt náms- maðurinn vildi bæta hlut sinn með því að vinna eitthvað meira, þá breytti það engu fyrir honum, þar sem allt það sem hann ynni sér inn, skerti lánsfjármagn það, sem hann gæti átt von á frá lánasjóðn- um. Því kæmist námsmaðurinn aldrei upp úr þessu fari, þ.e.a.s. að vera með 6% betra hlutskipti en ellilifeyrisþeginn á tekjutrygging- unni. Góð ráð dýr Össur Skarphéðinsson hefur til skamms tima verið fulltrúi í stjórn Lánasjóðs íslenzkra náms- manna. Hann ritar í Þjóðviljar.n í gær grein um lánamálin „I fullri vinsemd“, þar sem hann segir m.a.: „Þingmenn Alþýðubandalagsins greindu þingheimi árvisst frá því, að nú væri tími til kominn að námsmannatötrin fengju 100% lán í stað 85% lána, sem hafa lengi verið í tísku þar neðra. Önnur svör en höfðahristur og yppingar feng- ust þó ekki. I sárabætur lofaði Alþýðubandalagið okkur betri tíð, kæmist það til metorða. Nú eru metorðin komip. Nú er Ragnar Arnalds orðinn menntamálaráð- herra. Aður fyrr lofaði hann okkur 100% lánum. Áður fyrr bar hann sjálfur fram frumvörp sem lutu að 100% lánum. Flokkurinn lofaði okkur námsmönnum fleiru. Degi fyrir kosningar sagði málgagnið okkur, að kæmist flokkurinn í aðstöðu, yrðu okkur bætt ýmis mál „með einu pennastriki". Því striki er ekki enn búið að slá. I stað þess að hækka lánin upp í 100% liggur fyrir Alþingi frumvarp um að lækka þau niðrí 70%. Samt á Alþýðubandalagið aðild að ríkis- stjórn. Samt er Ragnar Arnalds yfirmaður menntamála. Nú eru góð ráð dýr.“ • Sósíalistar í gæsalöppum Síðan segir Össur: Verði af þessum fyrirhugaða niðurskurði, „meðan núverandi ríkisstjórn sit- ur að völdum, bið ég alla heiðar- lega menn að setja ævinlega gæsalappir um orðið „sósíalist- ar“.“ Morgunblaðið reyndi ítrekað í gær að ná tali að Tómási Árnasyni fjármálaráðherra til þess að spyrja hann um þau loforð, sem Bolli Héðinsson, formaður stúdentaráðs, kvað hann hafa gefið á fundinum í fyrrakvöld, en það tókst ekki. Ráðherra mun fram eftir kvöldi hafa setið á fundum með skattanefnd, sem nú vinnur að því að afla ríkinu nýrra tekjustofna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.