Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 Fjöld Böðvar Guðmundssoni SÖGUR (JR SEINNI STRÍÐUM. 124 bls. Mál og menning. Rvík. 1978 SEX smásögur inniheldur þessi bók. Ekki eru þetta stríðssögur — nema þá óbeint. Fyrsta sagan greinir t.d. frá styrjöldinni við minkinn. »Minkur, — hræðilegt nafn á hræðilegu dýri.« Næsta saga heitir Hagnýti stríðs og óvinaílugvéla og ber að sönnu nafn með réttu: þýsk herflugvél ferst og bændur hirða úr henni það sem þeir teija nýtilegt. Að Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON öðru leyti er efni sagnanna úr ýmsum áttum. Ekki hef ég orðið tölu á skáldverkum Böðvars Guðmund- sonar sem birt hafa verið en þau eru orðin nokkuð mörg: ljóða- bækur, leikrit, sögur. Ætli Böðvar sé ekki klárastur í leikrituninni? Um sögur þessar er það helst að segja að þær eru hvort tveggja: of langdregnar og of yfirdrifnar. Uppspretta skáldskaparins hefur orðið að gosbrunni í huga skálds- orða ins þegar þær urðu til. Afleiðingin er: of miklar málalengingar kringum of lítið efni. Ég sagði líka að sögurnar væru yfirdrifnar en ætti kannski heldur að segja ýkjukenndar. Þetta eru ýkjusögur. Þetta eru á yfirborðinu gaman- sögur. Þó er höfundurinn vandlæt- ingasamur. Þetta eru með nokkrum hætti heimsósómasögur — höfundurinn lítur með söknuði til þeirra liðnu tíma »áður en tæknin hóf að eyðileggja mannlíf.« Hann gerir grín að tilburðum söguhetja sinna. Ég vil ekki kalla það húmor, heldur grín, það er rétta orðið. Fjör og galsi er í höfundinum stundum allt að stráksskapur. Að hinu leytinu er hann svo að fárast yfir versnandi heimi. Þetta eru skammtar sem erfitt er að hrista saman svo úr verði viðunandi — hvað þá listræn blanda. Böðvar bjargar þessu svo kalla má stórslysalaust en ekki meira. Hann hefur á valdi sínu tæknilega hlið málanna, kann að byggja upp sögu, skrifa samfelld- an stíl, koma orðum að hversdags- legum hlutum og svo framvegis. En orðaflaumurinn — dugnaður- inn við að draga fram orð og setningar og koma þeim fyrir á pappírnum — gerir tómahljóð, stríðið verður mestanpart púður- skot. Dæmi upp úr sögunni um þýsku herflugvélina: Böðvar Guðmundsson »Mikið vildi ég til þess gefa að aldrei framar beri herferð fyrir mín augu og mikið vildi ég til þess gefa að ekki þyrftu ungir menn framar að skilja eftir rifjahylki sín og geirvörtur í frostgolu á erlendum heiðum.« Svona nokkuð getur maður nú naumast kallað fornsagnastíl. Eða hvernig hefði Bergþóra orðað »ég var ung gefin Njáli« á þessu tungumáli? »Mikið vildi ég til þess gefa...« — mikið af hverju, hversu mikið? Mér er skapi næst að taka mið af lækkandi krónu og kalla þetta verðbólgustíl: fleiri orð, minni meining. Mér er líka skapi næst að ætla að böfundurinn hafi oft verið betur upplagður en þá er hann samdi þessar sögur. Að læra af myndum William Barclayi JESÚS FRÁ NASARET. Sagan fylgir kvikmynd Francos Zeffirellis, en handrit hennar gerðu Anthony Burgess, Suso Cecchi d'Amico og Franco Zeffirelli. Paul Ronald tók Ijósmyndirnar. Andrés Kristjánsson íslenskaði. Örn og Örlygur 1978. I stuttum formála gerir William. Barclay grein fyrir vinnubrögðum sínum við ritun bókarinnar Jesús frá Nasaret: „Þessi bók er samin eftir hand- riti Anthony Burgess að kvik- myndinni Jesús frá Nasaret. Kvikmyndahandritið var í mínum höndum, þegar ég skrifaði hana, og langir kaflar hennar eru óbreyttir að öðru leyti en því, að ég hef stytt þá nokkuð." Barclay segir að námsháttur enskumælandi þjóða hafi smám saman breyst úr því að lesa bækur „í þá aðferð að læra af myndum. Þessi bók gæti því birt líf Jesú mörgum, sem ekki geta hugtekið það á annan hátt". Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Texta sínum lýsir Barclay beot sjálfur með eftirfarandi orðum: „í þessari kvikmynd og bókinni er saga Jesú sögð blátt áfram og vafningalaust. Engin tilraun er gerð til æsiáhrifa. Sögunni er leyft að streyma fram í einfaldleik og tala á þann veg máli sínu“. Þótt texti Barclays lúti lögmálum kvikmyndarinnar er hann ítarleg- ur og með ýmsum fræðilegum innskotum sem að gagni koma fyrir lesendur. Barclay er kunnur fyrir bækur sínar um kristileg efni og þýðingu sína á Nýja testament- inu. Leiðsögn hans er því nokkurs virði, til að mynda kaflinn Orða- skrá og sögulegar skýringar í bókarlok. Fjöldi mynda úr kvikmynd Francos Zeffirellis eru í bókinni. Mynd og texti eiga samleið. Robert Powell sem leikur Jesú fullorðinn er ímynd þess Krists sem við þekkjum af myndum fjölmargra listamanna. Þetta er ekki kvik- myndagagnrýni, en yfirleitt virð- ist vel hafa tekist að velja í hlutverk myndarinnar, að minnsta kosti eftir ljósmyndum Paul Ron- alds að dæma. Andrés Kristjánsson hefur þýtt texta Williams Barclays. Þýðing hans er gerð af stakri vandvirkni. Ég birti sem dæmi upphaf fjallræðunnar í þýðingu Andrésar: — Sælir eru þeir, sem í?era sér urein fyrir fátækt eigin lffs. þvf aö blessun KUðsrikis veitist þeim hér og nú. Sælir eru þeir, sem syrgja sáran, því að þeim verður veitt hughreystinK og husitun. Sælir eru þeir, sem eiga styrk sinn í hójfværð, þvf að þeir munu erfa landið. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti guðs, því að þeir munu verða saddir. Sælir eru þeir, sem sýna iiðrum miskunn, því að þeim mun verða miskunnað. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Kuð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir verða kallaðir béirn guðs. Sælir eru þeir. sem eru ofsóttir fyrir trúnað við réttlæti (tuðs, því að þeir hljóta blessun guðsríkis hér og nú. Van Heusen Made in England ■ T APFOINTMENT TO HCR MAJE»TT THE OUEEN RITI*M VAN HEUSEN CO. LTD.. SHIHT MANUrACTUHEHS PP» :; ; S, Style with Comfort Aöalstræti 4 Bankastræti 7 Heimsþekkt gæöavara — fáanlegar í meöal- löngum og extralöngum ermalengdum og í miklu efnis- og litaúrvali. F jandinn hleyp- ur í Gamalíel - smásagnasafn eftir WiUiam Heinesen komið út á íslenzku Mál og menning hefur sent frá sér smásagnasaínið Fjandinn hleypur í Gamalíel eftir William Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Þetta er önnur bókin í ritsafni þeirra verka Heinesens sem enn hafa ekki verið gefin út á íslenzku og sem Þorgeir Þorgeirsson hefur tekið að sér að þýða fyrir Mál og menningu. Fyrsta bókin, skáld- sagan Turninn á heimsenda, kom út í fyrra. Fjandinn hleypur f Gamalfel (Gamaliels besættelse) kom fyrst út á frummáli 1960. Safnið gefur fjölbreytta mynd af sagnagerð rithöfundarins. I fyrsta hlutanum er að finna ýmsar af viðamestu og þekktustu smásögum Henesens, titilsöguna, sögurnar Atlanta, Sálin og Jómfrúfæðing, þar sem ein aðalpersónan er skáldið Einar Benediktsson. Annar hlutinn er settur saman úr ljóðrænum endur- minningabrotum, einkum frá uppvexti skáldsins í Færeyjum. Siðasti hlutinn er einnig sprottinn upp af slíku umhverfi, en þar eru fornar minningar og æskuleikir umsköpuð í ævintýri og skáldskap. Þessi hluti hefur að geyma þrjár efnisskyldar sögur. Fjandinn hleyour í GamaKel er 202 bls. prentuð í Prentsmiðjunni Hólum hf. Kápa og myndskreyt- ingar eru eftir Zacharias Henesen, son skáldsins. Útgáfa bókarinnar, sem og hinnar fyrri, er styrkt af Norræna þýðingarsjóðnum. (Úr frétt frá forlaginu). Adventukvöld í Landakotskirkju Eins og undanfarin ár gengst Félag kaþólskra leikmanna nú fyrir aðventukvöldi í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti. Þetta aðventukvöld verður i dag, föstu- dag 8. desember, kl. 8.30. Þar mun Guðmúndur Gilsson leika á kirkjuorgelið, Manuela Wiesler leikur á flautu, Sophie Cartledge leikur á hörpu og Ingveldur Hjaltested syngur. Edda Björg- vinsdóttir les ljóð eftir Stefán frá Hvítadal, Gunnar P’riðriksson les frásögn af upphafi jólasöngsins „Hljóða nótt“ (Heims um ból) og Björgvin Magnússon les jólaguð- spjallið. Allir eru velkomnir á þetta aðventukvöld. ísafold: Skipalestin eftir Antony Trew komin út ÍSAFOLD heíur gefið út bókina Skipalestin (Klebers Convoy) cftir Antony Trew í þýðingu Ilersteins Pálssonar. Á kápusíðu segir m.a. um skáldsögunat „Það er langt liðið á árið 1944 og kafbátar Þjóðverja hafa goldið mikið afhroð á Altantshafi — en hættan af þeim er þó engan vegin hjá liðin — sízt á siglingaleiðinni frá Skotlandi til Nurmansk. Stór skipalest — JW 137 — er á leiðinni þangað með alls konar nauðsynjar handa Rússum. Henni er búin fyrirsát af 15 kafbátum. Atlögu þeirra stjórnar Hans Kleb- er, einn slyngasti kafbátsforingi Þjóðverja". „En Bretar þeir, sem vernda skipalestina, eru engin lömb að leika sér við — og sízt Redman á tundurspillinum Vengeful. Atgangurinn er harður og misskunnarlaus og mannfall mikið á báða bóga.“ Bókin er 222 blaðsíður að stærð, prentuð og bundin í Isafoldar- prentsmiðju hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.