Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 25 Lárus Thorarensen flugvélstjóri — Minning Fæddur 7. júní 1934. Dáinn 1. desember 1978. Föstudaginn 1. desember barst okkur sú harmafregn að vinur okkar Lárus Thorarensen flugvél- stjóri hefði látizt í sjúkrahúsi í París aðfararnótt 1. desember. Lárus var fæddur í Reykjavík 7. júní 1934, sonur Ástu Jónsdóttur og Ólafs Thorarensen. Hann ólst upp á heimili ömmu sinnar, Elínar Thorarensen, og dóttur hennar, Jakobínu, að Bragagötu 28. Kynni okkar Lalla, en svo kölluðum við vinir hans hann, hófust á unglingsárunum, er við störfuðum sem sendlar í miðborg Reykjavíkur. Hugur okkar beind- ist snemma að vélum og hvers konar tækjum. Einkum beindist hugur Lalla að flugvélum, og hóf hann nám í flugvirkjun hjá Flugfélagi íslands, en réðist síðan til Loftleiða í nokkur ár. Árið 1971 hóf hann störf hjá Cargolux, flutti þá með fjölskyldu sína til Luxemburgar og starfaði þar sem flugvélstjóri til dauða- dags. Lalli var vinmargur og vinsæll meðal félaga sinna, hjálp- samur öllum, er til hans leituðu. Áhugamál átti Lalli mörg, en eitt bar þó hæst, gamla bíla af gerðinni Ford 1930, og átti hann einn slíkan í Luxemburg, einstak- an úrvalsvagn. Við sjáum á bak glaðværum og sjálfstæðum vini, sem þrátt fyrir búsetu erlendis átti alltaf mikinn þátt í lífi okkar félaganna. Þótt hann sé horfinn munum við ávallt geyma minninguna um góðan félaga. Eftirlifandi eiginkonu, Margréti Aðalsteinsdóttur, börnum þeirra og öllum ættingjum vottum við innilegustu samúð. Leifur, Einar og Harry. Sál manns á vordægrum verftur víðsýn ojt framKjörn og djörf. IleitstrenKÍnK svffur um hu«ann hraðvirk á óunnin störf. Vitirðu ve^inn til dáða, þá varastu lygnur og hvörf. Jakob Thorarensen. Þessar ljóðlínur finnst mér eiga vel við vin okkar hjóna, Lárus Thorarensen, er fæddist 7. júní 1934. Það var árið 1959 við ferðuð- umst með honum frá Eyrarbakka til Reykjavíkur. Sú ferð varð eftirminnileg. Færð og veður var slæmt svo ákveðið var að aka Krísuvíkurleið. Lárus ók gömlum Ford er hann átti, kjörgrip í okkar augum í dag, en mér fannst hann ekki traustvekjandi í svo erfiðri færð. En þó hlekkirnir í keðjunum smátýndu tölunni á leiðinni, þá komum við í bæinn án þess að þurfa að stoppa nema þegar Lárus brá sér út í hríðina til þess að fækka hlekkjum. En upp frá þessu brást aldrei hlekkur vináttu og tryggðar milli fjölskyldna okkar, þó fjarlægðin yrði mikil á milli okkar. Öðru hvoru kom hann heim Minning: Steinar Gíslason járnsmíðameistari Fæddur 6. janúar 1897. Dáinn 2. desember 1978. I dag verður til moldar borinn Steinar Fr. Gíslason, Vesturgötu 30. Hann var fæddur á Grænhóli, Barðastrandarsýslu 6. janúar 1897. Foreldrar hans voru Steinunn Guðmundsdóttir og Gísli Kristjánsson, trésmiður, mestu sæmdarhjón, sem lengst af bjuggu að Vesturgötu 51. Kona Steinars var Ingibjörg Einarsdóttir, Jóns- sonar skósmiðs og konu hans Sigurjónu Jónsdóttur að Vestur- götu 30. Ingibjörg og Steinar bjuggu allan sinn búskap á Vesturgötu 30. Þau eignuðust 3 syni, Einar, Hallgrím og Óskar, en Óskar misstu þau er hann var 6 mánaða. I heimili hjá þeim var Sigurjóna eftir lát manns síns, þar til hún andaðist. Steinar stofnaði ásamt sonum sínum fyrirtækið Kolsýru- hleðsluna og eru þeir braut- ryðjendur í framleiðslu tækja þvi tilheyrandi. Bræðurnir eru báðir kvæntir og eiga sín heimili. 8 eru barnabörnin og 3 barnabarnabörn. Ein sonar- dóttir Steinars bjó í húsinu hjá honum síðustu árin með sína fjölskyldu óg hlynnti að honum. Þar var litla langafadóttirin, sem var augasteinn afa. Síðustu árin var Steinar farinn að heilsu. Það sannaðist á honum máltækið „hugurinn ber mig hálfa leið“, því daglega fór hann gangandi vestur í Kolsýruhleðslu og dvaldist þar á milli kl. 1 og 4, þar til í sumar að heilsan bilaði. Hann átti góða og umhyggjusama fjölskyldu, sem sýndi honum mikla nærgætni og umhyggjusemi, þar til yfir lauk. Eg, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að hafa þekkt þessa fjölskyldu í rúm 50 ár. Ég kom fyrst á heimilið þjónustu- stúlka í veikindum húsmóðurinn- ar. Þá hófst vinskapur, sem aldrei brást. Síðar, þegar ég byrjaði búskap, þá fengum við hjónin leigt að Vesturgötu 30. Þá voru synirnir farnir að stálpast, 5 frændur, sem voru 3 synir Kristjáns bróður Steinars, svo kom minn sonur í hópinn og sá sjöundi af Vesturgötu 11, en hann er látinn. Þessir drengir tengdust vináttuböndum, sem aldrei brugðust, en Ingibjörg kona Steinars stóð vörð um velferð hópsins með sinni nærgætni og ljúfmennsku. Og þótt árin hafi færst yfir, hygg ég að alltaf við og við sé hugsað með hlýhug til Vesturgötu 30, því þar var oftast miðstöðin, eða smiðjan hans Kristjáns og Slippurinn. Það voru' dýrðardagar og gott að ylja sér við minningarnar. Nú er Steinar kominn yfir móðuna miklu til allra vina sinna. Það verður áreiðanlega vel tekið á móti honum, enda trúði hann á framhaldslífið. Ég þakka honum vináttuna í gegnum árin og bið Guð að blessa hann. Ég sendi fjölskyldunni allri samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Sigríður Hannesdóttir. til íslands, þá gaf hann sér alltaf tíma til að líta inn. Það voru ógleymanlegar stundir, því frásagnargáfu átti hann í betra lagi, góðsemi og greiðvikni voru hans aðalsmerki. Fáa uggði hve alvarleg veikindi hans voru, öll vonuðum við að hafa hann lengur meðal okkar. Margrét og börnin hafa mikið misst. Guð blessi minningu vinar okkar Lárusar. Bryndís Helgadóttir. Lárus Thorarensen, sem lést hinn 1. desember sl., var einn af þessum litríku einstaklingum sem gleymast seint. Við félagar hans í flugvirkjafélaginu, sem höfum þekkt Lárus allar götur frá því hann hóf flugvirkjastörf, höfum aldrei kynnst neinum sem hefur tekið honum fram í einstakri verklagni, því að hann var dverg- hagur við allt sem viðkom smíðum og lagfæringum ýmiss konar. Og aldrei var hann ráðalaus, hvað sem á gekk. Gott dæmi um það má nefna, þegar hann inni á öræfum, með brotið járnsagarblað að vopni, útbjó ná úr hurðarhúni bílsins í staðinn fyrir það sem brotnaði í öxlinum. Hann var hugvitssamur og naut sín við ýmiss konar verkefni í einkalífi sínu, eins og uppbyggingu gamalla bifreiða. Lagði hann mikla áherslu á að þær yrðu í sinni upprunalegu mynd. Flugvirkjastörfin áttu einkar vel við Lárus, því að þau gefa oft tækifæri til að spreyta sig á vandasömum verkefnum innan um flókinn tækjabúnað flugvélanna. Síðustu árin starfaði Lárus sem flugvélstjóri hjá Cargolux í Lux- embourg, og var svo að segja búinn að leggja undir sig heiminn með flugferðum sínum. Þar nutu sín oft starfskraftar þessa skemmtilega iðnaðarmanns, fyrirtæki hans til ómetanlegs gagns. Lárus var einnig áhugasamur um íþróttir, og munum við mörg skemmtileg tilþrif hans í knattspyrnunni hér áður fyrr, geðgóður og drenglynd- ur á velli. Það er mikil eftirsjá í mönnum sem Lárusi, er falla frá á besta aldri, og með honum hefur enn eitt skarðið verið höggvið í raðir flugvirkja og flugliða á skömmum tíma, óbætanlegt fyrir hið fámenna íslenska þjóðfélag. Vottum við eiginkonu hans, Margréti Aðalsteinsdóttur, og börnum þeirra innilega samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Flugvirkjafélag íslands. Bræöraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 VWSIUd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.