Morgunblaðið - 10.12.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 10.12.1978, Síða 1
Sunnudagur 10. desember Bls. 49-80 Jóhanna Kristjónsdóttir rœðir við Israel Zalmanson, sovézkan Gyðing sem er nýkominn til ísraels eftir átta ára vist í fangabúðum í Sovét. ’Þcið hélt í mér Ufínu að ég reyndi að hugsa... ” — Okkur var alltaf kalt. Við reynd- um að vef ja okkur í teppin sem við fengum til að lÍKtíja á. Samt var mér kalt. Og é>? var alltaf svangur. I þessi átta ár sem ég sat inni fékk ég fimm sinnum heimsóknir. Föngum var ekki refsað með líkamlegum pyndingum né barsmíðum. heldur til dæmis með því að svipta þá árlegu heimsókninni. ef maður vann ekki nógu vel að dómi varðanna. I>rívegis var mér refsað þannig. Svo höfðu þeir fleiri aðferðirs að minnka matarskammtinn. sem var ein supuskál á morgnana og hálfhrátt hrúnt brauð tvisvar á dag. Þriðja aðferðin var að setja fangana í einangrun í fimmtán daga. þá sátu þeir á beru steingólfinu. klefinn gluggalaus og ljóslaus og matar- skammturinn aðeins annan hvern dag. Ef menn báru sig illa í einangruninni. ég tala nú ekki um. ef þeir misstu vald á sér. var einangrunin iðulega fram- lengd í fimmtán daga til viðbótar . . . Þetta segir Israel Zalmanson er ég hitti hann í Ramat Aviv í ísrael fyrir fáeinum dögum. Hann komst á margra varir fyrir átta árum, þegar hann og hópur félaga hans, lettneskir Gyðingar, voru handteknir og dregnir fyrir rétt ákærðir um að hafa gert tilraun til flugráns með tilheyrandi hótunum. Fyrir vikið sat hann í fangabúðum í Síberíu í sex ár, en hafði áður verið í fangelsi í tvö ár. Fyrir rúmum tveimur mánuðum var honum sleppt og fékk þá leyfi til að halda til Israels. Sem stendur býr hann í stórri byggingu sem innflytjendanefnd landsins rekur og hefur þar til umráða herbergi og eldhúskrók og telur sig hafa himin höndum tekið. Hann er byrjaður að læra hebresku og mun innan tíðar hefja á nýjan leik háskólanám sem klippt var á fyrir átta árum. Við fyrstu sýn ber hann þess ekki ytri merki að hafa misst átta ár af ævi sinni innan fangabúða. Hann er hress í útliti og hinn bragglegasti. En augun í honum eru ekki glöð. Þó segist hann vera glaður nú, vegna þess að hann er loksins kominn heim til Israels eftir margra ára von og þraut. — Ég er fæddur í Riga í Lettlandi og uppalinn, segir hann. — Það er allmikið fjölmenni Gyðinga og við reyndum að halda uppi Gyðingakúltúr og hafa í heiðri siði okkar. Stjórnvöld gerðu okkur erfitt fyrir og enda þótt ein sýnagóga væri í Riga og grafreitur var heldur ekkert fleira og allt gert til að torvelda okkur að lifa éðlilegu lífi — eins og Gyðingar. Hann tekur um hálsinn á sér og segir: — Stundum fæ ég köfnunar tilfinningu, þegar ég hugsa til baka — ekki bara til áranna í fangelsinu og í búðunum, heldur líka til þeirra sem á undan fóru. Arum saman reyndi fjölskylda mín að fá leyfi stjórnvalda til að flytjast frá Sovétríkjunum og til ísraels og var jafnan synjað. Þó áttum við ættingja hér í Israel sem höfðu sent okkur boð og ef farið var eftir þeim leiðum fékkst stöku sinnum leyfi. En allt kom fyrir ekki. Og við vorum þarna nokkuð stór hópur í Riga og við vorum kallaðir síonískir athafnamenn. Við vissum að við vorum litnir hornauga en reyndum að láta það ekki á okkur fá. Við dreifðum upplýsingum milli okkar og smygluðum plöggum úr landi eftir því sem hægt var. Við fengum aðstoð víða að. Og með okkur varð sú þörf æ áleitnari að við yrðum að komast til Israels. Og þessi örvæntingarfulla þrá ágerðist. Við síonistarnir í Riga höfðum kynnzt sovézkum flugmanni sem hét Mark Dymshitz. Hann var góður og gegn sovézkur borgari, en hann fékk nú samúð með okkur og lofaði að hjálpa okkur. Fljúga með okkur til Svíþjóðar. Við vorum sextán sem ætluðum að fara saman, en vélin sem Dymshitz útvegaði var reyndar bara tólf sæta. Við ætluðum að leggja upp frá Leningrad ög tó'lf okkar héldu frá Riga og áleiðis þangað. Síðan stóð til að fjögur kæmu í vélina í Priozersk, sem er skammt frá finnsku landamærunum, Ég tek það fram að við''vorum vopnlaus, við tókum enga gísla og ógnuðum engum — það var aldrei mannslíf í hættu. Við ætluðum okkur það eitt að komast á brott eftir þessari leið fyrst annað hafði allt verið okkur lokað. Þegar til flugvallarins kom var sýnilegt að einhvers staðar á leiðinni hafði komizt upp um fyrirætlanir okkar og við vorum handtekin í einni kippu og síðan þau fjögur sem biðu í Priozersk. Við urðum auðvitað miður okkar og alit það, en samt bugaðist enginn. Við vorum reiðubúnir að fórna fyrir þetta lífinu og höföum gert það upp við okkur. Við vissum um að þetta myndi vekja athygli og töldum að þeir væru til sem skildu hversu mikil væri sú örvænting sem lægi að baki slíkri gjörð. Líf án vonar var hvort eð er ekkert líf. Við vorum flest dæmd til dauða... en vegna þeirrar miklu og kröftugu mótmælaöldu sem fór um Vesturlönd þegar spurnir bárust af málinu og hversu mjög málefni sovézkra Gyðinga komust nú á dagskrá var dauðadómi okkar breytt í ævilangt fangelsi. Síðan var þeim dómum enn breytt og ég losnaði sem sagt í vor eftir að hafa setið inni í átta ár. Bróðir minn Wulf á eftir að afplána nokkur ár enn, að minnsta kosti tvö og mágur minn Kuznetsov á eftir að sitja inni að minnsta kosti sjö ár. Fyrst vorum við höfð í fangelsi en 1972 i vinnubúðum i Mordovya í Permhéraði. Sylvia systir mín sat inni í fjögur ár, en var þá sleppt og fékk að koma til Israels. — Það er ótrúlega mikið sem pressan utan frá hefur haft að segja. Það er ekki nokkur vafi á því að sá áróður sem uppi hefur verið á Vesturlöndum varðandi mannréttindabrot í Sovétríkjunum, og varðandi meðferð á sovézkum Gyðing- um hefur haft mögnuð áhrif innan Sovétríkjanna. Aróðurinn sem löngu hefur verið haldið uppi gagnvart Gvðingum í Sovét er svo yfírgengilegur að það hefur smám saman orðið þannig að allur antikommúnismi er frá Gyðing- um kominn. Ég spyr hvernig hafi verið að lifa af, sálarlega og líkamlega, átta ára fanga- búðavist. — Ég var ekki nerna tuttugu og eins árs, segir hann. — Ég hafði stundað íþróttir og var við hestaheilsu. En eftir því sem leið á veru mínu í búðunum þjáðist ég af of háum blóðþrýstingi, ég fékk snert af magasári vegna þess dæmalausa mataræðis sem fangar eru látnir sæta. Annað var það nú eiginlega ekki. Ég var heppnari en margur. Bróðir minn fékk blæðandi magasár og lítil læknishjálp er veitt, Menn eru bornir inn i sjúkraklefa og látnir liggja þar og Sjá nœstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.