Morgunblaðið - 10.12.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 10.12.1978, Síða 3
Umræðufund- ur um rjúpuna á þriðjudaginn NÆSTkomandi þriðjudagskvöld 12. des. ki. 20.30 gangast Fugia- verndarfélag íslands og Skot- veiðifélag íslands fyrir umræðu- fundi um rjúpuna og fer hann fram í Norræna húsinu. Á fundinum flytja framsöguer- indi þeir prófessor Arnþór Garð- arsson formaður fuglafriðunar- nefndar og Sólmundur Einarsson líffræðingur formaður Skotveiði- félagsins. Að erindum þeirra loknum gefst kostur á frjálsum umræðum og er aðgangur öllum heimill. Kökubasar og föndurvörusala i Hamraborg 1 á sunnudaginn Handknattleiksdeild Breiða- bliks efnir til kökubasars og föndurvörusölu í kjailaranum að Hamraborg 1 í Kópavogi sunnu- daginn 10. desember kl. 14.00. Seldar verða sunnudagskökur í miklu úrvali, einnig jólabakstur og jafnframt verða á boðstólum jólaföndurvörur. Félagsmenn eru beðnir að koma með framleiðslu sína á sölustaðinn kl. 12.30 — 13.30 á sunnudaginn. Efniiegur píanóleikari á tónleikum á mánudag UNGUR píanóleikari, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, kemur fram á tónleikum í Austurbæjarbíói á morgun, mánudag, sem Tónlistar skóiinn í Reykjavík gengst fyrir. Þorsteinn hefur verið nemandi í einleikaradeild skólans undanfarin ár og eru þessir tónleikar fyrri hluti burtfararprófs hans frá skól- anum. Þorsteinn Gauti lék einleik f píanókonsert Rachmaninovs nr. 1 með Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir ári síðan og vakti þá mikla athygli. Á efnisskrá tónleikanna á mánu- dag, sem hefjast kl. 19, eru Prelúdía og fúga í fis-moll nr. 14 úr Das Wohltemperierte Klavier, Sónata í F-moll op. 57, Sónata í A-dúr op. 82 eftir Prókofíeff og Nuages gris eftir Liszt. Aðgangur er öllum heimill. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Hinn próaöi SHARP „Linytron Plus“ litmyndalampi Hinn sérlega hannaöi útbúnaö- ur í geislamóttakaranum notar svartar lóöréttar línur sem gefa skýrari, skarpari og eölilegri lit sem aldrei virkar „upplitaöur". Micro móttakararnir eru sam- settir úr sem fæstum hlutum til aö tryggja minnst mögulegt viöhald, en eru jafnframt orku- sparandi og þurfa minni hitun. Næmur „elektrónískur“ tónstillír meö LED stöövarveljara Þetta áreiöanlega endingar- góöa elektróníska stykki er tengt átta næmum plötum, sem þú forstillir inn á þína uppáhaldsstöö. (Ekki um ann- aö aö velja en Ríkisútvarpiö — Sjónvarp). Þægileg fjarstýring Fjórfalt fjarstýringakerfi fyrir tón og myndstillingar og skipt- ingar á stöövum. Sjáandi myndstillir Skýrleiki, litur og skarpleiki aölaga sig aö birtu herbergis- ins sjálfvirkt. 10 cm breiöur hljómmikill hátalari Hin nýja hönnun SHARP á hátalarakerfi á engan sinn líka, hvaö varöar skýran tón. 10 cm breiöur hátalari gefur aukna möguleika á betri hljóm- buröi. Mynd og tal birtast á fjórum sekúndum og þar meö sparast dýrmæt orka. Tækiö er í mjög vej gerðum viöarlíkiskassa. Innbyggö AFT, ADC og AGC stjórntæki. LAUGAVEGI 66, 1. HÆÐ Simi tra skiptiborói 281S5 — — Hljomdeild ■MWaBWBMMBHWHMHIIlWlllllllli Handhægt fjarstýritæki „Sjáandi“ skynjari sér um stillingarnar sjálfvirkt. Nú ertu laus viö þreytandi og tímafrekar stillingar. Litur, skarpleiki og skýr mynd stillast sjálfvirkt þrátt fyrir breytingar á birtu í herberginu. Umframorka eyöist ekki iengur í myndsjána (picture tube) og þegar bjart er í herberginu (hverfur) máist myndin ekki. Nú veröur alltaf ánægjulegt aö horfa á myndina og allt sem þú þarft aö gera er aö sitja kyrr og njóta ánægj- unnar. Þróuö tækni SHARP er aug- Ijóst í þessu einstaka tæki þar sem notaöir eru mjög áreiðan- legir „ICs“ til aö fækka stórlega einingum í samsetningu. Þetta tæki þarf því lítiö viöhald og má notast lengur. Hin einfalda samsetningar- tækni sparar einnig orkunotk- un SHARP. TV chassis notar þessa þróuöu samsetningartækni. HARR Stórkostleg myndgæði og þægindi fjarstýringar. Þróaöur SHARP „LiNYTRON PLUS“ MYNDLAMPi, stórkostleg myndgæði, orkusparandi ígnsverk, „eiektrónískur tónstillari með LED stöðvarveljara og „sjáandi myndstilling" (OPC)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.