Morgunblaðið - 15.12.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 15.12.1978, Síða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 „Unrwui áfangi í jafnrétt- isbaráttunni” Sr. Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir kjörin lögmætri kosningu TALIN hafa verið atkvæði á skrifstofu biskups frá prestskosningu í Kirkjuhvolsprestakalli í Rangárvallaprófastsdómi, en kosning fór þar fram sl. sunnudag. Einn umsækjandi var um prestakallið, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og hlaut hún 176 atkvæði af 220 sem kusu, en 44 seðlar voru auðir og voru 365 á kjörskrá. Kosningin var lögmæt, en þetta mun í fyrsta sinn sem kona er kjörin til preststarfa lögmætri kosningu. Mbl. ræddi stuttlega við sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur í gær og var hún fyrst spurð hvað henni væri efst í huga þegar úrslit þessara kosninga væru kunm Hjólbarðamálið: Tugmilljóna svik FYRIR liggja játningar fimm manna um fjársvik hjá varnariiðinu og eftir því sem Mbl. kemst næst skipta svikin tugum milljóna króna. Hagnaðinum munu fyrrnefndir menn hafa skipt bróðurlega á milli sín. Eins og fram hefur komið í varnarliðinu með því að falsa Mbl. voru svikin í því fólgin að bókhald birgðadeildar og falsa Sr Auður Eir Vilhjálmsdóttir varnarliðið var látið greiða fyrir fleiri hjólbarða en það í raun og veru fékk. Að þessum svikum stóðu starfsmenn hjá birgðadeild varnarliðsins og innflytjandi hjólbarðanna, sem eru af Mohawk-gerð. Tókst þeim að hafa féð út úr „Tilhlökkunin til að taka aftur til starfa sem prestur, vonin um að við í Kirkjuhvolsprestakalli munum starfa af þrótti sem lifandi kristilegt félag. Gleði yfir viðbrögðum safnaðarfólksins þar. Þakklæti til manns míns og dætra, fjölskyldu og fjölmargra vina, sem jafnan hafa stutt mig í prestkosn- ingum og ég met meira en orð fá lýst, þar með hlýhugur til safn- aðarins í Súgandafirði sem ég vígðist til 1974. Og síðast en ekki sízt gleði yfir unnum áfanga í j afnréttisbaráttunni. Þetta er í fyrsta sinn sem kona er kjörin til preststarfa á íslandi og sagði sr. Auður Eir af því tilefni: „Mér finnst það gleðilegt að viðleitni til þess að fá jafnrétti í þessu embætti sé nú viðurkennd með lögmætri kosningu." Að síðustu var hún spurð hvort hún teldi að úrslitin í þessum Ógnaði konu með hnífi LEITAÐ er ákaft að manni nokkrum, sem brauzt inn 1 íbúð ungra hjóna í miðborg Reykjavíkur um s.l. helgi, stal 50 þúsund krónum í peningum og ógnaði konunni með hnífi, en hún var ein heima. Unga konan vaknaði við það um miðja nótt að maðurinn var kominn inn í svefnherbergið með hníf á lofti. Gerði maður- inn sig líklegan til kynferðis- legra athafna en áður en til slíks kom gat konan vakið athygli annarra íbúa hússins á því að ekki væri allt með felldu í íbúðinni. Hjálp barst fljótlega en þá hafði maðurinn hypjað sig. Konan þekkti ekkert til mannsins enda var hann dulbú- inn. Leitar Rannsóknarlögregla ríkisins mannsins ákaft. 106 lestir af rækju RÆKJUVEIÐAR voru leyfðar á Húnaflóa 14. nóvember, en vegna mikillar seiðagengdar hafa veiðar ekki verið leyfðar í Arnarfirði og ísafjarðardjúpi. Litlar líkur eru á, að veiðar hefjist fyrir áramót, nema skyndileg breyting verði á ástandinu á þessum miðum. Frá Hólmavík og Drangsnesi stunduðu 14 rækjubátar veiðar og öfluðu 106 lestir. Voru flestir með 8,4 lestir í mánuðinum. Til vinnslu á Hólmavík fóru 58 lestir og Drangsnesi 48 lestir. I fyrra voru 13 bátar við veiðar og öfluðu 126 lestir í nóvember. kosningum gætu haft einhver áhrif á sókn kvenna í guðfræði- nám og preststörf: „Ég vona að þessi úrslit hafi mikil og góð áhrif á möguleika þeirra ágætu kvenna, sem nú stunda nám við guðfræðideildina, til að taka til starfa í prestskap þegar þar að kemur. Ég vona að þau verði þeim hvatning til að koma til starfa því að kirkjan þarfnast þeirra." . Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er gift Þórði Erni Sigurðssyni háskólakennara og eiga þau 4 dætur. Sr. Auður Eir lauk guð- fræðiprófi árið 1962, hefur starfað í kvenlögreglunni bæði með guðfræðináminu og að því loknu og árin 1974—1975 var hún prestur í Súgandafirði. Þá hefur hún verið búsett í Frakklandi í 6 ár. Enn gott fisk- verð í Englandi FIMM fiskiskip seldu afla í Bretlandi í gær og enn sem fyrr gerðu þau öll góða sölu og lægsta meðalverð skipanna varð 429 krónur sem er mjög gott verð. Þá seldi eitt skip í V-Þýzkalandi. Sigurbára VE seldi 48,3 tonn í Fleetwood fyrir 20,8 milljónir, meðalverð 473 krónur. Ólafur Bekkur seldi 81.4 tonn í Hull fyrir 35,2 milljónir króna, meðalverð 432 krónur. Gissur hvíti landaði 43.3 tonnum í Grimsby og fékk 19,8 milljónir króna fyrir aflann, meðalverð 456 krónur. Gullver seldi 66.9 tonn í Fleetwood fyrir 28,7 milljónir meðalverð 429 krónur. Gyllir landaði í gær og í fyrradag 112 tonnum í Grimsby og fékk 53 milljónir fyrir aflann, meðalverð 473 krónur. Loks seldi Kópur 46.7 tonn i Bremerhaven fyrir 11,8 milljón- ir, meðalverð 252 krónur. aðra pappíra. Svikastarfsemi þessi hefur staðið yfir í tvö ár og er talið að varnarliðið hafi verið látið greiða fyrir nær 1800 fleiri hjólbarða en það fékk. Tveir menn sitja enn í gæzluvarðhaldi vegna málsins. Aðilar málsins hafa verið í stöðugum yfirheyrslum síðustu dagana og liggja nú fyrir játningar í málinu að sögn Rannsóknarlögreglunnar. Múlafoss tók niðri Hornafirði. 14. desember. MÚLAFOSS tók niðri á sandrifi hér í Ósnum um klukkan 14 í gær. Mikið innfall var þegar atburður- inn gerðist og hefur það trúlega valdið því að skipið fór utan í eyrina. Múlafoss náðist út á flóðinu undir morgun í dag af eigin vélarafli og er ekki talið að neinar teljandi skemmdir hafi orðið á skipinu. — Jens. MEST selda tæi 1977 og 1976 R-aaiJAL:,' LANDSINS CROWN meðmæli. Þetta eru 1979 árgerðin komm V BÚÐIN kipholti 19. Simi 29800 Verð 298.980 SHC-3250/3220 Arm-elevation Auto PlHyer for SHC-3250, BSR Record Changer for SHC 3220 CROWN RADIO CORP JAPAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.