Morgunblaðið - 15.12.1978, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.12.1978, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Kassettulöskur og hiUu^glSð" Dag Strömback prófessor í Uppsöl- um—Mirmmgarorö C’AMBKA International Ltd í bílinn og heima fyrir Margar geröir Tilvaldar jólagjafir á ótrúlega góóu verói. Fást á bensínstöóvum Shell og í fjölda verslana. Olíufélagið Skeljungur hf Shell Heildsölubírgðir: Smávörudeild, Laugavegi 180, sími 81722. í dag mun verða borinn til moldar Dag Alvar Strömbáck, prófessor í Uppsölum. Hann er mörgum íslendingum kunnur, og ég fullyrði, að allir, sem kynntust honum mátu hann mikils; hann kom aftur og aftur til íslands og unni af alhug landi voru og þjóð og greiddi götu íslenzkra manna sem á vegi hans urðu og lagði mikla stund á rannsókn þjóðar vorrar og sögu hennar. Dag Strömbáck var fæddur 13. ágúst 1900. Foreldrar hans voru Hjalmar Strömbáck, prestur í Járbo í Gávleborgarléni, og móðir Ida f. Steinmetz. Hann nam norræn fræði og þjóðfræði við Uppsalaháskóla, og tók fil. lic.- próf þar 1926. Þá fór hann um sumarið í fyrsta sinn til íslands og stundaði nám við háskólann og var lektor þar um veturinn. Varð hann fljótlega vel að sér í máli voru og bókmenntum. Hann var einkar viðfelldinn mað- ur og skemmtilegur, og eignaðist hér marga vini. Sá er þetta ritar kynntist honum þá, og hefur vinátta okkar staðið óhögguð síðan. Dagur var maður hár vexti eins og margir Svíar eru, göfug- menni og glæsimenni í framkomu, sem vann hugi þeirra, sem kynnt- ust honum. Eins konar inngangs- kafli að veru og starfi hans við háskólann var dvöl hjá Björgvin sýslumanni Vigfússyni á sumrinu 1926, og markég ekki betur en hann talaði íslenzku í Reykjavík haustið SÖGUSAFN HEIMILANNA NÝÚTKOMNAR SKÁLDSÖGUR FORLAGALEIKURINN eftir Herman Bjursten og BJARNAR- GREIFARNIR eftir Nataly von Eschstruth eru 23. og24. bókin í bókaflokknum Sígildar skemmtisögur Sögusafns heimilanna. Spennandi og viðburðaríkar skáldsögur, eins og allar sögurnar í þessum vinsæla bókaflokki. VINNAN GÖFGAR MANNINN og AF ÖLLU HJARTA, 6. og 7. bókin í þessum flokki hafa verið endurprentaðar. KYNLEGUR ÞJÓFUR eftir George E. Walsh ogSELD Á UPP- BOÐI eftir Charles Carvice eru 3. og 4. bókin í bókaflokknum Sígildar skemmtisögur - 2. flokkur. í fyrra komu út fyrstu tvær bækurnar: BÖRN ÓVEÐURSINS og ÆVINTÝRIÐ í ÞANG- HAFINU. Allt eru þetta úrvals skemmtisögur. SVONA STÓR eftir Ednu Feberog ÁSTOG GRUNSEMDIR eftir Anne Maybury eru 6. og 7. bókin í bókaflokknum Grænu skáldsögurnar. Eignist þessar úrvals skáldsögur frá byrjun. ERFINGINN eftir Morten Korch er 4. skáldsagan, sem kemur út eftir þennan vinsæla höfund. ÆVINTÝRI SHERLOCK HOLMES eftir A. Conan Doyle í heildarútgáfu. I fyrsta bindinu eru tvær langar sögur: R ÉTTLÁT HEFND ogTÝNDI FJÁRSJÓÐURINN. Tryggiðykkur eintak af ævintýrum mesta leynilögreglukappa allra tíma. 1926, hnökralaust og liðugt. I Háskólanum sótti hann tíma, einkum hjá Sigurði Nordal. Voru þar fluttir margir fyrirlestrar um Njálssögu, og voru umræður um efni þeirra á eftir. Síðan hélt Dagur aftur til Svíþjóðar. Sama ár (1927) stað- festi hann ráð sitt og gekk að eiga Ester Olivencrona, hina merkustu konu; voru þau jafnaldra; hún var dóttir Axels Olivencrona héraðs- höfðingja og konu hans Ebbu Mörner. Varð þeim Degi og Ester fimm barna auðið, tveggja sona og þriggja dætra. Árið 1935 kom út doktorsritgerð hans, „Sejd“, merkileg rannsókn á norrænum frásögnum um seið, en síðan er efni þeirra heimilda borið saman við frásagnir af seiði Lappa og Finna og siðan annarra þjóða. Getur oft að líta sömu aðferð í rannsóknum hans, að hann byrjar á einhverri norrænni heimild, en rekur síðan þræði, sem liggja til annarra þjóða; öll vinnubrögð hans vandvirknisleg og þekking hans víðtæk. Á árunum 1929—40 var Ström- báck í Lundi og vann við orðabók Sænsku akademíunnar, sem þá var í smíðum, og er vitaskuld ekkert flýtisverk. Á árunum 1935—40 var hann einnig dósent í Uppsölum í ís- lenzkri málvísi. Síðan verður hann forstöðumaður fyrir „Landsmáls ock folkminnesarkivet" þar í borg á árunum 1940—70 og loks prófessor í samanburðarþjóðfræð- um á Norðurlöndum og annars- staðar 1946 til dauðadags. En því fer fjarri, að þar með sé allt upp talið. Hann var gisti- prófessor í Chicago-háskóla 1937—38, í Aberdeen-háskóla 1962, University College í Lundúnum 1962. Þá skal þess getið, að hann var kjörinn heiðursdoktor við háskólann í Aberdeen 1958, Há- skóla Islands 1961, en heiðurs- félagi í Hinu íslenzka bókmennta- félagi 1951, Folklore Society í Lundúnum 1958 og í Royal Irish Academy í Dyflinni 1967. Þó að þessi upptalning sé löng, þykir mér ólíkiegt, að allt sé upp talið af þessu tagi. Þá skal þess getið, að hann var snemma kosinn félagi í Kgl. Gustav Adolfs akademíunni, og var forseti hennar á árunum 1965—73. Að vonum var hann og félagi í „Islándska selskapet" í Uppsölum (stofnað 1949). Verð- laun hlaut hann fyrir ritverk af Sænsku akademíunni 1969. Víðförull maður var Dag Ström- báck, svo sem þegar má ráða af því, sem fyrr var talið. Sá er þetta ritar, hitti hann á mörgum mál- þingum vísindamanna, svo sem á víkingafundum á Hjaltlandi, í Kiel, i Dyflinni og á íslandi, á fundum þjóðsagnafræðinga o.s.frv. Lágu leiðir hans harla víða. Þegar líður á ævi hans, fjölgar ferðum hans til íslands. Hann var hér á ferð 1953. Þá var látinn hinn gamli kennari hans í íslenzku, Björgvin sýslumaður, en þegar við hjónin fórum með hann um Njáluslóðir, hitti hann Pál Björg- vinsson, og varð með þeim fagnaðarfundur. Síðan var hann leiðtogi stúdentakórsins „Orfei- drángar", og héldu þeir samsöng hér. Þetta síðasta sýnir fjölhæfi Dags Strömbácks, að ekki voru honum ókunnir töfrar sönglistar- Þó að mönnum þyki hér nokkuð mikið um upptalningar, sýna þess- ar staðreyndir, að hér var að ræða um fjölhæfan mann, víðförulan sem Ódysseif, mann, sem unni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.