Morgunblaðið - 15.12.1978, Page 25

Morgunblaðið - 15.12.1978, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 25 af litlum efnum að reisa sér og börnum sínum eigið heimili. Var það að Vífilsgötu 3 í Norðurmýri, sem þá var að byrja að byggjast. — En sorgin gleymir engum. Nú, er þau hjón virtust vera að hljóta verðskulduð laun ráðdeildar sinnar og atorku, — kom reiðar- slagið. Það var 11. dag janúarmán- aðar, 1944, sem sú sorgarfregn barst út um landið, að togarinn Max Pemberton hefði farizt með allri áhöfn undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi á leið til Reykjavíkur með fullfermi úr veiðiferð. Hvarf þar í djúpið margur góður dreng- ur, þeirra á meðal Gísli Eiríksson, sem þá hafði árum saman verið bátsmaður á ;,Maxinum“ með Pétri Maack skipstjóra og óvenjulega samhentri skipshöfn hans. Varð nú húsfreyjan að taka að fullu að sér það hlutverk, sem hún hafði svo oft gegnt áður, er húsbóndinn var á sjónum, — að vera bæði bóndinn og húsfreyjan. Frá þess- um sorgaratburði eru nú senn liðin 35 ár, og allan þann tíma lifði Guðríður kyrrlátu lífi í virðulegum ekkjudómi að heimili sínu, en sístarfandi fram undir hið síðasta að hvers konar handavinnu sinni. Börnin, sem fyrst höfðu vaxið upp í skjóli foreldra sinna, veittu nú einstæðri móður sinni alla þá hjálp og stuðning, sem þau megn- uðu. Lengst naut hún þó einstakr- ar umönnunar Sigríðar, yngri dóttur sinnar, sem reyndist henni þeim mun betur sem meira þurfti við. Og enn kom að því, að sorgin berði að dyrum. Fyrir tveimur árum bárust henni þau hörmulegu tíðindi, sem komu henni þó ekki á óvart, að Ólafur Jóhann, næst- yngsti sonur hennar, sem búsettur var í Toronto í Kanada, hefði andazt þar í borg eftir langvinna baráttu við banvænan sjúkdóm frá eiginkonu og tveimur ungum sonum, aðeins rúmlega hálffimmt- ugur að aldri. Var aðdáanlegt, með hve mikilli stillingu og hugarró hin háaldraða móðir bar sorg sína JÓN VIGFÚSSON — MINNINGARORÐ Hinn 6. desember síðastliðinn andaðist Jón Vigfússon, verka- maður, Reynimel 52, í Landspítalanum eftir löng veik- indi. Jón var nær áttræður þegar hann andaðist, en hann fæddist í Grófargerði í Vallnahreppi, Suð- ur-Múlasýslu 12. ágúst 1899. Foreldrar hans voru hjónin Vigfús Jónsson og María Þorgrímsdóttir. Jón Vigfússon vann öll almenn störf á uppvaxtarárum sínum fyrir austan, en um fimmtán ára skeið ók hann vörubifreiðum þar, í Vestmannaeyjum og síðast fyrir Korpúlfsstaðabúið, en í þrjú ár annaðist hann flutninga og dreif- ingu mjólkur frá búinu, og var auk þess í aðdráttum fyrir það og Thor Jensen. A þeim árum var ekki eins greiðfært til Korpúlfsstaða og nú til dags, og þar sem þurfti að koma mjólkinni til neytenda dag hvern, dugði ekki að spyrja um veður eða færð. Jón var oftast einn á ferð með mjólkina á þessum árum, og væri ófærð á veginum var ekki um annað að gera en moka sig áfram. Þótt leiðin frá Reykjavík til Korpúlfsstaða sé ekki löng gátu snjóþyngsli tafið fyrir ferðum. Má geta þess að einu sinni mun Jón hafa verið eina sextán tíma að komast aðeins aðra leiðina, en ferðin í það sinn tók hátt á annan sólarhring og var þó alltaf haldið áfram í byl og snjókófi. Jóni líkaði vel við vinnuveitanda sinn, Thor Jensen, og bar honum vel söguna. Það var árið 1929 sem Jón kom til Reykjavíkur og hér bjó hann síðan. Réðst hann til borgarinnar eftir að hann hætti akstri og vann þar í tuttugu ár m.a. við gatna- gerð, en síðast vann hann við vöruafgreiðslu Hafskip og urðu það fjórtán ár samfleytt. Á þessari upptalningu sést að Jóni varð yfirleitt ekki misdægurt um dag- ana. Samt hafði hann átt í veikindum á fyrri árum fyrir austan, en náði sér eftir þau og kenndi sér einskis meins fyrr en síðustu tvö árin eða svo að aldurdómur sótti hann heim. En Jón var grannbyggður maður og léttur á fæti alla tíð, svo kunnugir áttuðu sig varla á því hver aldur hans var orðinn þegar kallið kom. Eftirlifandi kona Jóns er Sigur- laug Guðmundsdóttir Bjarnasonar Skúlasonar á Syðsta-Vatni í Skagafirði og Halldóru Vilhjálms- dóttur. Jón og hún stofnuðu heimili árið 1932, en á því ári fæddist fyrri dóttir þeirra, María, síðar flugfreyja. Hún fórst í flugslysi við Osló 14. apríl 1963. María átti eina dóttur, Sigurlaugu Halldórsdóttur Snorrasonar, og hefur hún alist upp hjá móðurfor- eldrum sínum. Önnur dóttir þeirra hjóna er Esther, gift Raymond Miller og er hún búsett í Ameríku. Synir þeirra eru tveir, Jón og Rangkene. Jón og Sigurlaug bjuggu fyrst í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum hér í borginni, en á árinu 1943 fluttu þau að Hringbraut 47, en hafa búið s.l. níu ár að Reynimel 52. Þetta er í stuttu máli ævihlaup Jóns Vigfússonar. Það mun hafa verið á árunum eftir stríðið, sem ég kynntist Jóni. Ég er frændi húsmóðurinnar og mátti glöggt finna að hið góða heimili þeirra að Hringbraut 47 stóð mér opið. Þá og alla jafna síðan var mér og öðrum gestum tekið með stórveizl- um. Jón var glaður og reifur og hafði áhuga á þjóðmálum, og lét skoðanir sínar skorinort í ljós. Ekki hafði hann of mikið álit á framsóknarmennsku minni, og hvenær sem við hittumst ámálgaði hann hvort ég ætlaði ekki að líta inn bráðum, hann þyrfti að skamma mig. Þegar ég svo kom voru skammirnar koníak og vind- ill, fyrir utan hina standandi veizlu frænku mirínar. Mér er minnisstæður hinn fjör- mikli heimilisbragur hjá þeim hjónum. Dæturnar voru að vaxa úr grasi og báru af um útlit og framkomu, húsmóðirin var vinhlý og stórlát og um þetta héldu svo hendur Jóns, sem var mjög heima- kær maður, og lét sér sérstaklega annt um allt sem heimilinu viðkom og heimilisfólkinu, ötull í starfi, greinargóur um menn og málefni og átti víða vinfengi að fagna. Og meðan hann mátti nokkuð mæla var heimilið fyrst og fremst á vörum hans og reiður þess. Nú er Jón Vigfússon genginn veg okkar allra. Hann skilur eftir heilar minningar um ástúðlegan mann hið næsta sér og hressan á ytra borði. Ástvinir eiga um sárt að binda og við öll hin sem mátum hann mikils. Kona mín og ég vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Indriði G. Þorsteinsson. eftir þennan kæra son, sem hafði verið eftirlæti hennar. Þessi er í sem allra styzty máli ævisaga tengdamóður minnar, Guðríðar Guðmundsdóttur, — því að hér er flest ósagt af öllu hinu fjölmarga, sem í hugann kemur á hinztu skilnaðarstundu. En hver mannssál er heil veröld, sem seint verður könnuð, og er því mál að linni. Auk þess var hún kona dul að eðlisfari og lítt gefin fyrir að flíka tilfinningum sínum. Hún var seintekin nokkuð og ekki allra, en þar sem hún tók því, var engin hálfvelgja. Sínum nánustu unni hún af heitu hjarta, síðustu árin þó mest barnabörnum sínum þeim er hún hefði mest skipti við, og þeim voru síðustu bros hennar helguð. Þar skein hreint hjarta bjartast úr hálfslokknum augum. Megi nú sá drottinn kærleikans, sem hún trúði svo staðfastlega á, láta henni raun lofi betri. Jón S. Guðmundsson. ATIIYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Dea Trier Morch „Ég efast um að til sé bók sem á jafn sannfærandi hátt veitir okkur innsýn í líf sængurkvenna: bióina, kvíðann, gleðina, vonbrigöin.“ J. H. / Morgunblaöið. „Mér fannst Vetrarbörn skemmtileg, fróðleg og spennandi bók.“ S.J. / Tíminn. „Vetrarbörn, eftir Deu Trier Morch, er yndisleg bók.“ S.J. / Dagblaðið. „... myndir Deu Trier Morch. Þær eru fjarska áhrifamiklar og magn- aðar og auka gildi bókarinnar mjög.“ D.K. / Þjóðviljinn. ^Pfrn^P iH! n ■timui 1 imm Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 Mary Stewart Tvífarinn .. > Mary Stewart kann þá list að segja spennandi og áhrifamiklar ást- arsögur. Bækur hennar í skjóli nætur og Örlagaríkt sumar eru gott vitni um það. Og ekki er þessi síðri: Ung stúlka tekur aó sér hlutverk annarrar konu sem hefur horfið sporlaust, en hlutverkið reynist flóknara og hættulegra en hún hafði gert sér grein fyrir. Innan skamms taka ótrúlegir atburðir að gerast sem óhjákvæmilega munu hafa afdrifarík áhrif á líf hennar — ef hún fær aö halda lífi. Eins og fyrri bækur Mary Stewart mun þessi án efa víða kosta and- vökunótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.