Morgunblaðið - 15.12.1978, Síða 31

Morgunblaðið - 15.12.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 K þrjár góðar /> Ólafur Einarsson skorar eitt af 8 mörkum sínum í ieiknum gegn Fram í gærkvöldi. Ljósm. Emilía. Víkingur vann í slagsmálaleik MIKIÐ var gaman aö horfa ð leik Fram og Víkings í Höllinni í gær. Gaman fyrir Þá sem hafa gaman af fjölbragöaglímu, kryddaöri meö júdó, Kung fu og Ju Jitsú og íslenskri glímu. Ekki svo aö skilja, að leikurinn hafi verið lélegur, Þvert ámóti var hann hinn skemmtilegasti á að horfa og lengst af geysilega spennandi. Það var feiknaleg barátta í leiknum og gullfalleg sum mörkin. Dómararnir Óli Ólsen og Haukur Þorvaldsson höfðu hins vegar minni en engin tök á leiknum og í síðari hálfleik leystist allt upp í logandi slagsmál, Ólafur Einarsson færöi Atla Hilmarsson úr skónum og Þannig mætti lengi telja. Það eina sem manni virtist vanta, var að glímudómari lýsti yfir í leikslok „Víkingur vann“. Hvað sem allir segja, högnuðust Víkingar frekar ð dómunum og í lokin var gremja Framara orðin slík, að Þegar *Víkingur fékk aukakast eftir að leiktíma var lokiö, hirtu Þeir ekki um að stilla sér upp í varnarvegg fyrir framan Viggó Sigurösson. Og Guðjón Erlendsson hallaði sér makindalega upp að markstönginní og gerði ekki minnstu tilraun til pess að verja. Lokatölur leiksins urðu 26—21, en staðan í hálfleik var 9—8 fyrir Víking. Um fyrri hálfleik er þaö aó segja, aö hann var gífurlega jafn, Víkingar höfðu oftast forystuna, en hún varö aldrei meiri en 2 mörk. í byrjun síöari hálfleiks komust Víkingar í 4 marka forystu, en Framarar minnkuöu hana niöur i' 2 mörk og héldu þannig uppi spennunni. Síöari hálfleikur var sýnu grófari heldur en sá fyrri og voru leikmenn þá langtímum saman meö fingurna uppi í augum og nösum mótherjanna. Dómararnir voru einnig sýnu verri síöari hlutann, en hér veróur þaö látiö nægja aö segja, aó þeir félagar hafi áður dæmt betur, þó aö skrifa mætti mikinn doðrant um frammistöðu þeirra. Ólafur Einarsson átti mikinn markasprett í síöari hálfleik og héldu honum þá engin bönd, hvaö þá nokkrir Framarar. Þá áttu Árni, Páll og Erlendur allir góöan leik, en sóknarleikur Víkings var oft mjög góöur. Hjá Fram skoraöi Atli Hilmars- son stórkostieg mörk með langskot- um. Gústaf og Guöjón Erlendsson voru einnig mjög góðir, mesta furða með Guðjón, miöaö við hve lélegur varnarleikur Framara var. ( stuttu málii Laugardalshöll 1. deild Vikineur — Fram 26-21 (9-8) Mörk VíkinBs. Ólafur Einarsson 8 (4 vfti), Páll Björgvinsson og Viggó Sigurðsson 4 hvor, Ólafur Jónsson og Erlendur Hermannsson 3 hvor og Árni Indriðason 2 mörk. Mörk Fram. Gústaf 9 (5 viti), Atli 4. Birgir oií Sigurbergur 2 hvor. Erlendur, Björn og Pétur eitt mark hver. Misnotuð víti. Kristján Sigmundsson varði frá Gústaf og Atli skaut í þverslá. Brottrekstrar. Ólafur Einarsson og Gústaf Björnsson útilokaðir. Erlendur, Árni, Skarphéðinn, Viggó og Páll (Vík) 2 mínútur hver. Birgir Pétur og Atli (allir Fram) í 2 mfnútur hver. —gg. Einkunnagjöfin VÍKINGURi Kristján Sigmundsson 2, Eggert Guðmundsson 1, Erlendur Harmannsson 2, Ólafur Jónsson 3, Ólafur Einarsson 3, Skarphéðinn Óskarsson 2, Steinar Birgisson 1, Páll Björgvinsson 3, Guðmundur Skúli Stefánsson 1, Sigurður Gunnarsson 1, Frami Guðjón Erlendsson 3, Gissur Ágústs- son 1, Kristján Unnarsson 1, Viðar Birgisson 2, Atli Hilmarsson 3, Erlendur Davíðsson 2, Theodór Guðfinnsson 1, Sigurbergur Sig- steinsson 2, Gústaf Björnsson 3, Birgir Jóhannesson 2, Pétur Jóhannsson 2. Elnkunnagjöfin VALUR . Hafsteinn llafsteinsson 2, Helgi Sigurðsson 1, Kristján Ágústsson 3, Kristján Elfasson 1. Lárus Hólm 1, Rfkharður Hrafnkelsson 1, Sigurður Hjörleifsson 1, Torfi Magnússon 3, bórir Magnússon 2. UMFN. Brynjar Sigmundsson 1, Geir Þorsteinsson 2, Guðbrandur Lárusson 1, Guðjón Þorsteinsson 2, Guösteinn Ingimarsson 2. Gunnar Þorvarðarson 3, Jón V. Matthíasson 1. Jónas Jóhannesson 2. Júlfus Valgeirsson 1. Sviss — ísland: Forleikur að stórleik Það kom fram á fundi KSÍ í gærkvöldi, að breyting hefur verið gerð á leiknum sem ísland átti að leika gegn Svisslendingum í Bern næsta haust. Hann hcfur verið færður til og gcrður að forleik að öðrum og meiri leik. FIFA á nefnilega 75 ára afmæli á næsta ári og í tilefni þess, munu Argentínumenn og Hollendingar leika landsleik í Bern í Sviss, þar sem höfuðstöðvar FIFA eru til húsa. Leikur Islands og Sviss, hefur verið gerður að forleik að þessari miklu fótboltasýningu. Þó að það heiti forleikur, er næsta víst, að aldrei hafi íslenskir knattspyrnumenn verið jafn ríju- lega í sviðsljósinu og þeir verða í Bern næsta haust. —SS- Frábær árangur Vals VALSMENN náðu þeim írábæra árangri í gær- kvöldi að gera jafntefli á útivelli við rúmenska liðið Dynamo Bucharest 20—20. Staðan í leikhléi var 11—9 fyrir Val. Þrátt fyrir þennan góða árangur á útivelli er Valur úr keppninni þar sem Rúmenarnir sigruðu í fyrri leiknum í Reykjavík 25-19. Morgunblaðið gerði ítrekaðar tilraunir til að ná símasambandi við Rúmeníu í gærkvöldi en vegna bilana á sæsíma- streng reyndist það ómögu- legt. ~ þr. KA — Þór í kvöld KA og Þór leika f 2. deild íslandsmótsins f handknattleik f Skemmunni á Akureyri f kvöld. Leikurinn er eins og flestir í þessari deiid. geysimikilvægur. enda keppa bæði liðin að sæti f fyrstu deild að ári. Electrolux Æ, Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæöi 2.0 rumm/mín.) Hún slekkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur. Dregur snúruna inn í hjólið. Vegur aðeins 7 kg. og er meö 6 m. langa snúru. Verö kr. 104.900 - ÆKraftmikil ryksuga (loftflæöi 1.9 rúmm/mín.) Hún sýnir hvenær pokinn er fullur. Snúran dregst inn í hjólið. Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykiö dreifist ekki þegar skiþt er um poka. Vegur 7 kg og er meö 6 m langa snúru. Verö kr. 89.100- Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en meö góöan sogkraft (loftflæöi 1.65 rúmm/mín.) Vegur 5,7 kg og er meö 7 m langa snúru. Verö aöeins kr. 69.500 - 0 > Electrolux VörHnarkaðurinnhf. ARMULA 1A — SÍMI 86117

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.