Morgunblaðið - 15.12.1978, Qupperneq 32
Í9
dagár
til jóla
& i§>ilfttr
Laugavcjíi 35
Verzlið
sérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki.
Skipholti 19,
BUÐIN sími
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978
UNGU STÖLLURNAR á myndinni horfa hugsi yfir
afgreiðsluborðið; ef til vill hafa þær ekki átt nógu
mikla peninga í bauknum sínum til að kaupa það sem
hugurinn girntist. (Ljósm. Mbl. RAX).
Flokksstjórnarfundurinn stóð fram á nótt:
Miklar sviptingar
í Alþýðuflokki um
fjárlagaafgreiðslu
„FRAMTÍÐ stjórnarsamstarfsins veltur á niðurstöðum þessa fundar,“
sagði einn af alþingismönnum Alþýðuflokksins, er Mbl. hitti hann að
máli fyrir fund flokksstjórnar Alþýðuflokksins í gærkvöldi, en þar
átti að taka afstöðu til þeirra tekjuöflunarfrumvarpa, sem
samkomulag hefur orðið um í ríkisstjórninni og einnig átti að ræða
efnahagsmálafrumvarp það, eða drög að slíku frumvarpi, sem
þingflokkur Alþýðuflokkksins hefur unnið.
þykkta, sem ríkisstjórnin hefði nú
gert um tekjuöflun og fleira.
Þingflokkur Alþýðuflokksins
tók ekki formlega afstöðu í
fyrrinótt til þess samkomulags,
sem lagt var fyrir þingflokka
stjórnarflokkanna í fyrrakvöld.
Alþýðubandalagið og Framsókn-
arflokkur samþykktu það og síðan
var það samþykkt á ríkisstjórnar-
fundi í gærmorgun. Allir ráðherr-
ar Alþýðuflokksins stóðu að þeirri
samþykkt, en hins vegar munu
Loftleiðaflugmenn hóta
aðgerðum fljúgierlendir
flugmenn breiðþotunni
— ÉG GERI fastlega ráð fyrir að
eitthvert samkomulag þurfi að
gera við okkur um flug erlendra
fiugmanna á DC-10 þotunni, þvi
að annars munum við gripa tii
einhverra aðgerða, sagði einn
stjórnarmanna Félags Loftleiða-
flugmanna 1 samtali við Mbl. í
gær.
— Við félagsmenn stöndum
Sement hækkar um 20%
— Tap verksmiðjmmar
250 milljónir á árinu
SEMENT hækkar í dag í verði um
20%. Að sögn Gylfa Þórðarsonar
framkvæmdastjóra Sementsverk-
smiðjunnar nægir þessi hækkun
hvergi til þess að mæta auknum
kostnaði við verksmiðjureksturinn
og er fyrirsjáanlegt að tap verk-
smiðjunnar verði 250 milljónir á
þessu ári.
Á verksmiðjan í miklum greiðslu-
erfiðleikum og var yfirvofandi stöðv-
un uppúr næstu helgi, þar sem olía
hefur ekki fengist afgreidd til
verksmiðjunnar síðan í nóvember en
að sögn Gylfa standa vonir til að
Landsbankinn hlaupi undir bagga
með verksmiðjunni.
Gylfi Þórðarson sagði að Sements-
verksmiðjan hefði beðið um 20%
hækkun í ágúst sl. sem hefði átt að
taka gildi 15. september. Sú hækkun
hefði ekki fengist og hefði síðan sigið
stöðugt á ógæfuhliðina og þyrfti
hækkunin nú að vera 30—35% til
þess að endar næðu saman.
Gylfi sagði að allir kostnaðarliðir
við verksmiðjureksturinn hefðu stór-
hækkað á árinu. Nefndi hann sem
dæmi að 30% gengisfall síðan í marz
hefði stórhækkað allt innflutt efni
til sementsframleiðslunnar og sið-
asta olíu.hækkun hefði í för með sér
75 milljóna króna kostnaðarauka
fyrir verksmiðjuna á ári. Verðið á
sementi hefði ekki staðið undir
kostnaði og hefði hallinn verið
röskar 100 milljónir fyrstu 9 mánuði
ársins og síðustu þrjá mánuðina
myndi hann nema sömu upphæð.
Tap væri einnig á flutningasjóði og
næmi það 35 milljónum.
allir vel saman um þessi mál og
okkur hefur fundizt stjórn Flug-
leiða nokkuð undarleg að undan-
förnu. Við teljum að samvinna við
starfsfólkið sé betri en þetta eilífa
stríð og ég veit ekki hvort búið er
að afla atvinnuleyfis fyrir þessa
erlendu flugmenn, en til þess þarf
sjálfsagt að sækja til ráðuneytis-
ins.
— Við munum ekki una því að
sitja aðgerðarlausir á meðan
erlendir flugmenn vinna okkar
störf, en kannski er það ætlun
stjórnar Flugleiða að senda okkur
á námskeið á meðan. Við höfum
boðað komu okkar á þeirra fund og
ég vona að sú krafa okkar, að
samningarnir séu virtir, verði
tekin til greina, annað förum við
ekki fram á.
ýmsir þingmenn hafa haft ýmis-
legt við samkomulagið að athuga á
þingflokksfundinum og meirihluti
þeirra talið það ófullnægjandi.
Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs-
ráðherra var ekki á flokksstjórn-
arfundinum í gærkvöldi vegna
veikinda. Fundurinn stóð enn er
Mbl. leitaði síðast frétta og er því
ekki hægt að skýra frá niðurstöð-
um hans í blaðinu í dag.
„Greiðsluafgangur fjárlaga-
frumvarpsins virðist nú fallinn
brott, en hann var veigamesta
ástæðan fyrir stuðningi okkar við
fjárlagafrumvarpið," sagði Sig-
hvatur Björgvinsson formaður
iþingflokks Alþýðuflokksins er
Mbl. ræddi við hann í gær.
[„Fjármálaráðherra og ríkisstjórn-
in hafa lýst því yfir að fjárlaga-
frumvarpið verði afgreitt með
greiðsluafgangi, sem verði nokk-
urn veginn í samræmi við það sem
upphaflega var ætlað. Verði niður-
staða okkar sú, að svo sé, verður
ekki um að ræða andstöðu hjá
Alþýðuflokknum. Ef við komumst
hins vegar að þeirri niðurstöðu að
sama gamla afgreiðsluformið eigi
að gilda og allt látið vaða á súðum,
þá er ekki meirihluti innan
þingflokksins fyrir því að sam-
þykkja slíkt fjárlagafrumvarp."
„Það var samþykkt á ríkis-
stjórnarfundinum í morgun að
stefna að því að afgreiða fjárlaga-
frumvarpið fyrir jól,“ sagði Tómas
Árnason fjármálaráðherra er Mbl.
ræddi við hann í gærkvöldi. Tómas
sagði stefnt að því að fjárlögin
yrðu afgreidd með svipuðum
greiðsluafgangi og upphaflega var
ætlað, en það voru 7,2 milljarðar
króna og sagði Tómas að hann sæi
ekki betur en að það ætti að vera
hægt innan ramma þeirra sam-
Ástæðan
ekki prent-
tæknileg
„ÞAÐ ER ekki rétt að bera við
einhverjum prenttæknilegum
ástæðum og segja að þess vegna
hafi þessi frumvörp ekki verið
tilbúin frá prentsmiðjunni í
tæka tíð,“ sagði Þórir Guðjóns-
son verkstjóri hjá Ríkisprent-
smiðjunni Gutenberg, þegar
Mbl. spurði hann f gærkvöldi
hvaða prenttæknilegu ástæður
það væru, sem hefðu komið í veg
fyrir að rfkisstjórnin gæti lagt
fram tekjuöflunarfrumvörp sfn
klukkan 18>30 f gærkvöldi, eins
og til stóð en forsætisráðherra,
fjármálaráðherra og forseti
neðri deildar sögðu allir í
samtölum við Mbl. að ekki hefði
reynzt unnt að leggja frumvörp-
in fram af prenttæknilegum
ástæðum.
„Það hefur komið fyrir einu
sinni áður í vetur að prentsmiðj-
unni hefur verið kennt um á
frumvarp væri ekki til í tæka tíð.
Það var rangt þá. Til þess lágu
aðrar ástæður," sagði Þórir.
„Það lágu líka aðrar ástæður
en prenttæknilegar til þessa í
dag. Um þær vil ég hins vegar
ekkert segja.„
Fundi neðri deildar var frestað
í gær til klukkan 18:30 að leggja
átti fram tekjuöflunarfrumvörp-
in. Alþýðuflokksmenn lögðust
hins vegar gegn því að frumvörp-
in yrðu lögð fram og vísuðu til
þess að flokksstjórnarfundur
Alþýðuflokksins væri eftir, en
þar yrði afstaða flokksins endan-
lega ákveðin. Svo fór eftir mikið
baktjaldamakk að andstaða
Alþýðuflokksins varð til þess að
fundinum var slitið klukkan
hálfsjö án þess að frumvörpin
væru lögð fram og var nýr fundur
boðaður klukkan 14 i dag.
SAMBAND íslenzkra rafveitna hefur í bréfi til orkumálaráðherra
mótmælt þeim hugmyndum, sem fram hafa komið um framlengingu
laga um verðjöfnunargjald og hækkun þess úr 13% í 19% að auki, en
frumvarp þessa efnis var lagt fram á Alþingi í gær. f bréfinu er bent á
að gjald af þessu tagi gangi beint inn í raforkuverð í landinu og leiði
til hækkunar framfærsluvísitölu og rekstrarkostnaðar atvinnufyrir-
tækja.
Rafmagnsveitur ríkisins eiga við
mikinn fjárhagsvanda að stríða og
mun stjórn fyrirtækisins hafa lagt
til að ríkissjóður yfirtaki hluta af
skuldunum og veiti einnig óaftur-
kræf framlög til hins félagslega
þáttar framkvæmda. I tillögum
RARIK er ekki gert ráð fyrir
hækkun verðjöfnunargjaldsins.
I bréfi Sambands rafveitnanna
segir að ef þessar tvær leiðir væru
valdar og þeirri þriðju bætt við,
þ.e. að stöðva aukningu á sölu
RARIK til rafhitunar á of lágu
verði og marktaxtar væru
leiðréttir mætti koma fjárhags-
stöðu fyrirtækisins á réttan kjöl
en jafnframt að fella hið óréttláta
verðjöfnunargjald niður.
Á næsta ári mun áætlað að
verðjöfnunargjald mundi nema
nálægt 1500 milljónum króna með
óbreyttu orkuverði. Af því kæmu
um 1200 milljónir í hlut Raf-
magnsveitna ríkisins en 300
milljónir í hlut Orkubús Vest-
fjarða. Hækkun úr 13% í 19%
mundi auka gjaldið úr 1500
milljónum í tæpar 2200 milljónir
króna eða um 700 milljónir. Af
þeirri upphæð kæmu um 560
milljónir í hlut Rafmagnsveitna
ríkisins.
í bréfi Sambands ísl. rafveitna
er bent á að sala á orku samkvæmt
heimilistaxta hefur aðeins vaxið
um 26% á síðastliðnum 10 árum og
véltaxta um 136%, en sala sam-
kvæmt marktaxta jókst um 962%
og hitunartaxta um 1023% á sama
tímabili. Til rökstuðnings fyrir
hækkun verðjöfnunargjalds
RARIK var einmitt bent á
heimilistaxta og véltaxta og bent á
að þeir væru 80—90% hærri hjá
Rafmagnsveitum Reykjavíkur en
RARIK. Þessar tölur væru réttar,
segir í bréfi rafveitnanna,
en gæfu ranga mynd og staðfestu
of lágt verð á orkusölu samkvæmt
marktaxta og hitunartaxta sem
ætti sinn þátt í sívaxandi erfið-
leikum fyrirtækisins á síðastliðn-
um árum.