Morgunblaðið - 17.12.1978, Síða 5

Morgunblaðið - 17.12.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 69 Nýjungar í ullarfatnaði NÝ verslun Gallerí Rún. opnaði fi. desember að Bókhlöðustíg 6a í Jólabasar Breiðholti Junior Chambers í Breiðholti efnir til jólabasars eða „hasarbas- ars“ eins og þeir kalla það sjálfir og verður hann haldinn að Selja- braut 54 og opnar kl. 2 á sunnudag. Þar verða á boðstólum mjög ódýrar vörur, svo sem leikföng, gjafavörur ýmiss konar, hljóm- plötur, jólaskraut og sitthvað fleira. Reykjavík. Eigandi verslunarinn- ar er Ilulda Jósefsdóttir. Á boðstólum í Gallerí Rún eru lopapeysur, hnýtingamunir og ýmsir rósmálaðir munir. Hulda hefur á undanförnum árum gert ýmsar tilraunir i fatahönnun og þá sérstaklega með fatnað úr íslenskri ull. Eru því ýmsar nýjungar á boðstólum í verslun- inni og kvaðst Hulda ekki mundu selja vörur sínar til annarra verslana. Gallerí Rún verður opið alla virka daga frá kl. 2—6. Hulda Jósefsdóttir í verslun sinni, Gallerí Rún. Áramótaferð FÍ Ferðafélag íslands efnir til áramótaferðar í Þórsmörk eins og undanfarin ár. Farið verður í gönguferðir og á gamlársdag verður haldin áramótabrenna. Einnig verða haldnar kvöldvökur. Lagt verður af stað 30. desember kl. 7 að morgni frá Umferðarmið- stöðinni að austanverðu og komið til baka á nýársdag. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu félagsins, Öldugötu 3. „Gengnar slódir” — bók í tilefni 50 ára afmælis Sambands sunn- lenskra kvenna Samband sunnlenskra kvenna heíur sent frá sér bók í tilcfni 50 ára afmælis sambandsins. Bókin ber heitið ..Gengnar slóðir". í ritnefnd voru þær Sigurveig Sigurðardóttir, Sigríður Árna dóttir og Anna Sigurkarlsdóttir. Prentsmiðja Suðurlands á Sel- fossi prentaði. I bókinni eru m.a. raktar sögur hinna einstöku kvenfélaga innan sambandsins. Einnig er þar að finna kafla um formenn S.S.K., kvæði sem ort var um Halldóru Bjarnadóttur á aldarafmæli henn- ar og ávarp formanns S.S.K., Sigurhönnu Gunnarsdóttur. Bókin er myndskreytt og er hún 360 blaðsíður. Hlaut höfuðmeiðsl HARÐUR árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða í hádeginu í fyrradag á mótum Smiðjuvegar og Breiðholtsbrautar. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar hlaut höfuðmeiðsl og meiðsli á hné og var hann lagður inn á sjúkrahús.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.