Morgunblaðið - 24.12.1978, Page 25

Morgunblaðið - 24.12.1978, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER1978 25 Umsjón: Séiv Jón Dalbú Hróbjartsson Séra Kart Siffurbjórnsson Siffuröur Pdlsson DROraNSDEGI Skrásetmng heimsbyggdarinnar En það bar. til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin er gjörð var, þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. (Lúk. 2:1-2). Þessi atburður, skrá- setning „allrar heims- byggðarinnar" er tengdur minningunni um fæðingu Jesú órjúfanlegum bönd- um. Ýmsir hafa því orðið tií að spyrja: Gerðist þetta í raun og veru i Hvað var þarna á ferð- inni? Hvernig fór þetta fram? Sumarið 30 f. Kr. lagði Ágústus keisari í Róm Egyptaland undir sig. Egyptaland hafði verið hin sígilda fyrirmynd skattheimtunnar allt frá dögum faróanna. Hið egyptska skattheimtu- kerfi var tekið upp með ýmsum staðbundnum breytingum í öllu róm: verska heimsveldinu. I janúar árið 27 f. Kr. hóf Ágústus endurskipulagn- ingu ríkisins og sama ár hófst umfangsmikil skrásetning vegna skatt- heimtunnar í Gallíu. Þessi skrásetning stóð í 40 ár. Samkvæmt rómverskum réttarreglum varð unnið land sjálfkrafa eign róm- verja. Skattlagningin grundvallaðist á því að notendur landsins (ábúendur) voru gerðir skyldir að gjalda keisar- anum skatt. Af þessum sökum fól skrásetningin í sér umfangsmikið mat og skrásetningu jarða og annarra eigna. Á Sýrlandi hófst skrán- ingin nokkru síðar. Þessi skattaskráning fól í sér tvo meginþætti. í fyrstu fór fram nákvæm skrán- ing einstaklinga og eigna þeirra. Hver og einn varð að koma til þess staðar sem hann var kallaður til. Þar fór fram nákvæm skráning upplýsinga um hvern einstakling auk þess sem gefin var ítarleg „skattaskýrsla", sem undirrituð var af viðkom- andi sem jafnframt sór þess eið að rétt væri „talið fram“. Til þess að fá sem gleggsta og réttasta mynd af skyldum skattgreið- enda var 'umfram allt krafist nákvæms mats á landareignum auk nákvæmrar skráningar eignarréttar. Það er frá þessum upphafsþætti skrásetningarinnar sem sagt er frá í Lúkasarguð- spjalli. Síðari þátturinn, sjálf skattlagningin, fór fram síðar. En hvernig stóð á því að Jósef og María voru kölluð alla leið til Betleham, norðan úr Galíleu? Og hvers vegna gat María, þunguð konan, ekki fengið að vera heima? í hinum rómversku skattalögum stóð: Hver sá er á jarðeign utan þess héraðs sem hann býr í, skal gefa skýrslu sína þar sem jarðeign hans er. JÖL 4. sunnudagur í aðventu — aðfangadagur jóla. Yður er í dag FRELSARI FÆDDUR, sem er Kristur Drottinn... I dag erfjórdi sunnudagur í aðventu og í ár ber aðfangadag upp á þennan dag. Aðfomri venju gengur jólahátí9in í garð kl. 18 í kvöld. Um leið og kveikt er á jólatrénu er kjörið að eiga litla helgistund fjölskyldunnar við jólatréÖ. Allir: I nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda. Amen. Einn: Grenitréð minnir okkur á Jesú. Þegsr önnur tré fella lauf og standa döpur og dökk í snjó og kulda vetrarins, þá lifir það, sígrænt og ferskt, eins og tákn vonarinnar um vor og yl, tákn lífsins, sem sigrar dauðann. Grenitréð ber kross á hverri grein. Sá, sem á jólunum fœddist, gaf líf sitt fyrir okkur á krossi. Hann dó, svo að við mœttum lifa. Við kveikjum Ijós á jólatrénu. Ljósið skín í myrkrinu. Jesús erfœddur, Jesús er Ijós heimsins. Les jólaguðspjallið i Lúk. 2,1 — U. Biðjum: Við þökkum þér, góði Guðfyrir það, að þú gafst okkur Jesús Krist til að hjálpa okkur og öllum mönnum. Gef öllum mönnum Ijós í myrkri, hönd til að styðjast við, framtíð með þér. Gef öllum heimi gleðileg jól. Við syngjum saman jólasálminn í Betlehem er bam oss fætt, nr. 73 í sálmábókinni. „ Yður er í dag frelsari fædduru — Þessi boðskapur fær nú enn að hljóma um alla heimsbyggðina. Það er ekki verið að boða ný tíðindi, þau eru bráðum 2000 ára, en alltaf hljóma þau sem ný. Hvers vegna ? Vegna þess að þessi boðskapur kom að ofan, hann er Guðs orð, og Guðs orð er alltaf nýtt. Fagnaðarerindi jólanna hefur yfir sér alveg sérstakan blæ. Það lýsir upp skammdegið með einstæðum hætti, enda er enginn boðskapur merki- Iegri sem hljómað hefur á þessari jörð. „Yður er í dag frelsari fæddur“. Hvað þýðir þetta? Það þýðir að Guð var að gerast maður til þess að frelsa fallinn heim. Guð var að uppfylla löngu gefið fyrirheit í hjálpræðissögu sinni og það varð með þessum hætti. Guð snerti jörðina á þann veg að hún varð ekki söm eftir. Þessi snerting er svo merkileg að ekkert jafnast á við hana fyrr né síðar, hún er einstök. Þegar þetta er haft í huga, þá er ekki undarlegt þótt undur og stórmerki hafi gerst úti á Betlehemsvöllum þessa umræddu nótt. Guð varð að koma boðskapnum á framfæri á þann hátt að hann kæmist örugglega til skila. Koma engilsins til hirðarína verður ekki undarleg né óskiljanleg þegar haft er í huga hvað var að gerast. Sama er að segja um dýrðarsönginn sem hljómaði um himinhvolfið, hann verður það eðlileg- asta af öllu. Guð var að vitja lýðs síns, þess vegna var himinn opinn með sérstökum hætti. Á þessum jólum er himininn líka opinn, því það er hann alltaf þegar Guðs orð hljómar. Spurningin er hvort við viljum taka við boðskap engilsins, hvort við viljum leyfa tónum himinsins að hljóma með þeim afleiðingum að við skundum tiljötunnar til þess að sjá Jesúm. Biðjum góðan Guð að opna svo hjörtu okkar á þessum jólum að friður jólanna nái að snerta þau og umbreyta þeim. Að eiga frið Guðs er að vera í samræmi við vilja Guðs og það erum við þegar við stöndum hjá jötunni og lútum honum sem þar liggur, því hann er Drottinn, kominn til að frelsa okkur frá synd og'dauða. „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á.u Skatt af jarðeignum skal greiða því sveitarfélagi sem jarðeign hans til- heyiir. — Þessi lagagrein setti sérstakan svip á skrásetninguna í Gyðingalandi. Hér var ekki fyrst og fremst um stóreignir að ræða sem menn í öðrum héruðum áttu, heldur í miklu ríkara mæli „föðurleifðir" sem erfitt var að ákvarða um eignarrétt á og þar af leiðandi ekki auðvelt að komast til botns í því hver greiða skyldi skatt af landareigninni. Rómverj- arnir höfðu því ekki önnur úrræði en þau að leggja eignarhald á landið, skrá- setja það og virða, og kalla síðan til þá sem að einhverju eða öllu leyti gerðu kröfu til að vera eigendur þess. Sá sem gaf sig fram var skráður, eignarréttur hans sann- prófaður og eignarhluti hans metinn til skatts. Við skráningu skatt- borgara Ítalíu nægði það að heimilisfaðirinn kæmi til skráningar og gæfi upplýsingar þær sem skattayfirvöld voru að slægjast eftir. Samkvæmt þessu hefði María róleg getað setið heima. En hér var ekki um venjulega skattskráningu fullgildra borgara í hinu rómverska ríki að ræða. Þetta var fyrsta skráningin í þessu skattlandi og á henni var ekki tekið með neinum silkihönskum. Hér var sérhver þegn skyldur að koma til skráningar og veita persónulegar upp- lýsingar um hvaðeina, skrifa undir „skýrsluna" og sverja keisaranum eið. Endalausar yfirheyrslur og sannprófanir. Konurn- ar urðu einnig að koma til skráningar. Skattayfir- völdin tóku ekkert tillit til sjúkra eða barnshafandi kvenna. „Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borg- inni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, því hann var af húsi og kynþætti Davíðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð." BIBLÍU- LESTUR Vikuna 24.—30. desember. Sunnudagur 24. des. Jes. 9. 2-7 Mánudagur 25. des. Lúk 2. 1-20 Þriðjudagur 2fi. des. Matt. 23.34-39 MiÖvikudagur 27. des. Ilebr. 2.1-18 Fimmtudagur 28. des. Hebr. 3. 1-19 Föstudagur 29. des. Lúk. 3. 1-9 Laugardagur 30. des. Lúk. 3.10-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.