Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 5 Fjárhagsáætlun Njarðvíkur: Tekjur hækka um 156 milljónir kr. FJÁRHAGSÁÆTLUN Njarðvíkur fyrir árið 1979 hefur verið tekin til fyrstu umræðu í bæjarstjórninni og er gert ráð fyrir að tekjur nemi 572 milljónum króna á næsta ári en voru í ár 416 milljónir og er það því 37,4% hækkun. Helztu tekjuliðir eru útsvar 280 milljónir, aðstöðugjöld 75 m. kr., fasteignaskattur 61 m. kr. og jöfnunarsjóðsgjald 47 milljónir. Af helztu gjaldaliðum má nefna til menntamála 70 milljónir, heilbrigðis- og tryggingamála 40 m. kr., félags- og íþróttamála 22 m. kr., reksturs stofnana 60 m. kr., eignabreytinga 45 m. kr. og gatnagerðar 70 m. kr. Samkvæmt áætluninni er ráð- gert að útsvarsálagning verði 11% og fasteignaskattsálagning 0,475% af íbúðarhúsnæði og 0,95 af öðru húsnæði. Greenpeace: Árás Frakkans ekki í tengsluin við samtökin GRENNPEACE;samtökin hafa skrifað Þórði Ásgeirssyni bréf þar sem harmað er að hann skuli hafa látið að þvf liggja f blaða- fregnum að Roger de la Grand- iere, sá er skvetti vökva á Þórð fyrir nokkru. sé hugsanlega í einhverjum tengslum við Grenn- peace-samtökin. Segir Allan Thornton í bréfi sínu, að þessi árás de la Grandiere sé ekki í neinum tengslum við samtökin og þau harmi hana, enda sé hún ekki í anda baráttuaðferðar þeirra og sé fremur.til að spilla málstað þeirra og minni að því leyti á atburðinn er nokkrir Japanir skvettu á fulltrúa í Alþjóðahvalveiðinefndinni á fundi hennar í London fyrr á árinu sem Green-peace' áttu heldur enga aðild að segir í bréfi Thorntons, en Mbl. barst nýlega ljósrit af því. Talsvert tjón á barna- skóla vegna vatnselgs ALLMIKIÐ tjón varð í barna- skólanum við Sólvallagötu í Keflavík um hátíðarnar er vatns- rör gáfu sig í nýlegri kennslu- álmu. Loft skemmdust í álmunni og dúkar á gólfum, en strax f gær var byrjað að gera við skemmdirnar og er stefnt að því að bráðabirgðaviðgerð verði lokið er skólar hefjast á ný að loknum jólaleyfum. Kennsluálma sú sem hér um ræðir var byggð við skólann fyrir nokkrum árum og eru í henni 4 kennslustofur, þar af 2 sér- kennslustofur. í sumar var lögð ný vatnslögn fyrir ofan tréloft í áimunni, sem er einnar hæðar. Var þar um að ræða lagnir fyrir heitt og kalt neyzluvatn. Farið var úr skólanum um klukkan 15 á aðfangadag, en er einn kennara skólans átti þangað erindi á jóladagskvöld var um 10 sm vatnselgur um öll gólf í álmunni. Við athugun kom í ljós að yfir einni stofunni höfðu bæði heita- og kaldavatnslagnir sprung- ið. Plötur í loftum skemmdust vegna vatnsins, dúkar losnuðu á gólfum og í einni stofunni varð tjón á tækjum til kennslu í handavinnu fyrir stúlkur. Byrjað var á viðgerðum strax í gær og að sögn fréttaritara Morgunblaðsins í Keflavík er stefnt að því að ljúka bráðabirgða- viðgerð að minnsta kosti áður en skólinn tekur til starfa að nýju að loknum jólaleyfum. Ljóst er að tjón er talsvert, en vatnsskaða- trygging er ekki á skólahúsinu. Þrír lagabálkar í gildi um áramótin ÞRENN lög taka gildi um næstu áramót, en þau hafa verið sam- ykkt á Alþingi. tvenn á síðasta þingi og eiir á yfirstandandi þingi. Lögin er samþykkt voru á síðasta þingi eru lög um hlutfélög, en hluti þeirra tekur gildi hinn 1. janúar n.k. og hluti þeirra ekki fyrr en 1. janúar 1980. Þá taka gildi lög um byggingamál hinn 1. janúar n.k. og ný skattalög er hafa verið til umræðu á yfirstandandi þingi og samþykkt en þau eiga að koma til framkvæmda við álagn- ingu fyrir árið 1978. Byggingavísitalan hækkaði um 7,5% septemb.-desemb. HAGSTOFAN hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta desember 1978 og reyndist hún vera 258,18 stig, sem lækkar í 258 stig (október 1975=100). Gildir þessi vísitala á tímabilinu janúar — mars 1979. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 5126 stig og gildir hún einnig á tímabilinu janúar — mars 1979, þ.e. til viðmiðunar við vísitölur á eldra grunni (1. okt. 1955=100). Samsvarandi vísitölur reiknaðar eftir verðlagi í fyrri hluta septem- ber 1978 og með gildistíma október — desember 1978 voru 240 stig og 2767 stig. Hækkun frá september til desember 1978 er 7,5%. (Fréttatilk.) (Ljósm. Kristinn). Jólaböllin eru í algleymingi þessa dagana og prúðbúnu unga fólkinu gefst þar tækifæri til að heilsa upp á jólasveininn í eigin persónu. Ánægjusvipurinn leynir sér ekki á mörgum andlitanna en ekki er laust við að önnur lýsi öryggisleysi í návist þessa rauðklædda heiðursmanns. Vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 2,769 milljarða kr. í nóvember Vöruskiptajöfnuður landsmanna var óhagstæð- ur í nóvember um 2.769 milljarða kr. en um 5.094 m. kr. í nóvember í fyrra og er hann orðinn óhag- stæður um 12.477 milljarða kr. fyrstu 11 mánuði ársins en var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 14.151 milljarða kr. Ál og álmelmi var flutt út í nóvember fyrir 3.332 milljarða kr. en 1.002 m. kr. á sama tíma í fyrra. Til Islenzka járnblendifélagsins var flutt inn fvrir 475 m. kr. í nóvember sl. en 136 m. kr. í nóvember í fyrra, til Lands- virkjunar var flutt inn fyrir um 31 m. kr. en 22 í fyrra, og til Islenzka álfélagsins fyrir 1.244 en 501 á sama tíma í fyrra. Ails nemur innflutningur á árinu nú 150.888 milijörðum kr. en á sama tíma í fvrra 89.617 m. EIGN SEM VARIR KX-520 kassettutæki, Dolby, rásaflökt minna en 0,09% (WRMS), tíðnisvörun 30-16,000 Hz (Cr02), merki/suð hlutfall 61 dB (Dolby/Cr02). Verð kr. 116.345.- Verð kr 76.110.- Háþróað Hi-Fi er sérgrein hjá Kenwood. Þess vegna er Kenwood einn færasti hljómtækjasmiður sem fagtímarit geta um. Kenwood er fyrir fagfólk sem af eigin dómgreind veit hvað háþróað Hi-Fi er. Tökum sem dæmi tæki þau sem sýnd eru hér að ofan. Tæknilýsingin á þeim skýrir verðleika þeirra svo ekki verður um villst. $KENWOOD EIGN SEM VARIR FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Pekking feynsla SENDUM BÆKLINGA KT-55Q0 útvarp, stereo FM/AM, næmleiki FM I.Sp'V/AM 20 pA/, merki/suð hlutfall 72 dB mono 68 dB stereo, aðgreining- arhæfni 60 dB, stereo aðgreining 35 dB frá 50-15,000 Hz. KA-5700 magnari, 2x40 RMS wött, 8 ohm, 20-20,000 Hz, bjögun minni en 0,04%, merki/suð hlutfall 76 dB við 2,5 pV. Verð kr. 83.860.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.