Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 19 Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt gengust fyrir ráðstefnu um vinnumarkaðinn og f jölskylduna þ. 18. nóv. s.l. í Valhöll, Háaleitisbraut. Ráðstefnan hófst kl. 9.30 með því að formaður Landssambandsins, Sigurlaug Bjarnadóttir setti ráðstefnuna. Síðan flutti Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarp. Framsöguerindi fluttut Baldur Guðlaugsson, Anita Knútsdóttir, Pétur Sigurðsson, Soffía Skarphéðinsdóttir, Björg Einarsdóttir og Guðrún Erlendsdóttir. Mikla athygli vöktu erindi Anitu og Soffíu, en þær ræddu málin út frá eigin starfsreynslu í tveimur ólíkum íslenzkum fyrirtækjum. Að loknu hádegisverðarhléi störfuðu J)rír umræðuhópar um eftirtalin málefnit Sveigjanlegur vinnutími, en þar var umræðustjóri Salome Þorkelsdóttir, Vinnuálag — yfirvinna, umræðustjóri Agúst Elíasson, fjölskyldan og fyrirvinnan en þeim hópi stýrði Erna Ragnarsdóttir. Um kl. 16 hófust greinargerðir umræðuhópa og að því loknu voru almennar umræður. Jónína Þorfinnsdóttir formaður Hvatar sleit síðan ráðstefnunni. Ráðstefnustjóri var Ragnheiður Guðmundsdóttir og fundarritarar Hiidur Einarsdóttir og Ingibjörg Rafnar fyrir hádegi en Sigrún Mathiesen og Hrönn Pétursdóttir eftir hádegi. Verða rakin helstu atriði úr framsöguræðum í tveimur Gangskarar þáttum, en siðan gerð grein fyrir almennum umræðum. r/oiúi m\i á / V / n c? '66 67 68 W 70 71 1Z '73 '74 15 76 77 48 47 46 75 46 47 44 45 45 44 45 44 53 7$ 42 42 4o 3 37 3 3 68 37 mjög bágborin, með þeim afleiðingum að flestir starfs- mennirnir, sem voru um 4.000 talsins, urðu að koma til vinnu á eigin bílum. Langar biðraðir mynduðust við öll bílastæði í kringum verksmiðjuna og þegar þeir loks voru búnir að leggja bílunum mynduðust aðrar biðraðir við stimpilklukkurnar. Forstjórinn fékk þá snjöllu hugmynd, að leyfa starfsfólki sínu að mæta milli kl. 7 og 8 á morgnana og fara milli kl. 16 og 18 síðdegis. Allir urðu þó að vera við vinnu á tímabilinu frá kl. 8 til kl. 16. Arangurinn lét ekki á sér standa. Afköst og vinnugleði starfsfólksins jókst til muna, fjarvistir minnkuðu, veikindafrí minnkuðu um 50% og afrekstur fyrirtækisins vænkaðist. Breytilegur vinnutími hefur nú í vaxandi mæli verið tekinn upp hjá fyrirtækjum víða um heim, en það er nú einu sinni svo, að það tekur sinn tíma að breyta gömlum og grónum venjum." Síðan rakti Anita þróun þessara mála hjá Flugleiðum, en þar var breytilegur vinnutími tekinn upp fyrir fjórum árum og þá ákveðið að vinna skyldi frá kl. 9—17 á veturna og frá kl. 8—16 á sumrin. Fyrir rúmu ári var ákveðið að stíga enn lengra og leyfa starfsfólki að mæta milli kl. og 9 og fara milli kl. 16 og 17. Þykir þetta hafa gefið mjög góða raun. Rakti Anita kosti þessa kerfis og sagði m.a.: „Fyrir barnafjölskyldur eru kostirnir auðvitað margir, t.d. ef koma þarf barni á barnaheimili eða í skóla, áður en haldið er til vinnu. Nú veit ég ekki, hvort opnunartímar allr barnaheimila er sá sami eða ekki. Ég er sjálf með barn á barnaheimili, sem er rekið af foreldrunum sjálfum og opnunartími þess frá kl. 8 til kl. 17.30 en engu barni er heimilt að vera lengur en 8 klukkustundir innan þessa tíma, enda er það meira en nógur langur tími fyrir lítið barn. Segjum sem svo að ég ynni frá 8—16 og þyrfti að keyra barnið fyrst á barnaheimilið, þá er augljóst að ég yrði að koma a.m.k. 15 mínútum of seint á hverjum degi, en með því að mega mætav milli 8—9, þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur yfir því að koma of seint, því ég ynni í staðinn til korter yfir fjögur. Og þannig mætti telja upp mörg dæmi í sambandi við að koma börnum á morgnana og sækja þau á kvöldin. Enn einn kostinn vil ég telja upp og er sá í sambandi við umferðina. Það er augljóst, að það hlýtur að vera betra fyrir alla borgarbúa að dreifa umferðinni yfir lengra tímabil á morgnana og á kvöldin, til að koma í veg fyrir langar biðraðir bíla, sem flestir halda í sömu átt og eins fyrir þá sem nota almenningsvagna, að þurfa ekki að bíða lengi eftir vagninum vegna mikillar umferðar og eins það, að það hlýtur að vera rýmra í vögnunum, ef ekki allir þurfa að nota þá á sama tíma. Síðasti kosturinn, en alls ekki sá sízti af þeiní'Sem ég nú hefi talið upp, er sá, að það er hverjum manni mjög mikilvægt að geta fengið að ráða dálitlu um það sjálfur, hvenær honum hentar bezt að mæta til vinnu og valfrels- ið gerir starfsmanninn einnig ánægðari í sínu starfi. Nú hlýtur næsta skref að vera að athuga, hvort ekki mætti hafa sveigjanleikann meiri. I fyrsta lagi að leyfa starfsmanninum að hefja vinnu sína milli kl. 8—18 og þá hætta milli kl. 16 og 18. í rauninni held ég að þessir tímar séu nú þegar þeir algengustu hjá þeim fyrirtækjum, sem tekið hafa upp breytilegan vinnutíma. En því ekki að ganga enn lengra og leyfa starfsfólki að safna saman vinnu- stundum á milli tímabila, t.d. daga, vikna eða jafnvel mánaða. Það þyrfti auðvitað að setja reglur um lágmark og hámark vinnu- stunda á dag. Hjá þýzka fyrirtæk- inu, sem ég sagði frá í upphafi, mátti fólk mæta milli kl. 7 og 8 og fara milli 16 og 18, en varð að vera milli 18 og 16. Vinnustundum utan þess tíma mátti safna saman og taka út í fríi seinna. Ég er viss um, að margir vildu leggja það á sig að vinna t.d. 45 mínútum lengur á dag og vera búinn að vinna um hádegi á föstudegi eða geta átt frí t.d. annan hvern föstudag eða ein- hvern annan dag.“ Anita sagði í lok ræðu sinnar: „Ég er sjálf svo heppin að vinna eftir breytilegum vinnutíma og vona ég, að ekki verði langt í það, að sveigjanleikinn verði jafnvel enn meiri en nú er, og ég vona einnig, að sem flest fyrirtæki á Islandi taki upp breytilegan vinnutíma, í þeim störfum þar sem það er unnt, svo sem flestir megi njóta valfrelsis í sambandi við eigin vinnutíma." „Takmörkun eftir- og helgarvinnu heitt af mik- illi linkind“ Pétur Sigurðsson sjómaður fjallaði um vinnuálag — yfir vinnu. Rakti hann í upphafi ræðu sinnar þróun vinnutímalengdar á Islandi og sagði, að hér væri verðugt verkefni í mörg erindi. Mætti þar nefna t.d. vinnuálag, eða áhrif vinnutímalengdar á vinnuþrek og afköst, um yfirvinnu, um hvort vinnuþrælkun sé hér á Islandi, samanburð þessara atriða og áhrif þeirra í atvinnuleysi, atvinnuleysistryggingar og verk- efni þeirra og áhrif og síðast en ekki síst um áhrif þessara þátta, eins, fleiri eða allra, á fjölskyldu- lífið og á rétt og löngun verka- mannsins til að lifa og njóta menningarfræðslu- og tómstunda- lífs sem nútímamaðurinn krefst. Rakti Pétur síðan þróun vinnu- tímalengdar landverkafólks og sjómanna og sagði m.a.: „Sérstak- ur þáttur í atvinnusögu okkar er sú vinnuþrælkun sem tíðkaðist á fiskiskipum okkar, og náði hámarki við tilkomu togaranna. Vökulögin, sem tryggðu hásetum á togurum lágmarkshvíld var geysi- þýðingarmikið spor og reyndar einnig allar umbætúr sem á þeirri löggjöf hafa verið gerðar síðan. Gildandi lög þar um ná þó aðeins yfir hina stærri togara og eru þannig, að vinnutími er ætlaður 12 klst. á sólarhring og hvíld í 12 klst. og eru skipti á sex tíma fresti. Á smærri togurunum er vinnutíminn snöggum lengri, en þar er unnið í 12 klst. og hvíld í næstu 6. Með fyrstu kjarasamningum verkamannafélagsins Dagsbrúnar árið 1906 var samið um, að dagvinnustundir á viku skyldu vera 60. Þessi skipan hélst óbreytt fram til 1942. Með kjarasamning- um í ágúst það ár var fjöldi dagvinnustunda skorin niður í 48. Fyrir þann tíma munu nokkur stéttarfélög hafa fengið framgengt kröfum um 8 stunda vinnudag. Má t.d. nefna prentara árið 1920 og Iðju, félag verksmiðjufólks árið 1935. Er þá komið að þeirri þróun í styttingu vinnutímans og leiðum til þess að svo mætti verða, sem ég tel að hafi hafist með samþykkt þingsályktunartillögu á Alþingi 1961.“ Þá rakti Pétur störf „vinnutíma- nefndar" frá árinu 1961 til 1965. Sagði hann nefndina hafa verið fimm manna og í henni áttu sæti: Björn Jónsson, sem einnig var flutningsmaður þingsályktunartil- lögunnar, sem varð til þess að vinnutímanefndin var kosin, Egg- ert Þorsteinsson, Ingvar Vil- hjálmsson, Halldór E. Sigurðsson og hann sjálfur, sem síðar varð formaður nefndarinnar. Taldi hann störf nefndarinnar, þó ekki hafi hún hávaðasöm verið, hafa haft mikil áhrif á þáverandi stjórnvöld til skilnings á almenn- um vandamálum verkafólks og til styttingar vinnutímans. Einnig taldi hann skilning og samskipti stjórnvalda og A.S.I. hafa orðið mun meiri á þessum árum. Þá fjallaði Pétur nokkuð um samvinnu nefndarinnar við aðila vinnumarkaðarins og verkafólk, einkanlega í sambandi við kjara- samninga og sagði síðan: „Enginn einn að mínu mati átti jafn mikinn þátt í að koma af stað umhugsun og hugarfarsbreytingu innan A.S.I. og Björn Jónsson, og halla ég á engan, þótt ég haldi þessu fram, en staða hans í stjórnarand- stöðu á Alþingi og ráðamanns í stjórn A.S.I. átti m.a. sinn þátt í hinum bættu samskiptum. Ánnar einstaklingur kom ekki síður við sögu þessa, sem mér er bæði ljúft og skylt að nefna, en þar á ég við Svein Björnsson verkfræðing, framkvæmdastjóra Iðnþróunar- stofnunar Islands, en þekking hans og samningslipurð var ómet- anlegur þáttur.“ Þá fjallaði Pétur um skilgrein- ingu á vinnutíma og sagði m.a.: „Skilgreining á hugtakinu vinnu- tími var mótaður að erlendum fyrirmyndum og var þá talið að fram þyrfti að koma ferns konar skilgreining: 1. Ráðstöfun tíma vegna vinn- unnar, eða vinnutímafórnarinnar t.d. frá því að verkamaður fer að heiman til vinnu og þar til hann kemur þangað aftur. 2. Greiddan vinnutíma, þ.e. vinnutíminn með samningsbundn- um greiddum hléum svo sem kaffitímum. 3. Samningshundinn vinnutími, en þá er átt við vinnutímann við vinnuna að frádregnum matar- og kaffitímum. 4. Framkvæmdatíma. sem er hinn raunverulegi vinnutími eða samningsbundinn tími að frá- dregnum óviðráðanlegum hléum. Heildarvinnutíma má svo finna og miða við lengra tímabil en sólarhring, t.d. viku eins og oftast er gert í samanburðardæmum, mánaðar- og ársfjórðungslega. Ennfremur á ársgrundvelli, en þá á skilyrðislaust að taka inn í dæmið orlof og helgidaga svo og aðra frídaga, umsamda eða lög- boðna. En lenging orlofs og stytting eftirvinnutímans voru meðal þess sem „vinnutímanefndin" lagði til og rökstuddi að gert yrði til styttingar vinnutímans. Áframhaldandi þróun þessara mála varð í stórum dráttum sú, að frá 10. júlí 1965 var dagvinnu- stundum fækkað um 4 klst. eða í 44 klst. á viku og núverandi skipan mála var ákveðin með lögum nr. 88, 24. des. 1971, sem öðluðust gildi 1. jan. 1972 þar sem mælt er fyrir, að fjöldi dagvinnustunda skuli ekki vera yfir 40 á viku.“ Pétur sagði síðan: „Eitt hef ég haft sem meginsjónarmið frá því ég starfaði í þessari nefnd og það er að taka ekki þátt í launasaman- burði stétta eða starfshópa, án þess að skoða þá fórn sem þarf að færa til að ná viðkomandi launum. Þar er stærsti liður vinnutíminn sjálfur, fjarvera frá heimili, áhætta og vosbúð í starfi, óþrif, ábyrgð og menntun, en með henni tel ég starfsreynslu, því skólaseta árum saman er ekki algild regla til hærri launa.“ Pétur sagði einnig, að hann teldi að takmörkun eftir- og helgar- vinnu í miklu álagi hafi verið beitt af mikilli linkind. Hann sagði, að hina miklu yfirvinnu, sem enn er unnin í sumum okkar þýðingar- mestu atvinnugreinum verði að skrifa að meginhluta til á nauðsyn verkafólks að hafa nóg til daglegra þarfa, sem líf okkar í nútímaþjóð- félagi krefst. „Til að komast út úr þessum vítahring þarf að hefja merkið á loft að nýju, sem á lofti var fyrir hálfum öðrum áratug, og því má enn taka upp þingsályktunartil- logu Björns Jónssonar frá 1961. Þetta átti að gera hjá okkur sjálfstæðismönnum á síðasta landsfundi, en var því miður ekki gert á grundvelli þeirra skoðana, að á þessu sviði ætti löggjafinn ekki að hafa vit fyrir verkalýð honum sjálfum til verndar," sagði Pétur í lokin. Aníta Knútsdóttir Pétur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.