Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 Búa atvinnu- rekendur viö andstætt al- menningsálit? Flestir Islendíngar munu kannast við C. Northcote Parkinson, en hann er meöal annars Þekktur fyrir Parkinsons- lögmálið, sem hann setti fram og við hann er kennt. Parkinson hefur eínníg ritað Þekkta bók um almannatengsl í viðskiptalífinu. Parkinson hélt ræöu á Þingi AlÞjóðaverslunarráðsins í Florída í Bandaríkjunum í byrjun október sl., Þar sem hann fjallaði um hvernig atvinnurekstur eigi að miöla boðum um hlutverk sitt í Þjóðfélag- inu, og á margt af Því sem hann sagði Þar fullt erindi til okkar íslend- inga. Friðrik Sophusson alÞingismaður gerði Þessa ræðu Parkinsons meðal annars að um- ræðuefni á AlÞingi nú nýverið, Þar sem verið var að fjalla um tillögu Ólafs R. Grímssonar um skipan sérstakrar nefnd- ar Þingmanna til að kanna rekstur Flugleiða og Eimskipafélags ís- lands. Dapurleg mynd af at- vinnurekstri í ræðu sinni sagði Parkinson meðal annars: „Nánast alls staðar búa atvinnurekendur viö and- stætt almenningsálit, Þar sem sjónvarp og dagblöð draga upp dapurlega mynd af atvinnurekstri. Þetta á kannski ekki að öllu leyti við í Bandaríkj- unum, en í Evrópu, Þar sem ríkisstjórnir eru annaðhvort sósíaliskar eða undir sterkum sósíal- iskum áhrifum, er Þetta nánast viðtekin venja. Hvarvetna er gengið út frá Því að kjörnir stjórn- málamenn og launaðir embættismenn hafi tiltölulega háleitar hugsanir og vinni að almannaheill. Jafnsterk er hin trúin, að atvinrtu- rekendur hafi aöeins eitt leiöarljós; eigin hagnað. Viðtekin, vinstri sinnuö Þjóðfélagsskoðun byggir á Því, að atvinnurekendur séu ógnun, sem haldið sé í skefjum að nokkru leyti af prófessorum, blaða- mönnum og sjónvarps- skýrendum með háleit markmiö. FjölÞjóðafyrirtæki eru oft eftirlætis skotmark skammanna, vegna Þess að við hina vondu hagnaðarleit bæti Þau Þeim glæp að horfa út fyrir ríkjalandamærí og sjá heimínn sem eina heild. Prófessorar skýra fyrir stúdentum eigin- gjörn markmið atvinnu- reksturs, stúdentarnir verða kennarar sem skýra sömu kenningu fyrir nemendum sínum. Unglingar hverfa úr skóla án snefils vitundar um gang atvinnulífsins. Þeim finnst, að Þjóöfélagið muni hugsa um Þá og Þeir hafa enga raunveru- lega Þörf fyrir að hugsa um sig sjálfir. Þeir hafa 'fastmótaöar hugmyndir um réttindi sín, en aðeins óljósan grun um skyld- urnar. Kenningar um efnahagsmál Þekkja Þeir lítið og atvinnurekstrar- veruleika alls ekki. Að Þessu fólki beina vinstri hugmyndafræöingarnir hlutdrægum boðskap sínum.“ Allt neikvætt Þessi orö Parkinson hníga mjög í sömu átt og Það sem Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra sagði í ræðu á Alpingi, er hann ræddi um ræðu Ólafs Ragnars Grímsson- ar, er hann gerði tillögu um rannsóknarnefnd er kanna ætti starfsemi Eimskips og Flugleiða. Vilhjálmur sagði meðal annars: „Allt Það er Ólafur Ragnar nefndi upplýsing- ar voru í raun og veru grófar getsakir, og allt Það sem kom fram í ræðunni var neikvætt. Helst var að skilja, að Þessi tvö stórfyrirtæki heföu ekki gert nokkurn skapaðan hlut frá Því að Þau voru stofnuð, nema að vera til ills og bölvun- ar í Þessu Þjóðfélagi. Ekki var unnt að ráða Það af málflutningi Ólafs aö fyrirtækin heföu nokkur jákvæð áhrif haft. Þetta var alveg einhliða niður- rifsmálflutningur.“ Síðar sagði Vilhjálmur, aö Þessi ræöa Ólafs Ragnars hefði minnt nokkuð á frásögn Njáls- sögu um málflutning Gunnars Lambasonar, en Þar segir að um allar sagnir hallaði hann mjög til, en laug víða frá. „Ég er ekki grunlaus um að fyrri hiutinn af Þessari lýsingu eigi við ræöu Ólafs Ragnars,“ sagði Vilhjálmur, en um síðari hluta lýsingarinnar hafði hann ekki bein orö. Niöurrifs- starfsemi róttæklinga Um tillögu Ólafs Ragn- ars sagði Friörik Sophus- son meðal annars í ræöu sinni: „Tillagan er ekki flutt í peim tilgangi aö bæta samgöngumál Þjóðarinnar, heldur er hún liður í niðurrifsstarf- semi róttæklinga í menntamannastétt." Markús B. Þorgeirsson: Opið bréf til Guðmundar J. Guð- mundssonar formanns VMSI Kæri samherji! I nóvember í fyrra varð að samkomulagi okkar á milli að ég gerði stikkprufu af öryggisnetum til notkunar undir vinnupöllum við byggingar húsa til þess að byrgja stigaop í þeim tilgangi að forða börnum frá þeirri hættu sem skapast í nýbyggingum húsa séu þessi op ekki byrgð er farið er frá vinnustað að kvöldi. Einnig net til þess að taka á móti mönnum úr falli af vinnupalli sem brestur undan viðkomandi mönnum í þeim tilgangi að taka af þeim fallið. Þessi net má einnig nota í lestum skipa til þess að forða því að menn detti á milli dekkja, þegar unnið er í undirlest, en þá er hægt að strengja þau á milli síðanna í skipunum þannig að ef verið er að hífa gám undan lúgu eða bretta- vöru og verkstjóri biður mann að fara á lúgubarminn og liðska fyrir niðurtaki frá krana sem liggur í vöruna eða viðkomandi bretti að þá sé hægt að strengja slíkt net milli síða.sem svarar mittishæð á meðalmanni. Þessi net geymdir þú í næsta herbergi við stjórnarherbergi Dagsbrúnar við Lindargötu í sex mánuði. En þegar þú baðst mig að vinna þessa hugmynd og gera hana að veruleika lofaðir þú mér því að fara með þessa hugmynd til Öryggismálastjóra ríkisins, því þér væru hæg heimantökin þar sem þú sætir í þessari stjórn. Þegar netin höfðu legið hjá þér í sex mánuði, þ.e.a.s. frá nóv. 1977 til maíloka 1978 sótti ég netin og færði þau yfir í sjóbúð mína, skrifaði stjórn Dagsbrúnar sér- stakt bréf í þeim tilgangi að hún kæmi þangað til mín til þess að sjá uppfinningu mína og til þess að fjalla um úrbætur til þess að skapa sem mest öryggi í sambandi við þessa hugmynd. Stjórn Dags- brúnar er ókomin enn. Hins vegar hefur Hermann Guðmundsson fyrrv. formaður Hlífar tekið út netin og hengt þau upp með mér á staðnum og honum varð að orði: „Þú ert í öryggismál- um langt á undan þínum samtíðar- mönnum, Markús." Fyrirspurn til Guðmundar J.: Hve lengi ætlar stjórn Dagsbrúnar að láta það viðgangast að verka- menn á hennar vegum séu við störf um borð í skipum á hafnar- bakka, inni í vöruskemmum eða annars staðar án hlífðarhjálma á höfði? Þetta er alls staðar í reglugerð erlendis um menn sem slíka vinnu leysa af hendi. Slík ákvæði í samningum eða reglugerð er dýrmætara hvérjum verka- manni og vinnuveitanda heldur en nokkrar krónur í hækkandi kaupi sem brennur á báli, dýrtíðar þar sem stjórnleysi ríkir og vanþróuð þjóð á í hlut í fjárhagslegu tilliti, sem við íslendingar erum í dag. Svo óska ég launþegasamtökum landsins, landi og þjóð, árs og friðar. Markús B. borgeirsson skipstjóri. FLUGELDASALA Vesturbæingar og aðrir KR-ingar. Muniö flugeldasölu okkar í KR-heimilinu, opin öll kvöld og alla helgina. Styöjum félag okkar. Knattspyrnudeild. 7 Sölumannadeild V.R. AÐALFUNDUR Aöalfundur Sölumannadeildar V.R. veröur hald- inn aö Hagamel 4 (V.R.-hús) fimmtudaginn 28. des. n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Lagabreytingar. Ræöa: Guömundur H. Garöars- son form. V.R. önnur mál. s,/óm/n. ♦ * * * Flugeldamarkaður HAUKA Flugeldar af öllum geröum, stjörnuljós, blys og fleira. Fjölskyldupokar af tveim stærðum. Hattar og knöll. ^ . Kveöjið gamla árið og fagnið nýju meö flugeldum frá Haukum. Sími 51201. * F6,wd#ð K ; w-23. Haukahúsinu ^ _ ‘ •>4- barnapeysur herrapeysur barnabuxur flauel og denim telpnablússur buxur fullorðinsstærðir svið 595 kr. kg. kjúklingar 1395. kr. kg. í útsalan hófst í morgun I HAr.KAI IP iViU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.