Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Bækur fyrir alla Kaup og sala vel meö farlnna bóka, gamalla og nýrra. Bókavaröan. — Gamlar bækur og nýjar. — Skólavörðustíg 20, sími 29720. Munið sérverzlunina meö ódýran fafnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82. S. 31330. JMsrguitfilafrife K.S.F. Jólafundur veröur í kvöld í Hallgrímskirkju kl. 20.30. Eldri félagsmenn hvattir til aö mæta. Filadelfia Reykjavík Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræöumenn Ólafur Jóhannsson frá Kaupmanna- höfn og fleiri. UTIVISTARFERÐIR Laugard. 30/12 kl. 13. Úlfarsfell — Hafravatn, létt fjallganga með Einari Þ. Guö- johnsen. Verö 1000 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.Í. bensínsölu. Skemmtikvöld í Skíöaskálanum í Hveradölum föstudaginn 29. des. Þátttakendur láti skrá sig á skrifstofunni. Áramótaferö 30. des. — 1. jan. Gist viö Geysi, gönguferöir, kvöldvökur, sundlaug. Fararstj. Kristján M. Baldursson. Farseölar á skrifst. Lækjarg. 6a, sími 14606. Útivist. Hjálpræöisherinn í kvöld kl. 20.30. Jólafagnaður fyrir almenning. Séra Halldór S. Gröndal talar. Gamlárskvöld kl. 23.00 Ára- mótasamkoma. Nýársdag kl. 20.30. Hátíöar- samkoma. Þriöjudag 2. jan. kl. 20.00 Jólafagnaöur Heimilissam- bandsins. Séra Lárus Halldórs- son talar. Veriö velkomin. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Kaupum hreinar léreftstuskur Móttaka í Skeifunni 19. Lítið barn hefur lítið sjónsvið Spilakvöld Varðar verður haldið fimmtudaginn 4. janúar aö Hótel Sögu kl. 20.30. Glæsileg verölaun m.a. 3 utanlandsferöir. Geir Hallgrímsson flytur ávarp. Baldur Brjánsson skemmtir. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 1. Spilakvöld Varöar 4. janúar aö Hótel Sögu. Minning: Ágúst S. S. Sigurðs- son málarameistari Fæddur 4. júní 1920. Dáinn 17. desember 1978. Hann hét fullu nafni Ágúst Sveinbjörn Sveinsson Sigurðsson. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sveinbjarnardóttir í Hafnarfirði og Sigurður Sigurðsson kaupmað- ur í Reykjavík. Ágúst ólst upp hjá móðursystur sinni Helgu Jónsdóttur í Hafnar- firði og manni hennar Jóhannesi Sigfússyni verkstjóra. Reyndust þau honum sem bestu foreldrar. Frá þeim fór hann ekki fyrr en hann var átján ára og fór þá til móður sinnar í Kaupmannahöfn, en hún var þá búandi þar. Sem aðrir ungir Hafnfirðingar og efnilegur piltur fór hann snemma á sjóinn og þá á togara frá Hafnarfirði. Reyndist hann þar sem alls staðar síðar hinn besti starfsfélagi og hans létta skap- lyndi var allsstaðar vel þegið. Hann var greindur vel og kunni Jólalegt í Garðinum Garði. 27. desember. Mikil ró hefir hvflt yfir þorpinu um hátíðina. Mikið er um að hús séu skreytt og ekki óalgengt að sjá 2—3 seríur í gluggum og útivið. Þá eru tvö stór tré í Garðinum, annað í miðju þorpinu og hitt hjá Utskálum. Messað var á aðfangadag og jóladag í Útskálakirkju og var fjölmenni báða dagana að sögn sóknarprestsins séra Guðmund- ar Guðmundssonar. Jólatrésskemmtun verður á morgun í samkomuhúsinu fyrir yngri íbúa þorpsins á vegum kvenfélagsins. Þá hefir verið gefið leyfi fyrir einni áramótabrennu og verður hún vestan við fiskverkunarhús Guðbergs Ingólfssonar. Fréttaritari. manna best að segja skemmtilegar sögur og gamanmái. Móðir hans mun hafa hvatt hann til að koma til sín og læra einhverja iðn eða annað sem verða mætti honum gott veganesti út í lífið. Því var það að 1938 fór hann utan til móður sinnar og bróður síns Gunnars Rasmussen, nú vélsmiðs í Kaupmannahöfn, og voru þeir bræður miklir mátar fram að því síðasta. Skömmu síðar hóf hann málaranám og gekk í iðnskóla í Kaupmannahöfn, H&nd- værker foreningen í Khöfn. Þaðan útskrifaðist hann 1943 með prýði, varð efstur í skólanum og hlaut silfurverðlaun fyrir, er krónprins Friðrik, síðar konungur Dana, afhenti honum sjálfur að við- stöddu fjölmenni. I skólanum lærði hann meðal annars skrautritun og oðrun, sem þá var ekki farið að kenna hér heima. Að námi loknu vann Ágúst hjá þekktu fyrirtæki í Kaupmanna- höfn, Edvard Storr, við speglagerð og fleira. Heim kom hann strax að loknu stríði 1945 og var þá kvæntur danskri konu, elskulegri ungri stúlku frá Greno á Jótlandi. Eftir heimkomuna settist hann að í Hafnarfirði og hóf fljótlega störf í iðn sinni. Hann vann um stund sjálfstætt eftir aö hann varð meistari og útskrifaði að minnsta kosti einn nemanda. Árið 1952 réðist hann til Guð- mundar Guðmundssonar í tré- smiðjuna Víði og vann hjá honum í iðn sinni eftir það. Öðru hvoru Leiðrétting FYRIRSÖGN á yfirlýsingu um verðjöfnunargjald raforku frá Sambandi ísl. rafveitna og Rafmagnsveitum ríkisins, sem birtist í blaðinu 23. des. s.l., er ekki í samræmi við yfirlýsing- uná sjálfa. Fyrirsögnin var: „Mótmælum ekki hækkuninni meðan önnur leið finnst ekki,“ en slíka ályktun er ekki hægt að draga af yfirlýsingunni. stundaði hann húsamálningu ann- ars staðar, mest fyrir greiðasemi við kunningjana. Við sem vorum hans samstarfs- menn í trésmiðjunni um lengri eða skemmti tíma söknum hans sár- lega og honum fylgja frá okkur ljúfar bænir og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samveru við svo góðan dreng og vottum við konu hans svo og öllum aðstand- endum hans dýpstu samúð okkar og þökkum fyrir skemmtilegar stundir með góðurn dreng. Ágúst kvæntist eftirlifandi konu sinni Elí Möller Níelsen Sigurðs- son frá Greno, en hún var fædd 7. ágúst 1924. Þeim varð sjö barna auðið sem öll lifa föður sinn. Ingolf fæddur 8. maí 1945 verslunarmað- ur, kvæntur Jónínu Jóhannsdótt- ur, búa í Kópavogi, Guðbjörg fædd 22. október 1946 hjúkrunarkona gift Felix Felixsyni húsasmið í Kópavogi, Jóhanna fædd 4. október 1949 gift Óskari Ólafssyni prentara í Vestmannaeyjum, Ágúst fæddur 22. janúar 1952 Viku fyrir jólahátíðina kvaddi þennan heim öldruð vinkona mín í Hafnarfirði, Mekkín Eiríksdóttir, þá 96 ára að aldri. Hún hafði síðasta áratuginn dvalist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi og hlotið þar þá góðu uniönnun, seni það heimili er þekkt fyrir. Mekkín var Austfirðingur að ætt, fædd 4. júlí 1882, ein af sex börnum hjónanna í Sandvík í Norðfirði, Guðnýjar Halldórsdótt- ur og Eiríks Filippussonar bónda þar. Þegar Mekkín leit dagsins ljós höfðu gengið yfir landsmenn miklar vetrarhörkur og víða áttu menn erfitt með björg í bú. Hún, eins og svo margir samferðamenn hennar, varð ung að taka til héndi, enda ósérhlífin og samvizkusöm. Til að leita fanga liggur leið hennar frá bernskustöðvum m.a. til Vestmannaeyja og á Suðurnes- offsetprentari í Reykjavík kvænt- ur Hrefnu Sigfúsdóttur úr Kópa- vogi, Kristján fæddur 22. janúar 1952 bólstrari í Reykjavík kvæntur Kristínu Vigfúsdóttur hjúkrunar- konu frá Vestmannaeyjum, Helgi fæddur 24. júlí 1956 prentari, og in, þar sem hún hóf búskap með unnusta sínum, Jóhanni P. Peter- sen sjómanni, sem hún missti eftir stutta sambúð frá syni þeirra nýfæddum. Til Hafnarfjarðar fluttist hún með drenginn sinn tveggja ára, en dóttirin, sem hún hafði eignast áður, varð eftir hjá afa sínum og ömrnu og ólst þar upp. í Hafnarfirði giftist Mekkín Ásmundi Björnssyni verkamanni, sem látinn er fvrir nokkrum árum, heiðursmanni seni eins og hún rnátti ekki vamm sitt vita. Þau tóku þátt í lífsbaráttunni glöð og ánægð og stóð ekki á húsfreyjunni að létta undir nieð bónda sínum. Og aldrei sat hún auðum höndum, heldur vann við prjóna, ef útivinnu var ekki að fá. Mekkín hafði afbragðsgott minni, sem vinir hennar dáðust oft að. Kom það best í ljós þegar hún í hárri elli gat með mikilli ánægju fylgst með öllu því sem gerðist í Halldóra fædd 24. mars 1960 trúlofuð Ólafi Jóhannssyni renni- smíðanema. Auk allra sinna sjö barna ólu þau hjón upp Geir Sigurðsson, son Jóhönnu dóttur þeirra og er hann nú níu ára, fædd 13. janúar 1969. Barnabörnin eru nú orðin átta, þar af fimrn á einu ári. Það er mikil huggun syrgjandi konu að eiga eftir sínar sjö sólir, sín elskulegu börn og maka þeirra er munu kappkosta að létta henni lífsbyrðina. Svo er það jólastjarn- an á heimilinu, Geir litli, sem mun áfram verða gleðigjafi í sorg og andstreymi. Guð blessi ykkur öll og styrki í mótlætinu mikla. Þessi fátæklegu orð eru skrifuð fyrir hönd samstarfsmanna í Víði, sem sárt sakna góðs félaga og hryggjast með hryggum við dauð- ans dyr. Guðm. Guðni Guðmundsson. k. fjölskyldum barnanna hennar tveggja Guðnýjar, sem gift er Ágústi Fr. Petersen listmálara og Jóhanni P. Petersen, skrifstofu- stjóra, sem kvæntur er Guðríði Guðjónsdóttur. Þegar nú þessi aldraða vinkona mín hefur lokið hinu langa lífs- hlaupi sínu bið ég henni Guðs blessunar og þakka henni allan velvilja og hlýhug til fjölskyidu niinnar. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra senda vinir hennar sam- úðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Mekkín Eiríks- dóttir - Kveðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.