Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 or T m T«8*»Í<L WH* CO**>:$$íC3* AlþjóAahvalveiAiráAið (IWC) hélt sérstakan fund í Tókýó í síðustu viku ok voru þessar myndir þá teknar. Fulltrúar 17 ríkja sóttu ráðstefnuna. cn þar var rætt um hversu mikið vcrður heimilt að veiða af búrhvcli í Kyrrahafi á næstunni. íslendintjar áttu fulltrúa á ráðsteínunni, en formaður ráðsins er Þórður Asgeirsson og sést hann í forsetastóli á annarri myndinni. A hinni myndinni sést uppblásinn hvalur sem umhverfis- verndarmenn fleyttu eftir fljóti íTókýó daginn áður en ráðstefna IWC hófst. Hvalurinn er um 12 metrar að lengd, en með uppátæki sínu vildu umhverfisverndarsinnar mótmæla hval- veiðum. wKKKm Vantraust á stjóm Ecevits í Tyrklandi Ankara. 27. desember. Reuter. AÐAL stjórnarandstöðuflokkurinn í Tyrklandi hótaði því í dag að fella minnihlutastjórn Bulent Ecevits forsætisráðherra sem hefur lýst yfir herlögum í helztu hornum landsins eftir óeirðir sem hafa kostað rúmlega 100 mannslíf. Talsmaður Réttlætisflokksins sem er hæ«risinnaður og undir forystu Suleyman Demirels fyrrverandi forsætisráðherra sagði að flokkurinn hygðist bera fram tillögu á þingi þar sem stjórnin yrði vítt fyrir meint veiklyndi, vísvitandi vanrækslu og óhæfni, með öðrum orðum vantraustsyfirlýsingu. Talið er að stjórn Eccvits haldi velli í atkvæðagreiðslunni um tillöguna. En flokkur hans, Lýðveldisflokkurinn, hefur ekki hreinan meirihluta á þingi og verður að fá stuðning 16 óháðra fulltrúa á þingi sem er alls skipað 450 þingmönnum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er haldið áfram að senda hermenn til borgarinnar Kahramanmaras og nálægra svæða i suðausturhluta Tyrklands, en fréttir hafa ekki borizt af nýjum átökum. Ankara-útvarpið sagði í dag að tala þeirra sem hefðu beðið bana í Kahramanmar- as væri komin upp í 104. Það sagði að útgöngubanni hefði verið aflétt að degi til og útgöngubannið væri nú í gildi frá 6 e.h. til 5 f.h. Irfan Ozaydinli innanríkisráð- herra sagði að 800 manns hefðu beðið bana á þessu ári í átökum hópa hægri- og vinstrimanna og múhameðstrúarmanna úr trú- flokkum Sunna og Shíta. Herlið og lögregla er í viðbragðsstöðu í 13 fylkjum þar sem lýst hefur verið yfir herlögum. Strangur vörður er á flugvöllum og herflutningabílar og brynvarðir vagnar eru hafðir til taks þar sem lítið ber á hjá hernaðarlega mikilvægum stöðum. Tyrkneska þingið samþykkti Salt lækkar ekki útgjöld til varna Washington 27. desemher — AP BANDARÍSKIR herforingjar segja að nýr samningur milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna um kjarn- orkumál muni ekki koma 1' veg fyrir tilraunir til að smi'ða fullkomnari vopn eða hafi í för með sér lækkun á herútgjöldum. Harold Brown landvarna- ráðherra sagði í dag að Bandaríkja- menn yrðu að auka herútgjöld til þcss að varðveita hernaðarjafnvæg- ið jafnvel þótt þriðji samningurinn um takmörkun fjölda kjarnorku- vopna yrði gerður. David Jones hershöfðingi, forseti herráðs allra greina heraflans, hefur sagt að yfirmenn heraflans muni því Spánverjar fá stjórnarskrá Madrid. 27. desembcr. AP. JÓIIANN Karl konungur undir ritaði í dag hina nýju lýðræðis legu stjórnarskrá Spánar á þing fundi og lýsti því yfir að hann væri stoltur af því að stjórna Spáni. „Svo er spænsku þjóðinni fyrir að jiakka að hún sýndi þann vilja sinn í þjóðaratkvæði að sam- þ.vkkja stjórnarskrá sem ætti að stjórna okkur öllum og við allir að hlýða,“ sagði konungur eftir undir- ritunina á sameiginlegum fundi þingsins, Cortes. Stjórnarskráin sem þingið hefur nú samþykkt hlaut stuðning rúm- lega 87% kjósenda í þjóðarat- kvæðinu 6. desember, en tæpur þriðjungur kjósenda sat heima. Öfgamenn til hægri og vinstri og skilnaðarsinnar Baska hafa gagn- rýnt nýju stjórnarskrána. aðeins styðja nýjan Salt-samning að hernaðarjafnvæginu verði viðhaldið og Bandaríkjamenn geti haldið áfram þeim áætlunum sem nauðsyn- legar séu í því skyni. Þetta telja þeir vera einu leiðina til þess að Bandaríkjamenn geti verið vissir um að Rússum verði aftrað frá því að gera skyndiárás. En Brown segir að án þriðja Salt- samningsins muni herútgjöld aukast jafnvel ennþá meira. Carter forseti sagði á jóladag að hann væri bjartsýnn á að samkomu- lag gæti tekizt um nýjan Salt- samning og að Egyptar og ísraels- menn mundu undirrita friðar- samning þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika. Hann taldi líka að hann og Leonid Brezhnev forseti mundu hittast bráðlega þó ekki í janúar. Forsetinn var bjartsýnn á nýjan Saltsamning þótt nokkur ótiltekin mál tækist ekki að leysa á fundum utanríkisráðherranna Cyrus Vance og Andrei Gromyko í Brússel fyrir jól. Og hann var líka bjartsýnn á framvinduna í Miðausturlöndum þótt lausn fyndist ekki á Brússel- fundi Mustapha Khalils forsætisráð- herra og Moshe Dayan utanríkisráð- herra. með yfirgnæfándi meirihluta at- kvæða í gærkvöldi þá ráðstöfun ríkisstjórnarinnar að setja herlög í gildi, en stjórnarandstöðu- flokkarnir, Réttlætisflokkurinn, Þjóðbjörgunarflokkurinn og þjóðernisflokkar, gagnrýndu Ecevit harðlega fyrir frammistöðu hans, og sögðu að hún sýndi pólitískt gjaldþrot ríkisstjórnar- innar. I umræðum þingsins barðist innanríkisráðherrann gegn kröf- um um að hann segði af sér þar sem hann bæri sök á því að stjórnin missti tökin á ástandinu og neyddist til að lýsa yfir herlögum. Hann gaf í skyn að hægrimenn hefðu æst til óeirð- anna. Vestrænir fulltrúar hafa alvar- legar áhyggjur af ástandinu í Veður víða um heim Akureyri -1 alskýjað Amsterdam 9 skýjað Apena 16 skýjað Barcelona 12 poka/regn Berlín 8 skýjað Brússel 11 skýjað Chicago -7 heiöskírt Frankturt 9 heiðskírt Genf 9 lóttskýjað Helsinki -18 heiðakírt Jerúsalem 14 léttskýjað Jóhannesarb. 26 skýjað Kaupmannahöfn 4 slydda Lissabon 16 rigning London 12 rigníng Los Angeles 17 skýjað Madríd 12 rigning Malaga 15 skýjað Mallorca 16 skýjað Miami 26 skýjað „ Moskva -7 skýjað New York 5 skýjað Ósió -8 snjókoma París 11 skýjað Reykjavík -1 léttskýjað Rio De Janeiro 38 skýjað Rómaborg 15 léttskýjaö Stokkhótmur -7 skýjaö Tel Aviv 17 léttskýjað Tókýó 14 skýjaö Vancouver 3 snjókoma Vínarborg 9 skýjað Tyrklandi sem leggur til annan stærsta herinn í NATO og liggur að Sovétríkjunum eins og nágrannalandið íran þar sem líka ríkir pólitísk ólga. Tyrkir eiga í hörðum deilum við Grikki og Kýpur-Grikki og vestrænu fulltrúarnir óttast að ástandið nú geti veikt aðild landsins að NATO. Talsmaður Réttlætisflokksins, Omar Ucuzal, agði að ríkisstjórnin hefði sýnt fáfræði og getuleysi og linnulaus pólitísk ofbeldisverk í Tyrklandi sönnuðu þetta. Hann sagði að stjórnin hefði fyrir löngu átt að lýsa yfir herlögum til að berja öfgamenn til hlýðni. Ecevit hefur setið á nær stöðug- um fundum með yfirmönnum hersins. Herforingjarnir hafa skipað herstjóra í þeim 13 fylkjum þar sem herlög hafa verið sett í gildi og þeir hafa næstum því ótakmörkuð völd. Þeir geta rit- skoðað dagblöðin, útvarpið og sjónvarpið, allan póst og bækur, handtekið menn án handtöku- skipunar, rekið fólk í útlegð til annarra landshluta, bannað verk- föll og almenna fundi og fyrir- skipað útgöngubann. Hingað til hefur ekki verið sett á útgöngubann í Istanbul og Ankara, tveimur helztu borgunum, þótt pólitísk morð og trúarmorð hafi verið framin í þeim báðum. Þúsundir til viðbótar hafa slasazt. Myrtur í Kambódíu BanKkok. Thailandi. 27. desember, APReuter. Hin opinbera útvarpsstöð í Phom Penh hefur enn lítið sem ekkert sagt frá árás hryðjuverkamanna á vest- ræna fréttamenn og fræði- menn sem voru í boði stjórnvalda til að kanna ástandið í landinu, en í árásinni var einn þremenn- inganna myrtur. Utvarpið hefur aðeins skýrt frá því að Malcolm Caldwell lektor í Afríku- og Austurlandafræðum við Lundúnaháskóla hafi verið skotinn til bana í árás sem gerð var á bústað erlendra gesta stjórnarinnar í Phonm Penh. Blaðamennina tvo sakaði ekki og héldu þeir til Peking skömmu eftir árásina. URVAUÐ ALDREI FJOLBREYTTARA aaaatLBa (AiiaBJiQaaaia iíd ANANAUSTUM. SIMAR 28855.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.