Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÖESEMBER 1978 31 15 leikmenn úr Víkingi og Val í landsliðshópnum ÍSLENDINGAR leika tvo lands- leiki í handknattleik við Banda- ríkjamenn. í kvöld í Laugardals- höllinni og annað kvöld í íþrótta- húsinu á Selfossi, og verður það fyrsti meiri háttar íþrótta- viðhurður sem þar fer fram. Landsleikurinn í kvöld hefst kl. 20.30, en leikurinn á Selfossi kl. 20.15. íslendingar og Bandaríkjamenn hafa leikið 10 landsleiki í hand- knattleik og hafa íslendingar sigrað í átta þeirra en Bandaríkja- menn í tveimur. Eins og allir vita hafa Banda- ríkjamenn verið í fremstu röð í körfuknattleik og hafa þeir reynt að byggja lið sitt upp í mikilli boltatækni eins og í körfuknatt- leiknum en hins vegar vantar i lið þeirra stórskyttur. Jóhann Ingi Gunnarsson lands- liðseinvaldur hefur valið 29 leik- menn til æfinga fyrir landsleikina gegn U.S.A. og úr þ "3 manna hóp verða síðan valdir 16 leikmenn fyrir landsleiki gegn Pólverjum og fyrir Baltic-cup keppnina, sem fram fer í Dan- mörku dagana 9. til 14. janúar. Þeir leikmenn sem valdir verða til keppnisferðar til Danmerkur verða jafnframt þeir leikmenn sem leika fyrir Islandshönd í forkeppni Ol-leikanna í febrúar- og marzmánuði næstkomandi. Komið hefur í ljós að Gunnar Einarsson markvörður frá Arhus KFUM getur ekki tekið þátt í undirbúningi íslenzka landsliðsins fyrir forkeppnina á Spáni. Kemur þar tvennt til: 1. ótryggt atvinnu- ástand og fullvíst að hann myndi missa vinnuna ef hann tæki þátt í undirbúningnum. 2. 2 stórleikir í dönsku deildarkeppninni fara fram á þeim tíma sem keppnin á Spáni fer fram. I stað Gunnars hafa verið valdir Brynjar Kvaran Val og Jón Gunnarsson Fylki, sem munu bítast um sæti Gunnars. Islenski landsliðshópurinn lítur þannig út: Olafur Benediktsson Val Jens Einarsson IR Jón Gunnarsson Fylki Brynjar Kvaran Val Arni Indriðason Víkingi, fyrirliði Páll Björgvinsson Víkingi Viggó Sigurðsson Víkingi Olafur Jónsson Víkingi Olafur Einarsson Víkingi Sigurður Gunnarsson Víkingi Erlendur Hermannsson Víkingi Axel Axelsson Grún Weiss Dankersen Olafur H. Jónsson Grun Weiss Dankersen Þorbjörn Guðmundsson Val Þorbjörn Jensson Val Stefán Gunnarsson Val Bjarni Guðmundsson Val Steindór Gunnarsson Val Jón Pétur Jónsson Val Hörður Harðarson Haukum • Úr síðasta landsleik islands í handknattleik. Bjarni Guömundsson flýgur inn úr horninu og skorar framhjá markverði Dana. Stenmark sigraði Svíinn snjalli Ingemar Stenmark hafði hreint ótrúlega yfirburði í stórsvigskeppni heimsbikarsins á skíðum sem fram fór í Kranjska Gora í Júgóslavíu 22. des. Daginn áður hafði hann sigrað í svigi á sama stað. „Ég á að geta gert miklu betur, ég er ekki í sem bestri þjálfun um þessar mundir, og á löngu keppnistímabili á ég eftir að bæta mig verulega. Stenmark var 1,40 mín. á undan næsta manni Peter Luscher frá Sviss. Þriðji varð svo Bojan Krizaj, Júgóslavíu. Keppendur frá Sviss stóðu sig vel og áttu þrjá meöal tíu fyrstu. Mesta athygli í Gora vakti 16 ára piltur frá Austurríki, Christian Orlainsky, sem varð í sjötta sæti þrátt fyrir að hann hefði rásnúmer 57. Hann er sá yngsti sem hlotið hefur stig í keppni heimsbikarsins til þessa. Stenmark er nú í öðru sæti um heimsbikarinn með 75 stig, efstur er Luscher með 85 stig. Menotti hættir Cesar Luis Menotti landsliðs- þjálfari Argentínu í knattspyrnu sem gerði Argentínumenn að heimsmeisturum í knattspyrnu í sumar sem leið, hefur tilkynnt að hann sé hættur sem þjálfari landsliðsins. Menotti náði ekki samkomulagi við knattspyrnusam- band Angentínu um launagreiðsl- ur. Menotti er nú að hugleiða tilboð sem honum hefur borist frá landsliði Urugay, og sagt er vera um ein milljón dollarar fyrir fjögurra ára tímabil. 13,2% íslendinga vinna við fiskveiðar og fiskvinnslu. 5,2% eru sjómenn. 80,0% útflutningsverðmæta eru sjávarafurðir. Störf sjómanna eru undirstaða velmegunar landinu. Því skipta líf og kjör þeirra alla fs lendinga máli. hefur VÍKINGURINN verið málsvari sjómanna. Að kröfu tímanna hefur efni og útlit tekið breytingum, en markmiðið er hið sama og fyrr: að kynna málefni sjómanna og sjávarútvegs. 15653 Hringið og gerist áskrifendur. Sjómannablaðið Víkingur Borgartúni 18 105 Reykjavík. <*»SS«a'B2S8<R .»16. ; U- '4 ] i .V n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.