Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 13 FRA BORGARSTJORN Málefni þroskaheftra: Tillaga sjálfstæð- ismanna fékk góðan hljómgrunn Á síðasta fundi borgarstjórnar 21. desember fluttu borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um málefni þroskaheftra. Það var Markús Órn Antonsson (S), sem hafði framsögu í málinu. Las hann fyrst tillöguna en hún er svohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir, að á hinu alþjóðlega ári barnsins 1979 skuli af hálfu Reykjavíkurborgar verða lögð sérstök áherzla á aðgerðir í málefnum þroskaheftra barna og aðstoð við foreldra þeirra. Borgarstjórn vísar í þessu sambandi til samþykktar félags- málaráðs frá í septembermánuði 1976 varðandi aðstoð við þroska- heft börn. Sú samþykkt er reist á tillögu starfshóps Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar með megináherzlu á dagvistun þrosk- aheftra barna á almennum dag- vistarstofnunum ásamt nauðsyn- legum hliðarráðstöfunum henni tengdum, svo og ráðstafanír til hjálpar foreldrum þroskaheftra barna til að annast þau á heimil- um sínum. Borgarstjórn lýsir sig fylgjandi þeirri meginstefnu, sem í þessari samþykkt félagsmálaráðs felast fyrir henni á fjárhagsáætlun 1979. Jafnframt felur hún ráðinu að beita sér fyrir samstarfi félags- málastofnunar, barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar, fræðsluskrifstofu og æskulýðsráðs um aðgerðir á starfssviði þessara stofnana til að bæta þjónustu við þroskaheft börn.“ Markús Örn Antonsson sagði, að það sem tafið hefði framkvæmd þessa væri, að yfir stóðu samning- ar við Sumargjöf um, að borgin yfirtæki dagvistarstofnanir. Þeg- ar borgin nú um síðustu áramót hefði tekið dagvistarstofnanir undir sína stjórn hefði fyrst verið hægt að hefja aðgerðir. Fram kom hjá Markúsi Erni, að mál þetta hefur fengið mikinn undirbúning og t.d. hefði það verið rætt á sjö fundum félagsmálaráðs. Hann sagði, að meðan Sumargjöf hefði séð um rekstur dagvistar- stofnana hefðu jafnan nokkur þroskaheft börn verið á þeim. Markús Örn lagði sérstaka áherzlu á, að þessi þjóðfélagshóp- ur þyrfti að búa við sömu aðstæður og jafnaldrar þeirra. Það væri börnunum örugglega mikil hjálp, gott væri fyrir þau að Markús örn Guörún Elfn og samþykkir, að þeir þættir hennar, sem alfarið eru á valdi Reykjavíkurborgar, komi til fram- kvæmda þegar á næsta ári. Sérstök áherzla verði lögð á eftirfarandi: a) Fjögur dagheimili og tveir leikskólar taki á móti allt að 24 þroskaheftum börnum í dagvistun og séu minnst þrjú börn á hverri stofnun. Síðar verði stefnt að því, að þroskaheft börn geti dvalið á öllum dagvistarstofn- unum eftir því sem sérþjálfaður starfskraftur kemur til starfa hjá þeim. b) Hópur starfandi fóstra verði sérstaklega þjálfaður til meðferð- ar þroskaheftra barna eftir ákveð- inni námskrá samhliða starfi, ef með þarf og verði námskeiði þessu lokið á næsta ári. Unnið gerði að samræmingu á námi þroskaþjálf- ara og fóstra á þann veg, að starfsþjálfun á almennum dag- vistarstofnunum verði fastur liður í námi þroskaþjálfa. c) Á vegum Reykjavíkurborgar verði rekin heimilishjálp, sem leyst geti foreldra þroskaheftra barna af um skemmri tíma. Jafnframt verði sköpuð aðstaða til vistunar þroskaheftra barna á upptökuheimilinu á Dalbraut þannig að foreldrar þeirra geti notið orlofs til jafns við aðra. Borgarstjórn felur félagsmála- ráði að hafa forgöngu um fram- kvæmd þessara tillagna og áætla umgangast heilbrigð börn og öfugt. Guðrún Helgadóttir (Abl) sagði, að meirihlutamenn væru sammála tillögunni efnislega. Fram kom, að leitað hefur verið samstarfs við samtökin Þroska- hjálp og hefur nú borist álitsgerð þaðan. Málið væri bezt um sinn hjá félagsmálaráði geymt þar sem í vetur væri að vænta lagafrum- varps um þessi mál. Hún lagði síðan til, að tillögunni yrði vísað til félagsmálaráðs. Elín Pálmadóttir (S) sagðist ekki sjá, að þessi tillaga gengi neitt þvert á það sem Þroskahjálp væri að gera. Hér væri líka verið að tala um fjárveitingu og þar sem fjárhagsáætlun borgarinnar lægi fyrir þessum fundi væri fullkom- lega eðlilegt, að tillagan kæmi hér fram. Gruðrún Helgadóttir tók aftur til máls og sagðist ekki telja það skipta verulegu máli þó málið fengi nánari umfjöllun í félags- málaráði um stund, en meirihlut- inn væri efnislega sammála til- lögunni. Markús Örn Antonsson sagðist geta fallist á það sjónarmið að vísa tillögunni til félagsmálaráðs, en málið hefði fengið mjög ræki- lega athugun og kvaðst hann tilbúinn til að taka málið upp í félagsmálaráði. Borgarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til félagsmálaráðs. Sjö kjörnir í byggingarnefnd Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur 21. desember var kosið í byggingarnefnd. en nýlega var samþykkt að ncfndarmenn yrðu sjö. Aðalmenn voru kjörnir: Magnús Skúlason (Abl), Gunnar H. Gunnarsson (Abl), Gissur Símonarson (A), Helgi Hjálmarsson (F), Hilmar Guðlaugsson (S), Gunnar Hansson (S) og Haraldur Sumarliðason (S). Varamenn voru kjörnir: Hjör- leifur Stefánsson (Abl), Þorvaldur Kristmundsson (Abl), Stefán Benediktsson (A), Skúli Skúlason (F), Konráð Ingi Torfason (S), Helgi Steinar Karlsson (S) og Ingimar H. Ingimarsson (S). Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verö eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæöum innkaupum Allt í hátíðar matinn: Nýreykt London-lamb aðeins 2.647 - pr. kg. Úrval af nýreyktu jólahangikjöti Svínakjöt: Úrval af nýslátruðu svínakjöti léttreyktu og nýju NAUTAKJÖT af nýslátruðu: Kr. pr. kg. Snitchel................3.550 (Snitchel 3 kg 9.960.-) 3.320 Gúllas................. 3.150 (Nautagúllas 3 kg 8.250.-) 2.750 Mörbráð.................4.480 File................... 4.480 Innanlæri...............3.980 Beinlausir fuglar..........3.950 Hakk.................... 1.980 (Nautahakk 10 kg 16.700- 1.670 Nautahakk 5 kg. 8.750-) 1.750 Hamborgarar stórir pr. stk. 165 Sirloinsteik......... 1.980 T-bone................. 1.980 Framhryggur............ 1.190 Bógsteig .............. 1.190 OsSObUCO .............. 1.070 Súpukjöt............... 1.070 Saltaö nautabrjóst......2.250 Huppsteik.............. 2.500 FOLALDAKJÖT af nýslátruðu Buff................... 2.980 Gúllas................. 2.850 Mörbráð................ 3.200 File................... 3.200 Innralæri.............. 2.980 Kr. pr. kg Karbonaði, kryddað pr. stk. 150 Hakk1.fl.............. 1.490 Saltað folaldakjöt, valið . 990 Reykt folaldakjöt, valiö ... 1.190 TRIPPAKJÖT af nýslátruöu Buff.................. 1.990 Gúllas................ 1.990 Vöðvar................ 1.990 HROSSAKJÖT af nýslátruðu Saltað hrossakjöt..... 790 Ekta hrossabjúgu, nýreykt.... 980 KJÚKLINGAR nýslátraðir Holdakjúklingar....... 1.790 Grillkjúklingar....... 1.790 Kjúklingabringur......2.210 Kjúklingalæri .........2.210 i Unghænur........... 1.250 Caponar............... 1.890 Kjúklingar 10 stk. í kassa, pr. stk........ 1.450 Franskar kartöflur.... 690 V ¥ ©. D) STARMÝRI 2 — AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.