Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 297. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Friðarsamningar eiga stutt í land — segir Sadat Egyptalandsf orseti Kairó. 27. dcsember. AP. Reuter. Anwar Sadat forseti Egypta- lands sagði í dag að góðar líkur væru á því að friðarsamningar milli Egyptalands og ísraels gætu orðið að veruleika innan tíðar en sagði að ísraelsmenn ættu næsta leik að því er fréttir frá Kairó hermdu í dag. Sadat Þessi yfirlýsing Sadats kemur í kjölfar yfirlýsingar Begins for- sætisráðherra ísraels á þriðjudag þar sem hann lýsti ísraelsmenn reiðubúna að taka aftur upp viðræður um þau tvö atriði sem allt strandaði á í síðustu samn ingalotu í Washington. Sadat sagði að það styrkti einnig þessa skoðun sína að Carter hefði Iýst því yfir fyrir hátíðar að líkur á því að samningaviðræður yrðu teknar upp á ný voru góðar en það væri augljóst að ísraelsmenn yrðu að ríða á vaðið með því að bjóða til samningaviðræðna. Fréttamaður AP-fréttastofunnar í Kairó telur sig hafa góðar heimildir fyrir því að Sadat hafi lýst því yfir á fundi með flokks- bræðrum sínum í dag að þegar væru hafnar þreifingar með fulltrúum þjóðanna bak við tjöldin og öruggt væri að friðarviðræðurn- ar myndu hefjast á ný innan tíðar. Þá Iýsti Sadat því yfir á fundi með fréttamönnum að Egyptar myndu á næstu fimm árum fá Boumedienrie látinn: 40 daga þjóðar- sorg í landinu jafnvirði 1600 milljarða íslenzkra króna árlega í aðstoð frá Banda- ríkjamönnum. Vestur-Þjóðverjum og Japönum til efnahagslegrar uppbyggingar en efnahagur lands- ins stendur nokkuð höllum fæti um þessar mundir. Vegna ummæl'a Sadats um friðarsamninga milli ísraels og Egyptalands sagði Begin á fundi með fréttamönnum síðdegis, að ísraelsmenn væru reiðubúnir til viðræðna hvenær sem væri enda hefðu þeir aldrei lokað dyrunum í friðarsamningum landanna. Indira Ghandi fyrrverandi forsætisráðherra Indlands flutt úr þinghúsinu í siðustu viku er hún var fangelsuð. Ráðherrann fyrrverandi var síðan leystur úr haldi á annan dag jóla. Ghandi vill harðari baráttu gegn Desai Algeirsborg, 27. desember. AP. Reuter. GtFURLEGUR mannfjbldi þyrptist út á götur i' flestum stærstu borgum Alsírs í dag er tilkynnt var um lát forseta landsins, Houari Boumedi- enne, til að syrgja hinn fallna þjóðhöfðingja sem ríkt hafði í 13 ár. Grýttir föleggjum á Taiwan Taipei, 27. desemher. AP. MIKILL fjöldi mótmælenda var mættur á flugvellinum í Taipei á Taiwan vopnaður fúleggjum og alls kyns sorpi þegar sendinefnd Carters Bandaríkjaforseta kom þang- að í dag. Mannfjóldinn kastaði fúl- eggjum að sendinefndarmönn- um og kallaði „Carter er svikari" og „hvernig í ósköpun- um eigum við að geta trúað einu einasta orði af því sem þið hafið fram að færa". Ekki urðu nein meiðsli á fólki en bílar voru nokkuð illa útleiknir á eftir að því er haft var eftir talsmanni'bandaríska sendiráðsins í Taipei. Hlutverk sendinefndarinnar er að ræða um hugsanleg áframhaldandi samskipti land- anna þrátt fyrir að stjórnmála- samband hafi verið rofið. Samúðarskeyti bárust Alsírmönn- um víðs vegar að úr heiminum, m.a. frá Carter Bandaríkjaforseta, Kurt Waldheim aðalritara Sameinuðu þjóðanna og Yasser Arafat leiðtoga PLO, skæruliðasamtaka Palestínu- manna, sem lofaði Boumedienne mjög sem einn af beztu sonum Alsírs. Rabah Bitat, forseti þingsins í Alsír, var þegar við lát Boumedienne skipaður ) embætti forseta landsins til næstu 45 daga en innan þess tíma verður að velja nýjan eftirmann forsetans látna. Fyrirskipuð hefur verið 40 daga þjóðarsorg í landinu. Sjá nánar „Trúaður sósfalisti og hugsjónamaður" bls. 16. Nýja Dhcli, 27. desember. AP Reuter. INDIRA Ghandi fyrrverandi for- sætisráðherra Indlands lagði í dag mjög hart að flokksbræðrum sínum í Kongressf lokknum að herða mjög baráttuna gegn rikisstjórn Desais því það væri nauðsynlegt að þjóðin losnaði við slíka óbótamenn, að því er fréttir frá Nýju Dheli herma í dag. Ghandi sagði einnig að mjög nauðsynlegt væri að baráttan gegn Desai bæri einhvern sjáanlegri árangur en til þessa, væri ekki bara í orði. Þá kom fram í ræðu ráðherrans fyrrverandi að a.m.k. 19 manns hafa látið lífið í þeim miklu átökum sem staðið hafa á undan- förnum dögum vegna fangelsunar hennar 19. desember s.l. — og öll fangelsi væru full af stuðnings- mönnum hennar og segja frétta- skýrendur á Indlandi að tala þeirra sem fangelsaðir hafa verið á síðustu dögum sé nálægt 100 þúsund manns. Ghandi sagði í sambandi við hugsanlegar aðgerðir til að stuðla áð l'alli Desaistjórnarinnar að mjög nauðsynlegt væri að fræða landslýð mun betur um þá ógnarstjórn sem í landinu væri. Nauðsynlegt væri að farið væri þorp úr -þrjrpi og fólk uppfrætt á.hverjum stað fyrir sig. Ghandi sagði aðspurð á fundinum að hún myndi keppa að endur- kosningu til þingsins næst þegar kosningar færu fram í landinu og sagðist hún ekki vera í neinum vafa um að hún myndi ná kosningu á nýjan leik. Þá kom það að síðustu fram hjá Ghandi að hún sagðist reiðubúin til samstarfs við Charan Shingh fyrr- verandi samráðherra Desais, sem Desai rak úr stjórninni í sumar fyrir að fyrirskipa rannsókn á meintu ólöglegu framferði sonar Desais. — Segja fréttaskýrendur í þessu sam- bandi að slíkt samstarf gæti orðið Desai mjög skeinuhætt þegar fram í sækir. Sovézkt kerfi gegn lágflugi Washington. 27. dcsember AP RANNSÓKNARSTJÓRI banda- ri'ska utanríkisráðuneytisins, dr. William Perry aðstoðarutanríkis- ráðherra, segir að Rússar hafi gert árangursrfkar tilraunir með nýtt ratsjár- og cldflaugakerfi sem gæti orðið alvarleg ógnun við bandarísk- ar sprengju- og orrustuflugvélar í lítilli hæð. Hann telur að Rússar geti tekið slíkt kerfi í notkun fljótlega eftir 1980 og telur að áhrif þess geti orðið alvarleg fyrir bandarískar herflug- vélar sem kynnu að reyna að komast inn í sovézka lofthelgi. Þó telur Perry að Rússum takist ekki í að minnsta kosti einn áratug enn að koma sér upp kerfi sem gæti veitt vörn gegn árás bandaríska Cruise-eldflauga. Perry segir að tilraunir Rússa með nýja kerfið hafi staðið í nokkur ár. Bandaríkjamenn ráða þegar yfir samskonar tækni á þessu sviði, bæði með F-14 og F-15 orrustuflugvélum og hinum nýju ratsjár- eða Awacs-flugvélum. Kollsteypa f ramundan í ef nahagsmálum í rans Teheran, 27. des. AP. Reuter. ÍRAN, annað stærsta olíuíram- leiðsluland í heimi á eftir Saudi- Arabíu. er nú svo illa á vegi statt vegna stöðugra verkfalla og bardaga í landinu að hafin er innflutningur olfu til landsins í fyrsta sinn í sögu þess. en olíuframleiðsla landsmanna er aðeins um 5% af því sem venju- lega er að því er áreiðanlegar heimildir í Teheran hermdu í dag. Sérfræðingar telja að efnahagur landsins sé svo hætt kominn að verði ekki breyting á olíufram- leiðslunni til hins betra mjög fljótlega verði efnahagsleg koll- íranski-isari steypa ekki umflúin. Talið er að landsmenn tapi a.m.k. 20 milljörð- um íslenzkra króna á dag vegna verkfalla í olíuiðnaðinum. Til mikilla bardaga kom í Teheran höfuðborg landsins í dag milli stuðningsmanna og andstæð- inga keisarans og féllu a.m.k. 5 menn í þeim átökum. — Þá var hart barist í einni herdeild sem send var til að stilla til friðar með mótmælendum í Teheran eftir að hermaðiir einn neitaði að skjóta á andstæðing keisarans og skaut í þess stað yfirmann sinn. 011 starfsemi í stærsta við- skipta- og iðnaðarhverfi Teherans lagðist algerlega niður í margar klukkustundir í dag þegar and- stæðingar keisarans fóru þar í flokkum og lögðu eld í hús og brutu rúður í því sem næst hverju einasta húsi að sögn sjónvarvotta. Fréttir í gærkvöldi hermdu að mikill fjöldi erlendra sérfræðinga, sem starfa við olíuframleiðsluna, hafi tekið saman pjönkur sínar og hyggist fara úr landi við fyrstu hentugleika en allt flug hefur legið niðri síðustu daga vegna verkfalla flugvallastarfsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.