Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 GOTT skautasvell er á Reykjavíkur- tjörn og sömuleiðis á Rauðavatni. Ungt fólk á öllum aldri hefur því óspart notfært sér þetta og sýna þessar myndir Kristjáns hresst fólk að leik á Tjörninni í gær. Enga þjónustu að fá á hótelum á Kanaríeyjum: — Um 300 Islendingar lentu í verkfallinu UM 300 íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á verkíalli starfsfólks á hótelum og veitingahúsum á Kanaríeyjum. Verkfallið hófst á Þorláksmessu og þurftu Islendingarn- ir því að elda allan sinn mat sjálfir yfir hátíðarnar. Verkfallið hefur að mjög miklu leyti lamað alla þjónustu við ferðamenn. en þar dveljast nú um 200 þúsund ferðalanga, aðallega frá Norðurlöndum og V Þýzkalandi. Að sögn Steins Lárusson- íbúðunum. Þeir hafa til ar hjá Ferðaskrifstofunni Úrval búa Islendingarnir á íbúðarhótelum og hafa því aðstöðu til eldamennsku í þessa getað keypt nauðsynj- ar í verzlunum, en í gær- kvöldi var farið að bera á skorti á ýmsum vöru- Margeirí 9.—12. sæti í Hollandi tegundum vegna mikillar eftirspurnar ferðafólksins að sögn erlendra frétta- stofa. Enga þjónustu er að fá á hótelunum og hafa hótelgestirnir því þurft að þrífa íbúðir sínar sjálfir yfir hátíðarnar auk annars. Að sögn Steins er verk- fallið aðeins á Gran Kanarí, en ekki á Tenerife. Þar dvelja þó aðeins örfáir íslendingar þessa dagana. Ymis vandamál hafa komið upp vegna verkfallsins, en hjá íslenzku ferðaskrifstof- unum hafa hlutirnir þó gengið eins vel og framast er unnt við þessar aðstæður. Aí) LOKNUM f. umferðum á Evrópumeistaramóti unglinga í skák. sem fram fer í Groninjíen f llollandi. er Margeir Pétursson í 9, —12. sæti með 3% vinninjí. Efstu menn eru með \V-> vinninK ojí sasói Margeir í samtali við Moruunhlaðið í gær að mótið væri mji.K jaínt og sæist það bezt á því að þeir efstu hefðu þegar tapað 1 ' j vinninsi. I 1. umferð tapaði Mar>;eir nokkuð óvænt. en hann seildist þá lan>;t til vinninKs í hiðstiiðu þar sem hann hafði heldur hetri stiiðu. I 2. umferð vann Margeir (>K siimuleiðis gegn Gazik frá Tékkóslóvakíu í þriðju umferð. í fjórðu umferð tapaði hann klaufaleKa fyrir Mateu frá Spáni ok í ö. umferð Kerði hann jafntefli, í skák. sem Margeir sa>;ðist hafa verið með unna þe>;ar samið var. — Ek var kvefaður og illa upplagður. þannig að ég neyddist til að þiggja jafnteflið. sagði Margeir. í sjöttu umferðinni, sem tefld var í gær, vann Margeir síðan sannfærandi sigur á Hawelko frá Póllandi í 29 leikjum. Hann er eins og áður sagði í 9.—12. sæti með 3 'h vinning. í efsta sæti eru þeir Dolmatov frá Sovétríkjunum, núverandi Evrópumeistari ungl- inga, Mateu frá Spáni, Pedersen frá Danmörku og Björn Tiller, sem nokkuð óvænt hefur verið í forystu frá upphafi mótsins. Síðan koma fjórir skákmenn með 4 vinninga og Margeir er í hópi næstu fjórmenn- inga. Ekki var í gærkvöldi vitað hvaða andstæðing Margeir fengi í 7. umferðinni, en hann sagði að ljóst væri aö baráttan yrði mjög jöfn og allt gæti gerzt enn þar sem mótið væri ekki hálfnað. 0 INNLENT Banaslys í bíl- veltu í Hegranesi UNGUR piltur lést í bfl- veltu við bæinn Keílavík á Hegranesi á jóladagskvöld. Hann hét Björn Stefán Ólafsson, 14 ára gamall, til heimilis að Aðalgötu 8 á Siglufirði. Björn var á leið frá Siglufirði til Sauðárkróks ásamt 23 ára gömlum frænda sínum þegar slysið varð. Eftir að bíllinn, sem var 2ja manna sportbíll, kom út úr beygju við bæinn Keflavík, missti ökumaður- inn stjórn á bílnum. Fór hann margar veltur á vegin- um áður en hann nam staðar á hjólunum. Björn Stefán mun hafa látist samstundis. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki varð slysið um klukkan 21.30 á jóladag. Veður var gott og sömuleið- is færðin, en bíllinn mun hafa verið á töluverðri ferð. Ökumaðurinn var fluttur í sjúkrahúsið á Sauðárkróki mikið slasaður. Bifreiðin er talin ónýt. Hæstiréttur staðfesti gæzluvarðhaldið HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæzluvarðhaldsúr- skurði yfir þremur sak- borningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en gæzluvarðhald þeirra var framlengt um eitt ár hinn 19. desember s.l. Þrír sakborninganna, Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Tryggvi Rúnar Leifsson, kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar ,en Guðjón Skarphéðinsson ekki. Nú er liðið rúmt ár síðan dómar voru kveðnir upp yfir mönnunum fjórum í sakadómi Reykjavíkur og voru tveir þeirra, Sævar og Kristján dæmdir í ævilangt fangelsi en hinir skemur. Guðmundar- og Geirfinnsmálin eru nú til meðferðar í Hæstarétti. Borgarstjóri fékk ekki viðtal við fjárveitinganefnd I30RGARSTJÓRA Reykjavík- ur. Agli Skúla Ingibergssyni, var neitað um viðtal við fjár- veitinganeínd Alþingis í desemberbyrjun vegna þess að viðtalsheiðni þar að lútandi kom of seint til fjárveitinga- nefndar samkvæmt auglýstum viðtalstíma. Viðtalsbeiðnir áttu að berast fyrir 15. nóv. sam- kvæmt auglýsingu. en beiðni borgarstjóra barst í desember- byrjun. Borgarstjóri gat því ekki sjálfur fylgt eftir við fjárveitinganefnd erindum borgarinnar við nefndina. Siglufjörður: Friðsæl og falleg jól Siglufirði 27. desember. ALLIR Siglufjarðartogararnir voru í höfn um jólin. Norskt skip lestaði hér 2100 lestir af loðnulýsi og Helgafellið tók 800 tonn af loðnumjöli, sem á að fara til Portúgals. Hansa Trade. íslenzka skipið. sem skráð er í Singapore, kom hingað f dag og lestar á þriðja þúsund lestir af loðnu- mjöli. Jólin voru sérstaklega friðsæl og falleg og við köllum að hér sé enginn snjór. Fært hefur verið um allt og það telst til tíðinda að við sjáum í gangstéttir, sem á þessum árstíma eru yfirleitt á kafi í snjóruðningi. - mj. „Svavar og félagar aó springa á sprettinum” —segir Vilmundur Gylfason alþingismaður SVAVAR Gestsson viðskipta- ráðherra lét svo um mælt opinherlega á síðustu dögum þingsins fvrir jólin að vinnu- hrögð þingmanna Alþýðu- flokksins væru hneyksli. „Þarna eru krakkar í sand- kassaleik. en ekki kratar í stjórnmálabaráttu." sagði Svavar, en þá hafði það m.a. komið upp á þinginu eftir að stjórnarflokkarnir hiifðu náð samkomulagi um gerð fjárlaga- dæmisins að 9 þingmenn Alþýðuflokksins liigðu fram tilliigu um verulegar breyting- ar á fjárlagadæminu m.a. með breytingum á skattvísitölunni. en nokkrum klukkustundum síðar drógu þeir tillöguna til haka. Mbl. hafði samhand við Vilmund Gylfason alþingis- mann og innti hann álits á umsögn Svavars um sandkassa- leikinn. Vilmundur sagði. „Það er undarleg tíð í ís- lenzkri pólitík. Kommar orðnir svo roggnir og ráðsettir til orðs og æðis að það fer í taugarnar á þeim þegar fólk og fylkingar hafa til þess nennu að berjast fyrir skoðunum sínum. Það hafa fieiri látið þennan taugatitring í ljós en Svavar Gestsson. En það kemur mér ekki við. Hér er rúmlega 50% verð- bólga og stefnir í meira ef ekki verður rækilega spyrnt við. Við jgfnaðarmenn munum halda áfram af sama krafti og í nóvember og desember, við höfum í hyggju að sigrast á verðbólgunni og fylgifiskum hennar, en ekki verða innlyksa í henni hvað sem líður tauga- kerfinu í Svavari Gestssyni. Alþýðuflokkurinn er hvorki Alþýðubandalag né Fram- sóknarflokkur. Skoðanir okkar eru þekktar og við munum halda áfram þó svo Svavar Gestsson og félagar séu að springa á sprettinum." Innbrot á jólanótt: Lyfjum stolið úr Ingólfs apóteki ÞAÐ telst til undantekninga, sem betur fer, að innbrot séu framin á sjálfa jólanóttina. Slíkt átti sér stað um þessi jól en þá var brotizt inn í Ingólfs apótek í Reykjavík aðfararnótt jóladags. Þaðan var stolið miklu af ýmsum lyfjum, aðallega örvandi og róandi töflum, svo þúsundum skipti. Rannsóknarlögregla ríkis- ins hefur málið til meðferðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.