Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 8
g MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 Þórður Jónsson skrifar: Greind og erfðir — svik í tafli? Um fátt standa hatrammari deilur meðal sálfræðinga en áhrif erföa og uppeldis á greind manna. Skiptast sál- fræöingar þar í megindráttum í tvær fylkingar: þá, sem halda fram, að erfðir skipti sköpum, og hina, er telja umhverfi og uppeldi ráða mestu. Flestir viðurkenna þó, aö hvort tveggja, erfðir og uppeldi, hafi sín áhrif. Áriö 1971 lézt kunnur brezk- m sálfræðingur, Cyril Burt, er var einn af helztu talsmönnum erfðahyggjumanna um hálfrar aldar skeið. Fljótlega eftir andlát Burts var bent á, aö ýmsar niðurstööur hans væru býsna skrýtnar og e.t.v. hafi hann ekki veriö sjálfum sér samkvæmur viö úrvinnslu gagna. Aðrir héldu því beinlínis fram, aö hann hafi búiö til tilraunaniðu stöður í samræmi viö kenningar sínar. Síðan þessar ásakanir voru fyrst bornar fram, hefur gefizt tími til að kanna vísindaritgeröir Burts ítarlega. Sú könnun hefur rennt styrkum stoðum undir þá tilgátu, að niðurstöð- ur hans séu að einhverju leyti uppspuni. Sé haft í huga hversu áhrifamikill Burt hefur verið í sálfræðiheiminum á þessari öld, er ástæða til að líta á meint fals hans alvarlegri augum en ella. Hann var prófessor í sálfræði viö University College í Lundún- um, lengi ritstjóri British Journal of Psychology, ráögjafi brezku ríkisstjórnarinnar í menntamálum og var að lok- um aölaöur fyrir sálfræöistörf sín. Niöurstöður hans hafa um langt skeið verið notaöar í öllum fræöilegum umræðum um erföir og greind. Tengsl greindar og þjóðfélagsstöðu Burt fæddist nokkru fyrir aldamót og hóf rannsóknir í sálfræöi á fyrsta áratug aldar- innar. Starfaði hann af kappi fram í andlátið. Ekki er laust við, aö þaö komi spánskt fyrir sjónir, aö mistök eða fals Burts skuli ekki hafa uppgötvazt fyrr en eftir dauða hans. Sýnir það kannski bezt, hversu vinnu- brögöum vísindamanna getur stundum verið ábótavanf. Víötækastar eru rannsóknir Burts á tengslum greindar og þjóðfélagsstööu. Voru þær geröar á árunum 1913—1961 og náðu alls til 40.000 fjöl- skyldna. Áður en viö lítum á kenningar Burts og hvað er bogiö viö niðurstöður hans, er rétt að nefna, hvernig sálfræð- ingar mæla greind. Greind er yfirleitt gefin til kynna með tölu á bilinu 0 til 200. Nefnist sú tala greindarvísitala. Hún er fengin með prófi þar sem menn eru látnir meðhöndla myndir, hugtök o.þ.h., en engrar sérstakrar þekkingar er krafizt. Kenning Burts og fleiri er, að greindarvísitala fylgi svonefndri normaldreifingu. Þetta merkir, í grófum drátt- um, að flestir hafi greindarvísi- tölu 100, en jafn margir séu fyrir ofan og neöan, og því færri sem fjær dregur 100. Ágætt rit er til um þessi fræði á íslenzku, Mannleg greind eftir dr. Matthías Jónsson. Er það vinsæl skoðun meöal sálfræö- inga, að eiginleikar mann- skepnunnar séu normal- dreifðir. Normaldreifing er nú- orðið grundvöllur einkunna- gjafar á landsprófi, eins og kunnugt er. Tvíburarannsóknir vekja grun Burt hélt því fram, að þeir sem ynnu flóknustu störf í þjóöfélaginu, sérfræðingar og menntamenn, væru greindast- ir, en ófaglærðir verkamenn væru verst gefnir. Greind manna ykist eftir því sem störf þeirra væru flóknari. Ennfrem- ur var þaö kenning Burts, að greind erfðist frá foreldrum til barna á þann hátt, að greind- arvísitala afkvæmis væri lík- legust til aö vera mitt á milli greindarvísitölu foreldra og 100. Athuganir hans staöfestu þessar kenningar í einu og öllu. Gagnrýnendur Burts sögðu, að ekki væri nema eðlilegt, aö greindir foreldrar ælu upp. gáfaöri börn en heimskir foreldrar, því að umhverfiö mótaði börnin. Þyrfti því orsök fylgni milli greindar foreldra og barna ekki aö vera erfðir. Burt svaraði þessu með annarri víöfrægri athugun. Hann mældi greind eineggja tvíbura, er hafa sömu erfðaeiginleika, sem aldir voru upþ á ólíkum heimilum. Komst Burt að þeirri niöurstöðu að mjög veruleg fylgni væri - á milli greindar þeirra. Ályktaði hann af því, að erfðir réöu greind að mestu en uppeldisheimili skiptu litlu. Tvíburarannsóknirnar fóru fram undir lok starfsferils Burts og urðu fyrstar til aö vekja grun um, að óhreint mjöl kynni að leynast í pokahorn- inu. Burt ritaði þrjár greinar um greind tvíbura. í þeim öllum Cyril Burt er gefin nákvæmlega sama fylgni (0,771) milli greindarvísi- talna eineggja tvíbura frá ólíkum heimilum, þótt rann- sóknirnar þrjár taki til mismun- andi hópa. Má þetta teljast ótrúleg tilviljun í jafnónákvæm- um mælingumoghéí" er um að ræöa. Að auki athugaöi Burt fylgni milli greindarvísitalna tvíbura, sem aldir voru upp saman, og fékk í öll þrjú skiptin sömu niðurstöður! Eftir aö menn ráku augu í þetta var fariö að rýna í athuganir Burts á greind og starfsstétt. í Ijós kom, aö niöurstöður hans eru nær normaldreifingu en nokkr- ar aörar mælingar, sem gerðar hafa verið á mannlegum eigin- leikum fyrr og síöar. Er þó ekki vafa undirorpið, hvernig skuli mæla hæð og þyngd, en ætíð er talsverð óvissa í greindar- mælingum. Leidd hafa verið sannfærandi rök aö því aö síöari tíma niöurstöður Burts um greind og starfsstétt séu búnar til úr eldri niðurstöðum með smávægilegum umreikn- ingum. Visvitandi blekking eða vítaverð mistök? Hafa ber í huga, að einna fyrstur til að vekja athygli á misfellum í ritgerðum Burts var helzti stuðningsmaður kenn- inga hans vestanhafs, Jensen að nafni. Og aö sumu leyti hafa niöurstööur Burts verið staö- festar með nýrri rannsóknum. Ýmissa skýringa hefur veriö leitað á hinum einkennilegu niðurstööum. Sumir andstæö- ingar kenninga Burst hafa haldið því fram, að hann hafi veriö svikahraþpur frá upphafi og allar rannsóknaniðurstöður hans séu uppspuni frá rótum. Þó er vitaö, aö Burt gerði víðtækar greindarmælingar. Því miöur urðu þau mistök skömmu eftir andlát hans, aö öllum frumgögnum um greindarmælingarnar var brennt, svo að líklega verður aldrei unnt að vita meö vissu, hvaö er satt og hverju er logiö. Verjendur Burts hefa bent á, að hafi hann ætlað sér að búa til mælinganiðurstööur, hefði hann gert það á trúveröugri hátt en raun ber vitni um, því aö Burt var snjall tölfræðingur. Telja sumir, að hann hafi verið svo sannfærður um ágæti kennínga sinna, að á efri árum, er hann var e.t.v. oröinn óduglegur við útreikninga, hafi hann einfaldlega notaö niður- stööur frá úrvinnslu fyrri athugana í staö þess aö reikna að nýju. Væri hann þá einungis sekur um vítaverð mistök en ekki vísvitandi blekkingu. Nær allir, sem fjallað hafa um Burt og rannsóknir hans undanfariö, eru þó samdóma um, aö að ekki sé fært að nota niðurstöður hans héöan í frá. Hefur málstaöur erföahyggju- manna því að líkindum beöið nokkrum hnekki. Friðað svæði við Papa- grunn opnað Sjávarútvegsráðuneytið hefur nýlega látið kanna veiðisvæðið á Papagriyini og Lónsdjúpi, en það hefur að undanförnu verið friðað. I Ijós kom að fiskur á svæðinu var allur mjög stór, afli misjafn en sumsstaðar góður á svæðinu og með tilliti til þessa hefur Hafrann- sóknastofnunin lagt til að veiði- svæðið yrði opnað, segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu og hefur það gefið út reglugerð þar að lútandi. Verða togveiðar á svæðinu heimilar frá og með deginum í dag, 28. desember. Dregið í happdrætti Styrktarfél- ags lamaðra og fatlaðra DREGIÐ var í Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra í skrifstofu borgarfógeta. 23. desember, aðalvinningar. Austin Allegro-bílar, komu á númer> 91-11895 — 91-54481 og 93-01636. Þrjátíu aukavinningar 100.000 krónur hver komu á númer: 91-11365 91-73806 91-20261 93-01462 91-22044 93-08397 91-25476 94-02218 91-27196 94-07187 91-27480 95-04397 91-27870 96-21979 91-32067 96-51179 91-34785 96-21379 91-40257 96-23955 91-41361 96-62393 91-42744 97-01111 91-51989 97-07418 91-74134 98-02236 91-76826 99-50189 Happdrætti Ás- prestakalls Ákveðið hefur vei-ið að fresta drætti í happdrætti Ásprestakalls til 28. janúar þar eð enn hefur ekki tekist að ná til allra velunnara kirkjunnar. segir í frétt frá Ásprestakalli. Ostakynning - Ostakynning í dag og á morgun frá kl. 14—18. Hanna Guttormsdóttir, hússtjórnarkennari kynnir ostafounde, osta-Pizzu og fleiri ostarétti. Nýjir bæklingar 29 og 30. Osta- og smjörbúðin Snorrabraut. Sterkur ostur 4.5% 8—12 mán. gamall Ostakex í úrvali. s_______________________y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.