Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 að verður aldrei á Hrafn Gunnlaugsson borið rþað hann skorti hugarflug og hugrekki í glímu sinni við „hinar lifandi myndir“ hvort heldur þær hafa birzt okkur á sjónvarpsskjánum eða kvikmyndatjaldinu. Hins vegar hefur mér einatt fundizt að hann mætti vinna betur úr hugmyndum sínum og að verk hans væru of lausbeizluð og varla nógu öguð í vinnubrögðum og heildarmótun. Silfurtúnglið, sem sjónvarpið sýndi í fyrrakvöld, markar að þessu leyti tvímælalaust tíma- mót á ferli Hrafns um leið og maður leyfir sér að vona að með því sé runninn upp nýr tími í leikritagerð sjónvarpsins. Silfurtúnglið er án efa heil- steyptasta leikverk sjónvarpsins fram til þessa og það þrátt fyrir hversu flókið það hefur verið í allri gerð. Horfinn er viðvaningsbragurinn sem iðu- lega hefur gert manni gramt í geði á liðnum árum en í þess stað blasti við sjónum skipu- legur og fagmannlega unninn sjónleikur. Þetta táknar þó ekki að Hrafn Gunnlaugsson hafi hér látið af fyrri sérkennum sínum — hugarfluginu og hugrekkinu. Síður en svo. Sá búningur sem .hann hefur fært Silfurtúnglið í fyrir sjónvarpsgerðina er til marks um hið fyrrnefnda. Með því snjallræði að breyta um- gjörð leiksins, sjálfu Silfur- túnglinu, úr fjölleika- eða kabarettsýningu í skemmtiþátt í sjónvarpi, sem flytur almenningi glysfengið ræfla- rokk, nær Hrafn fram mjög trúverðugri skírskotun til samtímans. Sjónvarpið er áhrifamestur og kannski alþjóðlegastur allra fjölmiðla, sem samkvæmt kenningum McLuhans mun brúa bilið milli þjóða veraldar. Rokk- tónlistin er hins vegar sú greinin sem tröllríður skemmti- iðnaðinum um þessar mundir og einmitt þar eru glyspoppið og ræflarokkið öfgarnar á báða bóga dægurtónlistarinnar, merki úrkynjunarinnar, sem hér er steypt saman í eitt. Ég fæ ekki séð að unnt hefði verið að ná þessum áhrifum með því að nota upphaflegu umgjörðina, fjölleikahúsið, því að sú grein skemmtiiðnaðarins náði aldrei verulegri fótfestu hér og er framandi stórum hluta þjóðar- innar nema kannski af afspurn. Hrafn hefur augsýnilega lagt geysilega vinnu í sjónvarps- handritið. Af mikilli hug- kvæmni hefur hann bylt um hinni upphaflegu leikgerð bæði með tilliti til þessa nýja miðils og til að undirstrika vissar leikrænar víddir, sem ef til vill voru ekki nægilega skýrar í leikritinu sjálfu. Hrafn fellir niður nokkur atriði, segir þau stundum með myndum svo að orð eru óþörf, hnikar til sam- tölum og býr til úr þeim ný atriði, einfaldar.önnur en gætir þess að láta jafnan þau samtöl leikritsins halda sér þar sem heimspeki verksins birtist — um fánýti frægðarinnar og hversu hæfileikar manna eru ofurseldir peningunum. Þannig er Hrafn fyllilega trúr inntaki leikritsins þrátt fyrir allar breytingarnar. Það er heldur ekki huglaus maður sem tekur þá ákvörðun að tefla fram nánast viðvaning- um í tveimur lykilhlutverkunum* — Lóu og Feilan Ó. Feilan, eins og Hrafn gerir með þeim Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Agli Ólafssyni, því að þótt þau hafi bæði töluverða reynslu í að koma fram er það á nokkuð öðrum Vettvangi. I þessari ráðstöfun leikstjórans er sum- part fólginn ferksleiki sýningar- innar en um leið veikleiki hennar. Egill er að vísu ákaflega sannfærandi í hlutverki skemmtistjórans og gervi hans er frábært, hann er skemmti- kraftur af guðs náð og fer á kostum í slíkum atriðum. Það er helzt á hinum alvöruþrungnu eða eigum við að segja heim- spekilegu stundum sem maður finnur örla fyrir reynsluleysi hans. Um Sigrúnu Hjálmtýsdóttur gegnir dálítið öðru máli. Hlut- verk hennar er vandasamra, því að það krefst mun meiri geð- brigða og þar af leiðandi meiri leikrænna tilþrifa. Sigrún er líkt og Lóa Silfurtúnglsins náttúrubarn, sem hlotið hefur fagra söngrödd í vöggugjöf og svo blátt áfram og eðlileg að hún hlýtur að vinna hugi allra sem með henni fylgjast. Lóa hennar er einnig gædd öllum þessum sömu kostum framan af sýningunni meðan Sigrún þarf ekki að vera önnur en hún sjálf. En svo kemur að því að Lóa höndlar frægðina og veröld hennar tekur að hrynja. Þessari breytingu veldur Sigrún ekki í Eðvaldsson, stjórnanda upptök- unnar, og Björn Björnsson, sem gerði leiktjöld og búninga, þótt báðir hafi meiri reynslu á því sviði. Þeir þremenningar eru greinilega orðnir býsna sam- stíga enda hafa þeir unnið mikið saman á liðnum misserum, og ég leyfi mér að halda því fram að sú samvinna skili nú þeim árangri að þessi sýning er jafn heilsteypt og raun ber vitni. Yfirbragð sýningarinnar er leikur að andstæðum — annars vegar er kyrrlátt og fábrotið mannlíf íslenzks sveitaþorps en hins vegar gerviheimur skemmtiiðnaðarins í allri sinni afskræmingu, eins konar merkisberi hnignunar hins borgaralega samfélags; og tog- streita hins góða og hins illa, þar sem hið góða á aldrei minnstu sigurvon. Allt kemst þetta vel til skila í töku (litadýrð), leikmyndum, búning- um og gervum. Niðurstaðan er vægðarlaus og allt að því raunsæ ádeila þrátt fyrir stíl- færslu sýningarinnar. Hver er svo þáttur Halldórs Laxness í þessu öllu saman? Hann lætur sjálfur í það skína að framlag hans hafi einkum verið fólgið í þegjandi samþykki við því að rótað væri í verki hans. Þetta umburðarlyndi Halldórs hefur að minni hyggju borið ríkulegan ávöxt. Það er algengast að rithöfundar um- gangist eigin texta eins og heilaga ritningu og ljái vart máls á breytingum, enda þótt einungis sé verið að reyna að laga hann að allt öðrum miðli. Þetta hefur hins vegar Halldór skilið og umborið meiri röskun á texta sínum en ég minnist að annar íslenzkur rithöfundur hafi látið viðgangast við svipað- ar kringumstæður. Hann má líka vel við una. Silfurtúngl sjónvarpsins átti erindi til okkar. — bvs. Lóa og Óli ásamt Nonna litla (Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þórhallur Sigurðsson) túlkun sinni, hlutverkið krefst einfaldlega of mikils þegar hér er komið. Þess vegna er það leikur Sigrúnar í þessúm síðari hluta leiksins sem verður veik- asti hlekkur sýningarinnar þó að sum hugljúfustu og eftir- minnilegustu atriði sýningar- innar séu einnig Sigrúnar, svo sem þegar hún syngur vöggu- vísuna fyrra sinnið í Silfur- túnglinu. Maður skilur vel þá freistingu Hrafns að fela Sigrúnu þetta vandasama hlutverk. Eins og hann virðist sjá leikritið er vögguvísan og söngur Lóu lykill- inn að því og sjálf er Sigrún eins konar persónugervingur þess „náttúrulega" sem áherzla er lögð á að Lóa hafi til að bera í leikritinu. Góð leikkona hefði vafalaust náð að túlka hinar tilfinningalegu sviptingar sem hlutverkið óneitanlega krefst — en hefði hún sungið vögguvísuna svo vel væri? I fljótu bragði kem ég ekki auga á þá leikkonu sem því hefði valdið. Þá má kannski spyrja . enn hvort ekki hefði verið ástæða til að færa sér tæknina í nyt, fela leikkonu hlutverkið og „döbba" söng Sigrúnar á vögguvísunni? Eg geri mér hreinlega ekki grein fyrir því hvort þetta hefði verið betri kostur. Aðrir leikendur skila yfirleitt hlutverkum sinum með ágætum, þó að þeir Kjartan Ragnarsson og Erlingur Gíslason verði manni kannski hugstæðastir auk þess sem Björg Jónsdóttir kemur á óvart með eðlilegri framkomu sinni og látbragði frammi fyrir sjónvarpsvélunum. Hrafn virðist vera að safna um sig býsna samstilltum leikhópi, því að margir úr hópi leikenda hafa unnið með honum töluvert áður, t.d. í þáttunum Undir sama þaki, sem mér er ekki grunlaust um að hafi verið Hrafni mikill og góður skóli í stúdíóvinnu og líklega einnig fyrir samherja hans tvo, þá Egil Lóa og fjósakonurnar í Silfurtúnglinu Silfurtúnglið —hugarflug og hug- rekki bera ávöxt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.