Morgunblaðið - 29.12.1978, Page 32

Morgunblaðið - 29.12.1978, Page 32
Tillitssemi J kostar ekkert PW FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 Verzlið sérverzlun með iitasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19, BUÐIN sími --- " 29800 « Kaupmáttur kauptaxta: Verkakonur lækka um 3,2%frájúní Opinberir starfemenn og iðnaðarmenn hækka KAUPMÁTTUR taxtakaups verka- kvenna hefur aldrei verið hærri en í júnímánuði síðastliðnum. en þá var hann 126,8 stig. Síðan hefur sú þróun orðið, að kaupmáttur þessi hefur lækkað verulega og var áætlaður í nóvember 118 stig og í desember 122,7 stig. Lækkunin frá júní til desember er því 3,2%. Kaupmáttur taxtakaups verka- manna hcfur á sama tíma lækkað um 1,6% og verzlunarmanna um Dæmdur í 2l?2 árs fangelsi fyrir nauðg- unarbrot TÍTUGUR Keflvikingur, Ómar Ragnarsson, hefur verið dæmd- ur í 2'/2 árs fangelsi fyrir tvö alvarleg nauðgunarbrot framin á árinu 1977 og þriðja brot af sama toga en ekki jafn alvar- legt. Dóminn kvað upp Guð- mundur Kristjánsson aðalfull- trúi bæjarfógetans í Keflavík. Ekki alls fyrir löngu var Ómar handtekinn í Garðabæ, þar sem hann reyndi að tæia börn upp í bifreið sína með því að bjóða þeim sælgæti. Viður- kenndi hahn þau brot. Enn- fremur hefur hann viðurkennt 7 innbrot og innbrotstilraunir í Keflavík nú í haust. 2,6%. Hins vegar hefur kaupmáttur taxtakaups iðnaðarmanna hækkað um 1,8% og opinberra starfsmanna um 5,2%. Kaupmáttur taxtakaups verka- kvenna var í júní 126,8 stig og hafði aldrei verið hærri. Síðan lækkaði þessi kaupmáttur niður í 122,5 stig í júlí og í 119,2 í ágúst. í september hækkar kaupmáttur taxtakaups verkakvenna í 124,7 stig en lækkar aftur niður í 121,5 í október og er áætlaður 118 í nóvember og 122,7 stig í desember. Til samanburðar má geta þess, að kaupmáttur taxtakaups opinberra starfsmanna var 121,9 stig í júní, en er áætlaður 128,2 í desember. Á sama tíma og kaupmáttur verka- kvenna lækkar um 3,2%, hækkar kaupmáttur opinberra starfsmanna um 5,2%. Þá má geta þess, að kaupmáttur taxtakaups iðnaðar- manna hækkar úr 103,5 stigum í 105,4 á þessu sama tímabili, en almennir verkamenn lækka úr 118,8 í 116,9. Kaupmáttur iðnaðarmanna eykst því um 1,8% á sama tíma og kaupmáttur taxtakaups verkamanna minnkar um 1,6%. Þá lækkar kaupmáttur taxtakaups verzlunar- manna á þessum sama tíma úr 116,6 stigum í 113,6 eða um 2,6%. Niðurstaðan er, að maílög fyrr- verandi ríkisstjórnar skiluðu hinum almenna láglaunamanni hærri kaup- mætti en lög vinstri stjórnarinnar. Allar þessar vísitölur, sem mæla kaupmátt taxtakaups, eru miðaðar við 100 stig árið 1971. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: • íslendingar unnu auðveldan stórsigur yfir Bandaríkjamönnum í landsleik í handbolta í gærkvöldi. Hér skorar nýliðinn í íslenska liðinu. Erlendur Hermannsson eitt af mörkum sínum. Sjá nánar á íþróttasíðu. Ljósmi Kristján. 66 millj. kr. lækkun á rafmagni— 10% afsláttur af fasteignagjöldum 200—300 millj. taprekstur á Bæjarútgerd Hafnarf jardar BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur að tillögu rafveitunefndar bæjarins samþykkt að lækka rafmagnsverð til atvinnurekstrar sem nemur 66 millj. kr. á ári eða um 22% meðaltalslækkun. Þá hefur bæjarstjórn samþykkt að gefa 10% afslátt af fasteigna- gjöldum af íbúðarhúsnæði, en meirihiuti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar samanstendur af sjálf- stæðismönnum og óháðum. Samkvæmt upplýsingum Árna Grétars Finnssonar bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna þýðir 10% afsláttur á fasteignagjöldum af íbúðum um 50 millj. kr. en Árni Grétar kvað hins vegar á s.l. ári hafa verið gefinn 25% afslátt sem hefði verið það mesta á landinu," en vegna mikils tapreksturs á Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, eða 200—300 millj. kr. á árinu, er ekki hægt í ár að ganga lengra í afslætti," sagði Árni Grétar, „og af atvinnu- húsnæði er ekki gefinn afsláttur þar sem í desember var samþykkt að lækka rafmagnstaxta af atvinnurekstri sem nemur 66 millj. kr.“ Er þar um að ræða allt að 60% lækkun á einstaka töxtum, en í flestum tilvikum er um að ræða 29—30% lækkun og meðaltalið kemur út á 22%. Aðspurður sagði Árni Grétar að gerð fjárhagsáætlunar bæjarins hefði verið frestað fram yfir áramótin vegna óvissu í fjárlaga- gerð, m.a. vegna skólabygginga, en hún yrði lögð fram í janúar. Túlkur Hamsuns á fundinum meðHitler búr íReykjavík Teikning af fundi Hamsuns og Iiitlers í Obersalzburg, gerð eftir fyrirsögn Egils Ilolmboe. Teikningin birtist í Aftenposten, og sér á bak túlksins, sem hefur Ilamsun sér á hægri hönd, en Der Fiihrer er fyrir miðju. Egill Holmboe nú íslenzkur ríkisborgari VIÐTALSÞÁTTUR, sem nýlega var sýndur í íslenzka sjón- varpinu, þar sem rætt var við danska rithöfundinn Torkild Hansen um verk hans „Réttar- höldin yfir Knut Hamsun“, hefur vakið mikla athygli. í framhaldi af því telur Morgunblaðið rétt að skýra frá því, sem hvergi hefur komið fram opinberlega áður, að túlkur Iiamsuns á margum- töluðum fundi með Hitler, Egil Hoimboe, er nú íslenzkur ríkis- borgari, og hefur verið búsettur hér um áratugaskeið. Skömmu eftir að rit Hansens kom út, en þar er einmitt langur kafli um fund Hamsuns og Hitlers, birti Aftenposten viðtal við Egil Holmboe um þennan atburð. Hafði blaðið sent hingað sagnfræðinginn Sverre Hartmann og Erik Egeland blaðamann til fundar við Holmboe. Áður en viðtalsgreinarnar birtust í Aften- posten fé.kk Morgunblaðið vitneskju um búsetu Holmboes hér, og hafði farið þess á leit að eiga við hann viðtal. Tók hann því ekki víðs fjarri í fyrstu en kvaðst síðan ekki geta orðið við þessari ósk. Þegar viðtal við Holmboe birtist síðan í Aftenposten, ítrek- aði Morgunblaðið erindið, en svarið var á sömu lund og áður, jafnframt því sem hann neitaði því að hafa nokkru sinni rætt við þá Aftenposten-menn. Morgun- blaðið hafði þá samband við ritstjóra Aftenposten og skýrði hann frá því að þetta væri einungis undansláttur hjá Holmboe, því að fyrrnefndir tveir menn hefðu hitt hann þar sem hann byggi „einhversstaðar í Evrópu". Hefði Aftenposten fengið þetta viðtal gegn því loforði að skýra hvorki frá núverandi nafni Holmboes né dvalarstað. Kvaðst ritstjórinn leggja heiður blaðsins að veði fyrir því að gangur málsins hefði verið sá, sem hér greinir. Síðan er líka komið á daginn að Egil Hoimboe hefur látið því ómótmælt að samtalið við Aftenposten hafi átt sér stað, né heldur hefur hann gert athuga- semdir við greinarnar. Að því er Morgunblaðið hefur fregnað flýði Egil Holmboe hingað í lok styrjaldarinnar um Svíþjóð, og mun hafa haldið því fram að hann væri á flótta undan nazistum. Hann býr í Reykjavík en ástæðan fyrir því að Morgun- blaðið sér ekki ástæðu til að skýra frá nafni hans nú, er sú að hann mun ekki ganga heill til skógar, enda á níræðisaldri, fæddur í Noregi 1896. Hann er nú kvæntur íslenzkri konu. Þess má að lokum geta, að Egil Holmboe starfaði í norsku utan- ríkisþjónustunni löngu fyrir stríð og mun þá hafa komið til íslands í einhverjum erindagerðum. Þá mun hann einnig hafa starfað í tengslum við sendiráð Norðmanna í Frakklandi fyrir stríð, en þó er margt á huldu um líf hans, nema hvað hann var atkvæðamikill nazisti í stríðinu, samstarfsmaður Quislings og þýzkra nazista í Noregi. I Aftenposten er m.a. sagt, að Holmboe hafi ekki einungis leikið aukahlutverk, þegar Hamsun og Hitler hittust í Þýzkalandi 1943, heldur hafi hann einnig verið virkur þátttakandi í samtali þeirra og „ósýnilegur leikstjóri" þessa fundar með Der Fúhrer, eins og blaðið kemst að orði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.