Morgunblaðið - 19.01.1979, Page 1
32 SIÐUR
15. tbl. 66. árg.
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Callaghan vill
ekki herútkall
London, 18. janúar. AP. Reuter.
VERKFALL vörubflstjóra í Bret-
landi krafðist fyrsta mannslífsins
í dag. en James Callaghan forsæt-
isráðherra frestaði yfirlýsingu
um neyðarástand þrátt fyrir
Öryggi
aukið í
BretJandi
London, 18. janúar. AP.
ÖFLUGUR vörður var við flugvelli
og hafnir í Bretlandi í dag eftir
sprengingar í gasgeymi í Green-
wich og olíugeymi við mynni
Thames í morgun og yfir stendur
umfangsmikil leit að írskum
hryðjuverkamönnum sem fuilvfst
er talið að hafi borið ábyrgðina.
Lögrcglan telur að þetta sé
upphaf nýrra meiriháttar árása
Irska lýðveldishersins (IRA) og
öryggi hefur verið hert við helztu
eldsneytisgeymslustöðvar um allt
Bretland. „Það væri heimskulegt að
íhuga ekki möguleikann á því að
fleiri sprengjuárásir séu í vænd-
um.“ sagði Peter Duffy yfirmaður
hryðjuverkadeildar Scotland Yard.
Duffy sagði á blaðamannafundi
að leifar af sprengiefni hefðu fundizt
í Greenwich og að lögreglan hefði
sannfærzt um að IRA hefði verið hér
að verki þegar maður nokkur hefði
hringt í fréttastofu og varað við
seinni sprengingunni. Hann kvaðst
vera frá IRA og vildi að fólk yrði
flutt burtu af svæðinu.
vaxandi öngþveiti af völdum
verkfallsins.
Yfiriýsing forsætisráðherra
um að hann mundi ekki kalla út
herlið til þess að annast nauðsyn-
lega birgðaflutninga vakti mikla
reiði í Neðri málstofunni og
almennt er talið að með yfirlýs-
ingunni hafi hann tekið pólitíska
áhættu.
Ilann játaði að verkfallið hefði
valdið alvarlegu hættuástandi í
efnahagsmálum þjóðarinnar og
að matvælaskortur væri orðinn
tilfinnanlegur í landinu en sagð-
ist ætla að veita verkalýðsfélög-
um annað tækifæri tii þess að fá
vörubflstjóra til að hætta við að
stöðva flutning á matvælum og
öðrum lífsnauðsynlegum birgð-
um frá höfnum. vörugeymslum
og verksmiðjusvæðum.
Leiðtogi Ihaldsfloksins, Marga-
ret Thatcher, gagnrýndi strax
yfirlýsinguna á þeirri forsendu að
hún væri innantóm og bæri vott
um veikleika. Hún sagði að verka-
lýðsfélögin hefðu sýnilega misst
alla stjórn á verkfallinu og
verkfallsverðir beittu ofbeldi og
þvingunum.
Ákvörðun stjórnarinnar var
tekin eftir þriggja og hálfs tíma
ríkisstjórnarfund. Aðstoðarmenn
viðurkenndu að Callaghan gæti
beðið álitshnekki ef verkfallsverð-
ir héldu áfram aðgerðum sínum og
hann kynni síðar að neyðast til að
lýsa yfir neyðarástandi.
Fyrsta dauðsfallið af völdum
verkfallsins varð þegar vörubíll ók
á verkfallsvörð við olíubirgða-
geymslu Shell í Aberdeen.
KREFJAST MANNRETTINDA — Lýðræðis og mannréttinda
var nýlega krafizt í mótmælaaðgerðum við hverfi kínverskra
ráðamanna í Peking. Á fremri borðanum eru áskoranir til Teng
Hsiao-ping varaforsætisráðherra en á þeim aftari eru kröfur um
lýðræði og réttindi.
Brezkir vörubflstjórar hafa vaidið glundroða, sem getur haft
alvarlegar pólitískar afleiðingar. með verkfalli sínu.
Norska
olían
eykst
Ósló. 18. janúar. Reutor.
VERÐMÆTI olíu- og gasfram-
leiðslu Norðmanna á sfðasta ári
nam 15.9 milljörðum norskra
króna (um það bil 25(500 millj-
örðum íslenzkra króna) og var
1.4 milljörðum króna (u.þ.b.
2240 milljörðum íslenzkra
króna) meiri en áætiað var á
fjárlögum.
Bjartmar Gjerde, orku- og
olíuráðherra, skýrði frá þessu í
dag og sagði að framleiðslan
hefði numið 30.6 milljónum lesta
af olíu og gasi miðað við 15.9
milljónir lesta 1977.
Khomaini vill ekki
ræða við stjórnina
Tehcran, 18. janúar. AP. Reuter.
TRÚARLEIÐTOGINN Ayatullah Khomaini hafnaði í dag áskorun
Carter forseta um að gefa hinni nýju stjórn Shakpur Bakhtiar í íran
tækifæri til að sýna að hún gæti náð árangri og neitaði að taka á móti
fulltrúa ríkisráðsins sem fer með völd keisarans í fjarveru hans til
þess að ræða sættir.
Bakhtiar sagði í viðtali í íranska sjónvarpinu að hann mundi ekki
víkja fyrir Khomaini og líkti því við að forseti viki fyrir kardinála. En
hann sagði að Khomaini væri íranskur ríkisborgari og hefði lagalegan
rétt til að snúa aftur til írans en yrði að ákveða það sjálfur.
Jafnframt blossuðu upp nýjar
óeirðir í vesturhluta Irans og herlið
barðist með stuðningi skriðdreka við
nokkur hundruð andstæðinga keisar-
aps í bænum Dezful í Suður-íran.
Samkvæmt opinberum heimildum
biðu sex manns bana og rúmlega
helmingi fleiri særðust, en sam-
kvæmt öðrum heimildum týndu allt
að 20 lífi.
Tilraun var gerð til þess að ráðast
inn í bækistöð flughersins hjá Dezful
og 17 bandarískir ráðunautar voru
fluttir til Teheran. Sagt er að þeir
hafi ekki verið í beinni hættu, en
brottflutningur þeirra hafi verið
' varúðarráðstöfun.
í Teheran réðust hópar stuðnings-
manna keisarans á bíla með mynd-
um af Khomaini. Á morgun er búizt
við að milljónir manna muni ganga
um götur í borgum og bæjum um allt
landið til að hylla Khomaini og
krefjast þess að keisarinn snúi aldrei
aftur. Sagt var i dag að keisarinn
Hörð átök á mörgum
svæðum í Kambódíu
BanKkok, 18. janúar.
Reuter. AP.
FRÉTTIR bárust í dag af hörðum
bardögum á mörgum svæðum í
Kambódíu (Kamputchea) milli her
sveita sem halda tryggð við Pol Pot
forsætisráðherra og herliðs sem
Víetnamar styðja. Fjölmennar
sveitir úr her Pol Pots halda enn
velli og hafa gert her nýju stjórnar
innar í Phnom Penh marga skrá-
veifu.
Harðir bardagar geisuðu á svæð-
um í AusturKambódíu og héraðinu
Takeo í suðurhluta landsins, í
Kampot og einnig í héraðinu Preah
Vihear í norðurhlutanum og um-
hverfis bæinn Sisophon í norðvest-
urhlutanum nálægt thailenzku
landamærunum samkvæmt góðum
heimildum.
Um 300 hermenn Pol Pots flúðu
yfir thailenzku landamærin í vöru-
bifreiðum og víetnamskur skriðdreki
elti þá þangað. Þetta er fjölmennasti
hermannahópurinn sem hefur flúið
frá Kambódíu til þessa.
Áður var haft eftir thailenzkum
heimildum að herlið hliðhollt Víet-
nömum hefði tekið eyna Koh Kong
undan suðvesturströndinni en óljóst
væri hver hefði yfirráðin yfir einu
hafnarborg Kambódíu, Kompong
Som. Fréttir um að hermenn Pol
Pots hafi tekið hafnarborgina eru
dregnar í efa í Bangkok.
Herliðið sem Víetnamar styðja
virðist eiga við erfiðleika að stríða í
birgðamálum. Hermenn Pol Pots
hafa veitt harðvítugt viðnám gegn
árásum úr landi, lofti og á sjó
meðfram ströndinni síðustu daga.
Árásirnar miða að því að loka
ströndinni.
Margir hermenn Pol Pots virðast
hörfa til fjallgarða meðfram stand-
lengjunni sem eru tilvaldir til
skæruhernaðar.
Útvarpsstöð stjórnar Pol Pots lét
til sín heyra í dag i fyrsta sinn eftir
að hún hætti útsendingum rétt fyrir
fall Phnom Penh 7. janúar og kvað
árásarmenn eiga í sífellt meiri
erfiðleikum andspænis því alþýðu-
stríði sem væri háð gegn þeim.
færi frá Egyptalandi til Súdans og
Marokkó áður en hann kæmi til
Bandaríkjanna.
I París sögðu aðstoðarmenn
Khomainis að ríkisráðsfulltrúinn sem
var sendur til að ræða við hann, Syed
Jalal-Eddin Tehrani, mundi segja sig
úr ráðinu og lýsa yfir stuðningi við
trúarleiðtogann. Annars yrði ekki
rætt við fulltrúann. Khomaini sagði
þegar hann hafnaði áskorun Carters
að risaveldin ættu að hætta afskipt-
um af írönskum innanlandsmálum
og að það væri ekki á valdi
Bandaríkjaforseta að úrskurða lög-
mæti írönsku stjórnarinnar.
Fyrrverandi dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, Ramsey Clark, sem
hefur rætt við dr. Bakhtiar og
andstæðinga hans, sagði í dag að
stjórnin hefði nánast enga mögu-
leika á að ná árangri og Bandaríkja-
menn ættu að taka upp samband við
Khomaini. Iranska útvarpið sagði í
dag að stjórnin hefði skipað að allir
pólitískir fangar sem væru enn í
haldi skyldu látnir lausir nema þeir
sem væru dæmdir fyrir morð.
Um 2.800 tæknimenn hafa gert
hungurverkfall i Shahcukhi-flug-
stöðinni nálægt Hamadan, suðvestur
af Teheran, og öryggissveitir hafa
. umkringt þá. Verkamenn og bændur
reyr.? að ná á sitt vald verksmiðju og
landareign bróður keisarans,
Gholam Reza prins, sem er erlendis.
Bardagar hafa aftur hafizt við
Kúrda á landamærum íraks.
Nýjar tillögur
frá Atherton
Jerúsalem. 18. janúar Reuter
ALFRED Atherton, sérlegur sendi-
maður Bandaríkjastjórnar, lagði
fram nýjar tillögur á fundi með
israelskum ráðamönnum f dag í því
skyni að binda enda á sjálfhelduna f
friðarviðræðum Egypta og ísraels-
manna.
Þótt ekki sé skýrt frá efni
viðræðnanna herma góðar
heimildir að fjallað hafi verið um
hugmyndir til lausnar ágreiningi
um tvö mikilsverð ákvæði fyrir
hugaðs friðarsamnings. ísraels-
menn vilja ekki segja hvort áfram
hafi miðað í viðræðunum við
Atherton en geta þess að viðkvæm
mál hafi verið tekin fyrir.
Þau tvö ákvæði sem valdið hafa
sjálfheldunni er krafa Egypta um
tengsl milli fyrirhugaðs samnings og
lausnar Palestínuvandamálsins á
vesturbakka Jórdan og Gazasvæðinu
og krafa Israelsmanna um að
friðarsamningur skuli ganga fyrir
fyrri skuldbindingum Egypta gagn-
vart Arabaríkjum.
I Beirút viðurkenndu palestínskir
skæruliðar að hafa drepið eða sært
að minnsta kosti 40 ísraelsmenn með
tímasprengjum á Mahané
Yehuda-markaðnum í Jerúsalem í
dag. í Jerúsalem er sagt að 21 hafi
særzt í sprengingunni.
I Damaskus ræddu palestínskir
leiðtogar um drög að stefnuskrá þar
sem Bandaríkjamenn eru fordæmdir
sem árásaraðili og Rússar hylltir
sem bandamenn. Palestínska þjóðar-
ráðið (PNC) samþykkti loks að hætta
umræðunum og skipa nefnd í málið.
Brezhnev
í orlofi
Moskvu. 18. janúar. Reuter.
LEONID Brezhnev forseti er
farinn frá Moskvu og er bersýni-
lega í leyfi á strönd Svartahafs
að sögn spænskra embættis-
manna sem áttu að hitta hann í
dag.
Brezhnev, sem er 72 ára, kom í
gær frá Búlgaríu þar sem hann
var í fimm daga heimsókn.
Þangað fór hann mjög skyndilega
án þess að nokkuð væri sagt
fyrirfram að hann ætlaði til
útlanda. Hann kvaðst vilja hvíla
sig en sat á stöðugum fundum.