Morgunblaðið - 19.01.1979, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979
Vilja halda sig við 5%
kauphækkun 1. marz
Efnahagsmálatillögur Framsóknarflokksins:
Viðskiptakjaravísitala, vaxtalækkun en
verðtryggingu bætt við höfuðstól lána
Framsóknarflokkurinn gckk 1'
gær cndanlcna frá tillögum sín-
um í cfnahaKsmálum. Par er m.a.
rætt um að ná vcrðbólKunni niður
í 30% á þcssu ári og bcnt á að til
þoss að það mej?i takast megi
kaupha’kkanir ekki fara yfir 5%
1. marz n.k. Þá vilja framsóknar-
mcnn taka upp viðskiptakjara-
vísitölu. þar scm niðurxreiðslur
<>B óbeinir skattar vcrði teknir út
<>k vísitölutímabilið lengt í 6
mánuði. í vaxtamálum vilja
framsóknarmcnn lækka vcxti <>k
taka upp verðtryBSÍnBU, Scm yrði
rciknuð eftir á og bætt við
höfuðstólinn áður cn vextir og
afbor>;anir eru reiknuð út. cn
heimildir verði til að uppfæra
bæði eignir og birgðir.
Efnahagsmálatillögur Fram-
sóknarflokksins eru í fimm megin-
flokkum; fjárfestingarmál, ríkis-
fjármál, peningamál, kjaramál og
verðlagsmál.
Varðandi fjárfestingarmál vilja
þeir rammaáætlun til fjögurra ára
en að framkvæmdin verði bundin
til árs í senn og fjárfestingar-
áætlun og lánsfjáráætlun lagðar
fram og afgreiddar með fjárlögum.
Telja framsóknarmenn að fjár-
munamyndunin eigi ekki að fara
yfir 25% af þjóðartekjum. Þá vilja
þeir allsherjarendurskoðun á
starfsemi fjárfestingasjóða og
útlánareglum með sameiningu og
bættan rekstur í huga.
Ríkisumsvifin telja framsóknar-
menn ekki mega fara yfir 30% af
þjóðartekjunum.
Framsóknarmenn vilja endur-
skoða vinnu- og launamálastefnu
með það að markmiði að draga úr
yfirvinnu og hækka dagvinnulaun-
in. Þeir leggja áherzlu á samráð
ríkisvalds og aðila vinnu-
markaðarins i kjaramálum og
benda á að ýmislegt megi enn gera
til að láta félagslegar umbætur
koma í stað beinna launahækkana.
Frá tillögum Framsóknarflokks-
ins í efnahagsmálum var endan-
lega gengið á fundi þingflokks,
framkvæmdastjórnar og efna-
hagsmálanefndar flokksins í gær.
Efnahagsmálatillögur Alþýðu-
bandalagsins í áttatíu liðum
EFNAIIAGSMÁLATILLÖGUR
Alþýðubandalagsins í 80 liðum
vcrða lagðar fram í ráðherra-
nefnd rikisstjórnarinnar í dag,
en frá þeim var gengið í gær á
samciginlegum fundi þing-
flokks, framkvæmdastjórnar og
verkalýðsmálaráðs flokksins.
Megináherzlan er lögð á at-
vinnustefnuna þetta ár og
næsta og að draga úr yfirbygg-
ingarkostnaði þjóðfélagsins.
Leggja Alþýðubandalagsmenn
fram áætlanir um stefnuna í
sjávarútvegsmálum og almenn-
um iðnaði og um endurskoðun
ríkisrekstursins og eru þar
nefndar til ákveðnar stofnanir.
Þá vilja Alþýðubandalagsmenn
m.a. láta endurskoða olíudreif-
inguna í landinu og vátrygginga-
félögin og gera breytingar á
innflutningsverzluninni.
Þá leggja Alþýðubandalags-
menn áherzlu á ítarlegt verð-
lagseftirlit, þar sem m.a. er gert
ráð fyrir því að almenningi verði
veittar miklar upplýsingar um
verðlag og vöruval.
Varðandi vaxtamálin eru Al-
þýðubandalagsmenn fylgjandi
lækkandi vöxtum með lækkandi
verðbólgu og telja að svo hafi
verið um hnútana búið, að
verðbólgan eigi að geta verið
komin niður fyrir 30% í lok
þessa árs.
I tillögum Alþýðubandalags-
ins er lögð áherzla á ítarlegt
samráðskerfi milli ríkisins og
samtaka launafólks.
Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur:
Hafnar þátttöku full-
trúa atvinnulífsins í
atvinnumálanefnd
MEIKIIILUTI Alþýðubandalags, Aiþýðuflokks og Framsóknar
flokks í borgarstjórn Reykjavíkur felldi í gær á fundi
borgarstjórnar tillögu sjálfstæðismanna um að fulltrúar
atvinnulífsins ættu sæti í atvinnumálancfnd. Verður ncfndin því
skipuð fimm mönnum, en ckki níu eins og orðið hefði ef tvcir
fulltrúar vcrkalýðsfclaganna í Reykjavík og tveir fulltrúar frá
Vinnuvcitcndasambandi íslands hefðu tekið sæti í nefndinni að
tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Íítillögu meirihlutans, sem
samþykkt var á fundinum í gær,
samþykkir borgarstjórn að
kjósa fimm manna atvinnu-
málanefnd til að vinna að
eflingu atvinnulífs í borginni og
til þess að annast framkvæmd
þeirra verkefna, sem borgar-
stjórn, eða borgarráð í umboði
hennar, ákveður, að borgin beiti
sér fyrir á sviði atvinnumála og
ekki eru sérstaklega falin öðrum
kjörnum stjórnarnefndum.
Jafnframt skulu kosnir jafn-
margir varamenn.
Borgarstjórn kýs síðan for-
mann úr hópi kjörinna nefndar-
manna og skal hann vera
borgarfulltrúi eða varaborgar-
fulltrúi.
Borgarhagfræðingur skal
vera framkvæmdastjóri at-
vinnumálanefndar og sitja fundi
hennar með málfrelsi og tillögu-
rétti. Borgarverkfræðingur skal
eiga þar seturétt með sama
hætti.
Tæknilegir ráðgjafar
nefndarinnar skulu vera, auk
borgarverkfræðings og borgar-
hagfræðings, hafnarstjóri, raf-
magnsstjóri og hitaveitustjóri,
eða staðgenglar þeirra.
Stofnuð skal sérstök atvinnu-
máladeild Reykjavíkurborgar
hjá embætti borgarhagfræðings
til þess að vinna að verkefnum
atvinnumálanefndar. Deildin
skal fyrst um sinn aðallega
byggja starfsemi sína á þeim
starfsmönnum, sem þegar eru
starfandi hjá borgarhag-
fræðingi.
Breytingartillaga borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við
upphaf tillögunnar um skipan
atvinnumálanefndar var svo-
hljóðandi:
„Borgarstjórn samþykkir að
setja á stofn níu manna at-
vinnumálanefnd til að vinna að
eflingu atvinnulífs í borginni og
til þess að annast framkvæmd
þeirra verkefna, sem borgar-
stjórn, eða borgarráð í umboði
hennar, ákveður að borgin beiti
sér fyrir á sviði atvinnumála og
ekki eru sérstaklega falin öðrum
kjörnum stjórnarnefndum.
Borgarstjórn kýs fimm nefndar-
menn, tveir skuli tilnefndir af
Fulltrúaráði Verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík og tveir af
Vinnuveitendasambandi Is-
lands. Jafnmargir varamenn
skuli kjörnir á sama hátt.“
í umræðum um málið lýstu
tveir borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins, þeir Birgir ís-
leifur Gunnarsson og Páll Gísla-
son, þeirri skoðun sinni að mjög
mikilvægt væri að fulltrúar
atvinnulífsins ættu sæti í at-
vinnumálanefnd, enda væri þar
um að ræða þá aðila er atvinnu-
mál snertu mest. Kváðust þeir
undrast mjög þá afstöðu meiri-
hluta Alþýðubandalags, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks að
vilja útiloka þessa aðila frá
störfum nefndarinnar.
Bátarnir sem saknað er
MYNDIRNAR eru af rækjubátunum tvcimur frá Ilúsavik, sem
saknað cr. Á efri myndinni er Guðrún ÞH 14. Báturinn er 8 tonn,
eikarbátur, smíðaður á Akureyri 1957. Myndina tók Jóhannes
Haraldsson. Neðri mvndin cr af Þistli ÞH 88. Báturinn er 7 tonn,
eikarbátur. smíðaður á Seyðisfirði 1970. Þá mynd tók Jóhann
Helgason.
Loðnuveioin tæpar 50 þús. lestir á vetrarvertíðinni:
Bezta sólarhrings-
veiðin var í gær
LOÐNUVEIÐIN s.l. sólarhring var hin mesta á þessari vertíð. Frá
miðnætti í fyrrinótt til klukkan 22 í gærkvöldi tilkynntu 27 bátar afla,
samtals 18.660 lestir. Loðnuna fengu bátarnir útaf Langanesi cn
loðnan virðist vcra að leggja af stað suður með Austfjörðum. Bátarnir
landa aflanum á höfnum frá Siglufirði að Reyðarfirði. Gott veður var
á miðunum í gærkvöldi og góð veiði. Rúmlcga 50 bátar eru komnir á
miðin. Heildaraflinn frá vertíðarbyrjun er orðinn tæpar 50 þúsund
lestir. Lcitarskipið Árni Friðriksson er á miðunum flotanum til
aðstoðar.
Þessir bátar tilkynntu afla í
gær: Hilmir 500, Gullberg 590, Kap
II 670, Húnaröst 600, Rauðsey 500,
Albert 580, Örn 560, Ársæll 470,
Gísli Árni 620, Breki 720, Bergur II
510, Sigurður 1350, Jón Kjartans-
son 1160, Bjarni Ólafsson 1100,
Grindvíkingur 1030, Helga II 530,
Skarðsvík 620, Jón Finnsson 600,
Hrafn 630, Árni Sigurður 880,
Súlan 780, Víkingur 1300, Náttfari
530, Faxi 370, Keflvíkingur 500,
ísleifur 450 og Sæberg 530 lestir.
Á mánudaginn tilkynntu 13 skip
afla, samtals 4110 lestir: Pétur
Jónsson 550, Magnús 530, Harpa
400, Gísli Árni 240, Skarðsvík 250,
Gígja 280, Keflvíkingur 270, Hilm-
ir 400, ísleifur 340, Albert 350,
Gullberg 100, Faxi 100 og Börkur
300 lestir.
Á miðvikudaginn tilkynntu 24
skip afla, samtals 6960 lestir:
Ljósfari 350, Stapavík 550, ísleifur
420, Sæbjörg 500, Keflvíkingur
520, Gígja 550, Seley 370, Pétur
Jónsson 670, Hákon 700, Börkur
900, Óskar Halldórsson 370, Hrafn
650, Ársæll 160, Örn 530, Súlan
Rafmagnslaust
í Hlíðunum
RAFMAGNSBILUN varð í há-
spennustreng við Elliðaárnar og
leiddi það til þess, að mesturhluti
Hlíðahverfis og angi af Fossvogi
urðu algjörlega rafmagnslausir
um tíma í gær. Starfsmenn
Rafmagnsveitunnar tjáðu þó Mbl.
á 12. tímanum í gærkvöldi, að
vonast væri til að rafmagn yrði
komið aftur á allt svæðið um eitt
leytið í nótt.
640, Náttfari 620, Helga II 470,
Magnús 530, Harpa 620, Loftur
Baldvinsson 750, Guðmundur 900
og Jón Finnsson 580 lestir.
Fasteignamatið:
Einbýlis-
og raðhús
hækkuðu
um 50%
til 90%
FASTEIGNAMAT einbýlis- og
raðhúsa hækkaði nú milli ára
um 50 til 90%. Þetta kom fram
á blaðamannafundi hjá
fasteignamati ríkisins í gær.
Mcðaltalshækkunin miðað við
vcrðlag var 42%, en sé tekið
tillit til sérstakrar hækkunar
eins og á einbýlis- og rað-
húsum hækkar heildarmatið
milli ára um 49,6%.
Ástæður fyrir því, að
fasteignamat á einbýlis- og
raðhúsum hækkar svo mjög
umfram aðrar fasteignir, er að
í ljós hefur komið að hækkun
slíkra eigna var vanmetin í
fyrra og hækkuðu þá þessar
fasteignir of lítið. Þá er
aukning á fasteignamati einnig
meiri nú, þar sem í fyrsta skipti
kemur nú inn mat á húsum í
byggingu. Því er aukning á nýju
húsnæði í fasteignamatsskrám
nú óeðlilega mikil miðað við
önnur ár.