Morgunblaðið - 19.01.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979
3
Efnahagsvandinn:
„ Valkostur Sjálfctœð-
isflokksins lagður
fram í febrúar”
— segir Birgir ísleifur Gunnarsson formaður
framkvæmdastjórnar Sjálfstœðisflokksins
Tveir bátar
seldu í
Grimsby
Tveir bátar seldu í Grimsby á
Bretlandi í gaer. Ýmir seldi alls
89,7 tonn fyrir 31,9 milljónir króna
eða meðalverð kr. 357 og Gullver
seldi alls 63,4 lestir fyrir 25,5
milljónir, meðalverð 402 krónur.
r
I gæzlu
vegna fíkni-
efnamáls
FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjálfstæðisflokksins var sett á
laggirnar í nóvemberlok s.l. og síðan hefur hún unnið að
mörgum þáttum í starfi Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið
hafði tal af Birgi ísleifi Gunnarssyni formanni framkvæmda-
stjórnar og spurði hann um hclztu verkefni sem unnið væri að.
„Valkostur viö efna-
hagsstefnu vinstri
flokkanna"
„Nefndir hafa unnið allmikið
starf til þess að samræma
málefnalega stefnumótun Sjálf-
stæðisflokksins, en fyrirhugað-
ur Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins í vor mun síðan
afgreiða þau mál,“ sagði Birgir
ísleifur, „en segja má að stefnu-
mótunin sem unnið er að sé
þríþætt. Mikilvægur þáttur í
stefnumótun Sjálfstæðisflokks-
ins sem stefnt er að að verði
tilbúinn á næstu vikum er
ýtarleg stefna í efnahagsmálum
þar sem tilgangurinn er að móta
ákveðna stefnu sem geti orðið
valkostur í efnahagsmálum við
þá stefnu sem vinstri flokkarnir
eru nú að reyna að koma saman,
hvernig sem það nú tekst.
Starf okkar er unnið á þann
veg að sérstök nefnd innan
fiokksins undir forystu
Guðmundar Magnússonar
prófessors er langt komin með
að undirbúa sínar tillögur sem
síðan verða teknar til ýtarlegra
umræðna í þingflokki Sjálf-
stæðisflokksins og öðrum
stofnunum flokksins sem um
þær þurfa að fjalla. Hér er um
mjög víðtæka og nákvæma
efnahagsmálastefnu að ræða,
sem á að vera tilbúin ekki síðar
en um miðjan febrúar.
„Þróun Þjóöfélagsins í
stórum dráttum
til aldamóta“
Þá eru það önnur stór mál
sem unnið er að til lengri tíma,“
sagði Birgir ísleifur, „og annar
þáttur stefnumótunarstarfsins
er nefndarstarf vísinda- og
menntamanna sem vinna að
undirbúningi stefnuyfirlýsingar
Sjálfstæðisflokksins, hvernig
flokkurinn vill móta þróun
íslenzks þjóðfélags í stórum
dráttum til aldamóta. í þessari
nefnd eru Jónas Bjarnason
formaður nefndarinnar, Gunnar
G. Schram varaformaður og
aðrir í nefndinni eru Már
Elísson, Valdimar Kristinsson,
Halldór Elíasson, Þráinn
Eggertsson, Björn Sigurbjörns-
son, Guðrún Erlendsdóttir og
Skúli Johnsen.
Markviss stefna í
14 Þáttum Þjóðmála
Þriðji þátturinn í undir-
búningi að málefnalegri stefnu-
mótun Sjálfstæðisflokksins til
afgreiðslu á landsfundi er starf
14 málefnanefnda um jafn
marga þætti þjóðmálanna, en
þær nefndir eru nú að störfum
auk þess sem þær verða ráðgef-
andi fyrir þingflokkinn. Stefnu-
mótun þessara nefnda í viðkom-
andi málum verður síðan lögð
fyrir landsfund.
Almennt fundahald og
stjórnmálanámskeiö
Þá hefur all mikið starf farið í
að undirbúa þá fundi sem nú eru
byrjaðir víða um land, en eins og
sagt hefur verið frá í Morgun-
blaðinu er þar um 35 fundi að
ræða með 30 ræðumönnum úr
hópi þingmanna, verkalýðsleið-
toga, ungra sjálfstæðismanna
og annarra forystumanna. Þessi
fundaherferð er byrjuð og hefur
hún gengið vel til þessa. Þá er
rétt að nefna að landssamtök
Sjálfstæðisflokksins í samráði
við framkvæmdastjórnina eru
nú að hefja víðtækt námskeiða-
hald í stjórnmálum og er stefnt
að slíkum námskeiðum í öllum
kjördæmum landsins.
Það fyrsta var í Eyjum um sl.
helgi,
Þá er stefnt að því að,
heimsækja sem flest samtök
flokksins á næstu vikum af
framkvæmdastjórn eða full-
trúum hennar, en slík fundahöld
eru þegar hafin í tengslum við
hina almennu fundi sem haldnir
hafa verið.
Þá hefur framkvæmda-
stjórnin ýmis önnur mál á
prjónunum sem snerta flokks-
starfið, bæði frekari fundahöld
og ýmis mál um innra skipulag
flokksins."
TVÍTUGUR maður var úrskurðað-
ur í 5 daga gæzluvarðhald í
Vestmannaeyjum í fyrrakvöld
grunaður um aðild að fíkniefna-
máli. Maðurinn, sem var aðkomu-
maður í Eyjum, var fluttur til
Reykjavíkur í yfirheyrslu.
Tillaga Alberts í
borgarstjóm samþykkt'
Þjónustumiðstöð
fyrir aldraða
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti 4 fundi sínum í gær-
kvöldi tillögu Alberts Guðmunds-
sonar um _ þjónustumiðstöð fyrir
aldraða. Áður hafði borgarráð
samþykkt, að stjórn þjónustumið-
stöðvar fyrir aldraða skyldi skipuð
fimm aðilum, þremur frá félags-
málaráði. einum frá stjórn Borgar
spítalans og einum frá heilbrigðis-
ráði.
Borgarráð skal gera tillögur um
starfsreglur fyrir þessa þjónustu-
miðstöð, að fenginni umsögn félags-
málaráðs og félagsmálastjóra, en
ætlunin mun vera að þjónustumið-
stöðin hafi yfirumsjón með og
samræmi ýmsa þjónustu sem öldruð-
um stendur til boða í Reykjavík.
Þorrabakkinn
kr. 1600.-
15 tegundir.
Úrvals glerhákarl, skyrhákarl, sviða-
sulta, svínasulta, hrútspungar, lunda-
baggi, smjör, bringukollar, hvalsulta
hvalrengi, flatköfcur, reykt slld, marin-
eruö sfld, seitt rúgbrauö, harðtiskur,
úrvals hangikjöl, litrarpylsa, blöömör. r
SMIÖR
jÖR j SMIÖR
iTöR 'iSMJÖR