Morgunblaðið - 19.01.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979
7
Sigurjón Pétursson, for- Svavar Gestsson viO- Kjartan Jóhannsson
seti borgarstjórnar. skiptaráöherra. sjávarútvegsráöherra.
Hækka útsvör
í 12% í kjölfar
eftirgjafar
veröbóta
á laun?
Áætlaöar tekjur ríkis-
sjóös af eigna- og tekju-
sköttum einstaklinga
hækka um rúmlega 90% í
krónum talið milli fjár-
laga liöins og nýbyrjaös
árs. Sömu skattar á at-
vinnuvegi hækka yfir
150%. Vörugjald hefur
verið hækkað úr 16% í
18% og í mörgum tilfell-
um í 30% (p.e. á vöruteg-
undir sem vega lítið eöa
ekki í vísitölu). Sérstakt
nýbyggingargjald hefur
veriö lagt á byggingar-
framkvæmdir, aðrar en
íbúðarbyggingar, sem í
senn setur atvinnufyrir-
tækjum stólinn fyrir dyr
um æskilegan vöxt og
skerðir atvinnuöryggi í
byggingariðnaði. Sama
máli gegnir raunar um
sérstakan eignaskatt á
atvinnuhúsnæöi og
breyttar fyrningarreglur.
Reykjavíkurborg fetar ■
ekki aðeins fast á hæla
ríkisvaldsins, heldur ger-
ir jafnvel enn betur, enda
ráða kommúnistar ferö á
báðum stööum. Tekju-
skattar borgarinnar
hækka milli fjárhags-
áætlana 1978 og 1979
(frumvarps) um tæplega
50% í krónum talið, fast-
eignagjöld um 92,2% og
aðstööugjöld um 81,9%.
Ekki liggur enn Ijóst fyrir,
hvort leyfi fæst til að
hækka útsvör í borginni í
12%, en ef svo fer, geta
útsvör hér orðið verulega
hærri en í nágranna-
byggðum, eins og aö-
stöðugjöld og fasteigna-
gjöld. Þá verður hann
orðinn dýr borgurunum
hinn nýi vinstri meirihluti
í borgarstjórninni. Þann-
ig fer pegar kosningaúr-
slit hlaupa í skattseöil og
launaumslög almenn-
ings.
Ráðstafanir, sem
stjórnvöld gerðu 1. des-
ember sl., byggðust m.a.
á pví, að beinir skattar
skyldu lækka sem svar-
aði 2 vísitölustigum, sem
gefin voru eftir á peim
forsendum. Þessi eftir-
gjöf verðbóta á laun var
Þáttur í óbeinu sam-
komulagi ríkisstjórnar og
launpegasamtaka, að pví
er sagt var. Umrædd
„skattalækkun" lægstu
launa veröur gerð að
engu, purrkuð út á auga-
bragði, ef útsvörin, sem
eru flatur brúttóskattur á
laun, hækkuðu í 12%.
Engu að síður eru bæði
Alpýðubandalag og Al-
pýðuflokkur hallir undir
Þessa hækkun. Hér verð-
ur um mjög lærdómsríkt
dæmi að ræða í sam-
skiptum ríkisvalds, sem
veröur að heimila út-
svarshækkunina, og
launpegasamtakanna í
landinu. Við bíðum og
sjáum hvað setur.
„Ég hef tekið
máliö upp ...“
Svavar Gestsson við-
skiptamálaráöherra segir
í viðtali við Þjóöviljann
16. Þ.m. að Það Þurfi leyfi
viðskiptaráðuneytisins til
að selja afla erlendis.
Hingað til hafi viðskipta-
ráðuneytið aðeins verið
afgreiösluaðilí í pessu
efni... „Ég hef Þó tekið
Þetta mál upp í ráðuneyt-
inu og falið einum deild-
arstjóranum að kynna sér
Það í samráði við sjávar-
útvegsráöuneytið“.
Kjartan Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra
segir í Mbl. í dag,
aðspurður, að „siglingar
fiskiskipa hafi verið full-
miklar með tilliti til at-
vinnusjónarmiða. Ég tel
Þó ekki rétt aö fara Þá
leið að draga úr sigling-
um með beinni stýringu á
Þeim gegn um leyfis-
veitingar, en tel Þess í
stað hugsanlegt að gripið
verði til annarra
aögerða...
hliöarráðstafana...“
Kjartan segir að Þetta
vandamál, hvern veg
draga megi úr sölum
erlendis á sama tíma og
hráefnisskorts hafi gætt
á sumum stöðum og
jafnvel atvinnuleysis, hafi
verið til athugunar í
sjávarútvegsráöuneytinu
undanfarnar vikur...“
Það sem vekur athygli,
auk vandamálsins sjálfs,
er, að viðskiptaráðherra
lætur blaö sitt gera Því
skóna, að hann hafi frum-
kvæði í máli, sem faglega
séð heyrir undir sjávarút-
vegsráðuneytið og hefur
verið Þar til athugunar
um nokkurn tíma. Hér á
að „stela senunni" af
krataráðherra, ef svo má
að oröi komast, í við-
kvæmu máli, er snertir
fiskvinnslufólk, af sömu
„háttvísinni" og
kommúnistar hafa gjarn-
an sýnt í öllu Þessu
stjórnarsamstarfi. Svona
lágsigld „pólitík" í sam-
starfi flokka er með
fádæmum.
Kemur verst
við gamla
fólkiö
Þegar allt fer saman
hjá vinstri ríkisstjórn og
vinstri meirihluta í
borgarstjórn: hækkað
fasteignamat, hækkuð
fasteignagjöld, hækkun á
svokallaðri „eigin húsa-
leigu" sem skattstofni,
hækkaðar lóðarleigur
(samhliða hækkun
beinna og óbeinna
skatta) kemur Það aö
sjálfsögöu illa við hvern
og einn, en fyrst og
fremst við gamla fólkíð.
Gamalt fólk, sem býr í
eigin húsnæði, en hefur
ekki upp á aðrar tekjur
að hlaupa en ellilífeyri,
verður sérstaklega illa úti
í Þessari leit vinstri
manna að hinum „breiðu
bökum“ í Þjóðfélaginu.
Þetta á ekki sízt við í
Reykjavík Þar sem
fasteignamat er hvaö
hæst, getur jafnvel verið
allt að tvöföldu við pað
sem lægst gerist í strjál-
býli.
Gamalt hús sem
stendur í hjarta borgar-
innar er ekki virt eftir Því,
hvern „arð“ Það gefur
eiganda sínum, sem oft
er ekki annað en Þessi
„eigin húsaleiga", heldur
út frá allt annarri for-
sendu, sem ekki verður í
aska látin nema með
sölu, sem gömlu fólki er
oft sízt í huga. Hér er pví
ráðízt á garðinn par sem
hann er lægstur og Þykir
lítill mannsbragur aö.
Það var Því viö hæfi að
öldruð kona, ellilífeyris-
Þegi, lét viðskipta- og
bankamálaráðherra Al-
Þýðubandalagsins heyra
Það — á kjarnyrtu máli —
að AIÞýðubandalagið
hefði svikið hvern staf-
krók af Því, sem haö
sallaði aö borð kjósenda í
kosningahríðinni, í beinni
línu hljóðvarpsins fyrir
skemmstu.
Söngfólk
Pólýfónkórinn petur bætt viö nokkrum góöum
söngröddum. Okeypis söngkennsla og hagnýt
almenn músíkþjálfun. Tvær æfingar í viku.
Æfingastaöur og tími: Vogaskóli kl.
20.30—22.30. Hollt og þroskandi tómstunda-
starf, sem nýtur almennrar viöurkenningar.
Upplýsingar og umsóknir í síma 26611 á
daginn og símum 72037 eöa 43740 á kvöldin.
Pólýfónkórinn.
Fræðslufundur
Haldinn veröur fræðslufundur föstudaginn 19.
janúar kl. 20.30 í Félagsheimili Fáks þá ræöir
Siguröur Haraldsson í Kirkjubæ um reiöhestinn í
ræktun, uppeldi og umhirðu og svarar fyrirspurn-
um.
Fáksfélagar og aörir hestaunnendur tökum þátt í
umræöum um þetta áhugaverða efni.
Hestamannafélagiö Fákur.
Til sýnis og sölu
Cadillac Eldorado árgerö 1974 bíll í algjörum sérflokki
ekin aöeins 78 þús. km. Ðifreiöin er meðal annars,
framhjóladrifin, 8cyl, sjálfskipt meö powerstýri,
powerbremsur, veltistýri, rafmagnsdrifin, sæti, rúöur,
skottlok, útvarpsstöng, sjálvirkur hitastillir á miöstöö,
sjálfvirkur Ijósaskiptir ný vetrardekk, sumardekk fylgja
og margt fleira. skipti möguleg.
BILASAIAN
Grensásvegi 11
Sími 83150 —
83085
€\
Arshátíð
Félag íslenskra Stórkaupmanna heldur árs-
hátíð sína í Súlnasal, Hótel Sögu föstudaginn
26. janúar kl. 19.15.
Mjög hefur veriö vandaö til árshátíöarinnar.
Glæsilegur matseöill og fjölbreytt skemmtiatriöi.
Miöar veröa afhentir á skrifstofu félagsins,
Tjarnargötu 14, 23. janúar kl. 14.
Borö veröa tekin frá á sama tíma. Félagar eru
hvattir til aö tilkynna þátttöku sína tímanlega.
Skemmtinefnd.
9