Morgunblaðið - 19.01.1979, Side 10

Morgunblaðið - 19.01.1979, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 Sr. Sverrir Haraldsson:_ Á ég að gæta barnsins míns? Árinu 1979 hefur verið gefið nafnið „Ár barnsins" og get ég ekki skilið það á annan hátt en þann, að árið eigi alveg sérstak- lega-að vera helgað börnunum og málum þeirra og er þá vel. Aðeins nafnið ár barnsins hlýt- ur að vekja til enn meiri umhugs- unar en ella, foreldra, kennara, uppalendur og raunar hvern mann, því að allir umgöngumst við börn, meira eða minna og berum ábyrgð á þeim. Barnið er dýrmætasta og jafn- framt viðkvæmasta eign hvers foreldris og þjóðarinnar í heild. Barnið er óskadraumur foreldr- anna og framtíð þjóðarinnar og því er allt undir því komið að það njóti frá fyrstu árum bernskunnar ástar og umhyggju. Fyrstu áhrifin, sem það verður fyrir skifta mestu máli, meðan sál þess er sem óskrifað blað, því að: „Það verður í bók þess svo varlega að skrifa, sem veikur er fæddur og skammt á að lifa“. Það er ekki nóg að barnið hafi nóg að borða, mörg leikföng og góðan fatnað. Sál þess er viðkvæm og auðsærð og oft er eitt ástarorð, hlýlegt umburðarlyndi eða bara bros meira virði en góðgæti og glansfatnaður. Hver er ég, fávís sveitaprestur, að hætta mér útí það, að ræða um sálarlíf og meðferð barna, þegar á hverju strái eru sérfræðingar í barnasjúkdómum, sálfræðingar og félagsfræðingar? En þó dirfist ég að fullyrða, að í okkar góða landi líði mörg börn hungur. Ekki að þau hungri eftir mat eða drykk heldur öryggi, ást og umhyggju. Foreldrar verða að gera sér ljóst, hversu mikil ábyrgð hvílir á þeim, sem geta börn og að þá er ábyrgðin mest, þegar barnið er fætt og uppeldisárin byrjuð. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi um það, að báðir foreldrarnir vinna úti og undanskil ég þá algerlega þau tilfelli, þegar efna- hagurinn krefst þess. Og án þess að halia á nokkurn hátt á konuna, þá er það oftar hún, sem heyrist segja sem svo: „Það er svo leiðinlegt að hanga alltaf heima, að ég varð bókstaflega að fá mér vinnu úti, til þess að brjálast ekki úr leiðindum". Þessir foreldrar eiga oft ungabörn. Þeim er svo útveguð einhverskonar barna- gæzla, börnin eru oft og tíðum rifun upp úr rúminu á morgnana og flutt á vöggustofur eða dag- heimili. Svo þegar þau koma aftur síðla dags, eru foreldrarnir þreytt eftir vinnuna, og hafa kannski ósköp takmarkaðan tíma, eða vilja, til að tala við börnin, sýna þeim umhyggju svara spurningum þeirra, leika við þau eða helga þeim smástund. Við þessum börn- um tekur svo gatan, sjoppurnar, misjafn félagsskapur og því miður Sr. Svcrrir Haraldsson. margt verra. Þau eiga raunveru- lega enga foreldra og ekkert heimili og sitja uppi með nafnið „vandræðabörn". Við þekkjum öll „lyklabörnin", sem á morgnana fara í skólann með lykil um hálsinn, til þess að komast inn í mannlausa íbúðina heima að loknum skólatíma, þar sem hvorki bíða pabbi né mamma. Og þær einstæðu mæður, sem fá einhverja unglingstelpu sem þær þekkja jafnvel ekki neitt, til að passa vöggubörn sín eða kornung, til þess að komast sjálfar út á kvöldin, bið ég í nafni barnanna þeirra, að hugsa sig betur um þegar um er að velja eigin skemmtun eða meðferð litlu barn- anna. Það er rætt um áfengisböl á Islandi og því miður ekki að ástæðulausu. Hvað ætli þau heim- ili séu mörg, þar sem börnin bókstaflega gleymast í sambandi við áfengisneyslu? Þau horfa á foreldra sína drekka, eldri systk- ini, vini og gesti. Þau heyra þar margt, sem getur haft hættuleg áhrif á sálarástand þeirra, jafnvel ljót orð milli pabba og mömmu, svo að ekki sé meira sagt. Eg er hræddur um að börnin sitji æði oft á hakanum, þegar velja á á milli umhyggjusemi með þeim og „skemmtilegra partía“. Útyfir tekur þó, þegar foreldrar vilja og hafa með sér börn sín, um jafnvel innan við fermingu, á hvers konar samkomur þar sem áfengi er veitt, hvort sem þær nú kallast héraðsmót, þorrablót, eða eitthvað annað. Þarna horfa börn- in á foreldra sína drekka áfengi og verða misjafnlega á sig komin. Unglingarnir kynnast áfenginu nógu fljótt, þó að það séu ekki foreldrarnir, sem fyrstir stofna til þeirra kynna. Geta þessir sömu foreldrar kinnroðalaust beitt hörðu við börnin sín, ef þau leiðast útí að drekka vín? Geta þessir sömu foreldrar kennt þessum börnum sínum og ætlast til að þau taki mark á því, að það sé hættulegur löstur að drekka og að það ættu engir að gera? í öllum þessum tilfellum, sem ég hefi nefnt og mörgum fleirum, verða foreldrar að spyrja: „Á ég að gæta barnsins míns?“ Svari þeir játandi, verða þeir að fórna mörgu því, sem þeir hafa löngun til, því að það stangast oft á við það, sem nauðsynlegt er börnunum þeirra og þeim fyrir bestu. Svari þeir hinsvegar neitandi t.d. með framferði sínu, þá eru þeir ekki færir um að eiga börn eða annast uppeldi þeirra. Þegar rætt er um börn, um- hyggju, umönnun og uppeldi þeirra, kemur svo ótal margt til greina, að þetta fáa, sem ég hefi hér drepið á, er alls ekki neitt, miðað við allt hitt, sem ekki er nefnt. Þetta eru aðeins örfáir punktar, ætlaðir til að minna á mikilvægi orðann: foreldrar og börn. Sverrir Ilaraldsson. Ib Wessman með trog af þorramat á Naustinu í gær. Þorrinn blótaður 21. árið áNaustinu „VIÐ byrjum að þreyta þorrann hér í Nuastinu á föstudag. og bjóðum við nú upp á hin hefðbundna þorramat úr trogunum okkar 21. árið í röð,“ sagði Ib Wessman yfirmatreiðslumaður á Nausti þegar Mbl. leit við hjá honum í gær. Ib sagði að auk hinna hefðbundnu þorrarétta yrði boðið upp á sérstakan þorradrykk sem Símon barþjónn hefur lagað. Sagði Ib að samsetning drykkjarins væri leyndarmál sem Símon mundi liggja á þar til að þorrinn rynni upp. Þá sagði Ib Wessman að miklar breytingar væru í deiglunni á Naustinu. Verið er að setja upp nýjan sérréttarseðil og á þorranum verður efnt til ýmissa skemmtiatriða, sem nánar yrði greint frá síðar. „Við ætlum eiginlega að kúvenda með okkar daglegu rétti. Okkur langar að reyna að sýna eitthvað nýtt, nýtt andlit. Til að forðast misskilning þá ætlum við þó ekki að gera neinar breytingar á húsnæðinu. Naustið verður alltaf Naust, og því verður ekki breytt." Það kom fram í spjallinu við Ib Wessman að þorrinn hefði eiginlega verið endurvakin í Naustinu á sínum tíma, en mörg veitingahús hafa nú tekið upp að bjóða gestum sínum þorramat. I trogunum á Naustinu verður að finna, að sögn Ib Wessman, blóðmör, lifrapylsu, bringukolla, lundabagga, hrútspunga, svið, sviðasultu, hákarlsbita, súran hval, hangikjöt, kalt saltkjöt, harðfisk, rófustöppu, rúgbrauð og flatbrauð. „ Grœnland í miðaldaritum ” Einar Laxncss núverandi forseti Sögufélagsins, Dr. Björn Þorsteins- son prófessor. fyrrverandi forseti Sögufélagsins, og Ólafur Halldórsson sem annaðist útgáfu bókarinnar „Grænland í miðaldarit- Ljósm. Emilía. GRÆNLAND í miðaldaritum. nefnist nýútkomin bók hjá Sögufélaginu en Ólafur Ilalldórsson handritafræðingur annaðist útgáfu verksins. Bókin hefur að geyma Grænlandsannála sem eignaðir hafa verið Birni á Skarðsá en eru hér gefnir út í heild eftir öllum varðveittum handritum. Auk þess eru í ritinu kaflar úr íslendingabók, Landnámu, Flateyjarbók, Hákonar sögu, annálum og fornbréf- um, einnig Grænlendingasaga, Grænlendingaþáttur og Grænlandskafli úr Konungsskuggsjá. Öll áður lagsins, helsti hvatamaður þess að Ölafur tók að sér að vinna þetta verk. Bókin er 453 blaðsíður að stærð og er prýdd kortum og myndúm og er hún prentuð í Ísaíoldarprentsmiðju. Sögufélagið og Ólafur Halldórsson hafa hlotið styrk til útgáfu bókarinnar úr Vísindasjóði, Gjöf Jóns Sigurðssonar og Þjóðhátíðarsjóði. í „Grænland í miðaldaritum" kemur fram hjá höfundi ýmislegt sem ekki hefur verið vitað um áður. T.d. sýnir hann fram á að Grænlandsannáar Helstu hamdrit um sögu Grænlendinga fram á 17. öld nefnd rit eru borin saman við handrit en prentuð með nútíma stafsetningu. Ritinu fylgir einnig vísindaleg greinargerð útgefenda um gerð og uppruna allra helstu heimilda að sögu Grænlend- inga hinna fornu. Þetta er í fyrsta skipti sem þessu efni eru gerð skil á þennan hátt, það er að segja miðað við nútímakröfur í handritaútgáfu. Sumt af því sem þarna er ritað kemur nú í fyrsta sinn út á prenti. Undirbúningur að útgáfu „Grænland í miðaldarit- um“ hófst fyrir um það bil áratug og var dr. Björn Þorsteinsson prófessor, sem þá var forseti Sögufé- séu ekki 'verk Bjarna á Skarðsá heldur að upphaflegur höfundur þeirra muni vera Jón lærði Guðmundsson, en Björn hafi gert einhverjar breytingar á ritinu. í ritgerð sinni um uppruna helstu heimilda að sögu Grænlands kemst höfundur m.a. að þeirri niðurstöðu að ekkert samband sé á milli Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu. Gagnstætt því sem áður var talið heldur Ólafur því fram að þessar tvær sögur hafi verið skrifaðar sín í hvoru lagi og hvor annarri óháðar enda skrifaðar hvor í sínum landshluta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.