Morgunblaðið - 19.01.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.01.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANUAR 1979 Hundaæði senn á öllu Jótlandi? UNDANFAIÍIN ár hafa Danir háð misheppnaáa «k Kaiínslitla baráttu líejjn því að hundaæði hreiðist út um Danmdrku. en fyrir nokkrum árum varð þess vart. að refir við vestur-þýzku landamærin va’ru með smitandi hundaæði. Nýlesa fannst svo sýktur refur 20 kílómetra fyrir norðaustan bæinn Itibe við vesturströnd Jótlands. ojí bendir það til þess. að sjúkdómurinn breiðist út norður á bójfinn. Fyrir skiimmu lýsti sérfræðinjíur diinsku veiðimálaskrifstofunnar. að ef ekki yrði breytt um aðferðir í baráttunni við sjúkdóminn breiddist hann út um allan Jótlandsskajía á fáum árum. Hinj;að til hafa dönsk yfirvöld einkum reynt að stemma stijíu við Veður Akureyri 6 skýjað Amsterdam -1 skýjað AÞena 8 heiðskírt Berlín -1 skýjað Brussel -2 skýjað Chicago -1 skýjað Frankfurt -3 skýjað Genf -2 skýjað Helsinki -2 skýjað Jerúsalem 14 heiðskírt Jóhannesarb. 28 skýjað Kaupmannah. -1 skýjað Lissabon 12 heiðskírt London 3 rigning Los Angeles 17 léttskýjað Madríd 10 rigning Miami 24 skýjað heíðskirt Moskva -10 New York 3 skýjað Osló -1 skýjað París -1 skýjað Rio De Janeiro 29 léttskýjað Rómaborg 0 heiöskírt • 5tokkhólmur 0 skýjað Tel Aviv 17 heiðskírt Tókýó 13 rigning Vínarborg -4 skýjað útbreiðslu hundaæðis með því að dæla jjasi inn í refagreni. Sérfræð- injíur veiðimálaskrifstofunnar telur þessa aðferð jíagnslitla oj; hefur barizt án áranjíurs fyrir því að þvert yfir Jótlandsskaga yrðu búin til eiturbelti sem ættu að stöðva refinn. Herferðin j;ej;n hundaæðinu hefur hingað til verið í höndum dönsku'dýralækninj;a- skrifstofunnar oj; hefur þessum huj;myndum veiðimálaskrif- stofunnar verið hafnað það sem af er. Sérfræðinj;ur veiðimálaskrif- stofunnar sej;ir, að á þessum árstíma sé mest hætta á útbreiðslu hundaæðis, því nú para refir sig og fara þá karldýrin víða og slást við önnur karldýr um kvendýrin. Kosningarnar á Grænlandi: í>orri kjósenda med heimastjórn Godthaab. Grænlandi. 18. janúar. Reuter. v Með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða greiddu Grænlendingar atkvæði með heimastjórn í kosningum í landinu í gær. Kjörsókn var meiri en almennt gerist í landinu. eða 63 af hundraði. Þegar talin höfðu verið 99 af hundraði greiddra atkvæða var staðan sú að 70 af hundraði kjósenda höfðu kosið heimastjórn, en 26 af hundraði höfðu greitt atkvæði gegn heimastjórn. ráðs sem Danir og Grænlendingar skipa. Eiturgasi dælt inn í reíagreni í skógi við vestur-þýzku landamær- in. Sérfræðingar telja þessa aðferð í haráttunni við útbreiðslu hundaa'ðis ekki nógu árangurs- ríka. Þegar úrslitin lágu fyrir söfnuð- ust íbúar Godthaab saman á götum bæjarins og sungu hástöf- um bandaríska negrasálminn „We Shall Overcome“. Anker Jörgensen forsætisráð- herra Danmerkur sagði í morgun að hann væri ánægður með úrslitin, en þau þýða að Danir eru ekki lengur mesta nýlenduveldi Evrópu. Með heimastjórn frá Grænlend- ingar full yfirráð á fimm árum yfir stjórnun sveitarfélaga, skól- um, útvarpi og sjónvarpi, skatta- málum og fiskveiðimálum. Utan- ríkismál, varnarmál, dómsmál og stjórnun náttúruaðlinda verða áfram undir stjórn sameiginlegs Fjöldamorðin í Svíþjóð: Ennfremur verður tatu tunga Grændlendinga, en danska annað mál þeirra. Hinn 1. maí næstkomandi verð- ur sett á iaggirnar fjögurra manna stjórnarráð sem skipað verður samkvæmt úrslitum almennra kosninga 1. apríl. Þetta ráð mun smátt og smátt taka við stjórnun málaflokka af Grænlandsmála- ráðuneytinu í Kaupmannahöfn. Grænlendingar munu áfram hljóta verulega fjárhagsaðstoð frá Dönum. Ennfremur eiga Græn- lendingar nú kost á því að skera alveg úr því sjálfir hvort þeir vilji áfram vera aðilar að Efnahags- bandalagi Evrópu. Fyrirhugað var að loka deildinni Stokkhólmi 18. jan.. frá Önnu Bjarnadóttur. íréttaritara Mbl. HINN átján ára gamli starfsmaður Östra-sjúkrahússins í Malmö, sem viðurkenndi á föstudag að hafa framið fjöldamorð á deild sjúkrahússins, sem hann starfaði við, var ákærður á mánudag fyrir 20 morð og 5 morðtilraunir. Varaðir við hernaðaríhlutun Wa.shinj(ton, 18. janúar. Rcuter. JIMMY Carter Bandaríkjaforseti sagði í dag á fundi með frétta- mönnum, að Bandaríkjamenn hefðu varað Sovétmenn og Víetnama við hernaðaríhlutun í Kamhódíu sem gæti ögrað Thailandi. Carter sagði. að viðvörun þeirra til Sovétmanna væri fyrst og fremst til komin vegna þess að Vfetnamar væru með sovézk vopn. Pilturinn mun sæta geðrann- sókn en ákærandinn, Sten Runer- heim, sagði á blaðamannafundi, að nú fyrst væri að renna upp fyrir piltinum, að hann hefði framið glæp. Á föstudag, þegar hann viðurkenndi morðin, var honum ekki ljóst, að honum yrði hegnt fyrir athæfi sitt, heldur hélt hann að hann fengi að fara heim og að allt yrði í lagi þar sem hann hefði játað. Starfsmanninum hefur ver- ið lýst þannig, að hann sé ekki eins og fólk er flest og að hann hafi átt erfitt með að vinna með öðrum, þó að hann hafi ávallt komið vel fram við starfsfólkið. Enn hefur ekki fengizt skýring frá piltinum á því, hvers vegna hann myrti sjúklingana. Hann byrlaði þeim Fenol-þvottalög, sem blandaður er vatni við hreingern- ingar á sjúkrahúsinu, en sjúkling- unum gaf pilturinn löginn óbland- aðan í ávaxtasafa. Hugmyndina að því að nota þvottalöginn segist hann hafa fengið þegar hann las á brúsann, en þar er varað við því að taka inn þvottalöginn. Pilturinn segist hafa vorkennt sjúklingun- Urslitin endurspegla vilja Grænlendinga — segir grænlenzk kona, búsett hér á landi „NEI. ÞESSI úrslit koma mér ékki á óvart. Þau eru í sam- ræmi við almennan vilja íbúa Grænlands. en þar hefur verið mikill áhugi á heimastjórnar- málinu." sagði Benedikta Þor- steinsson skrifstofumaður hjá Norræna félaginu í viðtali við Mbl. í gær. Benedikta er gramlenzk að uppruna. fædd og uppalin nálægt Julianchaah, en giftist til ísiands fyrir nokkr- um árum. Maður Benediktu. Guðmundur Þorsteinsson. er formaður Grænlandsfélagsins á íslandi. Benedikta sagði, að mikill áhugi hefði lengi verið á því á Grænlandi að landið fengi heimastjórn. „Og ég held einnig að það hljóti að vera vilji Grænlendinga að landið fái á endanum fullt sjálfstæði. Heimastjórn er vissulega spor í rétta átt, og ég held að menn telji að fullt sjálfstæði komi síðar, enda er það eiginlega sjálfsagður hlutur í augum Grænlendinga," sagði Bene- dikta. it 11 II Benedikta Þorsteinsson. Ljósm. Mbl. Emilía. Eins og fram kemur í frétt hér á síðunni var kjörsókn meiri en almennt gerist á Grænlandi. Sagði Benedikta að skýringin á þessu væri án efa hinn mikli áhugi Grænlendinga á málinu. Aðspurð sagðist hún ekki telja að kjörsóknin og úrslitin endur- spegluðu hatur Grænlendinga út í Dani, slíkt hatur væri vart hægt að tala um í raun og veru. Þá sagði Benedikta að án efa væri mikill áhugi meðal Græn- lendinga á að samskipti íslend- inga og Grænlendinga ykjust og ætti þessi nýi áfangi í málefnum Grænlands að auðvelda slík samskipti. „En Grænlendingar hafa haft mikið á sinni könnu undanfarið og hafa því ekki getað sinnt þessum málum. Ef til vill gefst þeim nú brátt tími til að huga að auknum sam- skiptum við íslendinga," sagði Benedikta. Faðir Benediktu er fjárbóndi skammt frá Julianehaab í Suð- ur-Grænlandi. Kvaðst Bene- dikta ekki vera nógu kunnug afstöðu grænlenzkra fjárbænda almennt til heimastjórnar og til aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu, sem Grænlendingar í heild voru á móti árið 1973. Sagðist hún telja að aðildin að EBE hefði komið sumum bænd- um vel en alls ekki öllum, og því væri afstaða þeirra að líkindum nokkuð mismunandi. um. Hann hefur játað að þekkja til umræðu í Jandinu um líknarmorð, en segist ekki hafa orðið fyrir áhrifum af henni. Á langlegudeildinni þar sem pilturinn starfaði eru 50 sjúkling- ar sem þjást af „senil demens“ eða ellihrumleika á mjög háu stigi. Ungt fólk sem starfar á þess konar deildum segist verða fyrir miklu áfalli í f.vrstu þegar það sér hversu þungt sjúklingarnir eru haldnir. Nú hefur verið bent á, að ekki sé rétt að láta ungt fólk hefja starf við svo erfiðar deildir án menntun- ar eða undirbúnings. Síðan pilturinn hóf störf við Östra-sjúkrahúsið í október hafa 29 sjúklingar á deildinni sem hann starfaði við látizt. Fyrirhugað var að loka deildinni eftir áramótin vegna fjölgunar dauðsfalla, en beðið var eftir úrlausn ofnæmis- sérfræðinga, þegar pilturinn ját- aði morðin, en talið var að eitthvert ofnæmi gæti valdið dauðsföllunum. Fimm manna nefnd hefur nú verið falið að kanna, hvort eitthvað athugavert sé við rekstur deildarinnar þar sem það tók svo langan tíma að komast að orsök dauðsfallanna. Fjölskyldur þeirra myrtu munu fá endurgreiddan jarðarfarar- kostnað frá tryggingum, en sjúkl- ingarnir sem iifðu morðtilraun piltsins af munu fá skaðabætur greiddar vegna bruna af þvottaleg- inum í munni og hálsi. Hin opinbera fréttastofa í Kína. Hsinhua. sendi nýlega frá sér þessa mynd af kín- verskri eldflaug. Kínverjar smíðuðu cldflaugina sjálfir en engar upplýsingar um flaug- ina fylgdu myndinni. Símamynd-AP. Fær landvistar- leyfi í Ástralíu Canberra, 18, janúar. Rcutcr. Lillian Gaeinskayov, sovéska stúlkan sem fyrir skömmu stakk sér til sunds frá sovézku farþega- skipi undir strönd Ástalíu við Canberra og synti til lands. hofur nú fengið landvistarleyfi að því er segir í fréttum frá Canberra í dag. Talsmaður ástralska utanríkis- ráðuneytisins sagði í dag, að ungfrúin uppfyllti öll skilyrði til að fá landvistarleyfi undir sérstöku flóttamannaeftirliti. — Upphaflega fór hún fram á landvistarleyfi sem pólitískur flóttamaður en breytti því á síðustu stundu þannig að hún hefur nú frjálsari hendur um að flytjast til annarra landa. Ungfrú Gaeinskayov sagði frétta- mönnum í dag, að hún hefði óbeit á sovézkum stjórnarháttum og að hún svipti sig lífi ef áströlsk yfirvöld ætluðu að framselja hana til Sovétríkjanna. Það eina, sem skip- stjóri farþegaskipsins vildi láta hafa eftir sér vegna málsins, var að ungfrúin hefði verið lélegur starfs- maður, væri reyndar alltof ung til að taka að sér starf á slíku skipi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.