Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 1979næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 19.01.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 19.01.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Rítstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Auknir skattar af eigin húsnæði Iágætri grein Davíðs Oddssonar borgarfulltrúa í Morgun- blaðinu sl. sunnudag sýnir ,hann fram á, að krossinn á kjörseðlinum í vor hefur tekið á sig mynd skattseðils. Tilkynningum stjórnvalda um nýjar eða auknar álögur hefur rignt yfir skattborgarana jafnt og þétt, svo að enginn kann þar lengur tölu á, en hugmyndaflug valdahafa í þessum efnum þykir með ólíkindum. Nýlegt dæmi af þessu tagi er hækkun eigin húsaleigu um 93,6%, sem veldur meira en tvöföldun tekjuskatts af þessum tilbúnu tekjum, þar sem fyrningarprósentan er óbreytt. Hér er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, sem algengt er að nemi tugum þúsunda. Þessi aukna skattlagning eigin húsnæðis leggst ofan á stórhækkun eignarskatts og fasteignagjalda víða þar sem vinstri flokkarnir fara með stjórn bæjarmála, svo sem í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri. Ekki þarf að fjölyrða um það, hversu ranglát og varasöm sú stefna er að gera íbúðarhúsnæði að æ þýðingarmeiri álagningarstofni opinberra gjalda. Þar gilda í fyrsta lagi þau almennu rök, að eigin húsnæði er ekki tekjuskapandi frekar en t.a.m. innbú. Reynslan sýnir líka, að margt roskið eða aldrað fólk og þeir, sem orðið hafa fyrir heilsufarslegum áföllum, eiga nú í erfiðleikum með að rísa undir vaxandi opinberum álögum af íbúðum sínum. í þessu sambandi má heldur ekki horfa fram hjá því, að þessar auknu álögur munu koma illa við þá, sem eru að reyna að eignast þak yfir höfuðið og leggja nótt við dag til þess að standa undir vöxtum og afborgunum af lánum af íbúð sinni. Á hinn bóginn getur engum komið á óvart, að skattheimtan skuli í vaxandi mæli vera af eignum manna, þótt takmarkaðar séu. Þetta er margyfirlýst stefna Alþýðubandalagsins, sem ræður ferðinni í ríkisstjórninni, og kom m.a. glöggt fram hjá viðskiptaráðherra í útvarpsþætti fyrir skömmu. Svik við launþega r Ohjákvæmilegt er að vekja athygli á, að hin mikla hækkun eigin húsaleigu nú eru hrein svik við launþega í landinu. I sambandi við ráðstafanirnar 1. desember féllst verkalýðshreyfingin á að gefa 2 stig verðbótavísitölunnar eftir gegn því að beinir skattar á launafólk yrðu lækkaðir. Eins og áður segir getur þessi hækkun eigin húsaleigu haft í för með sér hækkun tekjuskatts sem nemur tugum þúsunda á almennar launatekjur. Áður hafði ríkisstjórnin svikið það, að skattgjaldsvísitalan hækkaði um sama hundraðshluta og almenn laun í landinu. En eins og Morgunblaðið hefur áður bent á kom það fram í breytingartillögum þingmanna Alþýðuflokksins við 3. umræðu fjárlaga að með þessum hætti hefur um hálfur milljarður króna verið tekinn af launamönnum í landinu bótalaust og raunar meir, ef miðað er við skattgjaldsvísitölu 152, eins og rétt er. Fyrir kosningar lagði Alþýðuflokkurinn fram 10 punkta í efnahagsmálum, sem síðan hefur verið gumað mikið af, þótt lítið fari fyrir efndunum. Þar á meðal var því heitið, að „tekjuskattur af almennum launatekjum yrði lagður niður." Svik þingmanna Alþýðuflokksins eru því tvöföld í þessum efnum. Annars vegar hafa tekjuskattar af almennum launatekjum hækkað verulega. Hins vegar hafa ráðstafanir verið gerðar til þess að hækka tekjuskattinn enn eftir að samkomulagið við verkalýðshreyfinguna var gert 1. desember sl. Þannig hefur krossinn á kjörseðlinum verið að breytast í skattseðil og með sama áframhaldi er skammt í, að launaseðillinn geri það líka. Eyjólfur Konrád Jónsson, alþm.: Samstarf á Noröurhöfum SAMNINGAGERÐIN við Fær eyinga var fagnaðarefni, þó að ég vilji taka undir þau ummæli Matthiasar Bjarnasonar. fyrrv. sjávarútvegsráðherra, að ekki hafi rausnin verið sérlega mikil af okkar hálfu. Hjá stórslysi var þó komizt. En áður en málið kemur til um- ræðu á Alþingi langar mig að minna á, að ár og dagur eru nú liðin, síðan sú stofnun sam- þykkti cinróma ályktun um aukin samskipti við Fær- eyinga, án þess að ýkja mikið hafi af okkar hálfu verið gert til að framfylgja þeirri stefnu. Þá er þess að minnast, að rétt fyrir hátíðar afgreiddi Alþingi þrjár þýðingarmiklar tillögur um hafréttarmál, og var ein þeirra einmitt um samstarf við Færeyinga til að leitast við að tryggja sameiginleg réttindi landanna á hafsvæðum langt suður af íslandi. Önnur tillagan var um samn- inga við Norðmenn um réttindi landanna á Jan Mayen-svæðinu og hin þriðja um rannsókn landgrunns Islands. Opinberar umræður um þessi mál hafa kannski enn ekki verið nægilega miklar, þannig að menn gætu gert sér grein fyrir þýðingu þeirra. En ég hef fyrir mína parta talið eðlilegt, að íslenzk stjórnvöld fengju nokkurn tíma til að átta sig betur á málunum, áður en miklar umræður hæf- ust, og byrja viðræður, formleg- ar eða óformlegar, bæði við Norðmenn og Færeyinga. Senn hlýtur þó að líða að því, að ríkisstjórnin geri grein fyrir gangi mála. Þá upplýsast mál þessi 1 þrengri skilningi, en umræðurnar hljóta líka að verða víðtækari. Við hljótum að spyrja sjálf okkur og nágranna okkar, hvort ekki sé hyggilegt, að þessar frænd- og vinaþjóðir taki upp náið samstarf um verndun og hagnýtingu auðæfa hafs og hafsbotns á geysivíð- áttumiklum hafsvæðum Norður-Atlantshafsins. Og nú bætast við fregnir af væntanlegri heimastjórn Græn- lendinga. Er ekki ljóst, að einnig við þá verði rætt? Samningur íslendinga við Færeyinga ræður engum úrslit- um um efnahagsafkomu þessara tveggja þjóða á samningstíman- um. En hann ætti að geta greitt leiðina til þeirra víðtæku samninga og samstarfs, sem við höfum ákveðið að leita eftir við nágrannaþjóðirnar. En nú verð- um við líka að láta hendur standa fram úr ermum. Mikils- verðustu málin mega ekki drukkna í fjasi. LoMeiðaflugm enn ekki fylgjandi launajöfnun LOFTLEIÐAFLUGMENN álíta að stjórn Flugleiða hf. hafi ekki staðið við gerða samninga varðandi flug International Air Bahama og telja rangt að hjá IAB séu við störf fyrrverandi flugmenn sem vegna aldurs verði að fá undanþágur hjá flugmálayfirvöldum hérlendis, sams konar undanþágur og fslenzkir flugmenn fengu ekki í Bandarikjunum vegna fyrirhugaðra starfa á DC-10, þ.e. menn er voru um sextugt. Framangreint kom fram á blaðamannafundi er stjórn Félags Loftleiðaflugmanna efndi til í gær til að skýra sín sjónarmið varð- andi málefni flugmanna sem hafa verið mikið í fréttum að undan- förnu. Loftleiðaflugmenn telja að yfirlýsing er samþykkt hafi verið af stjórn Flugleiða þar sem segir að íslenzkum flugmönnum verði gefinn kostur á störfum hjá IAB að frágengnum föstum starfs- mönnum þess og Bahamaborgur- um, háfi ekki verið virt og að stjórn Flugleiða hafi ekki gert sér far um að útvega íslenzkum flugmönnum atvinnu hjá IAB eins og þurft hefði að vera. Telja þeir að á næstunni þurfi enn frekar að reyna á þetta þar eð vinna verði minni hjá Loftleiðaflugmönnum m.a. vegna tilkomu DC-10 þotunn- ar. Loftleiðaflugmenn telja að ekki hafi staðið á þeim að vinna heilshugar að sameiningu starfs- aldurslista flugmannanna og segja að Félag Loftleiðaflugmanna og Félag ísl. atvinnuflugmanna hafi komið sér saman um starfsaðferð- ir við það verkefni og tekið við það mið af erlendum félögum þar sem hliðstæð sameining hefur farið fram. Voru þesar tillögur sam- þykktar af báðum félögunum 13. desember sl. en síðan, 3.1. ’79, hafi F.I.A. ákveðið að hætta við sam- eininguna. Segja Loftleiðaflug- menn að ástæða þess geti m.a. verið sú, að þegar Flugfélagsmenn fengu ekki störf á breiðþotunni hafi þeir séð hugsanlega mögu- leika á störfum hjá Arnarflugi og því hafi þeir horfið að hugmynd- um um leiðaskiptingu milli Flug- félags Islands og Loftleiða. Loftleiðaflugmenn segjast ekki geta fallist á hugmyndir um launajöfnun þar sem þeir telja ábyrgð í starfi aukast með stærð flugvéla. Segjast þeir þó hneigjast að ákveðinni jöfnun og bentu á að meðan þeir voru einnig innan F.I.A. hafi mismunur á launum á Boeing 727 og DC-8 þotu ekki verið ýkja mikill. Laun flugstjóra á Boeing hafi verið komin upp í 94% af launum flugstjóra á DC-8, en voru fyrst 74,25%. Síðan eftir að Loftleiðamenn fóru úr Félagi ísl. atvinnuflugmanna hafi munurinn aftur vaxið nokkuð og sé hlutfallið nú 93%. Loftleiðamenn telja fráleitt að Flugleiðir greiði sömu laun fyrir allar tegundir flugvéla enda geti hinar minni flugvélateg- undir ekki staðið undir þeim kostnaði að greiða sömu laun og breiðþota geri, enda sé ábyrgð meiri með aukinni flugvélastærð, sem fyrr segir. Að lokum kom það fram að Loftleiðaflugmenn kváðust sakna íslenzka fánans af stéli breiðþot- unnar og hörmuðu að hann skyldi ekki hafa verið málaður þar. Sögðu þeir að flestir hefðu haft orð á því að ekki væri rétt að leggja fánann niður, hann væri það merki er þekkt væri erlendis auk nafnsins og rangt væri að leggja það niður nú er erfitt ástand væri og jafnvel fækkun á Norður-Atlantshafsleiðinni. Bæri félaginu frekar að halda þessum þekktu einkennum og freista þess frekar síðar þegar vel áraði að kynna nýtt merki. jgWEk 1 ] r %mi II Nokkrir stjórnarmeðlima Félags Loftleiðaflugmanna, f.v.i Steíán Gíslason, Baldur Oddsson, Skúli Guðjónsson og Ingi Olsen. Ljósm. Rax.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 15. tölublað (19.01.1979)
https://timarit.is/issue/117368

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

15. tölublað (19.01.1979)

Gongd: