Morgunblaðið - 19.01.1979, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979
Tveir flugstjórar
Flugfélagsins
til Arnarf lugs?
TVEIMUR flugstjórum Flugfélags íslands hefur verið boðið að
taka stöðu flugstjóra hjá Arnarflugi á næstunni þar sem hjá
félaginu hafa starfað erlendir flugstjórar með undanþágum, en í
ráði er að íslenzkir flugstjórar taki við þeirra starfi.
Ekki hefur boðinu verið svar-
að enn og að því er Halldór
Sigurðsson sölustjóri félagsins
tjáði Mbl. kostar það félagið
nokkurt fé að þjálfa þá til
flugstjórastarfs á þotu þar sem
þeir hafa aðallega flogið
Fokker-vélum. Þurfa þeir að
sækja námskeið erlendis og
síðan fljúga í 50 tíma með
yfirflugstjóra. Hins vegar sagði
Halldór að nokkrir flugmenn
Arnarflugs væru að því komnir
að öðlast flugstjóraréttindi og
væri mun kostnaðarminna fyrir
félagið að taka þá í þessi störf,
þar eð búið væri að kosta þeirra
þjálfun.
Þá sagði Halldór Sigurðsson
að skýringin á því að þota
Arnarflugs annaðist flug til
Norðurlanda meðan flugmenn
Flugfélagsins væru í verkfalli
væri sú að fyrir löngu hefði verið
samið um að Arnarflug annaðist
það flug meðan þota Flugleiða
væri í skoðun, sem stæði nú yfir.
Þá hefðu Arnarflugsflugmenn
ekki sömu skoðanir og félagar
þeirra innan F.Í.A. og vildu ekki
blanda sér í deilur þeirra við
Flugleiðir.
Leikarar í „Ilart í bak“ ásamt leikstjóranum Þóri Steingrímssyni.
Leikfélag
frumsýnir „
LEIKFÉLAG Selfoss frumsýnir
í kvöld leikrit Jökuls Jakobs-
sonar „Hart í bak“.
Leikstjóri er Þórir Stein-
grímsson en Sigríður Karlsdótt-
ir hefur aðstoðað við leikstjórn-
ina. Leikmynd er byggð á
verkum og hugmyndum Stein-
þórs Sigurðssonar en hann útbjó
leikmyndina upphaflega. Um 20
manns taka þátt í sýningunni en
með aðalhlutverk fara Pétur
Þorvaldsson, Hilmar Friðþjófs-
son og Þóra Grétarsdóttir.
Ljósameistari er Jón Pétursson
og honum til aðstoðar er Gunnar
Jónsson. Um sviðsbúnað sjá
Þórður Árnason, Gunnar Jóns-
son og Helgi Finnlaugsson. Árni
0. Þórisson sér um leikhljóð,
Selfoss
Hart í bak”
Hildur Gunnarsdóttir um bún-
ingana og Kristbjörg Einars-
dóttir um hárgreiðslu.
í leikskrá ritar Eyvindur
Erlendsson um höfundinn, Jökul
Jakobsson.
Sýningar eru fyrirhugaðar
víðar á Suðurlandi auk Selfoss.
INNLENT
Reynir við heims-
met íplötusnúningi
— Um leið fer fram söfnun til
barnaheimilisins að Lyngási
MICKIE Gee, núverandi plötusnúður á veitingahúsinu Óðali, mun
n.k. mánudag hefja tilraun til þess að setja nýtt heimsmet í
plötusnúningi. Núverandi heimsmct er 800 klukkustundir þannig
að Mickie þarf að snúa plötum í rúmlega 33 sólarhringa til þess að
hnckkja því. Mark Gondelman
Woodstock í New York árið 1975,
Á meðan heimsmetstilraun
Mickie stendur mun fara fram
fjársöfnun undir yfirskriftinni
„Gleymd börn 79“. Fólki sem
kemur á Óðal meðan á mettil-
rauninni stendur gefst kostur á
að gefa fé til barnaheimilisins
áð Lyngási þar sem nú dveljast
42 börn í dagvistun á aldrinum
3—15 ára. Einnig mun fólki
gefast kostur á að heita á Mickie
og renna þeir peningar einnig til
á heimsmctið sem var sett í
Lyngáss. Séra Ólafur Skúlason
dómprófastur er verndari
„Gleymdra barna 79“ og sér
hann um að féð komist til skila.
Takmarkið er, að á þessum
rúmlega 5 vikum safnist 5
milljónir króna. Gíróreiknings-
númerið er 1979-04.
Mickie sagðist vera mjög
bjartsýnn á að sér tækist að
setja heimsmet.
„Ég ákvað að reyna þetta
Hafsteinn Austmann í hinni nýju og rúmgóðu vinnustofu sinni að Hörpugötu 8 í Skerjafirði. Ljósmynd
Mbl. Emilía.
Hafsteinn Austmann listmálari:
30 málverka sýning
í nýrri vinnustofu
Hafsteinn Austmann listmál-
ari opnar málverkasýningu
n.k. laugardag í nýbyggðri og
rúmgóðri vinnustofu, sérstöku
húsi við heimili hans á Hörpu-
götu 8 í Skcrjafirði. Reykjavík-
urmegin við flughrautina. Haf-
steinn sýnir þar um 30 myndir
frá síðustu árum. en hann hélt
síðast sjáifstæða sýningu hér-
lendis á Kjarvalsstöðum 1974.
Síðan hefur hann einnig sýnt á
samsýningum og m.a. í Árósum
197(5.
Hafsteinn kvaðst mála mest
með olíu og acryllitum um
þessar mundir. „Þetta eru engin
stór stökk hjá mér,“ sagði hann,
„heldur hægfara þróun og mér
finnst að ég sé alltaf að bæta við
í málverkinu. Maður ræðst ef til
vill í það með mikilli bjartsýni
að mála þá hugmynd sem maður
hefur fengið, en þegar vinnunni
er lokið er venjulega allt annað
komið út en maður bjóst við og
ætlaði sér. Það kemur svo margt
upp í hverri mynd þegar verið er
að vinna hana.“
Sýning Hafsteins verður opin
til 28. janúar frá kl. 2—10
daglega og aðgangur er ókeypis.
í spjalli við blaðamann Morgun-
blaðsins kvað Hafsteinn boðs-
kortasendingar hafa farið nokk-
uð úr böndum hjá sér, en hann
kvaðst vonast eftir að sjá sem
flesta og ef þeir sem eiga
myndir eftir hann sjá sér fært
að líta við viil hann gjarnan fá
að skrá niður hvar hver mynd
er.
Vinnustofa Hafsteins er sem
fyrr segir við Hörpugötu 8, og er
það fyrsta gata til vinstri þegar
ekið er veginn að afgreiðslu
Flugfélags íslands.
Starfsmannafélag Flugfélags íslands:
Lýsir andstyggð á ómaklegum
árásum fámennra öfgahópa
á aðalforstjóra Flugleiða
Aðalfundur Starfsmanna-
félags Flugfélags íslands harm-
ar mjög þá óeiningu sem virðist
vera innan æðstu stjórnar
Flugleiða hf. og litið hefur
dagsins Ijós á sfðustu vikum og
mánuðum, segir í samþykkt
aðalfundarins er borist hefur
Mbl.
Síðan segir: Einnig lýsir
fundurinn andstyggð sinni á
þeim ódrengiiegu og ómaklegu
Mickie Gee plötusnúður hefur
sett sér það markmið að kom-
ast á skrá í heimsmetabók
Guinness. Hér er hann í plötu-
snúðarklefanum í óðali þar
sem heimsmetstilraun hans
mun fara fram. Ljósm. RAX.
fyrir mánuði síðan. Eftir um
það bil hálfan mánuð var ég
farinn að guggna mjög á að
leggja út í tilraunina en síðan
fjársöfnunin kom í spilið hef ég
fengið kjarkinn aftur og nú er
ég ekkert hræddur við að leggja
út í að spila plötur í rúma 800
klukkustundir.
I gær hafði Mickie ekki enn
fengið í hendur reglur varðandi
tilraunina en hann vissi þó að
hann ætti að spila jöfnum
höndum stórar og litlar plötur.
Dómari verður til staðar þegar
þar að kemur og fylgist með því
að öllum reglum verði fylgt.
Mickie hefur gengist undir
læknisskoðun sem sýnir að
honum er ekkert að vanbúnaði
að hefja tilraunina en hann er
einnig líf-, slysa- og sjúkra-
tryggður á meðan á keppninni
stendur.
Ef allt gengur að óskum slær
Mickie Gee heimsmetið í plötu-
snúningi kl. 22 þann 25. febrúar
n.k.
ásökunum sem beint hefur verið
að aðalforstjóra Flugleiða hf. af
fámennum öfgahópum sem
dyljast undir nafni Starfs-
mannafélags Loftleiða hf.
Þá segir í samþyktinni, að
þrátt fyrir nokkuð skiptar skoð-
anir á ágæti sameiningar félag-
anna hafi félagsmenn Starfs-
mannafélags Flugfélags íslands
unnið af einurð og einlægni að
því markmiði að sameiningin
yrði hagkvæm frá þjóðhagslegu
sjónarmiði til hagsbóta fyrir
hluthafa og starfsfólk og er þess
vænst að stjórn félagsins geri
mögulegt að starfað verði áfram
í þeim sama anda.
í lok samþykktarinnar segir:
Það er skoðun fundarins að sú
óeining sem hér hefur verið rætt
um að framan, stafi að nokkru af
því, hvernig eingaraðild að
félaginu er háttað, þ.e. að þrátt
fyrir það, að telja megi hluthafa
félagsins í nokkrum hundruðum,
ráði nokkrir stórir hluthafar
félaginu að fullu öllu.
Fundurinn skorar því á stjórn
fyrirtækisins að tryggja það að
Flugleiðir hf. ræki það hlutverk
sitt að halda á loft með reisn
samgöngu- og ferðamálum Is-
lendinga svo sem það hefur
burði til, jafnframt að tryggja
starfsfólki örugga atvinnu og
næstu kynslóðum atvinnutæki-
færi.