Morgunblaðið - 19.01.1979, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979.
MfP
MORÖJN/-
KAFFINU
GRANI GÖSLARI
I stað Kullúrsins, sem við
ætlum að gefa þér þegar þú
lætur af störfum eftir 35 ár,
hefur verið ákveðið að gefa þér
nú þegar vekjaraklukku!
Brögð í tafli
Tilefni skrifa þessa er ferð sem
48 manna hópur frá Vestmanna-
eyjum fór í september 1978 á
vegum ferðaskrifstofunnar Sam-
vinnuferða til Spánar.
Oskáð var eftir tilboðum frá
ferðaskrifstofum og bárust tvö
með 60 þúsund króna verðmismun.
Hópurinn tók dýrara tilboðinu
einkum vegna slæmrar reynslu af
lélegum hótelum. Hefst nú þáttur
ferðaskrifstofunnar í þessu máli.
Sölumaður á vegum hennar kom
til Eyja til að selja ferðirnar og
auðvitað á Santa Clara (hjálögð
kvittun). Er út kom voru allir í
góðu skapi og hlökkuðu mjög til að
sjá hótelið er við áttum að vera á,
en mikil urðu vonbrigði manna er
það var augum litið og ekki
minnkuðu þau er inn kom. Hótelið
hét ekki Santa Clara heldur allt
öðru nafni og var 2ja stjörnu. Það
líktist heldur verbúðum í saman-
burði við Santa Clara og er maður
sá íbúana hélt maður sig vera á
dvalarheimili fyrir aldraða Breta
á Spáni.
Var nú skotið á ráðstefnu og
fararstjórar Samvinnuferða á
Spáni spurðir hvað ylli. Sögðu þeir
að við hefðum aldrei átt að vera á
Santa Clara og væri búið að vera
fullt þar í allt sumar og yrði fram
eftir hausti. Það sem þeir gætu
boðið væri hálft fæði í sárabót
vegna óþæginda þeirra er við
urðum fyrir og vonbrigða. Hópur-
inn samþykkti þetta en þó með
þeim fyrirvara að þetta kæmi ekki
sem greiðsla upp í verðmismun
hótelanna og samþykktu farar-
stjórarnir úti það en því miður var
það munnlegt en ekki skriflegt.
Þarf varla að orðlengja hvaða
áhrif þetta hafði á ferð þessa.
Treystir þú sjálfum þér fullkomlega til að ráða við þetta?
Tungl í hvirfli er ekki sjald-
gæft fyrirbrigði þegar menn
eru komnir á þinn aldur.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Eins og oft kemur fyrir urðu
sagnir andstæðinga spilaranum
leiðarljós í spili dagsins. En í
rauninni skiptu þær ekki megin-
máli því skipting láglitanna var í
öllu falli forsenda vinnings.
Norður gaf, allir utan hættu.
Norður
S. Á10542
H. 86
T. 532
L. Á93
Vestur
S. -
H. 43
T. DG1098
L. DG10852
Austur
S. KD3
H. DG109752
T. 76
L. K
Suður
S. G9876
H. ÁK
T. ÁK4
L. 764
COSPER
Viltu ekki bara borga honum 100-kallinn sem þú
skuldar honum fyrir vínarbrauðin?
Norður Austur Suður Vcstur
— 1 hjarta Dobl 2 laul
3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar allir pass.
Norður lá ekki á liði sínu þegar
hann með stökksögn sinni hvatti
suður til að segja gameið. En
austur hefur sjálfsagt vonast eftir
kraftaverki, þegar hann sagði
fjögur hjörtu.
Gegn spöðunum fjórum spilaði
vestur út tíguldrottningu. Sagn-
hafi tók slaginn og spilaði lágum
spaða. Lauf frá vestri og ljóst var,
að austur fengi tvo trompslagi. I
upphafi höfðu gjafaslagirnir virst
vera fjórir og hafði nú fjölgað um
einn. Svo góð ráð virtust dýr. En
eftir að hafa gluggað í hönd
austurs var sagnhafi öruggur með
sig. Hann hlaut að hafa átt sjö
hjörtu fyrir sagnir sín^r og
þrílitur í spaða þýddi, að eftir voru
þrjú spil í láglitunum og sennilega
var eitt þeirra lauf.
Að þessu athuguðu tók sagnhafi
á spaðaásinn, hjartaslagina báða,
tígulás, síðan laufás og spilaði
spaða. Austur var þá fastur inni
og átti ekki öruggt útspil. Hann
tók spaðaslagina tvo og varð síðan
að spila hjarta en fékk þann
slaginn sér til undrunar. En
sagnhafi lét lauf af hendinni og
tígul frá borðinu. Aftur varð
austur að spila hjarta og suður lét
síðari tapslaginn í laufinu, tromp-
aði í borði og tók slagina, sem eftir
voru, með víxltrompun.
„Fjólur — nim ljúfa“
Framhaldssaga e'ftir Else Fischer
Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi
37
— Nú er spurningin bata sú,
hvort hann hefur i í virkileik-
anum ekki verið hér. Samtal
mitt við lögregiuna í Árósum
veitti mér nefnilega ýmsar
gagnlegar upplýsingar, sem
óneitanlega koma spánskt fyr-
ir. Einar Einarsen var frakka-
laus og kladdur í gráyrjóttan
tvfdjakka. en krufningin leiðir
hvorki meira né minna en það í
ljós, að hann hafði verið dáinn í
átta klukkutíma þegar hann
fannst. Lögreglan segir hrein-
lega að það sé óhugsandi að
hann hafi verið þarna í átta
tíma án þess að bílnum yrði
vcitt athygli. Hann fannst rétt
við þjóðvcginn klukkan tvö um
nótt og cnginn fær mig til þess
að trúa því, að hann hafi legið
þarna frá klukkan sex til
tvö...
— Nei, þetta er ómögulegt,
byrjaði Herman frændi og reis
upp. Svo settist hann snögglega
og blíndi inn í eldinn.
— Ég held ... ég held að þér
séuð á villigöyum ef þér
haldið... ég á við... það
bendir margt til þess að fullur
maður hafi slegið fröken Sus-
anne niður, byrjaði Holm lækn-
ir.
— Auðvitað getur vel verið
að það hafi verið fullur maður
sem fröken Wainberg rakst á,
svaraði Bernild alvarlegur í
bragði. — En ég finn mig
tilneyddan til að kanna þetta
mál betur. Það eru í því of
margir óræðir þættir og lausir
endar. Rauðamöl í hársverði,
gráyrjóttur jakki... mcira að
segja tíminn passar við and-
látsstund Einarsen sem líkleg-
ust verður talin ...
— bér eigið sem sagt við að
hann hafi lent í umíerðarslys-
inu hér í grenndinni... og
svo.. og hvað svo...
bað var Martin.
— Já, hvað svo? bað þætti
mér ciginlega fróðlegt að vita,
sagð Bernild lögregluforingi.
— En nú iátum við rannsaka
þennan rauða sand.
— Já, en, stundi Magna
frænka. — betta er alveg
óhugsandi.
— Ekki alveg, svaraði Bern-
ild. — Á hinn bóginn er
óhugsandi að hann geti hafa
verið á keyrslu í grcnnd við
Árósa klukkan tvö því að þá
hafði hann verið látinn í marga
klukkutíma og það er jafn
óhugsandi að bíliinn hans hafi
legið í skurðinum í marga
klukkutíma án þess eftir hon-
um væri tekið.
9. kafli
bað huðust ekki miklir
möguleikar á tveggja manna
tali á Eikarmosabæ á næstu
klukkutímum. JBernild lög-
rcgluforingi kom sér makinda-
loga fyrir með bækistöð sína i
bókaherbcrginu og þaðan var
hvatt á vettvang lið liigreglu-
manna frá Álaborg. Sumir
fengu skipanir um að fara og
skoða skógarstíginn, aðrir að
safna rauðum sandi og íara
með hann í greiningu til Árósa
og enn aðrir voru beðnir að
fara um nágrennið og spyrjast
kurteislega fyrir hvort einhver
hefði séð dökkan Mercedes
daginn áður.
— Ef Susanne hefði bara
ekki farið að röíla um fulla
menn og árás.
Gitta grýtti illskulega viðar-
bút á eldinn og leit reiðilga í
kringum sig.
— Já, en ég sagði það strax,
svo að ég fékk engu breytt um
það. Ég sé heldur ckki hvaða
máli það skiptir, svaraði Sus-
anne.
— bað skiptir heldur ekki
nokkru máli, sagði Martin
róandi.
— Ekki nema við erum öll
rekin út úr okkar eigin stofu.
tautaði Herman frændi og
horfði fýlulega í kringum sig.
— Svona, svona Ilerman
minn ... það varst þú sjálfur,
sem bauðst honum að nota
bókasafnið. Og það er víst nóg
pláss fyrir það.
— Ef þeir halda að Einar