Morgunblaðið - 19.01.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979
29
Er heim kom var reynt að fá
mismuninn á verði hótelanna
greiddan, Var það mögulegt ef við
greiddum þess í stað fyrir fæðið.
Lauk þar samskiptum okkar við
þessa ferðaskrifstofu.
Sér nú hver og einn hvers lags
brögðum við vorum beitt af
skrifstofu þessari. Hún leyfði sér
að selja 48 manna hópi rándýrt
hótel sem hún á ekkert pláss inni á
og sendir því hópinn á miklu
iélegra hótel en býður síðan hálft
fæði á fölskum forsendum, þetta
er það sem við köllum rotin
söluaðferð.
F.h. hópsins
Einar Friðþjófsson.
• Góðir
sendiherrar
Velvakanda hefur borist bréf
frá H.G. Burt í Felixstove í
Englandi. Bréfið er svohljóðandi
(þýtt úr ensku):
„Við höfum reglubundið haft þá
miklu ánægju að hitta bæði menn
og konur af áhöfnum tveggja skipa
frá íslandi, M/S Dettifossi og M/S
Mánafossi, og hefur skipstjórinn
af Mánafossi látið mig fá eintak af
Morgunblaðinu.
I áhöfnum þessara skipa eru
hinir bestu sendiherrar sem þið
íslendingar hafið kost á og mikil
vinátta hefur skapast milli þess-
ara tveggja landa, íslands og
Englands, vegna þeirra.
Okkur langar því til að senda
bestu kveðjur til íslendinga og
óska ykkur gleðilegs nýs árs.
Kveðjur
H.G. Burt.“
• Meira
skemmtiefni
Velvakanda hefur borist eftir-
farandi bréf frá 9 ára stúlku, Láru
Bergþóru Long.
Kæri Velvakandi!
Ég var að enda við að horfa á
Stundina okkar í Sjónvarpinu og
var ekki ánægð með hana. Mér
finnst að þessi eini klukkutími á
viku í sjónvarpinu fyrir börn eigi
að vera annað en kennslustund.
Við börnin viljum fá meira af
skemmtiefni, teiknimyndum og
svoleiðis.
Árið 1979 er ár barnsins og þess
vegna á að hlusta á okkur börnin.
Ég veit að ég tala fyrir munn
margra barna.
Ég vona að þeir sem ráða í
sjónvarpinu lesi þetta.
Bless,
Lára Bergþóra Long.
• Barnafatnaður
Velvakanda hefur borist ann-
að bréf þar sem fjallað er um ár
barnsins.
„í tilefni af ári barnsins langar
mig að koma með tillögu til
neytendasamtakanna um að þau
rannsaki þau gerviefni sem notuð
eru í barnafatnað. I sumum af
þeim fötum sem fást á börn eru
efni sem valda því að börnunum er
annaðhvort allt of heitt eða of
kalt.
Það er einnig hlutverk mömm-
unnar að finna með hvaða hætti
(og þá hvaða fatnaður er bestur
handa barninu) hverjum einstakl-
ingi líður best. Hlýja og öryggi er
það besta og burtu með streituna,
þá líður börnunum vel.
Svava Valdimarsdóttir.
Þessir hringdu . .
• Rætur ekki
endursýndar
Björn Baldursson starfsmað-
ur sjónvarpsins hringdi og vildi
koma eftirfarandi á framfæri:
„Sjónvarpinu hafa borist um
það óskir frá fjölmennum starfs-
hópum, einkum vaktavinnufólki og
sjómönnum, að myndaflokkurinn
Rætur verði endursýndur á sunnu-
dögum. Reynt var að verða við
þessari ósk og haft samband við
seljendur myndaflokksins en þeir
settu sjónvarpinu slíka afarkosti
að ómögulegt er að ganga að
þeim.“
HÖGNI HREKKVÍSI
0£ rön-FóK.ú£!"
83? SVGGA V/öGA £ 'V/LVtRAKí
Germaníumyndin
GERMANIA sínir á morgun,
laugardag. kl. 2 síðd., sem heitir
„Sieben Tage Frist“.
Er þetta hálfrar annarrar
klukkustundar löng mynd. Var
hún sýnd í v-Þýzka sjónvarpinu
hinn 6. janúar sl.
Leikarar í myndinni eru allir
frægir í heimalandinu.
— Efnisþráður myndarinnar er
um hvarf menntaskólanema,
Skömmu síðar finnst einn kennar^
anna og hafði hann verið myrtur. I
kjölfarið sigla fleiri óhugnanlegir
atburðir.
— Hræðsla grípur um sig meðal
kennaranna í skólanum, unz rekt-
or skólans tekst að komast á
sporið.
Félagsráðgjafi —
félagsfr æðingur
Hr. ritstjóri
Vegna dálítillar fréttaklausu í
blaði yðar 30.12. s.l. um ráðningu
starfsmanns hjá Félagsmálastofn-
un Hafnarfjarðar, („nýr félagsráð-
gjafi“), leyfi ég mér að senda
stutta athugasemd til birtingar í
blaðinu.
Félagsráðgjöf er tiltölulega ung
starfsgrein, að minnsta kosti hér
á landi og er reyndar sömu sögu að
segja um fræðigreinina
félagsfræði. Nokkuð ber á, að
þessum orðum og merkingu þeirra
sé ruglað saman.
Ekki ómerkari heimild en ráð-
herrasamþykkt Evrópuráðsins frá
1967 hljóðar svo: „Félagsráðgjöf er
sérhæfð starfsgrein og markmið
hennar er að stuðla að betri og
gagnkvæmari aðlögun einstakl-
inga, fjölskyldna og hópa og
félagslegs umhverfis þeirra. Að
þroska sjálfsvirðingu og ábyrgða-
kennd einstaklinga. Að nýta hæfi-
leika fólks, samskipti þess, og þá
félagslegu aðstoð, sem fyrir hendi
er.“
Áherzlur hafa að sjálfsögðu
breytzt á 10 árum, en óbreytt
stendur að félagsráðgjöf er sér-
hæfð starfsgrein.
Nám í félagsráðgjöf tekur 3—4
ár, ýmist við sérháskóla eða
almenna háskóla. Það, sem skýr-
ast skilur nám í félagsráðgjöf frá
námi í öðrum greinum félagsvís-
inda, er aðferðarfræði félagsráð-
gjafar, sem felur í sér, auk
fræðilegs náms, markvissa verk-
lega þjálfun undir handleiðslu
starfandi félagsráðgjafa. Fram til
þessa hefur ekki verið hægt að
leggja stund á félagsráðgjafanám
hérlendis.
í lögum nr. 41 frá 27. maí 1975
um félagsráðgjöf segir, að rétt til
þess að kalla sig félagsráðgjafa
hafi þeir einir, sem til þess hafi
leyfi heilbrigðisráðherra (1. gr.).
Slíkt leyfi má aðeins veita þeim,
sem lokið hafa prófi frá félagsráð-
gjafaskóla, sem viðurkenndur er af
heilbrigðisyfirvöldum, að fenginni
umsögn Stéttarfélags íslenzkra
félagsráðgjafa (2. gr.).
í 4. gr. þessara laga segir
jafnframt: „Oheimilt er að ráða til
félagsráðgjafastarfa aðra en þá,
sem starfsleyfi hafa skv. 2. gr.
o.sv.frv.
Ljóst er af framangreindu, að
óheimilt ér að ráða félagsfræðinga
eða aðra, sem ekki eru félagsráð-
gjafar að mennt til félagsráðgjafa-
starfa. Ekki fremur en fólk með
menntun á sviði meinafræði eða
líffræði er ráðið til hjúkrunar- eða
læknisstarfa, svo hliðstætt dæmi
sé tekið.
Nám í félagsfræði leiðir ekki til
sérstakra starfsréttinda svo mér
sé kunnugt um. Fel ég öðrum að
gera frekari grein fyrir þeim
ágætu fræðum, sem flestir þyrftu
að vera betur heima í en mér
virðist raunin.
Með þökk fyrir birtinguna.
Gunnar Sandholt.
félagsráðgjafi
ráðherrabréfi
skv.
dags. 16.12.1975
6 sækja um stöðu prófessors
r
í sögu við Háskóla Islands
í gær lágu sex umsóknir fyrir
um stöðu próíessors í almennri
sagnfræði við heimspekideild
Iláskóla íslands, en umsóknar-
frestur rann út 15. jan. s.l. Þeir
sem sóttu um erui
Dr. Ingi Sigurðsvson,
Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri.
Jón Kristvin MarKeirsson saKnfræðinKur.
Loftur Guttormsson lektor,
dr. Sveinbjörn Rafnsson.
dr. J>ór Witehead.
A ÖKKOÝn V£SS/ si/f?-
\<Ö/-L090 6ÓQVEW'
0A6VAÍS VA
iti 06 mai vi/á/: