Morgunblaðið - 19.01.1979, Side 32

Morgunblaðið - 19.01.1979, Side 32
Al''ÍÍLYSINCÍASIMINN ER: 22480 Jílorfliinblnöiíi FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 Verzliö í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19 BÚÐIN sími 4 29800 Um 650 útlendingar fengu ný atvinnuleyfi á landinu s.l. ár ALLS unnu tæplrxa 400 útlendingar í fiskvinnslu á landinu á s.l. ári og þar af voru um 200 ráðnir á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, flest konur frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Útlendingar sem voru sérlega ráðnir til starfa á landinu á s.l. ári voru 433 og unnu þeir t.d. við fiskvinnslu, heilbrinðisstörf og á Grundartanga og af þessum 433 voru 142 Norðurlandabúar en 301 frá öðrum löndum samkvæmt upplýsingum Árna Sigurjónssonar hjá Útlendingaeftirlitinu. Þá kom til landsins á s.l. ári 61 útlendingur vegna ættar- eða hú- skapartengsla (9 Norðurlandabúar og 52 af öðrum þjóðum) og aðrir útlendingar sem komu til iandsins og fengu atvinnuleyfi eru alls 143 (68 Norðurlandabúar og 75 af öðrum þjóðum). Ný atvinnuleyfi á landinu á s.l. ári fengu því alls 647 manns (219 Norðurlandabúar og 428 frá öðrum þjóðum), en alls hafa þegnar um 50 þjóða atvinnuleyfi á iandinu. Fjöldi útlendinga, sem fengu framlengd atvinnuleyfi á s.l. ári, var 525 (92 frá Norðurlöndum og 433 frá öðrum þjóðum) en margt af þessu fólki hefur búið hér í tugi ára án þess að gerast íslenzkir ríkisborgarar. Loftleiðaflug- menn vilja störf hjá Air Bahama Loftleiðaflugmenn telja að stjórn Flugleiða hafi ekki staðið við gerða samninga við þá um flug hjá International Air Bahama, en m.a. með tilkomu breiðþotunnar vcrður nokkru minni vinna fyrir þá að vetrarlagi, a.m.k. hérlendis. Segja Loftleiðaflugmenn, að íslenzk flugmálayfirvöld hafi veitt fyrrverandi herflugmönn- um er nú starfi hjá Air Bahama undanþágur vegna aldurs þeirra, en það séu sams konar undanþágur og bandarísk flug- málayfirvöld veittu ekki fyrir flugliða er fara áttu til þjálfun- ar á DC-10 og náð höfðu sextugsaldri. Hyggjast Loft- leiðaflugmenn á næstunni leita eftir því að samningurinn varðandi IAB verði virtur og að þeim verði útveguð störf þar eftir því sem þörf krefji vegna minnkandi atvinnu heima fyrir hjá Loftleiðum. Sjá. Loftleiðaflugmenn ekki fylgjandi launajöfnun. bls. 17. Sérstaklega voru 378 manns ráðnir til vinnu í fiski erlendis frá s.l. ár, en t.d. á Grundartanga störfuðu 115 Norðmenn á móti 41 árið 1977. Af útlendingum sem fengu at- vinnuleyfi á landinu á s.l. ári voru Ástralíumenn flestir eða 123, aðai- lega kvenfólk, og 39 Ástralíubúar fengu framlengingu atvinnuleyfis. Aðrir í röðinni voru Nýsjálendingar, alls 71. Leyfi voru veitt á s.l. ári tii fólks af 30 þjóðernum og fólk af 40 þjóðernum fékk framlengingu. í mörgum tilvikum er um að ræða einn mann af hverju þjóðerni. Fólk erlendis frá sem kemur hingað til vinnu í fiski fer víða um landið, flest til Vestfjarða og Aust- fjarða, en einnig í alla landshluta nema Suðurland, en öll atvinnuleyfi verða að fá samþykkt viðkomandi stéttarfélaga. Ur borgarlífinu Ljósm. Mbl. RAX Benedikt Gröndal á blaðamannafundi í Stokkhólmi: Stjómin faUin náist ekki samkomulag fyrir 1. feb. Stokkhólmi. 18. janúar. Frá Önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. BENEDIKT GRÖNDAL. utanríkisráðherra. segnnú er í opinberri heimsókn hér í Svíþjóð greindi frá því á fundi mtd fréttamönnum í dag. að kæmist ísienzka ríkisstjórnin ekki að samkomulagi um langtíma áaetlun í efnahagsmálum fyrir 1. febrúar nk. mundi stjórnin falla. Ráðherrann sagði. að ómögulegt væri að segja um hvað þá tæki við en nýjar kosningar væru þó ekki cndilega eina lausnin. Hann kvaðst ekki vita hversu líklegt það væri að samkomulag næðist innan stjórnarinnar fyrir 1. febrúar en kvaðst vera búinn undir hvað sem Benedikt Gröndal sagði, að helzta vandamál ríkisstjórnarinn- ar væri baráttan við verðbólguna, sem hún vildi leysa án þess að valda atvinnuleysi í landinu. Hann sagði, að samstarf stjórnarinnar við verkalýðsfélögin væri svo náið, að legði stjórnin fram lausn á efnahagsvandanum sem verka- lýðsfélögin gætu ekki sætt sig við, myndi ekki vera grundvöllur fyrir stjórnarsamvinnunni lengur. Símamenn hafna afnámi 3% grunnkaupshækkunar Lýsa andstöðu við samkomulagsdrög ríkisstjórnar, sem send voru BSRB FÉLAGSRÁÐ Félags íslenzkra símamanna hefur lýst þeirri skoðun sinni. að ekki komi til greina að opinbcrir starfsmenn afsali sér grunnkaupshækkun. sem náðst hefði í samningum og hefur lýst andstiiðu sinr.i við samningsdrög ríkisstjórnarinnar um breytingar á samningsrétti BSRB. Ágúst Geirsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. að hann liti svo á, að ríkisstjórnin gæti framkvæmt kjaraskerðingaráform sín fyrir opnum tjöldum án þcss að hafa upp á vasann samþykki samtaka opinberra starfsmanna Samþykkt Félagsráðs Félags íslenzkra símamanna er svohljóð- andi: „Félagsráð FÍS hefur haft til athugunar tilboð ríkisins um samkomulag við BSRB um breyt- ingar á samningsrétti opinberra starfsmanna og niðurfellingu á 3% grunnkaupshækkun, sem sam- kvæmt samningi á að taka gildi þann 1. apríl næstkomandi. Félagsráð er andvígt þessum samkomulagsdrögum af eftirfar- andi ástæðum: 1. Félagsráð telur að ekki komi til greina að afsala grunnkaups- hækkun, sem náðst hefur í samn- ingum. 2. Félagsráð er mótfallið þeim hugmyndum, að sá samningsrétt- ur, sem hvert félag hefur nú, sé afnuminn og ítrekar í því sam- bandi fyrri kröfur félagsins um, að hin einstöku félög hafi allan samningsréttinn á sinni hendi.“ Þessi ályktun var samþykkt samhljóða og sagði Ágúst Geirs- son, formaður Félags íslenzkra símamanna, að hann byggist við því, að innan félagsins væri mjög almenn andstaða gegn því að samþykkja yfir sig kjara- skerðingu. Ágúst Geirsson kvað kjara- skerðingu ríkisstjórnarinnar frá því í desember hafa verið falda á bak við alls konar mærð um félagslegar umbætur, skattalækk- anir og sitthvað fleira. Það væri sitt mat, að ríkisstjórnin ætti að framkvæma kjaraskerðingar- áform sín án þess að launþega- samtökin aðstoðuðu hana í að fela hlutina og kalla þá ekki sínum réttu nöfnum. Ágúst sagði, að Félag íslenzkra símamanna hefði kröftuglega mótmælt þessari kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar sem kjaraskerðingum fyrri stjórn- Á samninganefndarfundi BSRB, sem haldinn var í gær og stóð fram á kvöld, lýsti Ágúst Geirsson þessari afstöðu símamanna til samkomulagsdraga ríkisstjórnar- innar. Skiptar skoöanir voru um þetta á fundinum, og fleiri stóðu upp, tóku til máls og lýstu sömu eða svipaðri afstöðu og Ágúst Geirsson, en um miðnætti var afgreiðslu málsins frestað fram yfir helgi. • Hann var að því spurður hvort Islendingar væru sáttir við skatt- ana sem þeir þyrftu að greiða og svaraði ráðherrann á þann veg, að skattar á Islandi væri um 35% af tekjum og því ekki jafn háir og í Svíþjóð. Hann kvað helzta vand- ann í skattamálum á Islandi vera skattsvik. Stefna Islands í utanríkismálum er óbreytt frá því sem var í fyrri stjórn, sagði Benedikt ennfremur. Hann kvað vissa erfiðleika því samfara að starfa í stjórn með flokki, sem íslenzkir kommúnistar styddu, en sagði að það væri vandi sem hinir flokkarnir hefðu lært að lifa með. Ástæðuna fyrir áhuga stórveldanna, Bandaríkjanna, So- vétríkjanna og Kína, á Islandi kvað hann stafa af landfræðilegri legu Islands og þar væri einnig að finna svarið við því að Island væri í NATO. Benedikt Gröndal og kona hans komu til Stokkhólms sl. mánudag í boði Hans Blix, utanríkisráðherra, en fara héðan til Gautaborgar og dveljast þar fram á laugardag. Guðmundur Baldursson. Kristján Arnbjörnsson. * Arangurslaus leit í gœr LEIT hélt úfram í gær að rækjubátunum tvcimur frá Húsa- vík og mönnunum fjórum, sem saknað er. Gengnar voru fjörur frá Skjálfandafljóti austur að Kópaskeri og einnig leituðu margir bátar. Þá voru kafarar fcngnir til leitar. Þessi víðtæka leit bar engan árangur. Leit verður haldið áfram í dag og verður hún með svipuðum hætti og í gær. Þá tóku um 200 manns þátt í leitinni en ekki er vitað hve margir verða með í leitinni í dag. Meðfylgjandi myndir eru af mönnunum tveimur, sem saknað er af Þistli ÞH 88. Þeir eru Guðmundur Baldursson frá Bergi í Aðaldal, 34 ára, og Kristján Arnbjörnsson frá Bergsstöðum, Ásgarðsvegi 26, Húsavík, 35 ára gamall.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.