Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 15 Símamynd AP BÓKMENNTAVERÐLAUN Norðurlandaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Stokkhólmsborg- ar í dag. Hófst athöfnin með leik kammersveitar og síðan ávarpaði Olof Palme forseti Norðurlandaráðs gesti. Þá flutti Mogens Brondstedt prófessor ræðu um verðlaunahafann Ivar Lo-Johansson og verk hans, en verðlaunin hlaut hann f yrir bók sína Pubertet. Að ræðu lokinni afhenti Olof Palme verðlaunin, en þau nema í ár 75 þúsund dönskum krónum. Eftir að hafa veitt verðlaununum viðtöku þakkaði Ivar Lo-Johansson heiðurinn. Myndin er af verðlaunaskáldinu ásamt Olof Palme forseta Norðurlandaráðs og konu hans, Lisbeth. Þjófar á kreiki eftir stórhríðina Baltimore, Maryland, 20. feb. AP. LÖGREGLUYFIRVÖLD í borg- inni Baltimore í Marylandríki í Bandaríkjunum skýrðu frá því í dag að mikið hefði verið um þjófnaði og innbrot þar í borg undanfarinn sólarhring eftir mikla snjókomu. 303 hafa verið handteknir og sakaðir um 1.335 þjófnaði, og einnig hafa 265 manns verið handteknir vegna brots á útgöngubanni, sem sett var á í gærkvöldi til að koma í veg fyrir áframhaldandi þjóf naði. Um hálfs metra jafnfallinn snjór stöðvaði alla umferð, og þá virtist þjófnaðaræði hafa gripið fjölda manns. William Schaefer borgarstjóri neyddist þá til að fyrirskipa útgöngubann frá klukk- an sjö á mánudagskvöld þar til klukkan fimm að morgni þriðju- dags. Þeir sem teknir voru fyrir brot á útgöngubanninu hljóta mjög væga refsingu, eða aðeins áminningu, en hinir, sem staðnir voru að þjófnaði eða innbroti, eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Talsmenn lögreglunnar í Balti- more segja að brotizt hafi verið inn í áfengisverzlanir, matvöru- búðir, brauðbúðir, bifreiðaverzlan- ir og húsgagnaverzlanir. Voru þjófar handteknir á götum úti þar sem þeir voru að rogast með ísskápa, húsgögn og fatnað. Meðal þjófanna voru tvær eldri konur, sem stolið höfðu stórum kassa úr húsgagnaverzlun. Aðspurðar kváð- ust þær ekkert vita hvað í kassan- um væri, en voru ákveðnar í að fara með kassann heim, engu að síður. 1976 — Nixon fv. forseti kemur til Peking í heimsókn. 1973 — Israelsmenn skjóta niður líbýska farþegaþotu með 100 manns. 1972 — Nixon ræðir við Mao í Peking. 1965 - Malcolm X, blökku- mannaleiðtogi, skotínn til bana í New York. 1964 — Banatilræði við Ismet Inönu, forsætisráðherra Tyrkja. 1943 — Georg VI sæmir Rússa heiðurssverði fyrir vörn Stalín- grad — Eisenhower tekur við yfirstjórn herja Bandamanna í N-Afríku. 1941 — Bandamenn ganga á land í Erítreu. 1934 — Frakkar berjast við Berba í Suðvestur-Marokkó. - 1922 — Brezkri vernd lýkur í Egyptalandi sem fær sjálfstæði. 1919 —- Kurt Eísner, forsætis- ráðherra Bæjaraiands, ráðinn af dögum — Bandamenn viður- kennna stjórn Paderwskis í Pól- landi. 1916 — Orrustan um Verdun hefst (rúmlega ein milljón drepnir). 1849 — Bretar sigra Síkha við Gujerat og ríki Síkha líður undir lok. 1838 — Morse sýnir ritsímann í fyrsta sinn. 1795 - Trúfrelsi innleitt í Frakklandi — Hollendingar láta Ceylon af hendi við Breta. 1652 — Hildesheim-sáttmáli Svia og norður-þýzkra ríkja. 1648 - Friðrik III verður konungur Dana. 1613 — Mikhail Romanov kosinn keisari: völd Romanov-ættar hefjast. Afmæli: J. H. Newman, brezkur kardináli (1801—1890) — W. H. Auden, brezkt skáld (1907-1973) - Léó Deiibes, franskt skáld (1836-1891). Andlát: Júlíus páfi II1513 - Jethro Tull, landbúnaðar- frömuður, 1741 — Sir Frederick Banting, vísindamaður, 1941. Innlent: Alþingi samþykkir niðurfellingu sambandslaga 1944 - d. Krístján IV 1648 - Kolbeinn ungi lætur taka Kálf Guttormsson í Miklabæ og drepa ásamt syni hans Guttormi 1234 — d. Leggr prestr kanoki 1238 — Sigurður Thorgrímsen lándfógeti 1831 — Arngrímur Gíslason málari 1887 — Miklir jarðskjálftar á Suðurlandi 1630 — f. Jörundur Brynjólfsson 1884 — Strætisvagni rænt fullum af farþegum í Skerjafirði 1947. Orð dagsins: Sannleikurinn er það em enginn trúir — G. B. Shaw, írskur leikritahöfundur (1856-1950). Rektorskjörið við Háskóla íslands: ALLIR prófessorar Háskóla íslands verða í kjöri í prófkjörinu til rektorsembættis, en þó hafa nöfn tveggja aðallega verið nefnd í sambandi við það; nöfn Gylfa Þ. Gíslasonar og Sigurjóns Bjbrnssonar. Mbl. sneri sér í gær til Gylfa og Sigurjóns og spurði, hvort þeir sæktust eftir embætti háskólarektors. Sigurjón Björnsson: Tek mína ákvörð- un eftir prófkjörið „ÉG blanda mér ekkert í það, hvernig menn kjósa. Ég mun taka mína ákvörðun, þegar ég sé hvað út úr prófkjórinu kemur," sagði Sigurjón Björnsson. „Ég hef ætlað mér í leyfi og er búinn að sækja um það næsta haust," sagði Sigurjón. „Meiningin er að fara til Bandaríkjanna og halda þar áfram rannsóknum í barnasál- fræði. Sem stendur er hugur- inn bundinn við undirbúning þeirrar ferðar." Spurningu Mbl. um það, hvort hann lokaði þá mögu- leikanum á rektorsembættinu, svaraði Sigurjón á þá lund, að hann væri ekkert farinn að gera það upp við sig. Gylfi Þ. Gíslason: Gefekki kost á mér tií rektorsstarfsins „Ýmsir innan Háskólans hafa komið að máli við mig og farið þess á leit, að ég gæfi kost á mér við rektorskjörið, sem nú á að fara fram innan skamms. Ég er þessum aðil- um auðvitað þakklátur fyrir traustið, en ég mun ekki gefa kost á mér til þessa starfs," sagði Gylfi Þ. Gíslason. „Ástæðan er sú hin sama og ég greindi frá, er ég gaf ekki kost á mér til framboðs til Alþingis á síðast liðnu sumri. Næstu árin langar mig til þess að nota fyrst og fremst til ritstarfa, auk þess sem ég mun að sjálfsögðu annast kennslu við Háskólann. Fyrstu 15 árin, sem ég var við Háskólann, þ.e. frá 1941—56, skrifaði ég marg- ar kennslubækur, sem voru fjölritaðar og eru sumar hverjar notaðar enn. Eftir að ég var kosinn á þing 1946, varð ég að draga mjög úr ritstörf- um, og eftir að ég varð ráðherra 1956 gat ég ekkert sinnt slíkum verkum. Þegar ráðherrastörfunum lauk 1971, hóf ég aftur að skrifa talsvert, þótt ég ætti sæti á Alþingi. Ég hef á undanförnum árum sam- ið þrjár fjölritaðar kennslu- bækur fyrir nemendur mína í Háskólanum, auk þess sem ég hefi endurskoðað eina af fyrri bókum mínum. Að beiðni Menntaskólans í Reykjavík skrifaði ég í hitteðfyrra náms- efni í viðskiptafræðum fyrir 5. bekk og er í vetur að skrifa fyrir hann kennslubók í þjóð- hagfræðum ætluð er 6. bekk, en slíka bók hefur lengi vantað hér. Það, sem mig langar til að gera á næstu árum, er að ganga frá til prentunar kennslubókum í þeim grein- um, sem ég kenni við háskól- ann. Þá ætla ég að skrifa æviminningar mínar og gera tilraun til að tengja þær stjórnmála- og hagsögu þess tímabils, sem ég kynntist vel við að sitja meira en 30 ár á þingi og vera ráðherra í 15 ár. Jafnframt langar mig til að tengja hana sögu Alþýðu- flokksins. Ég held, ég hefði frá ýmsu að segja, sem annars yrði ósagt." Steinþór Sigurðsson fœr leikhússtyrk STEINÞÓR Sigurðsson leik- myndateiknari hlaut styrkveit- ingu þá úr Minningarsjóði Stefaníu Guðmundsdóttur, sem úthlutað var að lokinni sýningu á Lífsháska í Iðnó um helgina Steinþór er áttundi styrkþegi sjóðsins. Þorsteinn Ö. Stephensen afhenti styrkinn og sagði þá m.a.: „Ég veit ég þarf ekki að fjölyrða um verðskuldun Steinþórs til þess að þiggja listamannastyrk sem leik- húsmaður. Það hefur lengi verið mörgum aðdáunar- og jafnvel undrunarefni hvernig þessi smekkvísi hagleiksmaður hefur komið fyrir á þessu litla sviði hér í Iðnó mórgum leikmyndum á sama kvöldinu með svo snjöllum úr- lausnum að skiptingar urðu ótrúlega auðveldar og greiðar. En menn hafa ekki aðeins dáðst að hugkvæmni hans til úrlausnar á slíkum þrautum heldur hefur list- fengi hans og næmleiki fyrir eðli og anda þeirra skáldverka sem áttu eftir að taka sér bústað innan leikmynda hans orðið mörgum manni til aukins skilnings og nautnar er hann horfði á list leikhússins." Steinþór Sigurðsson hylltur á sviði Iðnós eftir styrkveitinguna. Ljósm. ímynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.