Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 21. PEBRÚAR 1979 Eimskipafélag íslands hf: Hörður Sigurgests- son ráðinn forstjóri MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi frétt frá Eimskipa- félagi íslands: Stjórn H/F Eimskipafélags íslands hefur í dag á fundi sínum ráðið Hörð Sigurgestsson rekstrarhagfræðing, sem forstjóra félagsins. Hörður Sigurgestsson er fæddur árið 1938 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla ís- lands árið 1958, og stundaði síðan nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands, og Iauk þaðan prófí árið 1965. Hörður stundaði framhalds- nám í rekstrarhagfræði í Wharton School, University og Pensylvania í Philadelphia í Bandaríkjunum, og lauk þaðan MBA prófi haustið 1968. Hann starfaði í fjármála- ráðuneytinu, fjárlaga- og hag- sýslustofnun að loknu framhalds- námi til vors 1974, er hann réðst til Flugleiða h/f, sem þá var nýstofnað fyrirtaeki, sem fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs, og hefur starfað þar síðan. Hörður er kvæntur Áslaugu Ottesen, og eiga þau tvö börn. Hann mun taka við hinu nýja starfi sínu 1. ágúst 1979. Stjórn H/F Eimskipafélags íslands. Sækir um hæli sem pólitískur flóttamaður CHILEBÚI nokkur, Julio Ocares, hefur sótt um hæli hér á landi sem pólitískur flótta- maður. Hefur hann sent um- sókn sína til dómsmálaráðu- neytisins þar sem mál hans er nú í athugun. Ocares kom hing- að til lands sem ferðamaður en hefur þó stundað atvinnu hér undanfarið. Hörður Sigurgestsson Eggert Davíðsson á Möðruvöllum látinn EGGERT DAVÍÐSSON á Möðru- völhim lézt á Sjúkrahúsi á Akur- eyri á mánudagsmorgun á 70. aldursári. Ecirprt var fæddur Ytra-Krossnesi 6. júní 1909, sonur hjónanna Davíðs Eggertssonar sjómanns og bónda þar og Val- gerðar Sigurðardóttur. Kornungur fór Eggert með afa sínum og ömmu, Eggert Davíðssyni og Jón- ínu Kristjánsdóttur, að Möðruvöll- um II, þar sem þau hófu búskap. Eggert kvæntist Ásrúnu Þór- hallsdóttur frá Þrastarhóli 1. febrúar 1936 og áttu þau þrjár dætur: Kristínu, Sólveigu og Þór- höllu. Fyrstu hjúskaparár sín stundaði Eggert mjólkurflutninga við hin erfiðustu skilyrði, en tók við búinu á Möðruvöllum af föður sínum 1946 og bjó þar með myndarskap og rausn til 1974, er hann hætti búskap vegna heilsubrests og fluttist til Akureyrar og annaðist síðan skrifstofuhald fyrir Búvéla- verkstæðið þar. Eggert Davíðsson naut trausts og virðingar í sínu byggðarlagi og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörf- um. Hann var fyrst kosinn í hreppsnefnd Arnarnesh-epps 1946 og átti þar sæti lengst af, meðan hann bjó þar. Hann var aðalhvata- maður að stofnun og formaður Bændafélags Eyjafjarðar, lengi í stjórn Búnaðarsambands Eyja- fjarðar og mikill áhugamaður um stofnun Tilraunastöðvarinnar að Möðruvöllum og loks átti hann sæti í sóknarnefnd og var lengi kirkjuhaldari á Möðruvöllum. Eggert Davíðsson var um ára- tugaskeið einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Eyjafjarð- arsýslu. Dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir mann- dráp af gáleysi HÆSTIRÉTTUR dæmdi t gær í máli ungs manns sem talinn var hafa orðið manni að bana af gáleysi á Sauðárkróki í október 1973. Var hann dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Hæstarétti en hafði áður verið dæmdur í 1 árs fangelsi i sakadómi Sauðárkróks. Málavextir voru þeir að 56 ára gamall bóndi úr Húnavatnssýslu fannst látinn á tröppum húss við Aðalstræti á Sauðárkróki að morgni 12. október 1973. Voru áverkar á líkinu. Rannsókn leiddi í ljós að áfengi hafði verið haft um hönd í umræddu húsi kvöldið áður og hafði bóndinn verið innandyra, alldrukkum. Var af honum ónæði að mati viðstaddra og var honum vikið úr húsinu nokkrum sinnum. Þegar fólk í húsinu hafði tekið á sig náðir komst bóndinn tvívegis inn aftur. Vaknaði þá einungis aðkomumaður, sem þar var. Setti hann bóndann út í bæði skiptin og viðurkenndi hann að til stympinga hefði komið og bóndinn fallið niður tröppur. Var þessi maður síðar ákærður. Krufning á líki bóndans leiddi í ljós að hann hafi látizt af heila- blóðfalli af völdum áverka en kuldi hafi einnig flýtt fyrir láti hans. Að lokinni sýningu á leikritinu Heims um ból á kjallarasviði Þjóðleikhússíns i gærkvöldi var minnzt 40 ára leikafmælis Guðbjargar Þorbjarnardóttur. Guðbjörg hóf leikferil sinn í Siglufirði, en fluttist síðan til Reykjavíkur þar sem hún lék fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en réðist svo til Þjóðleikhússins við upphaf þess. Hlutverk hennar í Heims um ból er 83ja hlutverk hennar hjá Þjóðleikhúsinu. Á þessari mynd er Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri að ávarpa Guðbjörgu í tilefni leikafmælisins í gærkvöldi. gærkvöldi. Ljósm. Mbl.: Kristján. Hvað felst í 44. og 45. gr. skattalaganna? ÓLAFJJR Jóhannesson, forsætis- ráðherra sagði í sjónvarpsumræð- um í gærkvöldi, að sum ákvæði nýju skattalaganna, sem sett voru fyrir tæpu ári, gengu í gildi um síðustu áramót og koma til framkvæmda við skattlagningu á næsta ári, nálguðust það að gera ísland að lögregluríki. Sagði for- sætisráðherra, að menn gætu ekki einu sinni pissað án þess að skattaeftirlitið fylgdist með. Ráð- herrann sagði þetta í tilefni af gagnrýni Geirs Hallgrímssonar á eignakönnun þá, sem vinstri stjórnin áformar. Geir Hallgrímsson spurði þá hvernig staðið hefði á því að Ólafur Jóhannesson hefði sam- þykkt þessi lóg í síðustu ríkis- stjórn og af hverju hann vildi setja ný ákvæði um eignakönnun í lög úr því að hann teldi skatta- lögin nýju jafngilda allsherjar eignakönnun. Ólafur Jóhannesson sagði að sjálfsagt hcfðu þeir Geir Hall- grímsson ekki kynnt sér þessi ákvæði nægilega vel og sagðist hér fyrst og fremst eiga við 44. og 45. grein nýju skattalaganna. Þessar greinar eru svohljóðandi: „Takmörkun á fyrningum vegna skulda 44. gr. Lögaðilar og menn, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, skulu reikna árlega tiltekinn hundraðshluta af heildarskuldum, þegar frá þeim hafa verið dregnar eignir skatt- aðila sem tengdar eru atvinnu- rekstri, aðrar en fyrnanlegar eign- ir skv. 32. gr. og eignarhlutar í félögum, sbr. 2. gr. Þá fjárhæð, sem þannig reiknast, skal færa annars vegar í sérstakan reikning, mótreikning fyrninga, og hins vegar til lækkunar á endurmats- reikningi, sbr. 37. gr. Nemi þessar tilteknu eignir hærri fjárhæð en heildarskuldir reiknast ekki tillag í mótreikning fyrninga. Til skulda skattaðila skv. 1. mgr. teljast hvers konar skuldir, sbr. 76. gr., en þar með telst þó ekki hlutafé, stofnsjóðir, stofnfé, endurmatsreikningur, varasjóður og aðrir eignafjárreikningar. Til skulda manna, sem stunda at- vinnurekstur eða sjálfstæða starf- semi, teljast ekki í þessu sambandi skuldir sem ekki eru tengdar atvinnnrekstri, eða sjálfstæðri starfsemi, enda fari þær ekki fram úr 4.000.000 kr. hjá einstaklingi og 8.000.000 kr. ef um hjón er að ræða. Ójöfnuð rekstrartöp frá fyrri árum, sbr. 6. tl. 1. mgr. 31. gr., má draga frá skuldum áður en tillag er reiknað. Hundraðshluti tillags skv. 1. mgr. skal vera jafn hundraðshluta verðbreytinga milli ára, sbr. 26. gr. Tillag í mótreikning fyrninga samkvæmt þessari grein skal reikna í lok hvers reikningsárs og miðast við stöðu eigna og skulda í byrjun reikningsárs. 45. gr. Heildarfjárhæð mótreiknings fyrninga í byrjun hvers árs skal framreikna samkvæmt verðbreyt- ingarstuðli viðkomandí árs, sbr. 26. gr. í lok hvers árs skal færa til frádráttar fengnum fyrningum á árinu skv. 38. gr. Qg 42. gr. fjárhæð er nema skal 15% af framreiknuð- um mótreikningi í árslok. Á því ári, sem mótreikningur fyrninga verður hærri en nemur samanlögðum eftirstöðvum fyrn- ingarverðs allra fyrnanlegra eigna, skal telja það sem umfram er til skattskyldra tekna og til lækkunar á mótreikningi fyrninga. Þeir aðilar, sem myndað hafa mótreikning skv. 44. gr. og ekki eiga fyrnanlegar eignir, skuiu færa tillagið til tekna á því ári sem það reiknast. Mótreikningur fyrninga eða færslur af honum hafa ekki áhrif á eftirstöðvar fyrningarverðs fyrn- anlegra eigna. Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um framkvæmd þessarar greinar og 44. gr." Vissulega má segja að orðalag þessara greina sé torskilið. En Morgunblaðið spurð- ist fyrir um það'hjá Ólafi Nilssyni, löggiltum endurskoðanda í gær- kveldi, hvert væri inntak grein- anna. Ólafur sagði það væri algjör misskilningur að tala um eigna- könnun í sambandi við þessar tvær greinar, því að þær ættu ekkert skylt við slíkt. I greinunum kvað hann í fyrsta skipti reynt að taka á þeirri gífurlegu mismunun, sem verðbólgan ylli milli fyrirtækja, eftir því, hvernig fjármagn þau hefðu undir höndum — hvort þau hefðu eigið fjármagn eða lánsfjár- magn. Greinarnar leituðust við að tryggja eigið fé fyrirtækja, heim- ila endurmat fyrnanlegra eigna og fyrningar af endurmatsverði. Greinarnar skertu fyrningar þeirra aðila, sem fjármögnuðu eignir sínar með skuldum. Georg Lúðvíksson framkvœmdastjóri ríkisspítala látinn GEORG Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri ríkisspítalanna lézt á heimili sínu í fyrrinótt, 65 ára að aldri. Georg Lúðvíksson fæddist 25. apríl 1913 í Neskaupstað og voru foreldrar hans Lúðvík Sigurður Sigurðsson útgerðarmaður og kona hans Ingibjörg Þorláksdóttir. Georg brautskráðist frá Sam- vinnuskólanum 1934. Hann starf- aði hjá Skattstofu Reykjavíkur árið eftir og í janúar 1936 hóf hann störf á skrifstofu ríkisspítal- anna. Hann var skipaður gjaldkeri ríkisspítalanna 1937, fulltrúi 1946 og framkvæmdastjóri frá apríl 1953. Georg sótti námskeið um sjúkrahússrekstur erlendis. Hann var formaður Félags forstöðu- manna sjúkrahúsa. hennar og formaður rekstrar- Auk starfa á sviði sjúkrahús- nefndar skíðaskála KR. mála var Georg í stjórn KR og var Eftirlifandi eiginkona Georgs er hann einnig í stjórn skíðadeildar Guðlaug Lára Jónsdóttir. Þau KR og formaður byggingarnefndar eignuðust fjögur börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.