Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1979 23 María Guðmundsdótt- ir — Minningarorð Þrátt fyrir háan sótthita síðustu dagana, var kyrrð og friður, já, einhver undursamleg ró yfir and- litsdráttum Maríu. Sannfæringin um að afi hennar og amma væru á næsta leiti og biðu hennar, endur- speglaðist í augunum, þegar af henni bráði. Trú hennar var alla tíð hrein og einlæg og hún brást henni ekki nú, þegar umbreytingin nálgaðist. Hún andaðist á Hrafn- istu í Reykjavík 14. þ.m. og verður útför hennar gerð kl. 15 í dag frá Fossvogskirkju. Við sem eftir lifum vonum og erum reyndar sannfærð um að henni hafi orðið að trú sinni og ferðin yfir móðuna miklu, sé nú hafin í samfylgd ástvinanna, sem farnir voru á undan henni. María Guðmundsdóttir fæddist á Bessastöðum á Álftanesi hinn 24. september árið 1883, dóttir hjón- anna Guðmundar Jónssonar, síðar bakara og Rósu Jóhannesdóttur, sem þá voru til húsa hjá Grími Thomsen. Skömmu eftir að þau eignuðust Maríu sem var þeirra fyrsta barn, fluttust þau norður til Sauðárkróks, þar sem Guðmundur hóf nám í bakaraiðn hjá Carl Fredriksen bakarameistara. Á Sauðárkróki liðu svo bernskuárin áhyggjulaust í skjóli foreldra og föðurforeldra hennar, Jóns Sigurðssonar og nöfnu hennar Maríu Þorkelsdóttur, sem einnig voru búsett á Króknum. Börnum þeirra Guðmundar og Rósu fjölg- aði ört og sjálfsagt hafa erfiðar fjárhagsástæður valdið því að María var send í sveit til vanda- lausra, aðeins 7—8 ára gömul. Mikil viðbrigði hafa þetta verið barnssálinni, því afi hennar og amma máttu ekki til þess hugsa, að hún flentist fjarri venslafólki sínu og tóku hana að sér. Ólst hún síðan upp hjá þeim og upp frá því leit María jafnan á þau sem foreldra sína, enda þótt hún héldi góðu sambandi við hina raunveru- legu foreldra og systkini sín. Þegar María var 16 ára gömul hleypti hún heimdraganum. Á Sauðárkróki bjó þá Björn Símonarson gullsmiður og var um þær mundir að flytja suður til Reykjavíkur með fjölskyldu sína. Fór hann þess á leit að fá Maríu til að fara með þeim og má segja að sú ákvörðun, hafi orðið hennar örlagavaldur. Var hún á heimili Björns fyrsta árið eftir að hann flutti suður, en réði sig þá í vist til Andrésar Bjarnasonar, söðla- smiðs, sem bjó á Laugavegi 11 og margir eldri Reykvíkingar muna eftir. Hjá Andrési og Guðlaugu konu hans var hún næstu árin og líkaði mjög vel, enda minntist hún oft, síðar á ævinni, veru sinnar þar og vináttutengslanna við börn þeirra hjóna. Hjá Ándrési var þá við nám ungur maður, Erlendur Þorvalds- son, ættaður vestan af Mýrum og dóttursonur hins kunna bænda- höfðingja, Erlendar ríka á Álftar- ósi, sem margt hefur verið ritað um. Felldu þau hugi saman og giftu sig árið 1906. Bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík, en Erlendur lézt árið 1938. María og Erlendur eignuðust 9 börn, en af þeim létust 3 á æsku- skeiði og skildi sá missir eftir djúp sár í hjarta Maríu, sem unni börnum sínum mjög. Sérstaklega er mér minnisstætt hversu oft og að því er virtist með sárum trega, hún minntist Rósu dóttur sinnar, sem lézt aðeins 3ja ára gömul, enda hafði hún verið yndi hennar og augasteinn, þann stutta tíma, sem hún fékk að dveljast hjá móður sinni. 6 barna hennar lifa móður sína, Oddfríður, húsmóðir, sem gift er Baldvin Ólafssyni, Ástbjörg, húsmóðir, sem gift var Sigurþóri Runólfssyni, en hann lézt fyrir fáum árum, Ágústa húsmóðir, gift Jóhanni Björnssyni, Jón verkstjóri giftur Sigríði Jónasdóttur, Guðmundur, ljós- myndari, giftur Auði Guðmunds- dóttur og Sesselja, eiginkona undirritaðs. Öll eru þau búsott í Reykjavík nema Sesselja sem býr í Hafnarfirði. Er stór ættleggur þegar kominn frá Maríu, en niðjar hennar munu vera orðnir 50 tals- ins. Fylgdist María mjög vel með hverjum og einum í þessari stóru fjölskyldu, fram á allra síðustu ár og lét velferð þeirra sig miklu skipta, hvort sem þau bjuggu hér á landi eða erlendis. Nokkrum árum eftir að María gifti sig, tóku foreldrar hennar sig upp og fluttu til Vesturheims með þau af börnum sínum, sem enn voru í föðurgarði. Á þeim árum, eins og bæði fyrr og síðar, átti alþýða manna í miklum erfiðleik- um að sjá sér og sínum farborða í oft erfiðu árferði. Guðmundur, annar bræðra Maríu, hafði fluzt til Ameríku nokkrum árum áður og vegnað vel. Hvatti hann foreldra sína til að flytjast til sín með fjölskylduna, en hann bjó í North Dakota. Bjuggu þau þar fyrstu árin, en eftir að Guðmundur dó, lá leiðin lengra vestur, allt til Seattle í Washingtonfylki, þar sem systur Maríu stofnuðu sín eigin heimili. Þrjár systranna eru enn lifandi, en sú fjórða, Jenný, lézt um s.l. áramót. Fyrir allmörgum árum síðan, tók María sér ferð á hendur og dvaldist hjá þessu frændfólki sínu í Seattle í nokkra mánuði og minntist hún jafnan þeirrar ferðar sinnar með mikilli ánægju. Einnig hafa systurnar allar og fleira frændfólk hennar komið til ís- lands með nokkurra ára millibili og heimsótt ættingja sína hér, svo að samskipti fjölskyldu hennar að þessu leiti, hafa verið með ágæt- um. Eftir að börn hennar komust á legg, fór María að taka virkan þátt í félagsmálastarfi ýmiskonar. T.d. starfaði hún af miklum áhuga í Góðtemplarareglunni og gerðist snemma félagi St. Einingin nr. 14 og gegndi þar embætti í áratugi. Einnig vann hún mikil störf í Stórstúkunni og síðar Hástúku templara. Góðtemplarareglan heiðraði hana á myndarlegan hátt á merkum tímamótum í lífi henn- ar, enda var hún alla tíð ötull baráttumaður fyrir framgangi Reglunnar og bindindi í landinu. Þá starfaði hún á yngri árum mikið í K.F.U.K. og tók einnig virkan þátt í safnaðarstarfi Fríkirkjunnar í Reykjavík, en þau hjónin voru meðal stofnenda þess safnaðar. Ekki verður svo skilið við félagsmálastörf hennar að ekki sé minnst á Mæðrafélagið í Reykjavík, en því félagi helgaði María krafta sína um langt árabil. María hafði yfirleitt mjög fast- mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og var ekki myrk í máli þegar hún vildi ryðja skoðunum sínum braut. Skipti þá ekki máli hvort í hlut áttu skyldir eða vandalausir, háir eða lágir. Hún var aldrei rík af veraldarauði, en þó var hún ætíð aflögufær, ef styðja þurfti gott málefni að henn- ar dómi. Hún gat átt það til að vera hörð og hrjúf hið ytra, en „hjartað gott, sem undir slær“ svo notuð séu orð Arnars Arnars- sonar. Oft á tíðum var líf hennar heldur enginn dans á rósum, þrátt fyrir hennar annars ágætu dans- mennt. Þó hefi ég það einhvern- veginn á tilfinningunni að hefði hún þurft að lifa lífinu upp að nýju, þá hefði það ekki orðið mikið öðruvísi. „Ég er bara svona og mér verður ekkert breytt," sagði hún stundum. Ég held að hún hafi meint það. Það var minnst á það í upphafi að kyrrð og friður hefði einkennt ásjónu Maríu, síðustu hérvistar- daga hennar. Hún gerði sér fylli- lega grein fyrir því, að hverju stefndi og hvarf héðan fyllilega sátt við alla menn og umhverfi sitt. Þannig er gott að kveðja. Við þökkum samfylgd hennar og biðjum henni blessunar Guðs. Eggert ísaksson. + Konan mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma LAUFEY BÆRINGSDÓTTIR, Granaakjóli 5, Rvík. verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. febr. kl. 10.30. Hinrik J. Svainaaon, Ólafur Ólafaaon, Daobjört Guöjónadóttir, Guórún Hinrikadóttir, Jónaa Runóltsaon, Margrót I. Hinrikadóttir, Ágúst Guömundsson, og barnabörn. Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu LAUFEYJAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Hrafnsstaöakoti, Dalvík. Baldvin Magnúsaon, Ámi Magnúsaon, Jónína Magnúadóttir, Alta Ragnaradóttir, Guömundur T. Magnúsaon, og barnabörn. + Innilegar þakkir faeri ég öilum þeim er veittu mér samúö og vinarhug vlö andlát og jaröarför sonar míns, ÓLAFS BJÖRNS JÓNASSONAR. Sérstakar þakklr færi ég læknum og starfsfólki Kópavogshælis. Guö blessi ykkur öll. Þórkatla Bjarnadóttir, Grundarfiröi. Konan mín + JÓNÍNA GÍSLADÓTTIR, frá Uthlíð Hamraborg 4, Kópavogi er látin. Siguróur Jónsson. + Faöir minn HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON, tónlistarmaóur, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 19. febrúar. Gunnlaugur Þ. Höskuldsaon. Bróöir okkar og mágur, + HAUKUR HJARTARSON, Njálsgötu 110, sem lézt 11. þ.m. veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. þ.m. kl. 10:30. Kristján Hjartarson, Þórunn Siguröardóttir, Kolbrún Hjartardóttir, Jamas Dunshaa. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ANNA SIGRÍÐUR TEITSDÓTTIR, Fornhaga 24, veröur jarösungin frá Neskirkju, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd aöstandenda, Lérus Bjarnason. + Systir mín og móðursystir, GUOBJÖRG SIGURDARDÓTTIR, Stangarholti 12, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 2 e.h. Ágúatína Sigurðardóttir, Ingibjörg Siguröardóttir, og aörir vandamann. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vlnarhug viö andlát fööur míns og bróöur INGIBJARTAR JÓNSSONAR, Bjargarstíg 16. Útförin fór fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Ingibjörg Ingibjartsdóttir, Jóna Raykfjörö. + Þökkum innilega samúö og hlýjug viö fráfall HÁLFDÁNAR HJALTASONAR, Húsavfk. Anna Sigfúsdóttir, Hjalti Hálfdinarson, Karl Hálfdánarson, Rós Haraldsdóttir, Anna Lilja Karisdóttir, Ása Stafánsdóttir, Stafán Hjaltason, María Þorstainadóttir, Linda Stafánadóttir. + Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúö viö andlát og útför fööur okkar. tengdafööur, afa, langafa, fööurbróöur og mágs, SIGURÐAR ÁRNASONAR, Stóragaröi 13, Aöalstainn Sigurösson, Árni Sigurösson, Hjördis Þorbjðrg Siguröardóttir, Bryndís Ágústa Siguröardóttir, Jórunn Bjömsdóttir, Sigrióur Svava Guömundadóttir, Kristinn Þoriaifur Hallsson, Finnur Eyjótfsson, Sigurjón Hildibrandsson, barnabörn og barnabarnaböm. Skrifstofa mín veröur lokuö í dag vegna jarðarfarar Benedikt Sveinsson hrl. Vegna jarðarfarar Sveins Benediktssonar framkvæmdastjóra verða skrifstofur vorar lokaöar frá kl. 1—3 í dag, (miðvikudag). Sjóvátryggingarfélag íslands h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.