Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 61. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Begin: Samningur innan viku fáist samþykki Knesset Begin hótar afeögn ella Carter og Begin hvíslast á Myndin var tekin á Ben Gurion-flugvelli við Tel Aviv í gær, nokkru áður en Carter héh þaðan áleiðis til Egyptalands til að hitta Sadat. Kairó, Jerúsalem, 13. marz. AP. Reuter. BEGIN FORSÆTISRÁÐHERRA ísraels sagði í kvöld, að friðarsamn- ingur við Egypta yrði undirritaður í Washington, Kairó og Jerúsalem mjög bráðlega, „og jafnvel innan viku“, svo fremi sem ríkisstjórn ísraels og síðan Knesset féllust á tillögurnar. Hann sagði að naeðist ekki samþykki um samninginn myndi hann segja af sér. Talið er einsýnt að stjórnin muni fallast á þær en óvissa er nokkur um afstöðu Knesset. í kvöld fagnaði Shimon Peres, formaður Verkamannaflokks- ins, þessum tíðindum og lét í það skina, að hann myndi hvetja flokksmenn sína í þinginu til að styðja tillögurnar. Efni þeirra hefur ekki verið birt að svo stöddu. Begin skýrði frá þessu í viðtali tveimur stundum eftir að Carter Bandaríkjaforseti hafði rætt við hann í síma frá Kairó. Carter bar Begin þau skilaboð að Sadat Egyptalandsforseti hefði fallizt á þær tillögur og breytingar sem hann hefði haft meðferðis frá Israel. Begin sagði að vísu að eilítill ágreiningur væri um tvö atriði, en þau væru léttvæg og myndi samkomulag ekki stranda á þeim. Mjög mikil óvissa var um málið þegar Carter hélt til fundar við Sadat í Kairó. Höfðu ýmsir fyrir satt að för Bandaríkjaforseta hefði nánast runnið út í sandinn, þar sem Israelar ætluðu bersýni- lega hvergi að slá af. Þessu neitaði talsmaður Begins, Dan Pattir, að vísu, svo og blaðafulltrúi Carters. Selveiði gengur vel St. Anthony, Nýfundnalandi. 13. marz. Reuter. AP. Á FYRSTA degi selveiðanna við norðurströnd Nýfundnalands í gær, mánudag, voru drepnir 9.600 selir, að sögn yfirvalda. Um 300 menn stunda veiðarnar frá sjö kanadískum og fjórum norsk- um skipum. Veiða þeir svo til eingöngu kópa, sem nú eru hvítir, og skinnin verðmæt. Selveiðum er hins vegar svo til lokið á St. Lawrenceflóa, en þær leiddu til nokkurra átaka milli lögreglu og fulltrúa samtaka er berjast gegn seladrápi. Heildarveiðikvótinn í ár er 195 þúsund selir, en skipin 11, sem hófu veiðarnar í gær, mega veiða 77 þúsund seli, eða 10 þúsund seli á skip. Engu að síður gætti verulegrar svartsýni hjá mörgum og töldu þeir ekki að friðarsamningur væri í þeirri nánd sem Begin og Carter vildu vera láta við brottför hins síðarnefnda frá ísrael. Þegar Cart- er kom til Kairó ræddi hann við Sadat í forsetastofu Kairóflugvall- ar og eftir að hann hafði hringt til Begins héldu þeir blaðamanna- fund, þar sem Carter kunngerði að Sadat hefði fallizt á hugmyndir Israela. Blaðamenn segja að spenna hafi ríkt meðal mikil frétta- manna er biðu niðurstöðu á vellin- um. I upphafi fundarins hafi for- setarnir tveir verið alvarlegir á svip og hafi blaðamenn túlkað það svo að ekkert væri þar meira að frétta. Carter hefði þá skýrt frá því að hann hygðist gefa meiri- háttar yfirlýsingu og greint svo frá því sem afráðið var. Hefði mönnum þótt þetta dramatísk stund og nú væri ljóst að héðan af gæti varla neitt það gerzt sem kæmi í veg fyrir að sú þróun í átt til friðar í þessum heimshluta yrði stöðvuð, er hafist hefði með Jerú- salemför Sadats fyrir sextán mán- uðum tæpum. Aftökusveit i í ran líflét tólf í gær Heimsmet í einfótarstödu Colombo, Sir Lanka, 13. marz. Reuter. SAUTJÁN ára piltur á Sri Lanka, Chandrasena Gamage, kvaðst í dag hafa sett heimsmet í því að standa á öðrum fæti. Stóð hann í þessari stellingu í tuttugu og eina klukkustund og sextán mínútur. Gamage vonast nú til að fá afrek sitt viðurkennt og skráð í metabók Guinness. Landi hans segist eiga fyrra metið sem var rúmlega tólf stundir og var það sett á sl. sumri. Teheran 13. marz. Reuter. AP. TÓLF embættismenn fyrrverandi keisarastjórnar írans voru teknir af lífi í dag, þriðjudag, þar af voru tveir hershöfðingjar. Fimm voru starfsmenn SAVAK leyniþjónustunnar, einn þingmaður, lögreglu- stjóri í Qom og tveir úr keisaraverðinum. Þar mcð hafa alls 57 menn verið skotnir af aftökusveit byltingarráðs Khomeinis, og af þeim voru tólf hershöfðingjar. Keisaraverðirnir tveir voru fyrrverandi kommúnistar sem voro á sínum tíma dæmdir til dauða en eftir að keisari náðaði þá gerðust þeir honum handgengnir og gegndu trúnaðarstöðum. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Amir Entezam, vísaði í dag á bug frásögn í bandaríska vikuritinu Time, þar sem haft var eftir James Bill prófessor og sérfræðingi um írönsk mál, að Entezam væri hlynntur Bandaríkjamönnum. Bill Palestínu-skærulidar ber jast með Ugandaher Nairobi. 13. marz. Reuter. Idi Amin forseti Uganda lýsti því yfir í dag að palestínskir skæru- liðar berðust nú hlið við hlið hcrmanna Uganda gegn inn- rásarher uppreisnarmanna, sem njóta stuðnings yfirvalda f Tanzaniu. Að sögn Uganda-útvarpsins kom þessi yfirlýsing Amins fram í ávarpi, sem hann flutti við opnun íslamska þróunarbankans í Kampala í dag. „Hersveitir Uganda cg palestínskir skæru- liðar, sem standa hlið við hlið á vígstöðvunum, öðlast nú góða reynslu. því þeir eru að berjast við ísraleska hermenn á mála hjá uppreisnarmiinnum," sagði Amin. Að sögn útvarpsins sagði Amin að hersveitir hans npttn í Viivnri A 40 þúsund manna innrásarher, en talsmenn uppreisnarmanna halda því fram að her þeirra hafi aðeins 3.000 mönnum á að skipa. „Uganda er ekki eingöngu að verjast innrás Tanzaníumanna," sagði Amin ennfremur, „heldur einnig að berjast gegn óvinum Islams og kristni, sem drepa sak- lausa og nauðga jafnvel kaþólsk- tilgreindi einnig Ibrahim Yazdi sem hliðhollan Bandaríkjamönn- um og sagði að þeir hefðu tvímælalaust mótast af langri búsetu í Bandaríkjunum. Bill og Yazdi voru skólabræður á sínum tíma. Entezam sagði að þetta væri hinn mesti rógur hvað báða varð- aði, en hins vegar væri það á allra vitorði að Time hefði á valdatíma keisarans iðulega þegið fjárfúlgur úr sjóðum hans og ýmsar mútur frá stjórn hans. I dag komu um eitt hundrað þúsund manns saman til mótmælafundar við háskólann í Teheran til þess að láta í ljós reiði vegna heimsóknar Carters Banda- ríkjaforseta til Miðausturlanda. Báru margir spjöld og borða þar sem farið var um Bandaríkja- forseta níðangurslegum orðum. Meðal annars var sagt að hann hefði farið til Miðausturlanda til að sjóða saman ný samsærisáform sem miðuðu að því að skipuleggja atlögu gegn Palestínumönnum og írönskum byltingarmönnum. Tilkynnt var í Teheran í kvöld að Iran hefði Sagt sig ur CENTO-bandalaginu. Ekki kom KoA ollo 1/Aef or <5 nvort Kor com þetta hafði legið í loftinu um hríð. Sérfræðingar segja að þetta kunni að leiða til þess að bandalagið leysist upp, en Pakistan hefur nú alveg nýverið sagt sig úr banda- laginu. Einu ríkin með full réttindi sem eftir eru í bandalaginu eru Bretland og Týrkland. Bylting Bridgetown, Barbados. S.þ. New York, 13. marz. AP — Reuter. LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar á eynni Grenada í Karabíska hafinu, Maurice Bishop, kunngerði í dag að hann væri í fyrirsvari byltingar sem hefði verið gerð þar og steypt úr valdastóli stjórn Sir Eric Gairy. Skýrði Bishop frá þessu í útvarps- ávarpi og sagði að Sir Eric hefði flúið land. Nokkru síðar sagði Sir Eric Gairy í New York að þetta væri hin mesta firra, en hann hefði hins vegar farið fram á hernaðaraðstoð Breta og Bandaríkjamanna tii þess að hremma „fámennan hóp kommún- ista“ sem hefðu reynt að hafa sig í frammi. Sagði Sir Eric þetta í símaviðtali við AP-fréttastofuna og bætti því við að hann væri í stöðugu sambandi við stjórn sína. Aftur á móti hefðu andstæðingar hans eina útvarpsstöð á valdi sínu. Grenada fékk sjálfstæði árið 1974, en er í brezka samveldinu. Þar búa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.