Morgunblaðið - 14.03.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.03.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 Pagliacci — eftir Leoncavallo Stjórn tónlistar: Garðar Cortes Leikstjórn: Þuríður Pálsdóttir ÍSLENSKA óperan frum- flutti Pagliacci fyrir troð- fullu húsi og við góðar undirtektir áheyrenda í Háskólabíói s.l. sunnudags- kvöld. Pagliacci er annar tveggja hyrningarsteina „verismo" í ítalskri óperu- sögu á móti Cavalleria rusticana eftir Mascagni, enda deila þær oft sýning- arkvöldum saman. Hér var óneitanlega mik- ið færst í fang við hin erfiðustu skilyrði (sem þeg- ar hefur verið tíundað í fjölmiðlum) og má segja, að allvel hafi tekist eftir atvik- um. Tveir flytjendanna báru sýninguna uppi, bæði hvað snerti söng og leik, en það voru þau Ólöf K. Harðar- dóttir (Nedda) og Halldór Vilhelmsson (Tonio). Það var fyrirfram vitað, að ein glæsilegasta söng- kona landsins gæti vel farið með þetta hlutverk, hún Tónllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON hefur ekki aðeins röddina fyrir hvaða óperuhús sem er, heldur og hreyfingarn- ar. Hins vegar kom Halldór á óvart, þekktari fyrir „inn- hverfan" söng, en birti nú alveg nýja hlið á sér með góðum tilþrifum. Önnur hlutverk stóðu í skugga þessara tveggja, Canio (sem á „hryggjarstykki" óper- unnar, Vesti la giubba) sem Magnús Jónsson söng, Silvio, sem Hákon Odd- geirsson söng, og Peppe, sem Friðbjörn G. Jónsson flutti. Ein önnur rödd fékk mann til að sperra eyrun, en það var 1. óbó, Duncan Campell, í hljómsveitinni, sem átti þarna hrífandi tónafléttur. Kórinn var allgóður og stundum prýðilegur í söngnum, en rápaði of mik- ið um sviðið og oflék á köflum. Svipað má og segja um einstakar persónur. Hljómsveitin var fullstór fyrir þau skilyrði, sem þarna voru, og sett saman af töluverðum ósamstæð- um. Sviðsmynd Jóns Þóris- sonar var haganleg og hæfileg. Augljóst er, að íslenska óperan reynir að virkja mikinn áhuga og ósérhlífni, og má óska öllum aðstand- endum til hamingju með þennan áfanga. Fyrirtækið á sjálft næsta leik: stóra sporið í átt til atvinnu- mennsku. Nu geta allir eignast vönduö litsjónvörp. . . : ■ vv iY~Ví»7TV3r.Ví<£ nordÍTIende nordíÍIende Dæmi 20“ útb. 160 Hvers vegna? — ' Þaö hefur sýnt sig aö íslendingar eru vandlátir, vanda valið og velja NordMende. Okkur er það ánægja að kynna yður árgerö 1979. Sjaldan hefur tæknin þjónaö manninum jafn dyggilega. Ein mesta byltingin á árgerð 1979 er nýr myndlampi PIL (precicion in-line) sjálfvírk samhæfing á lit, sem gefur miklu skarpari mynd en á,öur þekktist, jafnvel þó bjart sé inni. BUÐIN Skipholtí 19, sími 29800. n ? nn? msm (uj ju) [ I jjfoII llln

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.